Hroðvirknislega unnið.

Í fyrsta lagi er maðurinn frá Oaxaca í Mexíkó, þar sem slíkt athæfi er algengt.

Zapotecar hafa sérstakar hefðir í sambandi við trúlofanir og hjónabönd. Algengt er að 14 - 15 ára fólk trúlofist. Pilturinn fer til foreldra stúlkunnar og biður um hönd hennar. Samþykki þau ráðahaginn er brúðkaup (og pælið aðeins í orðinu sjálfu) haldið eftir 3 - 4 mánuði. Samþykki þau það ekki, getur parið haldið áfram að hittast á laun. Síðan kemur skemmtilegi hlutinn: einn daginn hverfur stúlkan. Þremur dögum eftir þetta dularfulla hvarf mætir fjölskylda brúðgumans heim til foreldra brúðarinnar með stórt kerti (það verður að vera nógu stórt til að fjölskyldan móðgist ekki), ávexti og brauð. Þetta er ritúal sem á að sameina fjölskyldurnar og sýna fram á að brúðguminn geti séð fyrir brúðinni en er líka ætlað sem afsökunarbeiðni fyrir að hafa "tekið" dótturina án samþykkis foreldranna. 

Brúðkaup eða brúðarkaup er eiginlega andstæða heimanmundar. Heimanmundur er gjöf (fé, eignir eða annað) sem foreldrar brúðarinnar senda með henni í hjónabandið. Brúðarkaup er "gjöf" sem brúðguminn eða foreldrar hans greiða foreldrum stúlkunnar. Hvort sem þið kjósið að líta á þessar hefðir sem úreltar leifar karlaveldis þar sem konan var eins og hver önnur eign, eða sem einfalda leið til að ganga úr skugga um að tilvonandi eiginmaðurinn væri fær um að framfleyta fjölskyldu í samfélagi þar sem til þess var ætlast, er hæpið að líta á þetta athæfi mannsins sem einhvern hrikalegan glæp. Samkvæmt öllum fréttum af málinu sem ég hef fundið, fór stúlkan sjálfviljug með piltinum.

 

Í öðru lagi er rangt brúðarverð uppgefið í fréttinni á mbl. Þar er talað um tvær milljónir króna, hundrað kassa af bjór og "nokkra kassa af kjöti". Rétt er að verðið var tvær milljónir (á gengi dagsins - þó það megi rífast endalaust um raunvirði 16.000 dollara), en auk þess átti brúðguminn að greiða 160 kassa af bjór, 100 kassa af gosi, 50 kassa af Gatorade, tvo kassa af víni og sex kassa af kjöti. Þetta kann að virðast mikið verð - en sem veisluföng í brúðkaupsveislu er þetta ekkert yfirdrifið. Önnur af hefðum Zapoteca er nefnilega að brúðguminn skaffi mat og drykk fyrir brúðkaupið. 

 

Í þriðja lagi - og þetta er greinilega léttvæg villa - stendur að pilturinn hafi verið handtekinn "fyrir samræði fyrir stúlku undir lögaldri". Ég vil því koma því á framfæri að ég get tekið að mér að hafa samræði fyrir stúlkur undir lögaldri.

"Ertu undir lögaldri? Áttu sætan, eldri kærasta? Tek að mér að hafa samræði fyrir þig gegn vægu gjaldi."

 

Ps. Þeim sem gala hvað hæst um að þetta sé algengt hjá múslimum (sem getur vel verið), vil ég benda á að lesa sér til um fyrirbærið mahr


mbl.is Seldi fjórtán ára dóttur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hérna er frétt Afp um málið:

SAN FRANCISCO, January 13, 2009 (AFP) - A man in California has been arrested for arranging to sell his 14-year-old daughter for 16,000 dollars, 100 crates of beer and several cases of meat, police said Tuesday.

Authorities in the rural farming community of Greenfield, 141 miles (225 kilometers) southeast of San Francisco, said the 36-year-old Hispanic man sold the child to an 18-year-old man who was to marry the girl.

The case came to light after the parent complained to police that his daughter's prospective husband had failed to pay him under the terms of their deal, which was brokered by a third party.

The man has been arrested on human trafficking charges while the 18-year-old has been booked for statutory rape. The child has been returned to the family.

Greenfield Police Department said in a statement there had been several cases where children had been sold or offered for sale, including one incident involving a 12-year-old.

"While each case is unique, the issues of arranged marriages involving minor females or the selling of minor females to older males have become a local problem," the statement said.

Karl Jóhann (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 16:40

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Allt í lagi - 100 kassar eða 160 er svosem ekki aðal málið. Hins vegar er alls staðar annarsstaðar minnst á vínið, gosið og orkudrykkina.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.1.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3017

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband