Herbergi hundraðogeitt

Ég var að horfa á breska þáttinn Room 101, en í honum tilnefna þekktir einstaklingar hluti sem fara í taugarnar á þeim og takist þeim að sannfæra þáttarstjórnanda er tákngerving hlutarins send í Herbergi 101.

 

Ég fór að sjálfsögðu að hugsa um hvað ég myndi senda í herbergið góða og komst að þeirri niðurstöðu að það er allt of margt sem pirrar mig. Í stað þess að taka ákvörðun um að gerast Pollýanna og hætta að pirra mig á smáatriðum ákvað ég að röfla.

Hér eru nokkrir hlutir sem mættu alveg missa sín:

 

 

#1: Fólk sem hrækir á gangstéttar.

Þetta er viðbjóðslegt. Af einhverjum ástæðum eru slímugar hrákaklessur sérstaklega algengar í og við strætóskýli, kannske vegna þess að aumingjar sem nota strætó eru almennt fársjúkir andlega jafnt sem líkamlega. Það er fátt sem fær mig til að kúgast, en að uppgötva að ég settist í grænt phlegm úr sýklamettuðum hálsi einhvers Jóns útí bæ er eitt af því.

 

#2: "Síðasti söludagur."

Við erum orðin svo vön því að einhver segi okkur hvenær hlutir eru ónýtir að við berum ekkert skynbragð á matvæli og skemmdir. Fólk hendir óopnuðum mjólkurfernum af því að þær eru komnar "fram yfir dagsetningu", eins og það haldi að mjólkin súrni nákvæmlega á slaginu tólf á miðnætti aðfararnótt "síðasta söludags". Ég næ mér stundum í grænmeti og fleira úr ruslagámum við verslanir. Ein ástæðan fyrir því að ég get það er sú að starfsfólkið hendir grænmetinu um leið og sér á því. Heilum kartöflupoka er hent vegna þess að ein kartaflan er brotin í tvennt, púrran fær að fjúka um leið og ystu blöðin verða ljót, kleinurnar eru sendar í ruslið vegna þess að það var að koma ný sending. Á góðum degi gæti ég eldað ofan í að minnsta kosti tíu manns úr matnum sem ég finn í "ruslinu". Önnur ástæða fyrir því að ég get étið "rusl" án þess að drepast eða veikjast er sú að ég nota almenna skynsemi. Ef kjötið er orðið súrt, nei takk. Ef kjötið er frosið og hefur greinilega ekki þiðnað - lambakjöt á diskinn minn. Ef maturinn er ekki í umbúðum og snertir botn eða hliðar gámsins, bæ bæ. Ef hægt er að sjóða eða steikja matinn - bring it on. Ef paprikan er farin að linast er hægt að skella henni í kalt vatn yfir nótt. Ef myglublettur er á kartöflunni er hægt að skera hann burt.

Þessi ofurtrú á stimplunum er út í hött.

 

#3: Íslenskar leikkonur.

 

Hér á ég að sjálfsögðu ekki við allar íslenskar leikkonur, heldur þessar "nýju" - sem dæmi má nefna allar "Stelpurnar". Engin þeirra er vitund fyndin, hvað þá að þær geti leikið. Ömurlegri viðrini get ég ekki hugsað mér.

Ókei, "viðrini" er kannske of sterkt til orða tekið...en mikið djöfulli fara þær í taugarnar á mér.

 

#4: Amerískur bjór.

 

Miller. Bjakk. Coors. Bjakk. Bud. Bjakk bjakk bjakk. Þetta  er  ekki  bjór ! Þetta er viðbjóðslegt fjöldaframleitt hland. Þeir sem drekka Miller hérlendis virðast aðallega vera sextán ára stelpur með álíka mikið vit á bjór og meðal-hamstur. "Ameríksur Budweiser" á ekki að sjást í ríkinu frekar en kartöflulandi. Kartöflulandinn væri reyndar skárri, því maður finnur á sér af honum. Eini munurinn á Bud og vatni er liturinn og verðið.

 

#5: "Fjölskyldumyndir" um dýr.

 

Þessar myndir eru allar ömurlegar, en þó sérstaklega ef dýrin tala eða stunda íþróttir. Hundur sem spilar körfubolta! Api sem spilar hokkí! Köttur sem reykir vindla! Mig langar að vera fluga á vegg þegar handritshöfundarnir "pitcha" þessu kjaftæði.

"Jæja, um hvað fjallar svo handritið?"

"Mús og kött sem eru óvinir."

"Æ, er það ekki gömul hugmynd? Tommi og Jenni eitthvað, fiftís."

"Nei, sko: þeir eru í sama körfuboltaliðinu og þurfa að læra að vinna saman til að sigra í keppni á móti hundaliðinu."

"Æ, ég veit ekki..."

"Var ég búinn að segja þér að þeir geta talað við fólk?"

"Þú ert snillingur - hér eru fimmtíu milljónir!"

 

#6: Barnavagnar.

Þeir fara svosem ekki í taugarnar á mér þannig séð, heldur mömmurnar sem þurfa að troða sér tvær eða þrjár hlið við hlið þvert yfir gangstéttina, hver með sinn skriðdrekann á undan sér. Þetta tengist kannske barnadýrkuninni sem allstaðar ræður ríkjum. Börn eru ekki sætari en kettlingar eða hvolpar, og þau eru ekkert merkilegri. Fólk móðgast ef ég líki kettinum mínum við barn. Kettinum mínum var haldið sofandi í sólarhring á meðan við þeyttumst um allt að leita að peningum fyrir aðgerð. Þetta má gera við dýr (og reyndar börn líka, víða um heim) og fólk spyr hversvegna við höfum ekki bara látið svæfa hann. Ef ég minnist á hvað kattamatur er dýr er ég spurð hví ég "losi mig ekki bara við kettina". Mæður mega hins vegar nöldra yfir verði á bleyjum og maukuðum banönum - og hafa fullt leyfi til að hneykslast ef ég spyr hversvegna þær hafi verið að eignast krakka sem þær hafa ekki efni á. Ég má ekki fara með kött í strætó, en það er í lagi að leyfa krakkagemlingi sem verið er að klósettvenja að míga í sætið við hliðina á mér. Ef hvolpur bítur barn er hann umsvifalaust skotinn - jafnvel þó barnið hafi bitið fyrst.

 

 

Jæja. Sex atriði og ekkert þeirra tengist trúarbrögðum.

Allt í lagi þá:

 

#7: Skipulögð trúarbrögð!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert æði! Ég vissi alltaf að það væri vit í þér, Tinna mín. Gaman að þú leyfir okkur hinum að njóta visku þinnar og kaldhæðni

Didda (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband