Fordómar

Mikið er fólk fljótt að stökkva upp og tilkynna viðbjóð sinn opinberlega. Mín fyrstu viðbrögð við greininni voru að velta því fyrir mér hversu margir hefðu -líkt og ég- fundið fyrir einhverskonar hneykslun, ekki á dýrahaldaranum heldur á setningunni "Dýrin voru flutt að Keldum þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir."

Hversu margir kipptu sér ekkert upp við það að stór hópur gæludýra einhvers væri drepinn?

Hversu margir ætli líti svo á málið að það sé réttlætanlegt að drepa dýrin vegna þess að þau eru jú ólögleg hérlendis?

Hversu margir fundu til samúðar með dýrahaldaranum? En dýrunum? 

 

Hversu margir ætli hefðu tárast ef um hefði verið að ræða kettlinga eða hvolpa?

 


mbl.is Dýrin mín stór og smá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þetta hefði verið chinchilla, skjaldbaka eða annað 'sætt' dýr þá hefði fólk hneykslast. Það er sorglegt hvað Íslendingar eru fordómafullir :(

Eva (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 20:11

2 identicon

Veistu þetta er alveg rétt hjá þér.. á hverju ári eru tugir svona dýra drepin af yfirvöldum í stað þess að setja þau í húsdýragarðinn eða eitthvað annað.!

Sigurður (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 20:54

3 identicon

sorglegt..

Aðalbjörg (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 23:03

4 Smámynd: Sigurjón

Heimska fólks virðist ekki eiga sér nein landamæri og þetta eru að sjálfsögðu ekkert annað en fordómar, sem aftur stafa af fáfræði.  Það þyrfti að kynna þessi dýr fyrir almenningi og þá kannske áttar fólk sig...

Hvernig var í ferðalaginu annars?

Sigurjón, 4.7.2009 kl. 00:42

5 identicon

Sigurjón: Auðvitað er það ekki heimska innflytjandans  og bara hans egó sem ræður för er það. Þessi dýr sem um ræðir hafa pottþétt ekki farið í gegnum neina sótthví þegar þau komu til landsins og þar er eigandinn að brjóta lög (sem hann á auðvitað að vera hafinn yfir að eigin mati, allir aðrir eru asnar sbr. vilja hans til gæludýrahalds). Ekki einusinni kepnishestar sem fara á mót erlendis fá að koma til baka (afhverju skyldi það nú vera, ekki eru það skepnur sem fólki svona almennt er illa við). Hvaða smekk sem fólk hefur fyrir gæludýrum þá verður það að fara að lögum ekki satt.  Annað sem síðuhaldari nefnir ekki þegar upp er talið hvað fólki finnst um afdrif dýranna er á hverju er þetta fóðraða. Ég var eitt sinn beðinn um ef ég gæti að útvega hamstraunga fyrir slöngur, bara svona til vaxtar og viðhalds, náttúran er jú grimm ég veit allt um það en þetta flokkast sem viðbjóður í mínum augum og hefði ekki verið lengi að kæra ef ég vissi af svona í "blokkinni minni" eða íbúðum í grend við mig. Lög geta verið óréttlát en þá á að breyta lögunum ekki brjóta þau......svo einfalt, en ættli þessi snáka haldara hópur sé svo stór að hann standi í svoleiðis "reddingum" held nefnilega ekki.

svei (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 03:13

6 Smámynd: Sigurjón

Úff, hvað þetta var ógáfuleg færzla hjá ofanrituðum.

Að sjálfsögðu hafa þessi dýr ekki farið í gegnum sótthví, vegna þess að það er ekki leyft að flytja þau inn eða út úr þessu landi, ólíkt keppnishestum og öðrum dýrum sem stjórnvöld hafa nennt að kynna sér! Dettur þér í hug að viðkomandi maður hefði ekki einmitt gert það, ef það hefði verið leyft?

Er frumskógurinn sumsé viðbjóður í þínum augum Svei? Þetta eru bara eins og hver önnur dýr og eiga nákvæmlega jafn mikinn tilverurétt og hundar og kettir.  Hvað er svo öðruvísi við það að fóðra slöngur á hamstraungum eða að fóðra þig á kindaungum?

Mér þætti svo gaman að vita hvort þú hafir aldrei á ævinni brotið nein lög, því það er eins gott fyrir þig að hafa ekki gert það, þar sem þú segir að allir eigi að fara eftir þeim öllum, alltaf!  Sundurlaus og vanhugsaður, illa stafsettur texti þinn bendir til þess að þú hafir ekki hundsvit á því sem þú fjallar um eins og sérfræðingur, þannig að ég nenni ekki að eyða fleiri orðum á þig...

Sigurjón, 4.7.2009 kl. 03:57

7 Smámynd: Einar Jón

Ef eigandinn hefði skýrt slönguna Lúkas væri allt vitlaust núna.

Einar Jón, 4.7.2009 kl. 11:33

8 identicon

ég þekkti þennann mann sem átti öll þessi dýr og hann mátti ekki vera heima hjá sér út af því að það var að innsigla íbúðina hans.

ég skil ekki hvað er svona ógeðslegt við þessi dýr. Og þar á meðal er að fara að lóa þeim!

Nafnlaus (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 19:20

9 identicon

Íslendingar eru aumingjar og vitleysingar á svo marga vegu

DoctorE (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 17:08

10 identicon

Mig langar að benda á þar sem þetta voru jú míndýr sem voru tekin, þá er einhver Valur sem býr í grafarvogi sem segist hafa orðið vitni að ýmsu undarlega sem átti sér aldrei stað. Það stendur í skýrslum lögreglunnar að allt hafi verið á læstum og vel lokuðum búrum sem sýndi það og sannaði að ég var ekki í göngutúr með snákinn minn og það jafa aldrei kakkalakkar omist þút þar sem er akki auðvcelt að rækta "Gromphadorhina portentosa"

Gott væri þó að vita hver það var sem gaf þessa ábendingu til lögreglunnar og hver sá sem hefur einhverjar upplýsingar handa mér, vinsamlegast hringið í mig í síma 698-2724 og ég lofa fundarlaunum.

Birkir Már Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband