Hugleiðing

Segjum að ég ræni manni. Ég vel hann af handahófi, kippi honum inn í bíl og ek með hann út í sveit, þar sem ég á lítinn kofa. Þetta er nokkuð afskekkt, svo lítil hætta er á að einhver eigi leið hjá af tilviljun og bjargi manngreyinu. Ég er svosem ekkert vond við hann - hann fær nóg að borða, hann er með lesefni og sjónvarp sér til dægrastyttingar, hann fær meira að segja að senda bréf heim...ritskoðuð að sjálfsögðu. Skiljanlega get ég ekki leyft honum að hringja eða nota tölvu, en hann má skreppa út á skikann sem ég girti af með rafmagnsgirðingu og gaddavír eins og einu sinni á dag í klukkutíma í senn. Ekki má láta hann drepast úr hreyfingarleysi. Ég held manninum þarna í heilt ár, án tiltakandi vandræða (fyrir mig a.m.k.) en þá gerist hið ólíklega og einhver finnur okkur. Ég er að sjálfsögðu dregin fyrir rétt og kærð fyrir frelsissviptingu eða hvað það nú er sem fólk yrði kært fyrir í svona máli.

 

Spurningin er: hver er hæfileg refsing fyrr þennan glæp?

Ef ég hefði lokað manninn inni með hópi annarra manna og þeir beittu hann ofbeldi, andlegu eða líkamlegu, hver væri þá viðeigandi refsing? 

Ef ég hefði sleppt manninum að eigin frumkvæði, ætti það að hafa einhver áhrif?

 

En ef ég væri dómari sem hefði dæmt mann til refsivistar vitandi það að hann væri saklaus?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þetta er spurning um kalt meðalgildi.

Við metum hversu oft fólk er svipt frelsi sínu, af hverjum og hvernig. Við metum og mælum. Við komumst að niðurstöðu. Að meðaltali er hæfileg refsing fyrir slíkt x ár í klefa.

Það verður reglan.

Ef menn eru eitthvað ósammála verða þeir bara að kynna sér Sókrates.

Hvað finnst þér sjálfri?

Kristinn Theódórsson, 23.10.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég nefnilega er ekki viss. Ef við viljum að refsingin hæfi glæpnum, ætti ég þá ekki að vera lokuð inni í svipaðan tíma við svipaðar aðstæður?

Nú hafa komið upp mál (í BNA a.m.k.) þar sem saksóknarar fela sönnunargögn sem hefðu annars sannað sakleysi hins ákærða. Er næg refsing að svipta þá starfinu og lögmannsleyfinu?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.10.2009 kl. 01:17

3 Smámynd: Arnar

Svoldið margar spurningar.. en ef við skoðum þetta í samhengi við alvarlegri glæpi (að mínu áliti) og miðum hæfilegan dóm út frá því.  Td. naugðun.. 1ár til 5ár.. Fíkniefnasmygl 2ár til 9ár..

Þá held ég að það væri viðeigandi að dæma þig í fangelsi í svona þrjá fjóra daga.

Arnar, 23.10.2009 kl. 14:17

4 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Tinna svarar:

Nú hafa komið upp mál (í BNA a.m.k.) þar sem saksóknarar fela sönnunargögn sem hefðu annars sannað sakleysi hins ákærða. Er næg refsing að svipta þá starfinu og lögmannsleyfinu?

Það er vinna saksóknara að ná fram sakfellingu en þetta er enn eitt dæmið um öfgar sem verða til því að upphaflega takmarkið er gleymt og það er að þjóna réttlætinu. Snýst um árangur og samkeppni með öðrum orðum og það að klifra upp metorðastigann. Kannski svipað dæmi og okkar elskuðu útrásarvíkingar. Í báðum þessum tilfella þá gleymist? Ja, hvað skyldi það nú vera? Jú, þjóunusta við heildinna og samvinna að sameiginlegu markmiði og markmiðið er notagildi. Græðgi í metorð og peninga hefur alltaf verið fylgifiskur mannsins og lausin að mínu mati er sú að byggja það inní kerfið sjálft sem reglur sem síðan verka fyrirbyggjandi. Nú er þetta bara happa og glappa dæmi sem allir út um allan heim eru búinir að fá nóg af; samkeppnin át sjálfa sig svona eins og byltinginn sem át börnin sín.

Við eigum ekki að vinna fyrir kerfið, það á að vinna fyrir heildinna og allir græða. Það að loka mann inni ef að upplýsingar séu til staðar sem geta reddað málunum þá á það að vera glæpsamleg vanræskla að koma ekki fram með slíkar upplýsingar og á að gera kerfið þanning að það sé hvetjandi að koma fram með slíkar upplýsingar en ekki letjandi því að það telst sem ósigur ef að menn séu að sækja mál.

Viðeigandi refsing? Að borga manninum þann skaða sem af hefur hlotist. Ekki fær þjóðfélagið (heildinn) að njóta hans eða hennar starfskrafta á meðan viðkomandi situr inni, t.d.

Jóhann Róbert Arnarsson, 28.10.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband