5.2.2009 | 16:01
Gott mál.
Þetta er reyndar það fyrsta sem ég heyri um að afnema eigi samræmdu prófin, en mikið er ég fegin.
Það þarf að umbylta öllu skólakerfinu og fyrsta skrefið er að leggja niður svona ofurpróf. Kennslan í tíunda bekk- í próffögunum- er kennsla til prófs, eða jafnvel kennsla í prófum. Samræmd próf síðustu ára eru ljósrituð til æfinga, farið er yfir hvaða spurningar eru líklegar til að koma, etc.
Samræmd próf segja ekkert til um gáfur eða hvernig fólk muni standa sig í framhldsskóla. Meðaleinkunnin mín var reyndar ekki nema rétt rúmlega 7, en ég fékk þó hæstu mögulegu einkunn í ensku - 10. Íslenskan og danskan liggja þarna á milli - 7,5 og 7 (þó ég muni ekki í svipinn hvort var hvort).
Stærðfræðin var sumsé veiki punkturinn, enda kolféll ég. Þar er þó ekki hægt að kenna prófinu um, heldur mér sjálfri - og kennaranum, ef kennara skyldi kalla. Hann var vægast sagt ömurlegur maður, enda margoft búið að kvarta yfir honum. Hann stundaði það nefnilega að velja úr ákveðna nemendur, sem síðan máttu prísa sig sæla ef hann yrti á þá, hvað þá að þeri fengju aðstoð. Ég var ein af þeim. Fyrstu vikurnar í áttunda bekk sat ég með handlegginn upp í loft að bíða eftir aðstoð en fékk enga. Þá hætti ég að mæta í stærðfræðitíma.
Næsta setning átti að vera "Reyndar hef ég alltaf verið léleg í stærðfræði", en mér datt í hug að grfa upp gömul einkunnaspjöld til að hafa tölurnar á hreinu. Ég fann bara spjöldin fyrir 3. - 8. bekk, en það eru líklega þau merkilegustu. Ég fann líka niðurstöðu úr samræmda könnunarprófinu sem við tókum í 7. bekk.
Stærðfræðieinkunnir mínar frá 3. bekk upp í 8.
3. bekkur haust: 24/25 á stærðfræðikönnun
3. bekkur vor: 29/30 á stærðfræðikönnun
4. bekkur haust og vor: 27/30 á stærðfræðikönnun
5. bekkur haust: 10 í stærðfræði
5. bekkur vor: 9 í stærðfræði
6. bekkur haust: 10 í stærðfræði
6. bekkur vor: 9 í stærðfræði
7. bekkur haust: 9 í stærðfræði
7. bekkur vor: 7 í stærðfræði.
7. bekkur samræmd próf: hlutfall réttra svara á námsþáttum í stærðfræði:
Reikningur og aðgerðir: 93,5%
Talnaskilningur: 100%
Rúm- og flatarmál: 78,6%
Mælingar: 100%
Tölfræði: 85,7%
Námsefni 4. bekkjar: 96%
Námsefni 5. bekkjar: 86,7%
Námsefni 6. bekkjar: 95,3%
8. bekkur haust: Vinnueinkunn 1, prófseinkunn 7.
8. bekkur vor: Vinnueinkunn 1, prófseinkunn 3.
Því miður finn ég ekki einkunnaspjöld 9. og 10. bekkjar, en samkvæmt þessum tölum var ég bara hreint ekki jafn léleg í stærðfræði og ég hélt. Fyrr en ég mætti í tíma hjá Finnboga. Námsefnið þyngist ekki svo svakalega á milli sjöunda og áttunda bekkjar að það útskýri lækkun um a.m.k. fjóra í einkunn.
Vandinn í sambandi við þennan kennara var að þeir sem fengu hjálp hjá honum voru mjög ánægðir með hann og skólastjórnendur bentu á það í hvert skipti sem reynt var að kvarta. Það skipti engu máli að maðurinn gekk um með prik sem hann lamdi í borð eða fingur ef honum mislíkaði, nokkrum sinnum svo fast að prikið brotnaði, ekki pælt í því þegar hann sparkaði undir borð vegna þess að ein stelpan lá fram á það - andlitið á henni hvíldi á borðinu, ekkert hugsað um það að hluti nemenda hans fékk enga hjálp.
Reyndar má segja að skólastjórnendum til "bóta" að ég man ekki til þess að mikið mál hafi verið gert úr þessum fjarvistum mínum, enda vissu allir sem vildu vita að maðurinn var óhæfur kennari. Umsjónarkennarinn minn var yndislegur, dönskukennarinn líka. Restin var svona la-la. Reyndar kom nýr eðlisfræðikennari til starfa í níunda bekk (frekar en tíunda, að mig minnir). Hann tók að sér að kenna aukatíma í stærðfræði. Í þá mætti ég, af því að ég var skotin í kennarinn var sætur almennilegur.
Ég féll síðan svakalega á samræmdu prófunum, en fór í sumarskólann og komst inn í MH. Þar kom fljótt í ljós að ég var hrikalega léleg í stærðfræði, bæði vegna vankunnáttu og áhugaleysis. Hitt sem var augljóst frá fyrsta degi var að ég hafði engan aga til mætinga. Ég hafði áhuga á náminu, las bækurnar spjaldanna á milli, kláraði verkefni eins og ég fengi borgað fyrir það...en nennti ekki að mæta. Ég komst nefnilega að því í gagnfræðaskóla að mætingar voru óþarfar þegar kom að þeim fögum sem ég var góð í.
Ég hætti í MH eftir þrjár annir, þegar mætingaprósentan var komin vel niður fyrir 50.
Ég skildi loksins að skóli er bara gagnlegur til að kenna okkur að hann er gagnslaus. Það ætti enginn að læra neitt vegna þess að hann er neyddur til að mæta, heldur vegna áhuga. Ef áhugann vantar er tilgangslaust að skikka fólk til að mæta í tíma.
Ég er ekki að segja að skólann eigi að leggja niður - slíkt væri firra, hvar eiga börn að læra að lesa og skrifa* - heldur að skólakerfið verði að breytast.
Í dag snýst grunnskólinn um að fá nógu háa einkunn til að komast inn í framhaldsskóla til að fá nógu góða einkunn til að komast í háskólanám til að fá nógu góða einkunn til að fá nógu há laun til að geta sest í helgan stein upp úr fimmtugu til að geta loksins farið að sinna því sem við höfum raunverulega áhuga á.
Skólinn á að snúast um að vekja áhuga okkar á heiminum, hjálpa okkur að takast á við lífið, kenna okkur að eltast við draumana, verða það sem við viljum vera - og kenna okkur það sem við, hvert og eitt, þurfum til að ná markmiðum okkar.
Hann á ekki að snúast um það hvernig á að ná samræmdu prófunum.
*Ég var reyndar orðin læs fjögurra ára, en það skiptir ekki öllu.
Inntökupróf slegin af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð að segja einsog er að afnema samræmdu prófin er það vitlausasta sem menntamálaráðuneytið gat hugsað sér að gera og þar á eftir að banna inntökupróf inní skóla.. Til hvers ertu í skóla ef þú ert ekki að læra fyrir eitthvað, fólkið í sérstaklega 9. og 10. á bara að vera læra eitthvað útí loftið og svo gildir mæting til að komast inní framhaldsskóla? Það er munur á öllum skólum, það er meira að segja munur milli kennara í sömu skólum í sama fagi. Þegar ég var í 9. bekk var ég með kennara í Eðlisfræði sem var alveg drullusama um hvað var í gangi, kenndi bara og fór svo heim. Þú gast prúttað um einkunnir við hann.. Hann sagði 8 ég sagði 10 og sættumst svo á 9, í 10.bekk var ég með svo strangan kennara í Eðlisfræði og ég var aldrei með yfir 7 í tilraununum, sama hvað ég vann skýrsluna vel.. og svo fékk maður seint ef maður var ekki mættur í röðina nokkrum sec eftir að það hringdi.
Orðið samræmd próf er engin tilviljun.. þegar þú mætir í prófið hafa allir sömu möguleika, þú gast verið slakur á árinu og vannst það bara upp, því meira sem þú lærir fyrir prófið því hærri einkunn það er sáraeinfalt. Þeir sem hinsvegar gefa skít í námið og ætla sér að gera eitthvað annað sleppa því bara að læra og fá þar af leiðandi lágt og komast ekki inní þessa krefjandi skóla. Sem nemandi Mh finnst mér þetta vera stór mistök hjá menntamálaráðuneitinu og vona að flestir séu sammála mér um það.
Örn (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 16:47
Ég er sammála þér Örn. Ég lærði fyrir samræmdu prófin og flaug inn í MH í fyrstu tilraun, á ári þar sem fjöldi fólks var settur á biðlista. Mér finnst sjálfsagt að framhaldsskólar krefji nemendur um viðveru. Nákvæmlega eins og vinnustaður krefst þess að starfsmaður mæti í vinnuna. Annars mæli ég með því að nemendur sama á hvaða skólastigi læri jafnt og þétt yfir önnina, þá ætti að vera minna að læra fyrir próf.
Úlfhildur Flosadóttir, 5.2.2009 kl. 20:57
Kverúlant sagði:
Samræmd próf segja ekkert til um gáfur eða hvernig fólk muni standa sig í framhldsskóla.
Ég veit nú ekki alveg með þetta. Ég man þegar að ég útskrifaðist úr grunnskóla á sínum tíma þá fékk ég nákvæmlega þær einkunn sem mér fannst ég hafa unnið fyrir gegnum minn skólaferil. Ef ég man rétt voru þetta:
Stærðfræði: 9.5
Enska:9.5
Íslenska: 9.0
Danska: 9.0
Í öllu falli voru þetta tvær 9.5 og tvær 9.0.
Eftir þetta fór ég í MR og ég get sagt þér að þessi einkunn mín var merkilegt nokk ekkert sérstök miðað við félaga mína á Eðlisfræðideild í þeim ágæta skóla. Ég var reyndar einungis meðalnemandi í þeim ágæta bekk, sem að passaði jú alveg við mína samræmdu prófs einkunn, samanborna við þeirra. Flestir í þeim bekk voru óhræddir við að telja upp hvað þeir fengu á sínum samræmdu prófum og stóðu vel undir því er þeir töldu fram.
Að framhaldsskóla loknum lá mín leið í Háskóla Íslands þar sem ég hóf nám á verkfræðideild. Þá var nógu langt liðið frá töku sæmræmdra prófa að flestir voru óhræddir að deila sinni einkunn með þeim er áhuga höfðu á. Ég var ekki nema með 7.5 í meðaleinkunn út úr mínu BS námi, sem að aftur var, merkilegt nokk, nokkuð í samræmi við mína samræmdu prófs einkunn. Af þeim er ég spurði, og þetta hafði einmitt verið nokkuð til umræðu í þriðja árs stofunni, þá var mín samræmda einkunn einungis í meðallagi miðað við samnemendur mína á þriðja ári í verkfræðinni.
Svona til samanburðar þá var 'tossinn', eins fínn strákur og hann nú var og er, sem að var rétt alltaf að slefast yfir 6.5 í meðaleinkunn í verkfræðinni, með meðaleinkunn 8.5 út úr sínum samræmdu prófum.
Hann var með lélegustu einkunnina út úr samræmdu prófunum, af þeim er tóku þátt í þessum umræðum og var einnig með slökustu einkunnina í verkfræðinni. Það var alveg merkilega góð fylgni milli samræmdrar einkunnar og verkfræði einkunnar, eins mörg ár og á milli voru.
Veistu það elskan, ég held að samræmd próf segi manni ansi mikið, það er einfaldlega mín reynsla. Þeir sem eru ekki einu sinni að slefast yfir 8 í meðaleinkunn út úr samræmdum prófum ætti strax að vera ljóst að þeir eru ekki sterkir námsmenn. (Lesblindir o.s.frv. að sjálfsögðu undanskildir)
Ég veit ekki hvað þú telur góðan námsmann, en ég eyddi, að meðaltali, ca. 30 tímum í _heimanám_ í framhaldsskóla og 50 tímum í _heimanám_ í háskóla, per viku. Ofan á þetta lögðust síðan fyrirlestrar og dæmatímar. Ég lá því yfir bókunum, eða hékk í tímum, að meðaltali um 70 tíma á viku þrjú ár samfleytt. Í kringum próftarnir fór þetta upp í rúma 100 tíma á viku. Erfiðið skilaði sér í meðaleinkunn frá verkfræðideild Háskóla Íslands, af minni deild í mínum árgangi. Árangur sem að var í fullu samræmi við mína samræmdu prófs einkunn, sem að var jú einungis í meðallagi miðað við mína samnemendur.
Ég vil benda á að í flestum tilvikum þekkjast þriðja árs nemar í verkfræði nokkuð vel innbyrðis, í það minnsta var sú raunin er ég þreytti mitt nám.
Ég tel að samræmd próf gefi mjög góða mynd af því hversu sterkur námsmaður hver og einn er, jafnvel þótt foreldrar neiti að samþykkja það vegna þess að þeir vita að börnin sín eru miklu klárari en einkunn þeirra segir til um. Hverjum þykir sinn fugl fagur, en ekki er það nein ástæða til afnáms samræmdra prófa.
Kveðja,
Þór
Þór (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 01:38
"Þeir sem eru ekki einu sinni að slefast yfir 8 í meðaleinkunn út úr samræmdum prófum ætti strax að vera ljóst að þeir eru ekki sterkir námsmenn"
Þetta er furðuleg staðhæfing. Þarna tekurðu ekkert tillit til mismunandi áhugasviða eða styrkleika.
Hins vegar er þetta svosem rétt hjá þér: til að vera "námsmaður" þarftu að hafa aga og vilja til að leggja hart að þér við að læra eitthvað sem þú hefur hvorki áhuga á né þörf fyrir.
Þú gengur síðan út frá óbreyttu kerfi á framhaldsskólastigi, þrátt fyrir að mín skoðun á menntakerfinu í heild sinni hafi komið (að ég tel) nokkuð skýrt fram undir lok færslunnar.
Ps. MR-ingur? Prfft.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 6.2.2009 kl. 03:53
Ég held að ég eigi enn metið í skrópi í mínum gamla gagnfæðaskóla. Ég var góður vinur kennaranna, enda var þetta til þess að gera lítið þorp, á þeim árum. Ég hafði akkúrat engan áhuga á öllu námi, var virkilega góður í þeim fögum sem ég hafði áhuga á, lakari í öðrum. Sama með fyrstu árin í framhaldsskóla.
Það hafði semsagt ekki neitt með það að segja hvernig einkunir ég fékk í samræmdu prófunum þegar kom að framhaldsnámi hjá mér.
Samt gekk mér alveg ágætlega, bæði í skóla og lífinu og er í fínu djobbi núna.
Heimir Tómasson, 7.2.2009 kl. 11:31
Tu ert ansi hord stulka a yfirbordinu i tad minnsta, satt ad segja voru minar einkunnir i aedri menntun ekki osvipadar tinum og eg kenndi sjalfri mer ad lesa fjogurra ara :) En eitthvad hefur hert tig. Vaendi kvenna er neydarlausn teirra til ad lifa af eda framfleita ser, tad afsakar ekki karlmenn. Tad er ekki allt gott i heiminum tu aettir ad sja tad a sogunni, vid getum ekki latid tad alveg framhja okkar fara Tinna.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 13.2.2009 kl. 16:48
Ég veit mýmörg dæmi þess að einkunnir úr samræmdum prófum, einkunnir í framhaldsskóla og jafnvel að einkunnir úr háskóla segi EKKERT um hve klár einstaklingurinn er þegar kemur að því að nota þessa þekkingu.
Í mínum bekk vorum við tvö áberandi hæst í 10. bekk og fórum beint í framhaldsskóla. Þar fóru einkunnirnar fljótt að síga niður á við hjá mér, en ekki hjá hinni manneskjunni. Við útskrifuðumst bæði samt á sama tíma, ég með drullueinkunn. Við tók 5 ára hlé frá skóla hjá mér og var það vel, því ég var búinn að fá algjörlega upp í kok á því. Aftur á móti fór hin manneskjan í háskólanám sem hún svo flosnaði upp úr og tók sér á endanum hlé líka. Við hófum svo aftur háskólanám á svipuðum tíma (2. tilraun hjá hinni m-i.) og gekk báðum vel. Útskrifuðumst bæði með 1. einkunn og leiðin lá á vinnumarkaðinn. Þar tóku við endalaus leiðindi og ég komst að því að ég hafði lítinn áhuga á að starfa við þetta fag sem ég lærði. Svo komst ég í blandaða vinnu, þar sem ég er mjög frjáls að því að gera það sem ég hef áhuga á að gera hverju sinni og þá loxins brosti lífið við manni...
Ég þekki líka náunga sem var með mjög góðar einkunnir á samræmdu prófunum og góða einkunn úr menntaskóla. Svo fór hann í háskólanám og droppaði ÞRISVAR út úr því, áður en hann gafst upp og fór í iðnnám. Aldeilis góður mælikvarði það...
Sigurjón, 18.2.2009 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.