16.12.2008 | 14:05
Íslenska Byltingin?
Aðdragandi Frönsku Byltingarinnar er flókinn. Upplýsingin átti stóran þátt í að undirbúa jarðveginn, enda óhugsandi fyrir hana að gagnrýna skipulagið - það var nefnilega ákveðið af Guði sjálfum. Þegar fólk fór að beita rökhyggju í stað þess að fylgja kirkjunni í blindni varð loks mögulegt að gagnrýna presta, páfa og konunga - og kapítalisminn varð til. Á meðan þetta "skipulag Guðs" var við lýði var enginn möguleiki fyrir venjulegt fólk að verða ríkt - eða eignast nokkuð yfir höfuð. Það þýddi ekkert að leggja hart að sér, því allt byggðist á erfðum. Þó þú ynnir baki brotnu alla ævi var ekki séns að þú yrðir allt í einu sonur landeiganda. Þegar kaupmannastéttin varð til var loksins einhver möguleiki á að "vinna sig upp".
Stéttaskiptingin var áþreifanleg: klerkastéttin, sem taldi u.þ.b. 10.000 manns átti 5-10% jarða í Frakklandi. Hún greiddi engan skatt. Aðalsmenn voru 400.000 - og borguðu engan skatt. Það voru því þeir lægst settu sem báru skattbyrðarnar: kaupmenn, almennir verkamenn og fátækir bændur. Þeir þurftu að greiða tíund til kirkjunnar auk skatta af mat, nefskatta, sérskatta vegna stríðsreksturs og hins margfræga saltskatts. Auk alls þessa þurftu bændur að greiða landeigendum landleigu, vinna fyrir þá, greiða fyrir afnot af myllum og vínpressum, og greiða skatt af uppskeru.
Vegna "litlu ísaldarinnar" -og hugsanlega Skaftárelda- varð uppskerubrestur í Frakklandi. Frakkar treystu enn að mestu leyti á kornrækt, öfugt við t.d. Englendinga, sem ræktuðu meira af kartöflum. Sökum þessa hækkaði verð á brauði upp úr öllu valdi -brauðhleifur kostaði jafnvel ein daglaun almenns verkamanns- svo fátæklingarnir þurftu að treysta á matargjafir til að komast af.
Lögin voru í praxís eingöngu fyrir hina ríku, þar sem báðir aðilar þurftu að greiða dómaralaun í einkamálum og þessi stétt hafði nánast engin völd. Estates-General var kallað saman 1789 og almenna stéttin krafðist þess að hafa tvöfalt fleiri fulltrúa en hinar stéttirnar tvær (aðalsmenn og klerkar). Kóngur varð við því - en þegar á hólminn var komið var tilkynnt að hópurinn hefði eftir sem áður sama atkvæðagildi, þ.e. hópatkvæði almennu stéttarinnar vóg jafn þungt og hópatkvæði klerkanna og aðalsmannanna, hvað sem fjöldanum leið. Þetta er sérlega hart þegar litið er til þess að klerka- og aðalsmannastéttirnar voru samtals ekki nema 3-5% af landsmönnum. Þriðja stéttin tók þessu illa, stofnaði eigið þing og sór þess eið að standa saman þar til komin væri stjórnarskrá. Konungur sá sitt óvænna og skipaði fulltrúum klerka og aðalsmanna að taka þátt í þessu þjóðþingi.
Þegar hermenn stormuðu inn í París óttaðist fólkið að konungur ætlaði að leysa upp þingið, sem sat sem fastast til að koma í veg fyrir útburð, og óeirðir brutust út. 14 júlí var Bastillan tekin, tákn gömlu heimsmyndarinnar: byltingin var hafin.
Auðvitað er saga byltingarinnar flóknari en þetta, en þar sem ég er ekki sagnfræðingur verður ekki farið nánar út í málið. Hins vegar er áhugavert að bera saman aðstæður í Frakklandi fyrir byltinguna og aðstæður á Íslandi í dag.
Ríkið er farið á hausinn, hinir ríkustu greiða lægstu skattana (í Frakklandi var það vegna þess að þeir neituðu - hér er ástæðan sú að það væri aldrei nema "til málamynda"), fólk á ekki fyrir mat, og réttarkerfið er óhentugt til reksturs einkamála (nema fyrir hina ríku) svo dæmi séu nefnd.
Í Frakklandi átjándu aldar voru efalaust einhverjir sem áttu ekki orð yfir skrílslátunum - en um þá eru ekki ritaðar sögubækur. Danton, Desmoulins, Marat og Robespierre lifa hins vegar áfram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.