16.1.2009 | 19:41
Einelti
Ung stúlka bloggar um reynslu sína sem fórnarlamb eineltis. Ég renndi yfir athugasemdir við nýjustu færsluna og rak augun í þetta komment:
"ég lofa þér því að eftir 10 ár, þá sérð þú hvernig líf þeirra sem lögðu þig í einelti er ekki nálægt því jafn yndislegt og þitt."
Síðastliðið haust voru átta ár síðan minni grunnskólagöngu lauk, svo kannske er of snemmt að dæma um líf okkar skóla"félaganna". Eins og staðan er í dag er hins vegar afskaplega hæpið að halda því fram að mitt líf sé betra en þeirra. Nú getur vel verið að þetta fólk gráti sig í svefn á hverju kvöldi yfir því hvernig það kom fram við mig og aðra - en ég efast stórlega um það.
Einn forsprakkinn er meðal-þekktur einstaklingur í dag. Nafn hennar heyrist stundum í sjónvarpi og útvarpi. Í hvert skipti sem ég heyri það nefnt, eða sé smettið á henni í blöðunum, herpist maginn á mér saman.
Annar úr hópnum flutti úr stigagangnum stuttu eftir að ég flutti inn og sagði öllum sem heyra vildu að ástæðan hefði verið að það væri svo vond lykt af mér að hann hefði neyðst til að flytja. Ég rakst á þennan aðila í partíi fyrir nokkrum árum. Þá sagðist hann reka sitt eigið fyrirtæki. Eftir nokkuð gúgl virðist mér hann hafa sagt satt.
Þegar búið var að afhenda einkunnirnar úr samræmdu prófunum gekk einn strákurinn upp að mér og spurði hvort það væri rétt að ég hefði fengið tíu í ensku. Ég játti og hann spurði mig hvað ég hefði fengið fyrir hin fögin. Ég taldi það upp - ekki alveg jafn glæsilegar tölur þar- og hann glotti og sagði "Gott! Þá er ég ennþá hæstur." Þetta er kannske ekki gróft dæmi - en þetta staðfesti bara það sem mig grunaði: ég skipti engu máli.
Allan gagnfræðaskólann töldu kennararnir mér trú um að þetta myndi allt lagast þegar ég færi í framhaldsskóla. Ég passaði mig á því að velja þann skóla sem fæst skólasystkin mín fóru í. Ég eignaðist vini þar - eftir nokkurn tíma. Hafandi aldrei átt vini, kunni ég það einfaldlega ekki. Ég kann það ennþá varla.
Ég er bitur, já. Það hjálpar ekki að reyna að telja mér trú um að þessu fólki líði illa. Ég hef hitt það. Því líður ágætlega.
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún hefur rétt fyrir sér. Trúðu mér :)
Kristján Logason, 16.1.2009 kl. 19:53
Hún hver?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.1.2009 kl. 21:36
Sæl Tinna,
Veistu, þó svo ég skilji tilfinningar þínar, þá held ég að okkur (fórnarlömbum eineltis) sé hollast að hugsa sem minnst um afdrif "skólafélaganna" og huga frekar að okkar eigin velgengni og lífshamingju.
Biturðin sem þú lýsir er ósköp eðlileg, en engu að síður bitnar hún bara á okkur sjálfum og snertir gerendurnar ekki neitt.
Persónulega veit ég að sumum minna "skólafélaga" gengur ágætlega í dag og öðrum verr, eins og gengur. Það skiptir mig hins vegar engu máli. Eg er feginn því að sumir þeirra hafa þroskast og breyst í betri menn og jafnframt veit ég að sumir breytast aldrei og því fylgir þeirra persónuleiki og orðspor þeim hvert sem þeir fara...sem hlýtur að vera þeim ákveðinn baggi í lífinu.
Kæra Tinna - mín ráðlegging er sú að hætta að vera í "samkeppni" við þetta fólk. Notaðu frekar orkuna í að byggja þig sjálfa upp og kepptu við sjálfa þig. Settu þér takmörk og ákveddu hverju þú vilt áorka í lífinu. Ekki hugsa um hvort kvalari þinn eigi flottari bíl en þú...það skiptir engu máli.
Það sem skiptir máli er þitt eigið líf og að þú sért sátt við sjálfa þig. Kvalarar þínir ráða engu um þitt líf lengur - þú ert frjáls til að fljúga og sýna heiminum hvað í þér býr! Njóttu lífsins!
Bestu kveðjur
Róbert Björnsson, 16.1.2009 kl. 23:22
Ég reyni. Það fer bara í taugarnar á mér að fólk skuli enn nota þessa gömlu tuggu "Bíddu bara, einn daginn sérðu..." o.s.frv.
Það erina sem breyttist hjá mér var að um leið og gaggó ver búinn urðu þessir krakkar voða "fullorðnir" og ætluðust til þess að ég heilsaði þeim þegar ég mætti þeim á götu - eins og ekkert hefði gerst. Ég fékk boð á reunion fyrir nokkrum árum: "Æ, þú verður að koma - það verður geðveikt gaman!" Frábært. Helvíti Reunion - árgangur '84.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.1.2009 kl. 12:44
Þeir sem lögðu mig fyrst og fremst í einelti voru kennarar, þótt ótrúlegt megi virðast. Þeir eru reyndar allir í mun verri stöðu en ég í dag og ég hlæ innra með mér. Fæstum heilsa ég þegar ég mæti og eina konuna kalla ég opinberlega tussu svo allir heyri. Mér er enda alveg sama. Ég er ósáttur við mína skólagöngu allt frá 6 ára bekk til loka stúdentsprófs, en hef ákveðið að það sé slæmur kafli (reyndar mjög stór) sem ég ætla að afgreiða sem lokið. Að einfaldlega fyrirgefa þessu fólki, kemur ekki til greina. Það má rotna í helvíti fyrir mér.
Sigurjón, 18.1.2009 kl. 01:41
Það er ekki nema mannlegt að eiga erfitt með að fyrirgefa fólki sem hefur gróflega gert á hlut manns; það kannast ég við úr eigin lífi líkt og flest annað fólk. En í þessu samhengi er hollt að minnast þeirra vísdómsorða að við fyrirgefum ekki þeirra vegna sem særðu okkur - nei, við fyrirgefum okkar sjálfra vegna, svo við þurfum ekki að kveljast jafn mikið innra með okkur af sárindum, gremju, biturleika og hatri. Annars óska ég ykkur öllum velfarnaðar í lífinu.
Swami Karunananda, 18.1.2009 kl. 18:40
Sæll Kári.
Ég veit ekki til þess að ég kveljist neitt í dag vegna þessa. Satt að segja líður mér mjög vel með að þetta fólk sé sumt hvert í skít og drullu með sitt líf, meðan ég er í góðum málum með mitt. Ég á þessar slæmu minningar, hvort sem ég fyrirgef þeim eður ei og ég kýs að sleppa því að fyrirgefa, enda ekki endilega mitt að gera það. Fólk verður að axla ábyrgð á gerðum sínum, sérstaklega fullorðið fólk sem á að vita betur. Krökkum er hægt að fyrirgefa; þau vita bara ekki betur og hafa ekki þroska til að vita betur. Kennarar eiga hins vegar klárlega að gera það...
Gangi þér ekki síður vel í þínu lífi Kári.
Sigurjón, 19.1.2009 kl. 00:45
Það kemur manni stundum á óvart hversu margir hafa gengið í gegnum það sama og maður sjálfur. Mín upplifun var sú að sú reiði sem ég geymdi innra með mér gagnvart þeim sem höfðu átt einvern þátt í að gera mér lífið leitt var eiginlega að éta mig upp. Það var ekki fyrr en að ég áttaði mig á því að ég væri ekki að fyrirgefa þessu fólki þeirra vegna, hvort sem þau áttu það skilið eða ekki, heldur mín vegna. Miklu fargi var af mér létt.
. (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 03:22
Setningin þarna var ekki alveg rökrétt en þið vonandi skiljið hvað ég á við.
. (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 03:24
Reynsla mín af einelti er sú að ég var fórnarlamb eineltis lengi vel. Síðan, og skömm er frá að segja en ég víkst ekki undan ábyrgð, bar ég sjálfur ábyrgð á einelti. Það bráði hinsvegar af mér þegar augu mín opnuðust aðeins vegna ákveðins atburðar. Núna í dag tala ég fjálglega við bæði hrellendur (hah) mína og þolendur, ég hef veitt og þegið fyrirgefningu en það er ekki hægt nema tala við viðkomandi um þetta.
Ef þeir vilja ekki tala, þá verða þeir bara að eiga það við sig. Maður getur þó alltaf sagt að maður sjálfur hafi reynt að koma þessu á rétta braut. Með því er hægt að líta fram og leggja þetta að baki.
Það kemur málinu akkúrat ekkert við hvernig líf hinna aðilanna er, það sem skiptir máli er hvernig manns eigið líf er og meðan maður mænir á aðra getur maður ekki skoðað sjálfan sig.
Gangi þér vel Tinna mín, þú rokkar og átt eftir að ná þér útúr þessu.
Heimir Tómasson, 20.1.2009 kl. 03:34
Hér að ofan eru margar afar gagnlegar ábendingar, ekki vera að velta þér upp úr fortíðinni. Hugsaðu vel um sjálfa þig og gerðu allt sem lætur þér líða vel. Líttu í spegilinn og ef það er eitthvað þar sem þér líkar ekki, bættu þá úr því með eigin afli, einum hlut í einu. Ég veit að þú getur það! :)
Mitt einelti kom frá samnemendum í barnaskóla, eldri og yngri bekkingum sem og einum kennara (sem ég lít á sem algeran fávita í dag þó hún sé rosa snobbuð Rauðakrosssálfræðihjálparfígúra sem kemst í Sjónvarpið sirka einu sinni á 3ja ára fresti þegar rætt er um ástandið). Minn björgunarhringur var kennari sem tók við okkur í 8.bekk, stjórnlausan bekkinn, og "barði" okkur til hlýðni með skömmum uns það síaðist inn í tregafullan hausinn á liðinu að það kæmist enginn lengur upp með neitt múður.
Ég hef engan áhuga á að vita hvað flestir þeir sem voru með mér í skóla eru að gera í dag. Þeir sem gerðu ekkert fá kannski "Hæ" frá mér ef ég í þannig skapi þann daginn. Aðrir geta bara étið skít,síminn er opinn fyrir þá sem vilja biðjast fyrirgefningar en að öðru leyti þá vil ég ekkert af þessu liði vita.
B Ewing, 21.1.2009 kl. 08:53
Ég var lögð í einelti í grunnskóla.. en hafði það ekki eins slæmt og margir aðrir þar sem ég átti mína fáu en góðu vini.. það breytir því samt ekki að ég er enn.. jah.. særð, sködduð, bitur, reið og fleira.. og að þeir sem nýddust á mér hafa aldrei sýnt að þeir sjái eftir neinu og hafa það bara nokkuð gott..
Ég óska þeim samt ekki beinlýnis neins ills.. kannski bara að þau verði fyrir sams skonar einelti og þau lögðu mig í, svo þau átti sig kannski á því hvernig þau voru.. en að óska þeim þessi gerir mig ekkert betri.. en að vita það.. það held ég að geri mig að einhverju leiti betri.. og fyrir mig er það huggun og vissa að ég lifi betra lífi en þau..
Dexxa (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.