Hverju þakka trúleysingjar?

Anna Karen spyr ágætis spurningar á síðu sinni;

 

Hverju þakka trúleysingjar á kvöldin, sérstaklega ef þeir hafa upplifað góða daga?

 

Í fyrsta lagi vil ég spyrja á móti; hvers vegna þarf að þakka einhverju? Þessi spurning er að sjálfsögðu komin frá trúaðri manneskju, og þ.a.l. dálítið trúarmiðuð, þ.e.a.s. hún gengur út frá því að allir finni hjá sér þörf til að þakka einhverskonar æðri mætti/sjálfum sér/örlögunum.

Í annan stað vil ég svara spurningunni fyrir mitt leyti. 

 

Ég þakka engum. Ég renni kannske yfir daginn (svona helstu atriði), flissa eða brosi eða gretti mig, hugsa um það sem hugsa þarf betur um...en ég þakka engum daginn - nema ef væri fólkinu sem gerði daginn góðan, og þá segi ég það líka við viðkomandi. 

 

Síðan vil ég fara út í aðrar -en tengdar- pælingar.

Hvers vegna halda sumir trúmenn því fram að heimurinn verði á einhvern hátt minna stórkostlegur við að reyna að útskýra hann? Regnbogi er alveg jafn fallegur hvort sem við segjum að hann verði til við sjóbrot eða vegna þess að "Guð er í góðu skapi" - jafnvel þó við trúum því að hann sé brú yfir í annan heim eða að gull finnist við enda hans. Hins vegar er það tímaeyðsla að reyna að hlaupa yfir regnbogann eða leita endans.

 

Á sama hátt verður mannskepnan (eða dýrin) ekkert minna stórfengleg þó við tökum þróunarkenninguna trúanlega - ef eitthvað er þykir mér ótrúlegra og stórfenglegra að hugsa til þess að kettirnir mínir séu afleiðingar tilviljanakenndra stökkbreytinga og náttúruvals en að einhver "verkfræðingur" hafi hannað þá af nákvæmni. En það er alveg jafn mikil tímaeyðsla að reyna að leita að verkfræðingnum - hvað þá að reyna að finna hann í Biblíunni eða kirkju.

    Við getum alveg furðað okkur á heiminum, fyllst hamingju án ástæðu, dáðst að regnboganum eða afrekum manna eða ofsa veðursins án þess að bæta Guði inn í myndina. Ef eitthvað er gerir það þessar stórkostlegu tilviljanir - þessa óendanlega ólíkleglegu atburði sem komu heiminum í það horf sem hann er í í dag- enn mikilfenglegri en nokkuð útpælt "Guðs verk".

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Góðar pælingar hjá þér og er ég alveg fullkomlega sammála.  Ef ég á góðan dag, þakka ég það sjálfum mér og þeim sem gerðu daginn góðan...

Sigurjón, 27.9.2008 kl. 17:35

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Að sjálfsögðu átti að standa ljósbrot þarna, en ekki sjóbrot.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.9.2008 kl. 18:13

3 Smámynd: halkatla

Flott svar! þótt ég sé ekkert voðalega sammála, þá finnst mér þetta fín grein. Og ég er fyrirfram veik fyrir kattafólki, svo það var gott að þú komst ekki uppum það fyrr - það kom mér bara gleðilega á óvart

Núna vil ég svara þinni spurningu. Mér dettur helst í hug að þetta með þakkirnar stafi af sammannlegri kennd sem þarf að fá útrás. Allt sem er yfirþyrmandi orsakar trúarbrögð og trúarhugmyndir, að vera þakklátur fyrir upplifun af þessu lífi er mjög yfirþyrmandi tilfinning sem allir þekkja og hún fær bara ólíka útrás, það er það sem er svo forvitnilegt að mínu mati, ekki bara að þetta tengist trúariðkun. 

halkatla, 27.9.2008 kl. 18:43

4 identicon

Ég þakka Guði fyrir lífið og allt þess háttar en líka fyrir sömu hluti og þú varst að tala um þ.e. þessa vísindalegu. Þó maður trúi á Guð þýðir það ekki að maður þurfi að afneita vísindunum.

kobbi

. (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 00:21

5 Smámynd: Sigurjón

Nei auðvitað.  Það var að sjálfsögðu ,,guð" sem fann upp vísindin, ekki satt?

Sigurjón, 3.10.2008 kl. 16:06

6 identicon

Menn finna upp. Guð er uppspretta.

kobbsi kall :)

. (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 16:44

7 Smámynd: Sigurjón

Ég sem hélt að guð ætti að heita almáttugur.  Svo er hann bara uppspretta...

Eru menn þá ekki uppsprettur hugmynda og uppfinninganna?

Sigurjón, 4.10.2008 kl. 04:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband