8.1.2008 | 10:49
Oj bara
Forræðishyggjan er aldeilis með kommbakk þessi árin. "Sem betur fer" einbeitir íslenska vinnueftirlitið sér að mikilvægari hlutum - enn sem komið er.
Mér finnst alltaf jafn ótrúlegt hversu margir eru tilbúnir til að fórna frelsinu fyrir ímyndaðan málstað, svo lengi sem það er ekki þeirra eigin frelsi. Reykingamenn fá að dúsa úti í kuldanum, því þeir eru hvort eð er að eitra fyrir fólki.
Hvernig fyndist þessu fólki ef eitthvað af þeirra frelsi hyrfi?
Akstur bifreiða yrði bannaður þar sem mengunin af þeim er of mikil. Útblástur drepur! Fólk mætti þó að sjálfsögðu enn kaupa bíla.
Hljómleika má ekki halda nema meðaltalshljóðstyrkur sé undir 85 db, enda getur meiri hávaði valdið heyrnarskemmdum. Það er réttur allra að vinna á hljóðlátum stað, hvort sem viðkomandi vill vinna í kirkju eða á dauðarokksklúbbi.
Barnaverndarnefnd ætti að virka svipað og Tóbaksverndarnefnd: vernda fólk fyrir börnum. Það að sitja við hliðina á organdi krakka á veitngastað er óþolandi - veldur nánast geðveilu. Þessvegna er augljóst að ekki má hleypa nokkrum einstaklingi undir tólf ára inn á veitingastað eða aðra opinbera staði. Það sama gildir um hnerrandi og hóstandi gamalmenni, bjakk!
Fólk skal skikkað til að þvo sér vandlega um hendur eftir salernisferðir - a.m.k. á opinberum stöðum. Best væri að skipa sérstakan hóp innan lögreglunnar til að hafa eftirlit með þessu.
Of mikið sjónvarpsgláp getur komið af stað mígreni- eða flogakasti. Þess vegna má ekki lengur hafa kveikt á sjónvörpum, t.d. í raftækjaverslunum, á börum eða öðrum opinberum stöðum. Þau verða þó enn til sölu, enda má fólk nota þau innan veggja heimilisins enn sem komið er.
Nágranni minn fékk lánaðan vasareikni rétt í þessu. Hún þurfti að reikna út hvað 400 sinnum tíu er. Þess vegna legg ég til að rosalega heimskt fólk verði bannað.
Margir brjóta reykingalög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja.. mér finnst allt í lagi að banna reykingar á opinberum stöðum, ég reyki ekki og þar af leiðandi hef ég engan áhuga á því að þessu að mér... en það á ekki að taka tíma frá lögreglunni út af því að fólkið sem starfar á þessum stöðum getur ekki séð um þetta sjálft..
Dexxa (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.