Allir út!

Það er dálítið (allt í lagi - svakalega) skemmtilegt að skoða breytingar á trúfélagaskráningu landans.

Frá árinu 1990 hefur hlutfall þeirra sem eru skráðir í Ríkiskirkjuna minnkað úr 92,61% í 79,11% og þeim sem eru utan trúfélaga hefur fjölgað úr 1,32% í 2,90% (þá eru ótalin þau 7,11% sem eru skráð í "önnur trúfélög eða ótilgreint", en þeim hefur fjölgað úr skitnum 0,59%)

Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir kirkjuna, enda hefur verið stöðugur fólksflótti þaðan undanfarin ár. Búast má við því að enn fleiri skrái sig úr henni eftir skandala undanfarið, enda ekki skrýtið að fólk hugsi sig tvisvar um þegar það sér í hvað sóknargjöldin fara.

Káfandi prestur fær starfslokasamning á við meðal-bankamann.

Prestur fær rúma milljón á ári í akstursgreiðslur - fyrir utan þær greiðslur sem kjarasamningar kveða á um.

Prestar fá hærri laun en lögreglumenn - og gráta svo krókódílatárum yfir eymd almúgans.

 

Ekki má heldur líta framhjá því að nú, í miðri kreppu, eru útgjöld ríkisins til kirkjunnar rúmir 2 milljarðar og virðist enginn láta sér detta í hug að lækka þau eins og þó væri eðlilegt. Kirkjan fær síðan aðra tvo milljarða í formi sóknargjalda.

 

En landsmenn geta hjálpað. Með því að skrá þig úr Ríkiskirkjunni ertu ekki bara að spara sóknargjöldin, sem renna þá í ríkissjóð í stað þess að renna í vasa gráðugra karla í kjólum, heldur ertu að stuðla að trúfrelsi á Íslandi. Eftir því sem færri eru skráðir í Ríkiskirkjuna, þeim mun erfiðara er fyrir biskupinn og prestlingana hans að réttlæta þessi útgjöld.

Ef þú ert trúlaus, skráðu þig þá utan trúfélags. Stór hluti þeirra sem eru skráðir í Ríkiskirkjuna (og reyndar fleiri trúfélög) eiga enga samleið með henni, en hafa ekki nennt að leiðrétta skráninguna. Kannske hugsa þeir sem svo að þetta skipti engu máli. Kannske vita þeir ekki einu sinni af því að þeir séu skráðir.

Ef þú ert kristinn, en sammála því að kirkjan eigi að geta staðið undir sér sjálf (með hjálp Guðs, væntanlega), skráðu þig þá utan trúfélaga.

Ef þú ert sammála því að hér eigi að ríkja raunverulegt trúfrelsi og jafnrétti, skráðu þig þá utan trúfélaga. Það er ekki raunverulegt jafnrétti ef einn aðilinn fær milljarðastyrki á hverju ári.

Ef þú vilt koma í veg fyrir frekari niðurskurð í mennta- og heilbrigðiskerfinu, skráðu þig þá utan trúfélaga. Hver einstaklingur sem ekki greiðir sóknargjöld sparar ríkinu 13.274 krónur á ári - safnast þegar saman kemur. Nú þegar talað er um að þjóðin þurfi að standa saman, er þá ekki sniðugt að við sameinumst um að skera niður útgjöld til gagnslausrar prestastéttar og leggjum aurinn frekar í sameiginlega sjóði samfélagsins?

Þeir sem vilja breyta skráningunni geta nálgast eyðublaðið hér (PDF). Síðan er hægt að skila því útfylltu niður á  Þjóðskrá í Borgartúni 24, eða faxa það í síma 5692949.

 


mbl.is Þúsund hafa breytt um trúfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Góð, nú ætla ég að drífa mig að skrá börnin mín úr þessu bákni. Þetta er gjörsamlega óverjandi vitleysa.

Kristinn Theódórsson, 29.10.2009 kl. 15:19

2 Smámynd: Arnar

Auka aksturs peningarnir koma reyndar í gegnum einhverja sér samninga sem sérann gerði við sveitarfélögin á svæðinu en ekki úr sóknargjöldum.

Sem er reyndar verra ef eitthvað er.

Arnar, 29.10.2009 kl. 15:48

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Takk, Arnar. Þetta kom víst út eins og sóknargjöldin færu í þetta.

Ég er reyndar sammála því - það er mun verra, því það er aðeins meira mál að segja sig úr sveitarfélaginu...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.10.2009 kl. 16:30

4 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Minni á þetta: http://blogg.visir.is/skandala/2009/10/16/gu%C3%B0smenn-%C3%A6ttu-a%C3%B0-%C3%BEegja/

Enn meiri ástæða til að segja sig úr þessu dæmi.

Kristinn Theódórsson, 29.10.2009 kl. 17:02

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Arnar, samkvæmt fréttinni gerði hann samning við sóknirnar sjálfar. Þær fá auðvitað peninginn beint úr sóknargjöldum. Síðan er vísunin á þá frétt vitlaus, hérna er rétt url: http://www.dv.is/frettir/2009/10/28/prestur-faer-milljon-i-akstursgreidslur/

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.10.2009 kl. 17:43

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Gat verið!

Annars er svosem aukaatriði hvaða leið peningarnir fóru - einhvernveginn komust þeir frá skattgreiðendum til sérans. Nema auðvitað að sóknarbörnin greiði þetta úr eigin vasa...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.10.2009 kl. 18:00

7 identicon

Nytsamasta blogg sem ég hef séd frá upphafi.  Thakka fyrir thessa faerslu Tinna. 

Blórapakki (ekki böggull) (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 20:49

8 Smámynd: Jens Guð

  Einhver reiknaði út að ef áfram heldur sem horfir að fækkar jafnt og þétt í ríkiskirkjunni en fjölgar árlega með sama hraða og frá 2000 í Ásatrúarfélaginu þá eru ekkert mörg ár í að ríkiskirkjan verði fámennari og þar með skilgreind sem sértrúarsöfnuður.  

Jens Guð, 30.10.2009 kl. 02:08

9 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Það er nú einu sinni svo að meirihlutinn verður að ráða þó að hann hafi rangt fyrir sér. En það er bara eitt sem er hættulegt við það og það er að ef að meirihlutinn er á þeim buxunum að við eigum að vinna fyrir kerfið þá ertu komin út í nútímaþrælahald. Getur meirihlutinn þröngvað sínum vilja uppá þjóðina svona eins og með kirkjuna eða var þetta bara áhvörðun fárra manna að hafa þetta svona? Ef að meirihlutanum er alveg sama þá er það verið að styðja nútíma þrælahald óbeint og þá er þjóðin sem heild í djúpum skít því að þá er þjóðin sem heild orðinn spilt, þá er bara eitt að gera og það er að hafa sig af landi brott. Styður ekki meirihlutinn Icesave, búið að ljúga því að okkur að við þurfum að borga það þegar má gera þetta allt allt öðruvísi. Er komið nóg eða er til einskins að vinna?

Jóhann Róbert Arnarsson, 30.10.2009 kl. 02:48

11 Smámynd: Arnar

Hjalti: Arnar, samkvæmt fréttinni gerði hann samning við sóknirnar sjálfar.

Ah, ok.  Las þetta aðeins of hratt.

Arnar, 30.10.2009 kl. 11:17

12 identicon

Sá íslendingur sem skráir sig ekki úr sukkbæli geimgaldrastofnunar ríkisins... hann er .. jæja ég vil ekki segja neitt rosalega ljótt.
Ég minni fólk að að heilbrigðiskerfið, menntakerfið, gamla fólkið, bönrin okkar.. allt heila klappið er í járnum á meðan einhverjir hellelújagaurar sem trúa á gamla skáldsögu frá "ísrael"..  fá ~6000 milljónir á ári...
Þeir fengu að auki um 500 milljónir til að laga himnadildóinn Hallgrímskirkju... það eru himnadíldóar á næstum hverju götuhorni í reykjavík... prestar eru með launahæstu mönnum landsins.. með allt að milljón+ á mánuði..
Biblían segir að allir sem vilja vera alvöru kristnir eig að selja allt sem þeir eiga og gefa fátækum.. þeir eiga alls ekki að eiga peninga eða neitt slíkt.

Hjálpum prestunum nú að vera alvöru kristnir... og í leiðinni að fá meira af peningum í ríkiskassann... við þeir trúlausu borgum meira til samfélagsins en kristnir.. þeir halda bara uppi stóði af hjátrúarliði sem dýrkar ímyndaðan fjöldamorðingja í geimnum.. fjöldamorðingja sem elskar alla..EF þeir elska hann fyrst.. annars eru það pyntingar

Ekki vera fífl krakkar, plís

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 11:37

13 identicon

Gunnar hallelújaisti er búinn að vera í mörgum stríðum
http://www.dv.is/frettir/2009/10/30/sera-gunnar-rekinn-fjorum-sinnum/

Myndi einhver borga til kirkjunnar ef þetta kæmi í heimabanka eða með greiðsluseðli.. aftar fáir myndu gera það, þess vegna er skatturinn notaður.
Fólk sem heldur áfram að borga í þetta rugl er einfaldlega bilað

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 14:19

14 identicon

Þegar ég pósta þessu.. þá hafa sjálfstæðismenn á mbl(Mega Biskupa Blaðinu) tekið þennan pistil Tinnu út af Heitar umræður....

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 15:36

15 identicon

og aftur inn :) haha

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 15:52

16 identicon

Já..thad er alveg rétt...thessi pistill er á heitalistanum núna í thessum skrifudu ordum...enda sjálfsagt.

Kandís eda síróp? (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 16:31

17 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Gott að sjá að það er líf í Doctornum.

Stefnuyfirlýsing, helstu punktar úr því sem ég krægti á hér fyrir ofan: 

1 We, the People demand that government listen to our voice

2 The will of the people, the majority of citizens, must prevail.

3 We believe in civility and encourage all debate to be a
courteous exchange based on issues rather than personal attacks.

4 This nation is at a point of tension and high risk due to the
carelessness of our elected officials, making it necessary for the
people to make corrections.

5 We, the people have to budget our money wisely and live
within our means. We absolutely demand that our government do the
same.

6 The amount of taxes need to go down, not up.

7 Wasteful spending must be eliminated.


9 The national debt must cease to grow as we will soon not be
able to afford the interest.

10 We must focus on reducing the national debt.

11 We must incorporate tort reform so doctors do not run
expensive unnecessary tests due to fear of being sued. Damages beyond
expenses must be limited to $250,000 in 2009 dollars.

12 If a jury or a judge concludes a lawsuit is frivolous, the
plaintiff must pay all expenses of the defendant.

13 Any bill passed by Congress must be limited to 100 pages or
30,000 words.

14 Legislators must read a bill before they vote on it.

15 Congress must not only pass laws but seek out outdated,
unjust, unworkable and restrictive laws and repeal them.

16 The Constitution must be respected as the highest law of the land.

19 We must enforce laws that we pass.

20 If a law is unjust or not workable we should not keep it on
the books and become hypocrites and lawbreakers ourselves, but we
should change the law to reflect the will of the majority.

23 School vouchers should be made available to those who desire
choice for their kids' education.

24 We condemn our government and agents involved for stealing
all of our Social Security funds and forcing us to depend on the
Ponsie scheme of future revenues for our security.

25 The government needs to quit using our social security funds
for purposes other than social security.

26 Congress has too many perks and needs to be more fiscally
responsible with how they spend our money on themselves.

27 It is outrageous that we pay an average of over $9000 to
educate a student with such low results. We need to seek better
results per dollar spent.

28 "It is also outrageous that we pay an average of over $9000
per student and the teachers do not receive a higher income. In a
class of 30 kids where over $270,000 is spent the teacher deserves
more income. We therefore, desire to reduce the number of
administrators and the perks that they have and increase teacher pay."

29 The administrators who are fired can be hired as teachers.

32 Extremely controversial items such as abortion and gay
marriage should be settled by a vote of the people. Let the majority
rule.

35 Freedom of speech, even politically incorrect speech, or hate
speech, is not to be abridged, except through a court of law where
actual damages may be proven.

36 The Second Amendment is to be upheld as written in the Constitution.

37 We want freedom of religion and philosophical thought, not
freedom from religion and diverse forms of thinking.

38 We want no taxes placed on the internet.

39 We want no censorship placed on the internet except that
which a family may voluntarily impose upon itself.

40 Since people of all sorts of political thought pay taxes,
teachers hired by those funds should represent diverse political
thought. If any public-funded school has employed more than twice the
number of Democrats or Republicans than the opposing party then they
must open the next positions to members of the minority party until
the ratio is no greater than 2:1.

41 The freedom of the many should not be sacrificed for the
freedom of the few.

42 The number of government employees need to be reduced not increased.

43 Earmarks need to be discontinued as is. Each earmark needs to
be voted on as a separate item.

44 The government can advise us what to eat and drink, but not
tell us what to eat and drink. [Skattar, td]

48 We support the development of cars that are more fuel
efficient as well as all electric cars.

50 We support the development of any alternative energy that has
a chance of success such as wind, solar geothermal, wave etc.

52 We demand that the stimulus money not yet spent be put on
hold to stop us from going deeper in debt. [Eða Icesave/AGS lánið]

53 The government should cease bailing out companies. The only
exception to this would be by a referendum voted on by the people.

54 There must be a paper trail on all voting done by the people
in general elections. The danger of tampering with computers is too
great.

55 We do not approve of Congress taking their family and friends
on vacations at our expense to exotic foreign places. If they travel
abroad at taxpayer's expense it should be for essential business.

56 Elected officials will criticize our speaking out at their
own peril. We are the majority and will vote them out if they hear us
not.

57 We reject any form of totalitarianism or anything that leads
in this direction.

58 Our prisons are too crowded and we should look for means to
reduce the population while maintaining law enforcement and security.

59 We support long sentences where violence or the threat of
violence occurred. Where there was no violence, the criminal should
be given a chance to pay the victim compensation and not go to prison.

60 Our correctional institutions need to put more attention on
rehabilitating inmates so they will be productive members of society
when they get out.

61 We have punished smokers enough. Let us cease raising their
taxes and ostracizing them any more while continuing to educate the
people about the dangers of smoking.

62 We demand that we maintain our freedom to purchase vitamins,
natural nutrients and herbs without a doctor's prescription.

63 It is not the government's right to tell the people whether
or not we can keep our current health insurance.

64 We do not desire the government to dismantle or fundamentally
change principles that built this country and have been proven to
work.

65 If our government wants to impose universal health care or
any other massive program that has not been proven to work in the
United States, we first demand that they do a trial of it in a state
or city to demonstrate how it works before they impose something
irreversible on the whole country. [Eða önnur lönd, AGS]

66 We support freedom wherever it begins to surface around the world.

67 We seek to do all in our power to extinguish tyranny wherever
we see it.

68 We desire maximum freedom for the individual and the country
as a whole.

69 We stand against racism in any form from the majority or the minority.

70 We are against using the cry of racism as a weapon to destroy
political enemies and the accusation should only be made when true
racism is at play.

71 We are against the government or its agents reading our
minds, interpreting our thought or regulating thought.

72 Any of the public's money used to fight global warming, or
the increase of CO2, must be proven to be cost effective. Only the
most cost effective means should be used.

73 If one side of the global warming issue is presented in our
schools then the other side should also be presented.

74 If any teaching of a partisan political nature is presented
in public schools then the other side should also be presented.

75 It is not the government's job to tell us ""the right thing
to do."" Morality is a personal decision.

76 It is not the government's job to define what we can or
cannot say, what is or is not politically correct. We the people will
decide what we want to say and speak as we will.

77 It is the right of parents to decide if their child should be
circumcised.

78 It is the right of parents to decide how to discipline their children.

79 It is the right of parents to decide how to educate their
children, whether it be public, private or home schooled.

80 It is not the responsibility of the taxpayer to purchase
Viagra or similar drugs for anyone.

82 Congress is not to be allowed to raise their own salaries or
decide their own perks beyond anything adjusted for inflation.
Anything beyond this is to be decided by a referendum from the people.

83 Those who purchase homes or property need to have an
investment in the real estate and show a reasonable ability to make
the maximum monthly loan payment. A minimum down payment of 5% shall
be required.

84 It is the right of parents to decide if their child should be
vaccinated.

90 The power of the free market must be preserved.

93 The term of a supreme court justice should be reduced from
life to eight years and they should be elected by the people.

94 The state cannot confiscate private property for the purpose
of increasing the tax base or for the benefit of a private business.
This power of eminent domain must be restricted to public purposes as
has been the traditional case.

Jóhann Róbert Arnarsson, 30.10.2009 kl. 16:43

18 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Og þessi langloka tengist efni pistilsins hvernig...? Þú mátt útskýra það í tuttugu orðum, annars hendi ég þessu út.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.10.2009 kl. 16:46

19 identicon

Athugasemd Jóhanns Róberts virdist ótengd faerslu höfundar.

Kandís eda síróp? (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 17:00

20 identicon

Jóhann á að til að vera úti að aka, þessi athugasemd er algerlega ótengd og réttmætt að henda henni..

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 17:29

21 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

"Ekki má heldur líta framhjá því að nú, í miðri kreppu, eru útgjöld ríkisins til kirkjunnar rúmir 2 milljarðar og virðist enginn láta sér detta í hug að lækka þau eins og þó væri eðlilegt. Kirkjan fær síðan aðra tvo milljarða í formi sóknargjalda."

Efnið er: Látum við Íslendingar allt yfir okkur ganga, þar að meðal yfirgangur Krikjunar og yfirgengilegrar skattheimtu og sóun af svo margvíslegum toga. Eftir 5 eða tíu ár þá er okkar sjálfstæði farið sem þjóðar ef áfram heldur sem horfir.

Jóhann Róbert Arnarsson, 30.10.2009 kl. 17:36

22 identicon

Kirkjan er afæta, blóðsuga á íslenskri þjóð.. eina ráð okkar er að segja okkur úr henni... alþingismenn þora ekki að taka á Harry Potter.. úps Gudda.


DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 18:33

23 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Ég sagði mig úr kirkjunni árið 2000 að mig minnir og er ekki í neinum trúfélögum, vildi heldur að peningarnir gengu til mentamála. Fólk á að vera óskráð í trúfélög við fæðingu, ef ekki þá er verið að ýta undir kúgun meirihlutans. Hún á eindfaldlega að geta staðið undir sjálfri sér, eins og önnur félög. En alþingismenn væru nú vísir til þess að breyta þá lögunum í þá átt að öll trúfélög sætu við samaborð með því að veita þeim öllum styrki og þá verðum við öll gjaldþrota með þeim hugsunarhætti.

Jóhann Róbert Arnarsson, 30.10.2009 kl. 18:44

24 identicon

Íslendingar borga þúsundir milljóna árlega.. prestar fá jafnvel milljón+ á mánuði,..  fyrir hvað
Jú fyrir þessa geðveiki.
Nei ekki reyna að segja mér að manneskja sem trúir þessu og borgar fyrir sé andlega heilbrigð.. þetta er geðveiki

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 18:57

25 identicon

Ákvördun Jóhanns Róberts um ad segja sig úr kirkjunni árid 2000 er til fyrirmyndar.

Kandís eda síróp? (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 18:58

26 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Já. Reyndar fara refsiskattar trúlausra ekki lengur til Háskólans, heldur í ríkissjóð, en prinsíppið er hið sama. Auðvitað er út í hött að þeir sem ekki eru í neinni 'sókn' þurfi samt að greiða sóknargjöld.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.10.2009 kl. 19:02

27 identicon

Já það var flott hjá Jóhanni... en eins og Tinna segir, það er vonlaust að ná krumlu kirkjunnar úr veskinu hjá sér

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 19:05

28 identicon

Eina von okkar er að sem flestir segi sig úr kirkjunni... þá fer krumla klerka úr veskinu líka... það verða ekki mörg ár í að prestar og aðrir álíka verða almennt taldir furðufuglar og sérvitringar... sem þeir eru vissulega.

Eina ástæðan fyrir því að þetta hefur lifað eins lengi og raunber vitni er að lengi vel voru menn teknir af lífi eða fangelsaðir ef menn voguðu sér að segja eitthvað á móti draugasögunni.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 19:27

29 identicon

Gurrí segir sig úr Þjóðkirkjunni
http://www.dv.is/frettir/2009/10/30/gurri-segir-sig-ur-thjodkirkjunni/

Hún ætlar að taka þátt í uppbyggingu íslands... en þið sem þetta lesið, ætlið þið að halda áfram að borga í gamla uppskáldaða draugasögu?

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 19:53

30 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Takk fyrir þetta öll sömul.

"Já. Reyndar fara refsiskattar trúlausra ekki lengur til Háskólans, heldur í ríkissjóð, en prinsíppið er hið sama. Auðvitað er út í hött að þeir sem ekki eru í neinni 'sókn' þurfi samt að greiða sóknargjöld."

Eyrnamerkingar.

"Earmarks need to be discontinued as is."

Sjálfsskráning barns í trúfélag móðurinnar brýtur í bága við sjálfsáhvörðunarrétt móuðurinnar og ekki er ríkið að sinna sinni upplýsingaskyldu með því að upplýsa fólk um að barnið sé nú skráð í trúfélag. Heldur ekki að þegar þeir áhváðu að taka þessa eyrnamerkingu frá Háskólanum og færa hana beint yfir í ríkissjóð.

Frá vantrú, Gurrí talar:

"Systir mín rekur virtar og vinsælar sumarbúðir sem eru óháðar trúarbrögðum. Það hefur pirrað mig ósegjanlega mikið að kristilegu sumarbúðirnar skuli árlega fá tugmilljónir frá ríki og borg sem skekkir samkeppnisstöðuna gróflega. Annað hvort ætti að styrkja alla aðila á markaðnum eða enga. Það er eitthvað mjög mikið athugavert við þetta en engar vitsmunalegar skýringar fást. Margir ráðamenn þjóðarinnar senda sín börn til systur minnar árlega en styrkja hina." http://www.vantru.is/2009/10/25/10.00/ 

Þetta ýtir undir spillingu hjá fólki að hafa þetta svona og kóngavald þar sem vilji fólksisns er hunsaður.

Jóhann Róbert Arnarsson, 30.10.2009 kl. 21:23

31 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

"Við ræddum þessi mál nánar og veltum fyrir okkur þeirri þversögn að fjölmargir trúlausir eða trúlitlir íslendingar skuli senda börn sín í kristilegar sumarbúðir sem reknar eru á trúarlegum forsendum og þar sem stíft trúboð fer fram. Kirkjan er víðar í samfélaginu og sumt þarf einfaldlega að gagnrýna jafnvel þó góður hugur sé að baki."

Aftur frá vantrú.

Jóhann Róbert Arnarsson, 30.10.2009 kl. 21:33

32 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Úr PDF skjalinu sem Tinna vitnaði í:

"1. Gjald einstaklings, sem skráður er í þjóðkirkjuna, rennur til þess safnaðar sem hann tilheyrir.
2. Gjald einstaklings, sem tilheyrir skráðu trúfélagi, rennur til hlutaðeigandi trúfélags.
3. Gjald einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi, rennur til Háskóla Íslands."

Og ekki kemur fram til hvaða deildar innan háskólans. Lögunum hefur verið breytt en af hverju kemur það ekki fram og hve lengi á þetta skjal að standa óleiðrétt? Er hægt að treysta því sem kemur frá ríkinu?

"Eftir lagabreytingu í sumar renna sóknargjöld utankirkjufólks reyndar ekki í neitt sérstakt, þau eru aðeins spöruð útgjöld af hálfu ríkisins." frá athugasemdum lögreglumannagreinarinnar sem Tinna linkaði á.

Þjóðinni er mútað með að halda henni á ríkisspenanum, kirkjunarmönnum hér í þessu tilfelli sem aftur leiðir afsér allskonar spillingu. Ég er ekki á móti trúarfræðslu en hún verður að standa undir sér sjálf sem og önnur félög. Sjávarútvegsmönnum var mútað með kvóta sem hefði átt að fara á frjálsanmarkað en ekki til ævieignar á meðan okkur er talið trú um að þetta sé allt saman gert okkur til bóta og auðlindunum til hagsældar. Þegar svona er komið á svo mörgum sviðum þá fellur manni eiginlega bara allur ketill í eld. Hvað með landbúnaðinn? Þetta klíkukerfi hér á landi er orðið slíkt af við kæru landsmenn erum orðinn algerlega samdauna því. Hvað fá stjórnmálamenn útúr dílnum? Jú. (Vinsældar) Völd og sporslur sem þeir voru nú að auka við. Síðan eigum við að borga brúsan og að láta tjallan kúga okkur með hryðuverkalögum, það er frekar að við eigum skaðabótarétt á þá fyrir þessi ólög og þanning ætti að vera hægt að nú fram mun betri díl á Icesave. Tjallinn hefði getað beitt bankalögum og að takmarka ríkisábyrgð og það á fleiri en einn hátt. Nei nei, hvað gerum við? Okkur er sem mest í mun að kyssa á þá hönd sem rænir okkur, lifum við enn á þeim tímum þegar við vorum niðursetningar Dana?

En aftur að kirkjumálinu, samrýmist það stjórnarskrá eða landslögum að geta ekki rift skírnarsáttmálanum við kirkjuna eins og Helgi heitinn Hóseason reyndi að fá í gegn? Þau rök að kirkjan sé milligöngumaður við gerð samnings milli Guðs og manns og þess vegna ekki hægt að rifta eru ómarktæk. Jú, hvað sem þessum samningi líður þá er "svaramaðurinn" sem aðstoðar við að koma hjónaleysnum í happheldunna ekki ómisandi og þá er ég að tala um "svaramanni/kirkjuna" sem veraldlegt vald. Það að geta ekki rift "samningi" við veraldlegt vald sem var gerður við hvíthnoðung, samræmist það landslögum eða stjórnarskrá og eiga ekki allir að vera jafnir fyrir lögum. Að setja sérlög um kirkjunna eða eitthvað annað er ekki viðeigandi því að þá getum við allveg eins bannað Búrkuna með tilheyrandi valdníðslu og ójöfnuði og skekkju á samkeppni.

Hinsvegar verður að vinna svona breytingar hægt því annars rísa allir sérhagsmunahóparnir uppá afturlappirnar og úr verður stórstyrjöld sem ekker kemur út úr. Það væri eins og ég fyndi upp tenging sem veitti orku inní mitt hús og minn rafmangsbíl kannski. Mikið af orkuiðaninum yrði gjaldþrota á einni nóttu. Skynsamlegra væri að láta þennan tening kosta himinn og jörð þú svo að hann kostaði bara þúsundkall í framleiðslu. Láta hann kosta svona 10 millur eða meira þá gætu álverinn haft efni á honum og við notað orkunna í eitthvað annað. Á meðan og svona hægt og rólega þá geta orkufyirtækinn snúið sér að einhverju öðru og það án þess að rústa þeim því að það ganast engum. Því að orkufyrirtækin munu verja sína hagsmuni.

Þannig að allar svona breytingar verður að gera hægt en örugglega.

Jóhann Róbert Arnarsson, 31.10.2009 kl. 02:13

33 identicon

Elskurnar  mínar,

Þó  þið  sverjið  af  ykkur  andann  á  báða  bóga  og  haldið  að  þið  komist  af  með  efnisheiminn  einan  þá  er  það  misskilingur.  Maður  þarf  á   hvoru  tveggju  að  halda  og  verður  að  borga  fyrir  bæði  atriðin.  Það   er  bara  smápeningur  sem  greiddur  er  til  kirkjunnar.

PS.  Sér  skilaboð  til  einlægrar  vinkonu  minnar  hennar  Tinnu,  vegna  þess  að  ekki  vannst  tími til  að  svara  fyrirspurn  hennar  um  háar  nauðgunartölur  innflytjenda  í  Norðurlöndunum  á  annarri  vefsíðu,  þá  skutla  ég  hér  slóðinni  að  færslunum  sem  svara  fyrirspurn  hennar:  http://hrydjuverk.wordpress.com/2009/10/30/innflytjendur-a%c3%b0al-%c3%beatttakendur-i-hopnau%c3%b0gunum/#respond    og  vona  að  það  sé  fullnægjandi  svör  til  hennar.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 20:30

35 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

The foreign relations of North Korea are often tense and unpredictable. Since the ceasefire of the Korean War in 1953, the North Korean government has been largely isolationist, becoming one of the world's most authoritarian societies. Technically still in a state of war with South Korea and the West, North Korea has maintained close relations with China and often limited ones with other nations.

Frá Wikipediu.

Jóhann Róbert Arnarsson, 2.11.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband