13.8.2009 | 16:51
Matur.
Grænbaunapastapæ með grænu:
"Einn hluti" miðast við rúmmál, ekki þyngd.
Einn hluti soðnar pastaskrúfur
Einn hluti frosnar grænar baunir
Einn hluti gufusoðið grænmeti, t.d. brokkólí, blómkál, aspas og/eða gulrætur
1/3 hluti smurostur
Einn hluti rifinn ostur + 1/3 hluti til að blanda út í sósuna
1/4 hluti majónes
salt
sykur
(ólífu)olía
pipar
ferskur hvítlaukur (1 geiri fyrir hvern hluta af baunum)
Jæja: þið sumsé gufusjóðið grænmetið, sjóðið pastað og skellið grænum baunum í pott ásamt smá vatni, salti og sykri. Þegar baunirnar eru heitar í gegn og enn fagurgrænar, hellið þið vatninu af og setjið baunirnar í matvinnsluvél ásamt hvítlauk. Látið vélina ganga þar til baunirnar eru orðnar að þykku mauki, en ekki of þykku - þynnið með ólífuolíu. (Svona baunamauk er reyndar gott eitt og sér).
Blandið síðan hluta af rifna ostinum saman við, ásamt smurosti, pipar og smávegis majónesi og blandið vel. Skellið síðan pastanu og (söxuðu) grænmetinu saman við. Hellið þessu í eldfastan dall, hyljið með þykku lagi af rifnum osti og þjappið öllu vel niður - setjið jafnvel farg ofan á þar til gumsið er kalt.
Setjið síðan allt draslið inn í ofn þar til það er heitt í gegn og osturinn farinn að brúnast.
Þetta má svo éta, og ætti að halda lagi sæmilega þegar það er skorið.
Hrikalega er ég léleg í að skrifa uppskriftir...enda fer ég aldrei eftir þeim. Ef þið lendið í vandræðum skal ég dæsa og gera þetta sjálf.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ.
Er þetta notað sem aðalréttur eða meðlæti. Ætla að prófa þessa við tækifæri.
(IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:12
Þetta er eiginlega svona saumaklúbbsréttur...ég nota þetta sem aðal. Kannske smá salat með.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.8.2009 kl. 14:36
Frábært var einmitt að hugsa um næsta saumaklúbb, málinu bjargað ...Takk
(IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.