Bastarðir! Bandaríkjavæðandi bastarðir!

Þjóðin er á hausnum, þökk sé þessum fokking fíflum - og reddingin er að rukka fyrir heilbrigðisþjónustu?!

Einhver borgarstjórnarauli gleymdi að þurrka út nafn í bréfi og málið snérist þ.a.l. um það í stað þess að snúast um efni bréfsins - það er fyrirhugaða fjárhagsskerðingu, jafnvel lokun, þess sem eitt sinn var kallað unglingaathvarf en heitir núna eitthvað annað (Stígur og Tröð). Þetta fyrirbæri bjargaði lífi mínu- án þess væri ég enn heftari félagslega en ég er. 

Ég er að verða verulega reið. Fólkið í landinu á ekki fyrir mat og þeir vilja rukka fyrir innlögn á spítala? Mat á sjúkrahúsum? Þeir vilja sumsé rukka fólk fyrir að verða alvarlega veikt - og til að bæta gráu ofan á svart vilja þeir að sama fólk greiði fyrir matinn sem það neyðist til að borða á meðan það liggur á spítala? Þetta er ekki eðlilegt. Átti Samfylkingin ekki að heita svona semi-vinstri? Á "vinstri" ekki að þýða betri kjör fyrir þá verst settu? Er Samfylkingin kannske bara útibú frá New Labour?  Hver kaus þetta pakk?  

Ekki ég. Ég neita að borga fyrir þetta. Ríkissjóður átti að koma út í plús nú er hann í mínus - hvers vegna? Er þetta tap bara vegna bankanna? Eru það horfnir bankaskattar sem valda því að við þurfum nú að búa við "American Style" heilbrigðiskerfi? Hvernig fór ríkiskassinn úr -hvað var það, 40 milljarð- plús í mínus á einu bretti? Er það bara bönkunum að kenna?

Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Komugjald vegna innlagnar á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kiza

Hafandi unnið í eldhúsinu á Landsspítalanum þá finnst mér nú að SJÚKLINGARNIR ættu að fá borgað fyrir að láta þetta jukk ofan í sig :Þ

Sama sagan aftur og aftur, litli maðurinn látinn þrífa upp skítinn eftir elítuna.

Ég er gjörsamlega að missa trú á ÖLLU þessa dagana.

-Jóna. 

kiza, 16.12.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband