11.12.2008 | 23:55
That's IT!
Fari þetta land fjandans til! Allt er farið á hausinn, þeir sem mótmæla öðruvísi en með gagnslausum ræðuhöldum í skítakulda fá drulluna yfir sig, veðrið sökkar, atvinnulausum fjölgar um 260 á dag - og lausn ráðamanna? Nefskattur, hækkun á áfengi og tóbaki, niðurskurður í heilbrigðis- og menntakerfum og ekkert gert til að hjálpa þeim verst stöddu. Öryrkjar og aldraðir ná ekki endum saman frekar en áður - enn síður núna þegar allt hækkar.
Mæðró og fjölskylduhjálpin hafa ekki undan - í gær var fólki vísað frá Fjölskylduhjálpinni, mörgum eftir allt að fjögurra tíma bið í rigningarsudda, vegna þess að yfir 300 manns voru mættir fyrir utan. Þeim sem ekki höfðu sótt um sérstaka jólaúthlutun var sagt að koma aftur næsta þriðjudag og sækja um svo þeir gætu fengið úthlutað næsta miðvikudag. Fólk sem leitar til svona staða er ekki endilega í aðstöðu/ástandi til að standa úti í öllum veðrum, marga klukkutíma í senn upp á von og óvon - og þetta er ekki eitthvað sem fólk gerir upp á djókið. Margir gáfust upp vegna þess að þeir sáu fram á að komast ekki til að sækja börn á leikskóla og það er ekki skemmtileg ákvörðun - annaðhvort gefst ég upp og á þá ekki mat fyrir barnið mitt næstu vikuna eða læt barnið dúsa á leikskólanum til sex í kvöld. Einhverjir voru að koma úr vinnu og fengu að vita að þeir væru númer 287 í röðinni, en verið að afgreiða númer 40-50. Þetta er ekki skemmtun.
Ef ég hefði efni á því, myndi ég flytja úr landi - en samkvæmt Þeim Sem Öllu Ráða á ég að lifa af á 50.000 krónum á mánuði - vegna þess að ég bý "heima hjá mömmu". Ég bý ekki "heima" mikið lengur ef mömmu er hent út vegna þess að ég get ekki borgað minn hluta af útgjöldunum. Ekki nóg með að ég eigi að lifa í mínus þar til ég finn nýja vinnu (eins og framboðið er mikið akkúrat núna) heldur voga þeir sér að úthluta mér 16.000 krónum fyrir desember. Sextánþúsund skitnum fokking krónum! Hversvegna? Jú, ég fékk of mikið greitt fyrsta nóvember - nánar tiltekið 102.890 fyrir skatt. Eftir skatt átti ég 76.169 krónur - sem ég átti, samkvæmt hinum alvitru, að skipta í tvennt og nota seinni helminginn í næsta mánuði. "Svona eru bara reglurnar."
Ég gef skít í þetta land.
Mótmælum eins og skríllinn sem við erum álitin vera; klifrum upp á þær byggingar sem við viljum, neitum að borga skatta sem fara í annað en grunnþjónustu, hökkum okkur inn á reikninga ráðherra og millifærum á hjálparstofnanir, bruggum okkar eigin bjór og landa, görgum á pöllunum á Alþingi þangað til við erum blá í framan svo pakkið þar inni geti ekki gert okkur fleiri "greiða", reykjum gras fyrir framan lögguna - gerum það sem okkur dettur í hug, það verður hvort eð er ekki líft í þessu landi mikið lengur.
Áfengisgjald hækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvenær kemur að því að búa til hinn íslenska bastilludag? Það er ekki nóg að egja á torgi. Það hlustar enginn á þá sem þegja.
Villi Asgeirsson, 12.12.2008 kl. 08:30
Thats it , segiji það með þer
Sleggjan, 12.12.2008 kl. 08:42
Damn...
...já.
That's it.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.12.2008 kl. 11:33
Sæl Tinna.
Gamanlaust er þetta hrikaleg staða hjá þér,
eins og svo mörgum í dag. Ég og fleiri erum að spyrja okkur, Hvað er raunverulega hægt að gera til þess að hinir aumustu geti aðeins rétt úr sér. Og ég er enn að hugsa.
Ekki gefast upp Tinna.
þá vinnur Ríkisstjórnin,
Þraukaðu og einn góðan veðurdag er þessi "Horror" búinn.
Kær kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.