...en hann sagði það...

 Mér leiðist íslensk "fréttamennska". Í stað þess að  fjalla um það sem er að gerast, er fjallað um hvað einhver segir um það sem er að gerast.

Yfirlit frétta er í stíl Kent Brockmans - upphrópun sem nær athygli, og svo mjórri röddu tekið fram að þetta sé skoðun einhvers aðila. 

 

"ÞEIR SEM KUSU D OLLU HRUNINU! Þetta segir Jón Jónsson, vitleysingur sem enginn tekur mark á."

Næsta kvöld mætir svo sá sem kallaði Jón vitleysing, og kvöldið eftir það er rætt við móður Jóns, sem segist oft taka mark á honum og aftur við Jón sjálfan, en skýrt tekið fram að það séu ekki allir sammála honum. Voilá: góðar fimmtán mínútur af "fréttum". Það er svo hægt að líta yfir ævi Jóns í Fréttaaukanum, skoða safn hans af sultukrukkum í Kastljósinu og hekluðu dúkana hans í Íslandi í dag. Ef bloggheimur bítur er hægt að hefja frétt á orðunum "mikil umræða hefur verið", og síðan hægt að ræða við einhvern áberandi bloggara um umræðuna um umfjöllunina um skoðun vitleysingsins Jóns. 

 

Auðvitað eru ekki allar fréttir svona. Margar eru áhugaverðar, vel unnar og raunverulega hlutlausar. Hlutleysi er ekki að varpa fram skoðun eins og fá svo einhvern með andstæða skoðun til að mótmæla. Það má kalla það 'jafnvægi' en það er ekki hlutleysi. Ég hef ekkert á móti jafnvægi. Raddir allra eiga að fá að heyrast og allir eiga að hafa jafnan rétt til sinna skoðana. En ekki í fréttatímanum. Fréttir eiga að segja frá atburðum. Punktur. Þeir þurfa ekki að vera merkilegir. Mér er alveg sama hvað einhverjum sjálfskipuðum sérfræðingi finnst. Ef fram kemur tillaga um breytingar á sköttum, vil ég fá að vita hvernig breytingarnar eiga að vera, svo ég geti myndað mér skoðun á þeim. Mér er sama þó hagfræðingur A sé alfarið á móti þeim og hagfræðingur B sterklega fylgjandi.

 Ef hagfræðingarnir mæta svo í Ísland í dag eða Silfur Egils og útskýra hvað þeim finnst, eða rífast á blogginu, eða standa á sápukassa á Lækjartorgi og hrópa í gegnum gjallarhorn getur vel verið að ég hlusti. Gjallarhornin eiga hins vegar ekki heima í fréttatímanum. 

 

Gott dæmi um afleiðingar "jafnvægis" í stað hlutleysis má sjá í Bandaríkjunum. Segjum að kosningabarátta sé í fullum gangi. Þáttastjórnandi á stöð sem er meira að segja með orðið "jafnvægi" í slagorði sínu býður frambjóðendum beggja flokka í viðtal. Er það ekki gott? Báðir flokkar fá að koma sínu á framfæri...hjá Bill O'Reilly. Þar er kannske jafnvægi, en hlutdrægara verður það varla. 

Og hvað með það? Það eru líka "vinstri" stöðvar í Bandaríkjunum, þar sem Demókrötum er gert hærra undir höfði. Jafnast þetta ekki út? 

Tökum annað dæmi frá Bandaríkjunum. Forseti er löglega kosinn, en einn vitleysingur ákveður að halda því fram að forsetinn sé í raun ekki bandarískur ríkisborgari. Allir hafa rétt á sinni skoðun, sama hversu heimskuleg hún er, svo stöðvarnar flytja "fréttir" af málinu. Eitt smávægilegt vandamál fer framhjá þeim: þetta er ekki frétt.

Það er ekki frétt að einhver haldi einhverju fram. Það er ekki hlutleysi að gefa í skyn að það sé merkilegt að einhver vitleysingur hafi einhverja ákveðna skoðun. Það er orðin frétt þegar stór hluti landsmanna trúir vitleysingnum, en það hefði aldrei gerst nema vegna þess að þessi tiltekni hálfviti fékk pláss í fréttum. Skoðun hans var ekki bara röng, heldur heimskuleg og rasísk. Hún breiddist út vegna þess að hún fékk ímyndað vægi vegna umfjöllunar "fréttamanna". Þetta snýst meira um að búa til fréttir en að flytja þær. 

 

Þegar "fréttatíminn" byrjar á eftir, býst ég við að í yfirlitinu verði nokkrar fullyrðingar einhverra manna úti í bæ (Alþingi er auðvitað úti í bæ). Ætli neftóbaksádeila Hreyfingarinnar komi ekki sterk inn, með æfum neftóbaksnotanda úr Framsókn sem snýtir sér hátt - til að gæta "jafnvægis". En er það frétt að kerling á þingi sé ósátt við að menn taki í nefið þar á bæ? Kemur það mér við?

Ekki það, þetta er voða kjút "frétt", og nokkuð alvarlegt ef rétt er að tóbakskornin hafi valdið skemmdum. Ef það er rétt, og skemmdirnar hafa haft áhrif á atkvæðagreiðslur, er þetta frétt. Ef það er ólöglegt að neyta tóbaks í þingsalnum er þetta frétt. Annars er þetta kerling að röfla um störf þingsins, í ræðutíma sem er ætlaður undir umræður um störf þingsins. Það er ekki frétt.

 

Kannske vill fólk svona "fréttir". Kannske væru fréttatímar ómögulegir ef ég fengi að ráða.

Kannske er ómögulegt að flytja fréttir á hlutlausan hátt. Kannske er "hlutleysi" ekki til.

 

En fjandinn hafi það, það má að minnsta kosti reyna.

 

*edit*

Það er kannske rétt að geta þess að ég reit þennan pistil eftir lestur færslu hjá Óla Gneista.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Djöfull er ég algjörlega sammála þér; hef einmitt oft hugsað um þetta afvegaleidda 'hlutleysi' í fjölmiðlum. Takk fyrir þetta.

Þarfagreinir, 11.11.2009 kl. 17:38

2 Smámynd: SeeingRed

Góður pistill.

SeeingRed, 11.11.2009 kl. 18:13

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Snilld.

Kristinn Theódórsson, 11.11.2009 kl. 20:19

4 identicon

Það er ekki hægt að ná hlutleysi í fjölmiðlum skv. fræðunum. Bara með því að velja efnið til umfjöllunar er verið að taka afstöðu.

Svavar Kjarrval (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 20:23

5 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Fjölmiðlar eru ekki hlutlausir, langt því frá. Búoð að ljúgja okkur svo draug full að engu lagi er líkt. Global warming etc etc etc.

Jóhann Róbert Arnarsson, 12.11.2009 kl. 02:21

6 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

"Tökum annað dæmi frá Bandaríkjunum. Forseti er löglega kosinn, en einn vitleysingur ákveður að halda því fram að forsetinn sé í raun ekki bandarískur ríkisborgari. Allir hafa rétt á sinni skoðun, sama hversu heimskuleg hún er, svo stöðvarnar flytja "fréttir" af málinu. Eitt smávægilegt vandamál fer framhjá þeim: þetta er ekki frétt."

Auðvitað er þetta frétt, ef menn eru að ljúga sig til forseta og skiptir þá engu máli hvort viðkomandi sé hvítur, svartur, gulur eða grænn eða fjólublár.

Ég hef stúderað þetta mál og það eru "legit" ástæur til þess að halda að hans fæðingarvottorð sé falsað og þá er það alvarlegt mál.

Af ávöxtunum (ekki verkunum) skulið þið þekkja þá og í mörgum málum er hann að fara niður veg sem hefur verið margreyndur, sósilisma.

Það má draga (spyrja/spurningar) málefni og/eða fólk í efa án þess að vera að ásaka fólk um rasisma því ekki er ég ánægður með að fylgja einhverri heilagri kýr í blindni hvað nafni sem hún nefnist.

Jóhann Róbert Arnarsson, 12.11.2009 kl. 05:16

7 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Það má draga (spyrja/spurningar) málefni og/eða fólk í efa án þess að eiga það á hættu að vera ásakður um rasisma því ekki er ég ánægður með að fylgja einhverri heilagri kýr í blindni hvað nafni sem hún nefnist.

Og ég er mjög mildur í minni gagnrýni á hann, ég veit svona hitt og þetta sem ég hef ekki sagt frá eins og það að hann ætli í gegnum umhverfis mengunarkvóta að rústa kolaiðaninum í BNA og það myndi hafa skelfilegar afleiðingar. Hann sagði þetta áður en hann var kjörinn og upptakan er á YouTube en ég bara nenni ekki að grafa hana upp í augnablikinu.

Sumir ganga svona langt:

http://news.yahoo.com/nphotos/slideshow/photo//091111/ids_photos_wl/r1535946046.jpg/

Blindur leiðir blindann og báðir falla þeir í dýkið, hefur eitthvað af þessar umræðu borist hingað? Auðvitað ekki.

Grrr...

Hef ég málfresli núna eftir þennan póst? Or whatever.

Cute protection, Tinna ;-)

Jóhann Róbert Arnarsson, 12.11.2009 kl. 10:15

8 Smámynd: SeeingRed

Ekki hef ég nokkurt álit á Obama og tel hann enn eina strengjabrúðu alþjóðlegu bankaskúrkanna sem sitja í miðju köngulóarvefsins, hann er handvalinn rétt eins og margir forsetar á undan honum, forsetakosningarnar vestra eru skrípamynd af lýðræðinu þar sem sami eigandi er að báðum hrossum sem keppa og aukatriði hver er í strengjabrúðuhlutverkinu þegar upp er staðið. Ég vona að almenningur í heiminum sem og á Íslandi rísi upp gegn svikamyllusysteminu sem boðið er upp á og varpi af sér okinu, væri lélegt að ætla næstu kynslóðum þann slag vegna dugleysis okkar kynslóðar.

"The issue which has swept down the centuries and which will have to be fought sooner or later is the people versus the banks." ~ Lord Acton ~

"Men fight for liberty and win it with hard knocks.  Their children, brought up easy, let it slip away again, poor fools.  And their grandchildren are once more slaves. " ~ D H. Lawrence ~

SeeingRed, 12.11.2009 kl. 16:29

9 Smámynd: Arnar Pálsson

Hlutleysi er til, rétt eins og það er til sannleikur.

Spurningin er hvort að menn, og þar með fjölmiðlar séu færir um að sýna algert hlutleysi.

Þar tek ég undir með Svavari.

Það að fjölmiðlar séu ekki hlutlausir þýðir hins vegar ekki að hvaða samsæriskenning sem fólki detti í (eða lepji upp á vefnum) hug öðlist vægi.

Arnar Pálsson, 12.11.2009 kl. 17:49

10 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jóhann: Það efur aldrei verið nokkuð sem benti til þess að Obama væri ekki kjörgengur. Þrátt fyrir það var fæðingarvottorðið hans birt og annað miður gáfulegt látið eftir birther-liðinu.

Auðvitað hefurðu málfrelsi eftir þetta. Hvers vegna ættirðu að missa það? Svo lengi sem þú heldur þig nokkurn veginn við efnið og ferð ekki að líma hér inn langar rullur af öðrum síðum máttu endilega tjá þig. 

"Cute protection" hvað?

Georg: Ég geri ráð fyrir því að álit þitt á fréttaflutningi hér heima og vestanhafs sé ekki mikið.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.11.2009 kl. 17:52

11 Smámynd: SeeingRed

Já, það er rétt, copy/paste fréttamenska er normið orðið virðist manni. Rannsóknarblaðamennska á erfitt uppdráttar í seinni tíð.

SeeingRed, 12.11.2009 kl. 17:59

12 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

"Jóhann: Það efur aldrei verið nokkuð sem benti til þess að Obama væri ekki kjörgengur. Þrátt fyrir það var fæðingarvottorðið hans birt og annað miður gáfulegt látið eftir birther-liðinu."

Well, ég verð nú að viðurkenna það að ég vissi ekki hvað þetta birther lið var eða var hreinlega búinn að gleyma því og varð forvitin svo að ég fór á netið og fletti því upp, kemur nú ekki í ljós að þetta eru einhverjir rasistar. Enn eitt dæmir um það hvernir sumir geta komið óorði á legit mál.

Að birta eitthvað máli sínu til stuðnings eða heimildir er viðeigandi svo að maður fari nú ekki að finna upp hjólið aftur. Þó svo að það sé ekki sama hverning það er gert.

"First, the letters today's put the absolute closed mind on display. Unlike my critics I always study both sides of any issue. This birth certificate issue actually has two sides and instead of looking at both sides they just declare anyone who disagrees with them an "idiot" or "obtuse."

Svona eins og blaðamennskan í dag, mikið til ekkert nema copy/paste og það mikið til einhliða.

"Here is a new reference of Obama's birth certificate that really makes you think. I'm particularly impressed since I have had training in detecting forgeries."

http://www.youtube.com/watch?v=fDIVEfVGLB

Jóhann Róbert Arnarsson, 13.11.2009 kl. 02:17

13 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Las þetta edit, góð færsla sem er ágætt að pósta og svara efit þennan undanfara til þess að halda samhengi hér.

"Í sjónvarpsfréttum áðan var einhver sjálfstæðismaður sem er dottið úr mér hvað heitir. Hann var að svara gagnrýni Dags B. Eggertssonar frá því í gærkvöld (ef ég man rétt). Dagur var að gagnrýna hvernig var staðið að útboði á lóðum sem síðan olli offramboði á íbúðarhúsnæði. Sjálfstæðismaðurinn svaraði með því að segja að svæðin hefðu verið skipulögð á tímum R-listans."

Þetta er klassinn fyrir Ísland, allir vísandi á alla hina sem eru allir hinir og málið er komið í hund og kött og maður spyr sig, what was the point ala Monty Python. Málið er að þeir komast upp með það því að aðhald fjölmiðla er ekkert og við þurfum að leita á bloggið og netið í æ ríkara mæli en áður. Hvíttþvottur er aðalmerki Íslenskra fjölmiðla. En hverja er verið að hvítþvo? Jú strórkóngana eins og Obama sem naður hefur varla heyrt eitt einasta stygðarorð um hér á landi. Úti er það betra því að þar er eitthvað sem heitir talk radio en hér er það bara síbylja og sama sama. Eins og var staðið að "útboðinu" á bönkunum, það var talað og talað og talað og talað um það í mörg ár en hvað kom út úr því? Þetta var gert án dreifðar eignaraðilar eins og venjan er að svona sé gert úti. Þetta var eins og í sjávarútvegnum, þar voru bara nýjir kóngar og kefiskallar búnir til í bönkunm og það kallað "frjáls markaður". Ekki vildum við láta bankana fara í hendur útlendinga sem dreifð eignaraðild hefði kallað á; átti allt að vera hér í höndum klansbúa eða Íslendinga. Þannig að það voru stjórnvöld sem báru ábyrgð á þessu klúðri fyrst og fremst með því að "cópera" sig með þessum hætti yfir í bankana. Geta verlsunarmenn allt í einu farið að standa í bankarekstri? Maður heyrði þessa spuriningu aldrei og allir sögðu bara já ok og amen og ef að einhver var á móti þá var sá sami bara einhver vælukjói sem enginn tók mark á. Sjálfstæðis flokkurinn sróð fyrir útboðinnu á bönkunum og er voða þægilegt að benda á R-Listan til þess að ekki sé farið að kafa of djúpt ofan í kjarnan og þanning hróflað við ástandinu eða the mind on default, auðvelda leiðin. Þetta ætlar allt lifandi að drepa, höfum við lært eitthvað? Hér er allt rakkað niður með þessum níðvísum sem íslendingar eru svo stoltir af á manna mótum hér í þessu littla kunningja þjóðfélagi okkar sem enginn getur viðurkennt mistök vegna smæðar okkar; of mikil skömm.

"Þetta er ákaflega gagnlítil fréttamennska. Ég fæ ekki neinar upplýsingar sem skipta máli. Gerði skipulag R-listans ráð fyrir að þetta svæði yrði byggt á einhverjum ákveðnum tíma? Ef svo er ekki þá er gagnrýnin réttmæt. Ef ekki þá er gagnrýnin yfirklór."

Yfirklór og klín þar sem enginn kannast við eitt eða neitt, hreint og fagurt land með hreinu og fögru fólki og allir saman one big happy family enda við hamingjusamasta þjóð í heimi, eða hitt ó. Þannning að maður hengur bara á netinu meðan þjóðfélaið fer til fjandans, við bara virðumst vilja þetta sósíalíska kjaftæði og það með skelfilegum afleðingium eins og bankagrunið sannar að miklu leyti.

"Það er alltof algengur misskilningur að fréttamennska snúist um að beina hljóðnema framan í fólk. Þarna þurfti að grafa örlítið dýpra, að spyrja aðeins betri spurninga. Í staðinn fáum við bara náunga sem tala í kross."

Því að hvorugur getur hlustað á hinn án þess að fara út í eitthvað rugl.

Jóhann Róbert Arnarsson, 13.11.2009 kl. 17:24

14 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Góð fréttin um Obama í kvöldfréttunum í kvöld þegar Páll Magnússon endaði frétt um utanríksheimsókn hans eitthvað á þessa leið: Það var efnt til mótmæla en þau fóru að mestu friðsamlega fram. Huh?

Typical.

Jóhann Róbert Arnarsson, 14.11.2009 kl. 06:42

15 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Af Íslenskri fréttamennsku, yfirklóri, hamingju, afneitun og mörlandahætti.

http://vefritid.eyjan.is/index.php/greinasafn/af-sexy-naudgun

Jóhann Róbert Arnarsson, 15.11.2009 kl. 15:29

16 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Fann hérna góða grein um kjarnan í sosialisma eins og hann ætti að vera og fannst mér þessi athugasemd mjög lýsandi: "Redefining consent to the point of rendering it meaningless does not help advance the cause of women's rights."

Svona umfjöllun sér maður varla hér á landi, ekkert nema skotgrafirnar.

Mjög góð grein.

http://gretachristina.typepad.com/greta_christinas_weblog/2006/08/going_wild.html

Jóhann Róbert Arnarsson, 16.11.2009 kl. 11:52

17 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Úr greininni, svona á sosialismi að vera:

"Can we please treat them like adults, and in the absence of evidence to the contrary, give them the benefit of the doubt and assume that they do what they do because they want to do it?"

Og ef einhver þarf á raunverulegri hjálp að halda þá er það undir einstaklingnum sjálfum komið og frjálsum vilja fólksins, ekki "forced redefining".

Góð grein.

Jóhann Róbert Arnarsson, 16.11.2009 kl. 12:01

18 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

"

Gott dæmi um afleiðingar "jafnvægis" í stað hlutleysis má sjá í Bandaríkjunum. Segjum að kosningabarátta sé í fullum gangi. Þáttastjórnandi á stöð sem er meira að segja með orðið "jafnvægi" í slagorði sínu býður frambjóðendum beggja flokka í viðtal. Er það ekki gott? Báðir flokkar fá að koma sínu á framfæri...hjá Bill O'Reilly. Þar er kannske jafnvægi, en hlutdrægara verður það varla. 

Og hvað með það? Það eru líka "vinstri" stöðvar í Bandaríkjunum, þar sem Demókrötum er gert hærra undir höfði. Jafnast þetta ekki út?"

..

"Kannske er ómögulegt að flytja fréttir á hlutlausan hátt. Kannske er "hlutleysi" ekki til.

En fjandinn hafi það, það má að minnsta kosti reyna."

Þetta er kjarninn í greininni og þetta er áhveðið vandamál en minna en fólk vill viðurkenna, þá er ég að tala um hægri stöðvarnar. Blokkering er rosalegt vanamál hjá vinstri stöðvunum í að þeir hlusta ekkert á hægri geirann og bjóða þeim einusinni ekki í viðtal hvað þá meira. Það er ekki nóg að segja að hlutrinir séu hlutdrægir einungis vegna þess að þetta sé hægri stöð, eða, vinstri stöð. Stór partur af því hvað skapar hlutleysi er það að bæði sjónarmið geti komið fram sem hægri stöfðvarnar eins og Fox news standa sig mjög vel í og hver er þá hinn parturinn? Jú, einnmitt sá hvort að þetta sé hægri eða vinstri stöð sem umræðan fer fram í. Aðalmálið er samt hvort að umræðan sé heilbrigð sem og fréttaflutningurinn en þar standa vinstri stöðvarnar mjög höllum fæti. Jú, vinstri menn vilja láta gott af sér leiða líka og eru mjög góðir í sumu og mjög skapandi og láta einstaklinginn sig varða sem og mannúðar mál og hærimenn gera það einning bara öðruvísi og báðar hliðar hafa sína kosti og galla. Ég sé það alveg fyrir mér að þessar tvær hliðar á tengingum geti alveg unnið saman á einni stöð ef því er að skipta svo lengi sem fólk er meðvitað um muninn á þessum tveim hliðum mannlífsins.

Jóhann Róbert Arnarsson, 16.11.2009 kl. 14:16

19 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Ég hef verið að fylgjast með einni frétt undanfarið. Félagsmálaráðherra vill beita fjárhagslegum þvingunar úrræðum á ungt atvinnulaust fólk svo að það fari að drullast út til þess að vinna. ??? er ekki atvinnuleysi???, ég meina, afhverju er fólkið á bótum? Eða til þess að það drullist til þess að fara að menta sig svo það lifi ekki eins og "kóngar" heima hjá sér og hafi það of gott. Hver er staða menntamála, er ekki niðurskurður þar eins og annarsstaðar? Síðan er látið að því liggja að þetta sé nú fólkinu fyrir bestu, segir stóri kóngur og ljóskan í kastljósinu sagði bara já og amen. Við getum ekki látið þetta fólk endað uppi sem öryrkja eftir sex mánuði er það nokkuð því á þá höfum við vísi að gettói eða að halda í okkar hreina og fagra fólk og beita þvinguarúrræðum (forced...) því að það á að vera því fyrir bestu svo að það endi ekki á sósialnum og engin vill það er það nokkuð (...redefining of consent). Getur einhver sagt "sexy nauðgun"? Síðan var látið að því liggja að allt þetta fólk hafi orðið fyrir einelti í skóla og ekkert nema vandræðagemlingar. Þetta er dæmi um yfirklór og klín. Þeir (stjórnvöld) eru ekki að standa sig í að hlúa að atvinnusköpun svo að þeir eru að kaupa atkvæði frá þeim sem ekki eru í þessari stöðu með því að "spara" svona og eru þanning að taka "ábyrgð" með því að velta vandamálinnu yfir á einhvern annan og ekki er menntakerfið burðugt heldur. Það má ná til þessa fólks með öðrum hætti og ekki lenda allir í svona stöðu því fæstir hafa gaman að því að gera ekkert og láta ekkert gott af sér leiða, bæði fyrir sjálfan sig og aðra í heilan mannaldur. Hvað heldur ráðherra, að fólk sé ekkert nema sjálselskan upp til hópa??? Er Ísland orðið eða að verða að einræði? Og ljóskan sagði já og amen.

Ég held að maður ætti að drífa sig héðan úr landi á stundinni! Hvað verður það næst? Og skattahækarnir upp á sjötíumiljarða? Ó skjaldborgin mín, hvar ertu því ekki skrifaði ég upp á sexy nauðgun.

Farewell.

Jóhann Róbert Arnarsson, 18.11.2009 kl. 11:35

20 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Góð grein hjá honum Arnari "Um ásættanleg trúarbrögð".

http://stutturdreki.blog.is/blog/drekablog/entry/981156/

Jóhann Róbert Arnarsson, 19.11.2009 kl. 17:22

21 Smámynd: Bastarður Lávarður

Uss...íslenskir fréttamenn komast ekki með tærnar þar sem Kent Brockman hefur hælana.

Góður pistill.

Bastarður Lávarður, 21.11.2009 kl. 17:41

22 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Brockman's most famous phrase, repeated in various guises on internet message boards and within popular culture is "And I, for one, welcome our new insect overlords". Another notable quote is "I've said it before and I'll say it again, democracy simply doesn't work".

http://en.wikipedia.org/wiki/Kent_Brockman

Svo virðist sem fjölmiðlar séu að ganga þessara erindargjörða fyrir ríkisstjórnina, núna seinast með algerlega sub par fréttamensku af Icesave málinu því að lýðræðsislegir fyrirvarar voru teknir út, ekki hef ég heyrt neina kynningu á því máli og hvað það þýðir heldur varð ég að gera það sjálfur.

Jóhann Róbert Arnarsson, 22.11.2009 kl. 23:45

23 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

President Obama and the Democratic leaders of Congress clearly are trying to replay that defeat. The object of their end game is to extend government control and oversight into all sectors of the American economy, and in fact, into all sectors of American life. If they succeed America will have a very hard time returning to the system of individual freedom and private enterprise that made America a beacon of freedom and hope to the world for centuries.

-

Miðað við það sem ég sá í Silfri Egils nú um helgina um hvað þjóðinn vill þá er barráttan þegar töpuð fyrir Íslendinga.

http://free2beinamerica.wordpress.com/2009/11/23/end-game/

Jóhann Róbert Arnarsson, 23.11.2009 kl. 21:45

24 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson


This time, in addition to overwhelming the government with demands for services,
Obama and the Democrats are overwhelming political opposition to their plans
with a flood of apocalyptic legislation. Their ultimate goal is to leave us so
discouraged, demoralized and exhausted that we throw our hands up in defeat. As
Barney Frank said "the middle class will be too distracted to fight."

These people are our enemies. They don't use guns, yet, but they are just as
dangerous, determined and duplicitous as the communists we faced in the Cold
War, Korea, Vietnam and bush wars across the globe, and the Nazis we faced in
World War II.

Every single citizen who cares about this country should be spending every
minute of his/her spare time lobbying, organizing, writing and planning. Fight
every initiative they launch. It is all destructive. If we are to root out this
evil, it is critical that in 2010 we win competent, principled leaders willing
to defend our constitution and our country. Otherwise the malevolent cabal that
occupies the seat of government today will become too entrenched.

After that all bets are off.

http://www.americanthinker.com/2009/11/clowardpiven_government.html

Bye.

Jóhann Róbert Arnarsson, 23.11.2009 kl. 23:41

25 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Eitt í viðbót því að þanning byrjaði ég og þanning skal ég enda hér:

"But the unjust authority, which is the mark of the beast, is very subtle and
shows up not only in places where death squads are at work, but everywhere from your medical authorities, to your church, to your favorite news anchor. Wherever there is a group of people who follow without thinking, but are led through the emotional nose as an animal is lead to its good or bad destination, there you have the mark."

Frá: The Beast of Authority

Jóhann Róbert Arnarsson, 24.11.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband