Evo Morales - Þýdd grein

Tárin eru loks að þorna - tárin eftir Bush-árin og gleðitárin yfir að sjá svartan mann kosinn forseta Bandaríkjanna. Hvað nú? Klisja dagsins er að Obama muni óhjákvæmilega valda heiminum vonbrigðum en sannleikurinn er lúmskari en svo. Ef við viljum sjá hvernig Obama mun hafa áhrif á okkur - til góðs eða ills- verðum við að kryfja djúpar rætur bandarískrar utanríkisstefnu. Nothæft dæmi um þetta sést nú örskotsstund á fréttasíðum okkar -dæmi frá toppi heimsins.

Bólivía er fátækasta landið í Rómönsku Ameríku, og fátækrahverfi hennar í 4000 metra hæð yfir sjávarmáli, virðast heilli veröld frá innsetningarathöfn Obama. En ef við skoðum landið nánar getum við útskýrt eina af stærstu þversögnum Bandaríkjanna - þau hafa fóstrað sigursæla mannréttindabaráttu heima fyrir en á sama tíma grafið undan mannréttindabaráttu erlendis. Bólivía sýnir okkur vel þversagnirnar sem bíða hins svarta forseta Ameríska heimsveldisins. 

 Saga forseta Bólivíu, Evo Morales, er keimlík sögu Obama. Árið 2006 varð hann fyrsti forseti landsins af frumbyggjaættum - og tákn um möguleika lýðræðisins. Þegar Spánverjar komu til Bólivíu á sextándu öld, hnepptu þeir íbúa landsins í þrældóm og neyddu milljónir til að vinna sér til óbóta - jafnvel dauða. Svo seint sem á sjötta áratug síðustu aldar máttu frumbyggjar ekki einusinni ganga um miðborg La Paz, þar sem forsetahöllin og kirkjan standa. Þeir voru - og eru -  oft bornir saman við apa.

Morales er sonur fátæks kartöflubónda upp til fjalla og í æsku rótaði hann í sorpi eftir appelsínuberki og bananahýði til að borða. Af sjö systkinum hans létust fjögur í frumbernsku. Alla ævi hans var því tekið sem gefnu að hvíti minnihlutinn stjórnaði landinu; "indjánarnir" voru of "barnalegir" til að geta stjórnað. 

Þar sem að í Bandaríkjunum er stjórnarskrárbundið lýðræði og forsetar þeirra hafa sagst staðfastir í að breiða lýðræði út um heimsbyggðina, hefði maður búist við því að þeir tækju lýðræðislegu kjöri Morales fagnandi. En bíðið við. Í Bólivíu eru miklar birgðir náttúrugass - sem bandarísk fyrirtæki græða milljarða á. Hér fer málið að flækjast.

Fyrir valdatíð Morales var hvíta elítan ánægð með að leyfa bandarískum félögum að taka gasið og skilja eftir klink í staðinn: einungis 18 prósent af afnotkunargjöldunum. Reyndar má segja að þeir hafi rétt Bandaríkjunum hagsmuni landsins á silfurfati á meðan þeir héldu sjálfir eftir nokkrum prósentum. Árið 1999 fékk bandarískt fyrirtæki, Bechtel [sem sá um byggingu álversins á Reyðarfirði - innsk. þýðanda], vatnsréttindin og vatnsgjöld fátæka meirihlutans tvöfölduðust. 

Morales bauð sig fram til að berjast gegn þessu. Hann sagði að auðlindir Bólivíu ætti að nota handa milljónum sárfátækra Bólivíumanna, ekki örfáum forríkum Bandaríkjamönnum. Hann hélt loforð sitt. Nú heldur Bólivía 82% gasgróðans - og hann hefur notað féð til að auka útgjöld í heilbrigðisþjónustu um 300 prósent og til að setja upp fyrsta bótakerfi þjóðarinnar. Hann er einna af vinsælustu leiðtogum lýðræðisríkja. Ég hef séð þessa bleiku öldu rísa í gegnum fátækrahverfi og kofabyggðir Suður-Ameríku. Milljónir manna eru að sjá lækna og skóla í fyrsta skipti á ævinni.

Mig grunar að meirihluti Bandaríkjamanna - sem eru góðir og réttsýnir - myndu fagna þessu og styðja þessar aðgerðir ef þeir fengju að heyra sannleikann um þær. En hvernig brást bandaríska ríkisstjórnin (og stór hluti fjölmiðla) við?

George Bush gargaði að "verið væri að grafa undan lýðræði í Bólivíu" og nýlegur sendiherra Bandaríkjanna í landinu líkti Morales við Osama bin Laden. Hvers vegna? Í þeirra augum ertu demókrati ef þú gefur bandarískum fyrirtækjum auðlindir landsins, en einræðisherra ef þú lætur eigin þjóð njóta þeirra. Vilji Bólivíumanna er málinu óviðkomandi.

Af þessum ástæðum hafa Bandaríkin haft fyrir því að grafa undan Morales. Fyrir undarlega tilviljun eru næstum allar gasbirgðir Bólivíu í austurhluta landsins - þar sem ríkasti, hvítasti hluti fólksins býr. Svo Bandaríkin hafa styrkt hægri-aðskilnaðarsinnana sem vilja að austurhlutinn segi sig úr lögum við Bólivíu. Þá gæti hvíta fólkið rétt bandarískum fyrirtækjum gasið eins og í þá gömlu góðu - og Morales gæti ekkert gert. Þessi íhlutun varð svo alvarleg að síðastliðinn september varð Morales að reka sendiherra Bandaríkjanna fyrir "samsæri gegn lýðræðinu". Þessa helgi [24. - 25. janúar - i.þ.] heldur Morales þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá sem tryggja á frumbyggjum mannréttindi.

Þá er komið að Obama - og þversögnunum hans. Hann er augljóslega góðviljaður og rökhugsandi, en hann vinnur innan kerfis sem er viðkvæmt fyrir ólýðræðislegum þrýstingi. Bólivía er lýsandi fyrir spennuna. Uppgangur Morales minnir okkur á Bandaríkin sem heimurinn elskar: já-við-getum-það viðhorfið og mannréttindahreyfinguna. En tilvist gassins minnir okkur á þau Bandaríki sem heimurinn hatar: tilraunir til að ná "allsherjaryfirráðum" yfir auðlindum heimsins, hvað sem þessum pirrandi innfæddu nöldrurum líður.

Hvor Bandaríkin mun Obama standa fyrir? Svarið er bæði - til að byrja með. Morales hefur boðið hann velkominn "sem bróður", og Obama hefur gert það skýrt að hann vill samræður í stað misnotkunar Bush áranna. En hver er Bólivíu-ráðgjafi Obama? Greg Craig, lögfræðingur Gonzalo Sánchez de Lozada - öfgahægrisinnaðs fyrrum forseta Bólivíu, sem stóð fyrir öfgafyllstu einkavæðingu níunda áratugarins og er núna eftirlýstur fyrir þjóðarmorð. Lögfræðihópur Craigs segir að Morales sé (já) að "ráðast á lýðræðið".

Sá þrýstingur innan bandaríska kerfisins sem ýtti undir andúð á lýðræðislega kjörnum mannréttindaleiðtoga eins og Morales hefur ekki gufað upp í köldu Washingtonloftinu. Bandaríkin reiða sig ennþá á erlent jarðefnaeldsneyti og bandarísk fyrirtæki kaupa enn þingmenn úr báðum flokkum. Obama verður enn fyrir áhrifum af þessu.

En á meðan þetta er vissulega ástæða til að vera pirraður, er þetta ekki ástæða til að missa trúna. Hví ekki? Vegna þess að þó Obama verði fyrir áhrifum, mun hann líka grafa undan þessu með tímanum. Hann hefur gert sjálfstæði í orkumálum - meiriháttar breytingu frá erlendri olíu og gasi til vind-, sólar- og sjávarorku - miðpunkt stjórnunarprógrammsins. Ef Bandaríkin eru ekki lengur háð bólivísku gasi verða ríkisstjórnir þeirra ólíklegri til að reyna að koma höggi á aðra sem vilja stjórna því. (Ef þau losna við olíufíknina líka eiga þau minni hagsmuna að gæta í Sádi-Arabíu og bensínstríðum Mið-Austurlanda.) 

Obama segir líka að hann vilji losna við áhrif fyrirtækjaauðs á bandaríska stjórnkerfið. Hann er nú þegar minna þakinn fyrirtækjafé en nokkur forseti síðan á þriðja áratug síðustu aldar. Því lengra sem hann ýtir því aftur, þeim mun meira rúm hafa lýðræðislegar hreyfingar eins og Moralesar til að stjórna eigin auðlindum. En við sjáum til. Ef þú vilt vita hvort Obama er raunverulega að breyta þeim öflum sem stjórna bandarískum stjórnmálum, fylgstu þá með þessu þaki heimsins.

 

Grein eftir Johann Hari sem birtist á heimasíðu Independent 23. Janúar 2009


mbl.is Safnað fyrir leigumorðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

[Fylgist með]

Sigurjón, 1.2.2009 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband