Hversvegna?

Nú á ég engin börn og hef því ekki hugmynd um hvernig þetta svokallaða "móðureðli" virkar (ef það er þá yfir höfuð til). Sem áhugamaður um ættleiðingar og slíkt hef ég þó hugsað mikið um mikilvægi erfðatengsla þegar kemur að barneignum. Þessi frétt og forsaga hennar hefur hrært nokkuð í höfðinu á mér og helst þetta sem flotið hefur upp;

Nú hafa þessir foreldrar alið upp "röng" börn í næstum ár. Hafa þau ekki bundist börnunum neinum tilfinningaböndum? Hvað gerist ef önnur móðirin nær ekki að mynda tengsl við "rétta" barnið?

Hvað hugsa börnin? Nú eru þau það ung að ekki er hægt að útskýra málið. Jafnvel þó það væri hægt, hvað á að segja? "Mömmu þykir voða vænt um þig, en hún vill frekar fá hina stelpuna"? Þau eru þó nógu gömul (væntanlega) til að þekkja foreldra sína, þ.e.a.s. úr t.d hóp. Hvernig gengur að venja þau á nýja mömmu og nýjan pabba?

Þetta vekur einnig upp hina óumflýjanlegu spurningu; hversvegna eru þau að býtta?

 


mbl.is Tékknesk stúlkubörn aftur til foreldra sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem faðir 10 mánaða dóttur hef ég oft velt þessum aðstæðum fyrir mér með kærustu minni. Frá mínu sjónarhorni þætti mér það ómögulegt að geta látið frá mér dóttur mína sem ég hef tengst ótrúlegum tilfinningaböndum og væntumþykju sem orð fá bara hreinlega ekki lýst. Biddu einhvern að lýsa fyrir þér með orðum hvernig er að vera ástfangin sem dæmi, það eru bara ekki til nógu sterk orð fyrir það.

Hinsvegar er alveg hægt að skilja þessa ákvörðun foreldranna sem vilja fá rétt ,,erfðafræðilegt" barn. Þetta er enginn vettvangur til að kasta sleggjudómum, hver og einn gerir það sem hann telur vera rétt í svona málum. Mér þykir bara ótrúlegt að þetta gæti hafa gerst á okkar tímum og þetta er eitthvað sem ég óska engum að lenda í, þrátt fyrir að það séu eflaust mörg börn í heiminum í dag í höndum ,,vitlausra" foreldra. 

Frá sjónarhorni barnanna er þetta algjör hryllingur. Að þurfa að fá nýja foreldra ásamt allri stórfjölskyldunni sem tengist þeim. Guð má vita hvað barnið þarf að líða lengi fyrir þetta en vonandi þeirra vegna munu þau gleyma þessum fyrstu 12 mánuðum lífs síns fljótt.

Socrates (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 13:22

2 Smámynd: Haukur J.

Börn á þessum aldri eru nú ótrúlega fljót að aðlagast svo þetta er mun minna mál fyrir þau en fyrir foreldrana. Við sjáum nú fjöldan allan af ættleiddum börnum sem mörg eru ættleidd jafnvel eldri en þessi og þau eru mjög fljót að aðlagast.

Það er varla hægt að ímynda sér hvernig maður mundi bregðast við í svona aðstöðu, en það má ekki gleyma því að börnin eiga líka rétt á að vera hjá sínum blóðforeldrum. Ég held að tíminn muni sýna að þetta var það eina rétta í stöðunni. Það hefði verið annað ef börnin væru kannski orðin eldri, kannski 7 ára, þá hefði þetta varla verið hægt.

Haukur J., 4.12.2007 kl. 13:48

3 identicon

Mig minnir að ég hafi séð frétt um daginn þar sem foreldrarnir höfðu ákveðið að skipta ekki. Hvað gerist ef að eftir skiptin þeim hreinlega líkar ekki "sitt" barn? Samanburðurinn hlýtur alltaf að verða til staðar. Þetta eru nú bara vangaveltur. Ég sjálf er ættleidd frá fæðingu og vissi alltaf af því. Ég var alltaf forvitin um upprunann sérstaklega þar sem ég vissi að ég ætti systkyni. Tvítug kynntist ég svo móðurhlið minni og Þrítug föðurhliðinni. Mér er það lífsins ómögulegt að mynda fjölskyldutengsl við þetta fólk. Lít frekar á sambandið sem vinasamband við fólk sem ég mun aldrei geta slitið. Mínir réttu foreldrar eru þeir sem ólu mig upp, elskuðu mig gegn um unglingsárin, héldu í hendina á mér i gegn um erfiðleika. Því fólki er ég miklu meir tengd andlega og vitsmunalega (auðvitað vegna þess hve ólíkt áhugasvið þeirra er frá blóðfólkinu og uppeldi). Ég hef átt í stappi við Íslendingabók vegna þess að það er opinbert mál að ég er ættleidd og neita þeir að skrá mig sem afkomanda kjörfjölskyldu minnar lengra aftur en mömmu og pabba. Þannig að samkvæmt þeim er ég ættlaus ( dettur ekki í hug að upplýsa fyrirtækið um erfðafræðilegar upplýsingar, þessar lagalegu hafa hvort eð er meira vægi í samfélaginu). Það er kannski eitthvað svona sem þessir tékknesku foreldrar eru að hugsa um þ.e. lagalega hliðin. Annars veit maður ekki fyrr en maður stendur frammi fyrir þessu sjálfur. Það er nú innprentað í mann á meðgöngunni að tengslin milli móður og barns á meðgöngu gleymist aldrei. Kannski hefur það mikið vægi í ákvörðun þessa fólks þ.e.a.s. tengslin á meðgöngu séu sterkari en fyrsta árið. En það eru nú líka bara vangaveltur.

thora gunnarsdottir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 15:26

4 Smámynd: krossgata

Móðureðlið er í okkur öllum og öllum spendýrum.  Þessi ómeðvitaða tilhneiging að vernda og ala ungviði.  Konan myndar örugglega fyrr tengsl við barn þar sem hún gengur með það, en sumar konur ættleiða og þá myndast tengslin líklega alveg svipað hjá föður og móður.

Mig minnti ég hefði séð frétt um daginn þar sem sagt var að þessar tilteknu fjölskyldur ætluðu ekki að skiptast á börnum.  Hvað gerðist?  Eða voru fjölmiðlar að bulla?

Nú þekki ég til fólks sem hefur ættleitt börn frá Indlandi og Kína.  Þau börn eru alin upp sem Íslendingar frá unga aldri.  Eftir því sem börnin eru eldri komin til Íslands er mælt með að foreldrarnir sjái eingöngu um börnin í langan tíma og gefi sig sérstaklega að tengslamyndun.  Fyrsta árið skiptir miklu máli. 

Mér finnst samt merkilegt að þessi ættleiddu börn úr öðrum heimsálfum sýna uppruna sínum engan sérstakan áhuga og hafa ekki þessa þörf til að leita uppruna síns.  Það virðist algengara ef ættleiðingin er innan sama samfélags.  (Reynsla þeirra sem ættleiða og rannsóknir hafa sýnt þetta, en ég hef ekkert annað en orð foreldra sem hafa ættleitt fyrir þessu - hef ekki leitað uppi rannsóknirnar).

krossgata, 4.12.2007 kl. 17:10

5 identicon

Æi greyið börnin..

Dexxa (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 22:58

6 Smámynd: Heimir Tómasson

Bara kvitta fyrir komuna...

Heimir Tómasson, 11.12.2007 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 3270

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband