3.1.2009 | 09:07
Byssumaðurinn og presturinn.
Svo einhver asninn ákvað að rölta um hverfið með haglarann sinn, allt í lagi. Það sem vakti athygli mína var þó frétt Vísis um málið:
Lögreglan er enn með mikinn viðbúnað í Bústaðahverfi í Reykjavík en grunur leikur á að maður vopnaður byssu sé á ferð um hverfið. Lögreglan varar við ástandinu og biður fólk um að fara ekki út úr húsum sínum að óþörfu. Fréttamönnum Stöðvar 2 og Vísis sem eru á staðnum var til að mynda eindregið ráðlagt að fara ekki út úr bifreiðum sínum í grennd við Bústaðarkirkju [sic] fyrir stundu.
Lögreglu barst áreiðanleg tilkynning um átta leytið í kvöld um vopnaðan mann í hverfinu. Ekki er búið að girða svæðið af vegna þess að leitarsvæðið er afar stórt, að sögn lögreglu.
Búið er að kalla út Pálma Matthíasson, sóknarprest í Bústaðakirkju. (Feitletrun mín)
Hvers vegna? Hvað á hann að gera? Pálmi er fínn kall - svona af presti að vera - en ég leyfi mér að efast um að hann sé einhver sérfræðingur í að díla við byssusveiflandi nöttara. Ef hann hefur verið kallaður út til að sinna "áfallahjálp" fyrir íbúa ætti það að sjálfsögðu að koma fram.
Eins og þetta er sett upp gæti allt eins staðið "Búið er að kalla út Batman."
Byssumaður afhenti vopnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara svo að það komi fram er Pálmi gömul lögga og hefur gríðarlega reynslu í að tala menn til þannig að vafamál er að löggan í Reykjavík hafi yfir betri manni að ráða til að lempa fólk.
Tobbi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 10:06
Þá væri fínt að það kæmi fram í fréttinni.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.1.2009 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.