Minn túkall.

Málflutningurinn af þessum hryllingi vill oft lenda á villigötum. Ekki ætla ég að þykjast neinn sérfræðingur um málefni Mið-Austurlanda en vil þó leggja orð í belg.

Sumir segja Ísraela einfaldlega vera að verja sig gegn hryðjuverkamönnum. Þeir afskrifa tölur um mannfall óbreyttra borgara á Vesturbakkanum og Gaza sem áróður eða  -sem verra er - margir virðast líta á það sem einhverskonar réttlætingu að Hamas-liðar noti óbreytta borgara sem mannlega skildi og því falli óhjákvæmilega fleiri úr þeirra röðum. Í hvaða heimi er það réttlæting? Ef óður byssumaður réðist inn á heimili þitt og héldi barninu þínu sem "skildi", væri réttlætanlegt að skjóta barnið til að fella vonda kallinn? 

Önnur "réttlæting" er sú að Hamas neiti einfaldlega að semja. Þetta er einfaldlega ekki satt.  Ekki er langt síðan Hamas bauð framlengingu vopnahlésins gegn því að það næði líka til Vesturbakkans og að Ísraelar leyfðu frjálsa vöruflutninga til herteknu svæðanna. Þessu hafnaði Ísraelsstjórn. Markmiðið er nefnilega ekki -og virðist aldrei hafa verið- að ná fram friði, heldur völdum.

Þegar rök þrýtur er svo gripið til gamla trikksins - kalla bara 'Gyðingahatari' hátt og snjallt og vona að hin hliðin haldi kjafti. Því miður virkar þaðs stundum - enda margir sem virðast telja það næga rétt lætingu á voðaverkum Ísraelsstjórnar að Gyðingar hafi þurft að berjast gegn kúgun og hatri í margar aldir - það er ekki nema sanngjarnt að þeir fái líka að prófa. 

 

 

Að lokum er ekki hægt að leiða það hjá sér að kosningar eru á næsta leiti í Ísrael. Það er velþekkt bragð að koma af stað/halda við stríði þegar svo stendur á.


mbl.is Spítalar yfirfullir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

Ég styð Ísrael alls ekki og ég fyrirlít það sem þeir eru að gera, en þetta er samt ekki svona einfalt. Það eru Palestínumenn sem eru líka að kalla dauða yfir samlanda sína með að senda eldflaugar yfir til Ísraels og það er eitthvað sem verður að stoppa, svo Ísraelar stoppi. Þessir einstaklingar eru að eyðileggja fyrir löndum sínum og gefa Ísraelum ástæður til að ráðast á þá. Þetta verður að stoppa frá báðum hliðum. Þetta er ekki svart og hvítt.

Sigurður Árnason, 30.12.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það átti einmitt að vera útgangspunkturinn: þessi tilhneiging til að skipta öllu í svart og hvítt, "lið" Ísraela á móti "liði" Palestínumanna. Þegar á hólminn var komið fannst mér tímanum hins vegar betur varið í að pikka inn ofanritað en að skrifa ítarlegan og vel rannsakaðan pistil um sögu Íraels og Palestínu, trúarlegan og pólitískan bakgrunn átakanna, skoðanakannanir um afstöðu almennra íbúa o.s.frv.

Svo er ég líka búin að drekka of mikið kaffi til að geta einbeitt mér. Þetta verður að bíða betri tíma.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.12.2008 kl. 09:26

3 identicon

Eftir að  5000  eldflaugum af kassem gerð hefur verið skotið frá Gaza  inn

yfir Ísrael, þá hlýtur að liggja í augum uppi   að Ísraelar eru neyddir til

að grípa til gagnráðstafana til að verja sjálfa  sig.

 

Opinber stefna samkvæmt  Stjórnarskrá Hamas er að gereyða Ísrael.

 

Opinber  stefna   hins pólitísk  Íslam  er að drepa hvern einasta Gyðing

(og raunar alla kafíra=Ekki-Múslíma, sem neita að játast Íslam)..

 

Vinsamlegast  hafið þetta í hug  þegar  sleggjudómar eru látnir dynja á

Ísraelsmönnum.  Þeir eru auðvitað í fullum rétti.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 10:08

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Æ, góði Skúli hættu þessu helvítis kjaftæði. Ég nenni þessu ekki lengur.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.1.2009 kl. 18:25

5 Smámynd: Hlédís

Kæra Tinna! Mér sýnist við vera mjög svo sammála um ofbeldi Ísraela gegn Palestínumönnum. Á þó erfitt með að lesa textann þinn - svona hvítann og smáann á svörtum grunni. Vil láta þig vita að fleiri með - í við - dapra sjón eiga í sömu erfiðleikum ;)         -   Kveðja, Hlédís

Hlédís, 2.1.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 3269

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband