Glæpur og refsing

Nú heyrast sífellt háværari kröfur um að útlendingar framvísi hrenu sakavottorði þegar þeir koma til landsins. Auðvitað er fólk hrætt, það er miklu auðveldara að vera hræddur við "útlenska glæpamenn" en hina íslensku. Ef við hugsuðum rökrétt værum við miklu hræddari við Íslendinga en t.d. Litháa (þeir eru allir nauðgandi mafíósar) eða Nígeríumenn (þeir eru allir svikahrappar. Og örugglega nauðgarar líka).

 

Hins vegar set ég stórt spurningamerki við kröfu um sakavottorð. Ef maður fremur glæp og tekur út sína refsingu, höfum við þá rétt til að skerða ferðafrelsi hans? Já, þar kom það aftur, þetta hræðilega orð - frelsi.

Að sjálfsögðu gildir annað ef um er að ræða menn sem eru eftirlýstir af t.d. Interpol, fyrir glæpi sem þeir hafa ekki tekið út refsingu fyrir.

 

Við getum ekki bannað öllum sem brotið hafa af sér að koma til landsins. Slíkt yrði örugglega ekki lengi að komast til mannréttindadómstóla.

 

Þessi umræða er öll á villigötum, eins og oft vill gerast þegar fólk lætur stjórnast af tilfinningum fremur en rökum.


mbl.is Með brotaferil í heimalandi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri það nú ef að löggan mundi byrja að ber byssur ! SJáið bara rán á íslandi , þetta eru menn útúrdópaðir koma inn með eldhúshníf eða kylfu/öxi og í EINSTAKA tilvikum þá er þetta afsöguð haglabyssa, ef að lögreglan mundi byrja að bera byssur mundi múgurinn bara bera byssur á móti ! Það mundi bara geta samfélagið verra og fleiri mundu slasast ! :D Bujaka:P kveðja gústi

!

agust (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 09:13

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég er hlynntur frekari skoðun á einstaklingum sem koma hérna í atvinnuskyni og ætla að dvelja hérlendis lengur en 1-3 mánuði.

Stjórnlaust flæmi innflutts vinnuafls hingað hefur skapað vandamál sem hefur leitt til kynþáttafordóma (ífí og combat 18) og mismununar í þjóðfélaginu.

Það var varað við þessu fyrir löngu, en hlustaði einhver?

Við getum ekki bjargað heiminum og það er barnaleg manía að ætla svo að við getum tekið við öllum þeim sem vilja koma hingað. Því miður. Við búum í paradís sökum þess að við erum fá og tiltölulega lítið stéttskipt þjóð ognú hefur verið flutt inn lágstétt sem fær greidd ömurleg laun og býr við óviðunandi kjör.

Glæpir koma alltaf til með að vera fylgifiskar samfélagsins, en það breytir því ekki að við þurfum ekki að leyfa einstaklingum með tengsl við austantjaldsmafíurnar eða önnur glæpasamtök að setjast hér að sem ríkisborgarar. 

Íslandi væri hægt að líkja við konu sem lokuð var nauðug í klaustri. Hún er laus úr klaustrinu (aukning ferðafrelsis okkar undanfarin 100 ár) og farin að hleypa uppá sig og hoppa uppá aðra, en væri það ekki alveg jafn þrúgandi aðstæða ef sú kona sem áður var sett í skýrlífisbelti mætti núna ekki segja nei?

Reynum að vera skynsöm í þessum málum. Ég segi þetta sem andrasisti og vinur margra aðfluttra Íslendinga. Við verðum að vera skynsöm.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.1.2008 kl. 16:39

3 Smámynd: Promotor Fidei

Mig grunar að Litháarnir sem fjallað er um í greininni hafi ekki verði ferðamenn, heldur hafi hérna búsetu.

Það er fulllangt gengið að biðja ferðamenn um að framvísa sakarvottorði við komuna til landsins, en sjálfsagt að menn skili inn vottorði ef þeir vilja fá hér vinnu- eða dvalarleyfi í lengri tíma. Þetta gera margar þjóðir, og er ekkert stórmál.

Þó svo að þetta fólk hafi tekið út sína refsingu, þá höfum við sem ein fullvalda hagsmunaheild fullan rétt á að takmarka aðgang manna að landinu sem telja má líklega til að raska friði, valda tjóni og brjóta lög. Ef menn hafa t.d. marga og nýlega ofbeldis- eða fíkniefnaglæpi á skránni sinni, þá bendir tölfræðin alveg örugglega til þess að þeir eru líklegri en flestir til að halda áfram við sömu iðju, og sjálfsagt að meina þeim um aðgang að landinu þangað til þeir hafa sýnt og sannað að þeir geta hagað lífi sínu án afbrota í einhvern tíma.

Svo er raunar líka sjálfsagt að fólk framvísi heilbrigðisvottorði áður en það fær atvinnu eða dvalarleyfi, því að við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta í þeim fjármunum sem við og forfeður okkar hafa fjárfest í velferðarkefinu. Ef opinbert velferðarkerfi er til staðar þarf að stjórna flæði fólks ef kerfið á ekki að eyðileggjast.

Promotor Fidei, 21.1.2008 kl. 02:10

4 identicon

Okay.. það er allt í lagi að fá fólk til að framvísa sakavottorði.. en ekki til þess að banna fólki að koma til landsins.. hvernig væri að ef manneskjan væri með skítugt sakavottorð, okay hún kemur til landsins og allt í góðu með það.. en ef hún brýtur af sér, og þá er ég ekki að tala um hraðasekt, heldur frekar ýtrekuð áreiti á skemmtistöðum (slíkt hef ég lent í t.d.), eða önnur slæm brot ætti þeim að vera vísað úr landi.. en ef með hreint sakavottorð vera vísað úr landi eftir annað eða þriðja brot..
Málið er náttúrulega að það er kannski 10% af því fólki sem flytur hér inn eru fucking ógeð, en rest er indislegt gott fólk.. en þess 10% er að skemma fyrir öllum þeim sem virkilega vilja búa hér og eiga gott líf..
Svo má líka fínpússa þessa hugmynd

Dexxa (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband