26.1.2009 | 14:26
Goin' walkabout...
Í desember árið 1933 ákvað Patrick Leigh Fermor, þá 18 ára, að fara í ferðalag. Hann fékk lán hjá föður vinar síns, keypti sér búnað, kvaddi vini og fjölskyldu og lagði í hann.
Búnaðurinn var ekki sérlega tæknilegur eins og gefur að skilja; bakpoki, herfrakki, nokkrar þunnar peysur, flannelskyrtur og nærbolir, vindjakki úr leðri, negld stígvél, puttees (langir renningar sem vafið er um leggina), ein eða tvær hvítar spariskyrtur, svefnpoki og göngustafur. Auk þess hafði hann með sér teikniblokk og blýanta, dagbók, eintak af Oxford book of English verse og safn af ljóðum Hóratíusar (þess má geta að orðatiltækið carpe diem er einmitt frá Hóratíusi komið).
Svefnpokanum og fyrri bókinni týndi hann eftir mánuð og saknaði þeirra ekki.
Patrick keypti sér far frá London til Rotterdam með hollensku gufuskipi og gekk síðan (að mestu leyti) þaðan til Konstantínópel. Þangað kom hann í ársbyrjun 1935, en hélt síðan til Grikklands. Þegar stríðið braust út gekk hann í herinn og var m.a. gerð kvikmynd (með Dirk Bogarde í hlutverki hans) um hetjudáðir hans þar.
Árið 1977 kom loks út fyrsti hluti ferðasögunnar, A time of gifts, en hann fjallar um ferðalagið frá London til Búdapest. Annar hlutinn, Between the woods and the water, kom út árið 1986 og nær yfir ferðina frá Búdapest til Járnhliðsins, landamæra Júgóslavíu og Rúmeníu. Þriðja og síðasta bindið er nokkurnveginn fullklárað (eftir því sem internetið segir mér) en ekki útgefið.
Þegar ég var að flækjast um Evrópu í fyrra lenti ég inn í litla fornbókaverslun í Kraká. Þar var lítið úrval bóka á ensku, en ég fann þó eina sem mér leist sæmilega á. Það var A time of gifts. Ég las hana spjaldanna á milli og byrjaði svo upp á nýtt. Allt í allt las ég hana sjálfsagt í gegn sex eða sjö sinnum, auk þess sem ég greip niður í kafla og kafla þegar ég þurfti að bíða einhversstaðar eftir lest eða öðru.
Þó liðin séu 75 ár síðan Leigh Fermor fór í sína ferð og margt hafi breyst hef ég ákveðið að feta í fótspor hans frá Rotterdam til Búdapest. Ég ætla samt að nýta mér nútíma tækni upp að vissu marki - gönguskór koma í stað negldra hermannaklossa, vindjakkinn verður úr einhverju mun léttara en leðri, puttees ætla ég að sleppa alveg og nota frekar sokka (enda legg ég af stað um vor en ekki vetur), og noti ég göngustaf verður hann væntanlega fellanlegur og úr málmi - og líklega mun ég fara hluta leiðar á puttanum.
Heimurinn er breyttur. Á millistríðsárunum hitti Leigh Fermor gamalt hefðarfólk, gisti í kastala eina nótt en hlöðu þá næstu, hitti sveitafólk sem vissi ekki hvað þetta "England" sem hann talaði um var, hvað þá að það talaði ensku, hann lifði á gestrisni ókunnugra, enda bara með fjögur pund á mánuði (hversu mikið sem það er nú í dag), og gekk hús úr húsi og teiknaði andlitsmyndir gegn greiðslu. Hann hitti nasista og kommúnista, bændur, munka, glæpamenn, bóhema og baróna. Ég veit að mín ferð verður öðruvísi, en ég vona að hún verði alveg jafn áhugaverð.
Hér er svo leiðin:
View Larger Map
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 3310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta líst mér mjög vel á hjá þér. Á að fara í vor?
Þarna eru margir merkilegir staðir þrungnir sögu. Ýmislegt fleira hangir á spýtunni, m.a. er stærsta kirkjuorgel heims í Passau í Þýzkalandi. Vissirðu það?
Oh, hvað mig langar í ferðalag núna...
Sigurjón, 27.1.2009 kl. 12:54
Ég veit að orgelið í St. Stephens er stærst utan Bandaríkjanna...
Stefni á að leggja af stað í byrjun Maí.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.1.2009 kl. 13:31
Glæsilegt hjá þér. Vonandi kemur þú með ferðasögur úr þessu flandri þínu.
Heimir Tómasson, 28.1.2009 kl. 10:51
Jamm, en það eru ekki kirkjuorgel...
Sigurjón, 28.1.2009 kl. 12:00
Ertu orðinn kaþólikki, Sjonni minn?
Samkvæmt mínum heimildum er orgelið í Passau í þriðja sæti á eftir orgelinu í kapellunni í West Point og einhverju 20.000 pípna orgeli í LA.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.1.2009 kl. 14:43
Ég ruglaðist, það er stærsta dómkirkjuorgel í heimi (cathedral organ). Amríkanarnir eru víst stærstir og feitastir í öllu sem fyrr...
Annars er þetta bara smá áhugamál hjá mér. Ekki að ég hafi tekið neina trú.
Sigurjón, 28.1.2009 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.