Styttist í brottför

Eftir sólarhring verđ ég komin niđur á BSÍ í ţeim tilgangi ađ bíđa ţar í fimm tíma -úti- eftir rútudruslu sem mun flytja mig ađ flugstöđinni í hrauninu. Ţar mun ég bíđa í tvo tíma eđa svo eftir ađ flugvélarskrifliđ fari í loftiđ. Um ţađ bil ţremur tímum eftir flugtak ćtti ég svo ađ vera í nágrenni Lundúna.

Ţá tekur viđ klukkutíma lestarferđ til miđborgarinnar, tímadráp í nokkrar klukkustundir ţar til gestgjafinn minn lýkur vinnu, en klukkan sjö er áćtlađ ađ eg standi fyrir utan leikhús ađ reyna ađ komast frítt inn. Ađ ţví loknu fer ég vćntanlega í austurborgina ađ sofa.

 

Ég veit svosem ekki hvađ fleira ég á ađ gera af mér í heimsborginni annađ en ađ hitta Eden (sem verđur ráfandi um međ andlitsgrímu) og hugsanlega kíkja á einhver söfn og jafnvel einhvern okurpöbbinn. 

 

Ţegar Lundúnadvölinni lýkur, líklega nćstkomandi sunnudag, held ég svo í átt ađ Dover - međ viđkomu í krummaskuđinu Swanley - og reyni ţar ađ húkka mér far yfir til Calais. Frá Frakklandsströnd liggur leiđin til Brusluborgar, hvar ég mun njóta gestrisni hins gríska Georges, en eftir bjórsmökkun ţar verđur miđađ á Rotterdam. Ţar mun ég vonandi finna nćturstađ og sturtupláss, ţví ţar byrjar gamaniđ.

 

Frá Rotterdam er ćtlunin ađ rölta í rólegheitum sem leiđ liggur, í gegnum Niđurlönd, Ţýzkaland, Austurríki (međ hugsanlegum útúrdúr til Prag), Slóvakíu og til Búdapest í Ungverjalandi. 

 

Ţar mun ég líklega hafa samband viđ Össur og fá ţá til ađ senda mér einhverskonar róbótalappir svo ég komist aftur heim.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: fingurbjorg

Góđa ferđ! Skemmtu ţér og njóttu vel.

fingurbjorg, 6.5.2009 kl. 00:32

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Góđa ferđ og skemmtu ţér. Sáröfunda ţig...

Heimir Tómasson, 6.5.2009 kl. 05:40

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Töff prógram. Gangi ţér allt í haginn.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 6.5.2009 kl. 11:44

4 identicon

Ekki gleyma ađ kíkja á speaker's corner í Hyde park.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráđ) 6.5.2009 kl. 20:07

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Takk öll.

Jóhannes: ţađ er á dagskránni - flokka ţađ sem safn...museum of crazy. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 6.5.2009 kl. 21:36

6 Smámynd: TARA

Vona ađ flugvéladruslan komi ţér á leiđarenda og ferđin verđi ţér bćđi ánćgjuleg og lćrdómsrík, ef ţú átt leiđ um Slóveníu mćli ég međ Postonja hellunum og ef ţú ferđ fram hjá Munhjen kíktu á í einn frćgasta kastala veraldar, Nashwastein. Góđa skemmtun.

TARA, 8.5.2009 kl. 00:35

7 Smámynd: TARA ÓLA/GUĐMUNDSD.

Ţó ég ţekki ţig nú lítiđ ţá get ég ekki séđ ţig fyrir mér rölta í rólegheitum  Ţú hefur alveg óborganlega skemmtilegan frásagnarstíl Tinna mín :)

TARA ÓLA/GUĐMUNDSD., 9.5.2009 kl. 10:32

8 Smámynd: Sigurjón

Vá!  Ţetta er ofurkúl ferđaplan.  Ég er alveg grćnn og blár af öfund, en ég er upptekinn viđ ţetta leiđinlega batterí, ţ.e. ađ vinna, sofa og éta...

Ég hlakka svo sannarlega til ađ lesa ferđasöguna ţegar hún kemur...

Skemmtu ţér alveg konunglega og hafđu góđa ferđ!

Sigurjón, 10.5.2009 kl. 18:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bćkur

Nýlesiđ/eftirlćti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi mađur! Bókin fjallar um ströggliđ viđ ađ verđa "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvađ ţarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á ađ vera nokkuđ góđ, en viđ sjáum nú til međ ţađ í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband