Styttist í brottför

Eftir sólarhring verð ég komin niður á BSÍ í þeim tilgangi að bíða þar í fimm tíma -úti- eftir rútudruslu sem mun flytja mig að flugstöðinni í hrauninu. Þar mun ég bíða í tvo tíma eða svo eftir að flugvélarskriflið fari í loftið. Um það bil þremur tímum eftir flugtak ætti ég svo að vera í nágrenni Lundúna.

Þá tekur við klukkutíma lestarferð til miðborgarinnar, tímadráp í nokkrar klukkustundir þar til gestgjafinn minn lýkur vinnu, en klukkan sjö er áætlað að eg standi fyrir utan leikhús að reyna að komast frítt inn. Að því loknu fer ég væntanlega í austurborgina að sofa.

 

Ég veit svosem ekki hvað fleira ég á að gera af mér í heimsborginni annað en að hitta Eden (sem verður ráfandi um með andlitsgrímu) og hugsanlega kíkja á einhver söfn og jafnvel einhvern okurpöbbinn. 

 

Þegar Lundúnadvölinni lýkur, líklega næstkomandi sunnudag, held ég svo í átt að Dover - með viðkomu í krummaskuðinu Swanley - og reyni þar að húkka mér far yfir til Calais. Frá Frakklandsströnd liggur leiðin til Brusluborgar, hvar ég mun njóta gestrisni hins gríska Georges, en eftir bjórsmökkun þar verður miðað á Rotterdam. Þar mun ég vonandi finna næturstað og sturtupláss, því þar byrjar gamanið.

 

Frá Rotterdam er ætlunin að rölta í rólegheitum sem leið liggur, í gegnum Niðurlönd, Þýzkaland, Austurríki (með hugsanlegum útúrdúr til Prag), Slóvakíu og til Búdapest í Ungverjalandi. 

 

Þar mun ég líklega hafa samband við Össur og fá þá til að senda mér einhverskonar róbótalappir svo ég komist aftur heim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: fingurbjorg

Góða ferð! Skemmtu þér og njóttu vel.

fingurbjorg, 6.5.2009 kl. 00:32

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Góða ferð og skemmtu þér. Sáröfunda þig...

Heimir Tómasson, 6.5.2009 kl. 05:40

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Töff prógram. Gangi þér allt í haginn.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 6.5.2009 kl. 11:44

4 identicon

Ekki gleyma að kíkja á speaker's corner í Hyde park.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 20:07

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Takk öll.

Jóhannes: það er á dagskránni - flokka það sem safn...museum of crazy. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 6.5.2009 kl. 21:36

6 Smámynd: TARA

Vona að flugvéladruslan komi þér á leiðarenda og ferðin verði þér bæði ánægjuleg og lærdómsrík, ef þú átt leið um Slóveníu mæli ég með Postonja hellunum og ef þú ferð fram hjá Munhjen kíktu á í einn frægasta kastala veraldar, Nashwastein. Góða skemmtun.

TARA, 8.5.2009 kl. 00:35

7 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Þó ég þekki þig nú lítið þá get ég ekki séð þig fyrir mér rölta í rólegheitum  Þú hefur alveg óborganlega skemmtilegan frásagnarstíl Tinna mín :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 9.5.2009 kl. 10:32

8 Smámynd: Sigurjón

Vá!  Þetta er ofurkúl ferðaplan.  Ég er alveg grænn og blár af öfund, en ég er upptekinn við þetta leiðinlega batterí, þ.e. að vinna, sofa og éta...

Ég hlakka svo sannarlega til að lesa ferðasöguna þegar hún kemur...

Skemmtu þér alveg konunglega og hafðu góða ferð!

Sigurjón, 10.5.2009 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband