Mikið er ég orðin þreytt á þessu

Trúarbrögðum, þ.e.a.s.

  Föstudagurinn langi: bannað að spila bingó. Vita menn ekki að Jesú var einmitt í miðju bingóspili þegar hann gaf upp öndina? Og hversvegna er þetta sorgardagur? Án dauða Krists á krossinum væri engin kristni - engin fyrirgefning synda, engir sætir róðukrossar (don't get me started on those), engar fermingar og þ.a.l. engar fermingargjafir! Ætti þetta ekki að vera hátíðisdagur með villtu djammi í öllum kirkjum - takk fyrir mig, Jésú!?

  

Myndir af Múhameð (BSNH): Hú kers? Súnnítar banna myndir af Allah og Múhameð, en ef ég stimpla inn broskall og kalla hann Múhameð gerir það hann ekki að Múhameð. Þeir eru heldur ekki hrifnir af myndum af Jésú - sem ég reyndar er sammála, Múhameðsmyndirnar fókusa þó yfirleitt ekki á ósmekklegar pyntingaraðferðir eða náföl, norræn smábörn umkringd kameldýrum. Bjakkerí.

 

Þjóðsöngurinn: bjakk-bjakkedí-bjakk. Þetta gaul er spilað í dagskrárlok, undir myndum af íslenskri náttúru í allri sinni dýrð. Lofsöngur. Um Guð. Ekki um landið, heldur Guð. Ósýnilega kallinn með ósýnilega skeggið og ósýnilegan endalausan kærleika. Fokk ðatt - nýtt lag á fóninn strax!

 

Páskar almennt: Tengjast Jésú eða pabba hans ekki rassgat - nema Bibblían minnist einhversstaðar á súkkulaðiegg án þess að ég hafi tekið eftir.

 

  Sköpunarsinnar: þið vitið alveg við hvern ég á. Kommon! Þetta er eins og að rífast við einhvern sem heldur því fram að það sé föstudagur þegar þú veist að það er þriðjudagur. Sama hversu góð rök þú kemur með - öll heimsins dagatöl duga ekki til að berja vit í kollinn á viðkomandi. Dagatölin hljóta að vera fölsuð og restin af samfélaginu heilaþvegin af þriðjudagssinnum.

 

 

   Fólk sem hlær að Vísindakirkjunni og Mormónum - en sér ekkert fyndið við Bibblíuna. +++

 

   Fólk sem hefur meiri áhyggjur af því sem hommar aðhafast í svefnherberginu (eða eldhúsinu, stofunni, baðherberginu...) en milljónum sveltandi fólks.

   

Fólk sem heldur að lausnin á kúgun kvenna sé að skipta um nafn á ímynduðum einræðisherra.

 

  Fólk sem veit að morð er rangt - nema þegar verið er að drepa einhvern sem drap einhvern sem drap einhvern sem drap einhvern... eða einhvern sem hugsar öðruvísi.

 

  Fólk sem telur líf fósturs konu sem ekki er í neinni aðstöðu til að hugsa fyrir barni mikilvægara en líf þeirra sem látast úr alnæmi og malaríu.

 

  Fólk sem pikkar út eitt og eitt atriði úr trúarskruddu til að fara eftir, en kallar það sem það er ósammála líkingar, dæmisögur eða "barn síns tíma". Hversvegna er svínakjötsát, samneyti við konu á túr, myndlist og vinna á sunnudegi bara gúddí - en þrælahald, lygar og samkynhneigð svaka syndir?

 

Og hversvegna getur þetta fólk ekki séð hvað þetta er allt mikið bull?

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Jamm.  Algjörlega sammála!

Sigurjón, 21.3.2008 kl. 03:57

2 Smámynd: Swami Karunananda

Sammála hvað varðar undarlega hræsni margra kristinna manna í siðferðismálum. Till dæmis heyrir maður aldrei harðkristnu siðgæðislögguna í Bandaríkjunum, sem er svo ötul við að úthrópa samkynhneigð og nekt í kvikmyndum o.s.frv., fordæma efnahagsástand sem gerir stóran hluta jarðarbúa að öreigum og veldur því að milljónir svelta til bana á hverju ári ellegar látast úr sjúkdómum sem löngu er búið að útrýma á vesturlöndum með nægilega öflugri heilsugæslu. (Já, ég fullyrði að hið hnattræna efnahagsástand valdi beinlínis örbirgð og hungur- og krankleikadauða í þriðja heiminum: það er til miklu meira en nóg af efnislegum gæðum í veröld þessari til að metta alla munna, útrýma flestum þeim sjúkdómum sem herja á heilbrigðisgæsluvana þriðja heims löndin, og gera öllu fólki á plánetunni kleyft að lifa sómasamlegu, heilbrigðu og reisnarfullu lífi).

Swami Karunananda, 21.3.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 2993

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband