Hvernig er hægt að nýta kirkjur landsins?

Kirkjur landsins standa galtómar flesta daga, eins og flestir vita (nema þá helst þeir sem fá ríflega borgað fyrir að vita það ekki). Meira að segja biskupinn vill frekar að kirkjustarfið fari fram utan þeirra, enda mun auðveldara að telja smábörnum trú um furðusögurnar. Fyrst biskup vill breyta leik- og grunnskólum landsins í kristilegar ítroðslustöðvar er rökrétt að nota kirkjurnar sem hér eru upp um alla veggi og súlur í eitthvað nytsamlegra. 

 

Hugmynd #1: Athvarf fyrir heimilislausa.

 

Í mörg ár hefur verið skortur á úrræðum fyrir heimilislausa í Reykjavík. Kirkjur sem standa tómar mestan part ársins eru þó rúmgóðar og upphitaðar. Hægt væri að koma upp einföldum skilrúmum - og inn í flestar kirkjurnar má meira að segja hæglega bæta aukahæð! Þar með er búið að leysa vandann. Prestarnir geta svo farið að vinna fyrir ofurlaununum sínum, fyrst með því að breyta húsnæðinu og síðar með aðstoð við gestina. Þeir þyrftu samt að lofa því að vera ekki að áreita fólk með óvelkomnum giftingum og guðspjallagauli í tíma og ótíma. 

 

Hugmynd #2: Moska

 

Löng hefð er fyrir því að trúarhópar yfirtaki guðshús annarra trúarbragða. Parthenon var upphaflega tileinkað gyðjunni Aþenu, en var seinna breytt í kirkju tileinkaða Maríu "mey" og enn síðar var mínaretta byggð við og hofið orðið að mosku. Moskulausu múslimarnir á Íslandi geta nú endurtekið leikinn, þó kirkjurnar séu fráleitt jafn fallegar og hofið gríska, og yfirtekið svosem eins og eina kirkju. Aðrir trúarhópar geta líka fengið húsnæði, fyrst við erum byrjuð. Er það ekki bara sanngjarnt?

 

Hugmynd #3: Leikskólar

 

Fyrst Karl vill endilega breyta leikskólum í kirkjur, er þá ekki rökrétt að breyta kirkjunum í leikskóla?  Að vísu þyrfti að breyta þeim dálítið; skipta rýminu niður, koma upp viðeigandi salernisaðstöðu sem og eldunaraðstöðu, en þar geta prestarnir aftur komið við sögu. Er trésmíði annars ekki kennd í guðfræðinni? Það virðist passa svo vel. 

 

Hugmynd #4: Skemmtistaðir

 

Skellið upp diskókúlu, skiptið margmilljóna orgelinu út fyrir sæmilegt hljóðkerfi. DJinn getur staðið í pontu og predikað geggjað stuð. Þetta næsta lag er fyrir þig, Jesú: By the rivers of Babylon með Boney M! Þessi notkun er algengari en fólk heldur, enda mega kirkjurnar eiga það að þar er yfirleitt góður hljómburður. Kirkjurnar hafa auk þess þann ótvíræða kost að þar má nú þegar bæði drekka vín og eta barsnakk, auk þess að í sumum þeirra má reykja

 

Endilega komið með fleiri hugmyndir. Það hlýtur að vera hægt að nýta alla þessa fermetra húsnæðis í eitthvað annað en geymslupláss fyrir heilagan anda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Breyta þessu í hverfispöbba... bara eitthvað allt annað en trúarvitleysuna

Karl er náttlega menntaður í því hvernig á að heilaþvo ung börn.. þess vegna sækir hann fast að leikskólabörnum

DoctorE (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 14:26

2 Smámynd: Arnar

Þetta eru allt góðar hugmyndir, sorglegt að sjá þessi hús standa svona illa nýtt.

Mörgum þeirra er reyndar að hluta til búið að breyta í félagsmiðstöðvar og/eða menningarstöðvar.

Arnar, 28.12.2009 kl. 14:58

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég vil sjá Hallgrímskirkju málaða svarta og gerða að goth skemmtistað.

Elías Halldór Ágústsson, 29.12.2009 kl. 19:02

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Það er reyndar fráleitt að kirkjurnar standi auðar alla daga - þó ég sé ekki trúuð vinn ég slatta í kirkjum (syng við jarðarfarir og fleira) og stundum finnur kórinn ekki eitt einasta afdrep til að renna yfir sálmana vegna þess að alls staðar er starfsemi í gangi. Það er unglingastarf, eldri borgarastarf, AA fundir, barnastarf, fermingarfræðsla auðvitað og bara hitt og þetta annað. Ágætt að vita hvað maður er að tala um á blogginu...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.12.2009 kl. 19:14

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

En allt þetta; unglingastarf, AA fundir, barnastarf og starf eldri borgara, á ekki endilega heima í kirkju. Það eru ekki allir eldri borgarar trúaðir og það eru ekki allir foreldrar sem vilja senda börnin sín í kirkjustarf. Hvers vegna er þetta í kirkjunum - bara til þess að hækka tölurnar?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.12.2009 kl. 19:35

6 Smámynd: Reputo

Það er allavega enginn skilinn útundan þegar kirkjusókn er talin. Presturinn, kórinn, börn og foreldrar í barnastarfinu, gamla fólkið í gamlingjastarfinu, AA fólkið, skúringaliðið, túristarnir og sennilega pósturinn, ef hann stígur inn fyrir dyrnar, eru taldir með í kirkjusókn. En ekki veitir af að hífa upp tölurnar. Þetta er deyjandi bisness en þarf að líta vel út á pappírunum til að fá óskert fjárlög frá ríkinu.

Reputo, 29.12.2009 kl. 20:37

7 Smámynd: Reputo

Gleymdi einu. Þegar kirkjusókn er talin er vikan 8 dagar. Það er talið frá sunnudagsmorgni, út alla vikuna og fram á sunnudagskvöld. Þannig ná þeir tveim sunnudögum inn í talninguna.

Reputo, 29.12.2009 kl. 20:42

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

nei nei, en ert þú ekki einmitt að tala fyrir því að kirkjurnar séu nýttar, þurfi ekki endilega að vera kirkjustarf? Unglinga- og barnastarfið er reyndar væntanlega trúarlegt enda á vegum kirkjunnar, en aðrir fá væntanlega inni í kirkjum og safnaðarheimilum, líklega ekki gegn greiðslu. Hef ekki hugmynd um hvernig kirkjusókn er talin, oft er talað um messusókn og þá telst þetta starf tæpast með. 

Mín vegna má vel gagnrýna kirkjuna en það þarf að gera á réttum forsendum. Þetta með tómu kirkjurnar er lífseig mýta en á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.12.2009 kl. 21:04

9 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég hef greinilega rangt fyrir mér, og allar kirkjur eru troðfullar af allskonar saumaklúbbum alla daga.

Hversu mikið af því er 'kirkjustarf'? Er ekki allt eins hægt að skipta um nafn á húsinu og leyfa öðrum hópum að fá afnot af því til jafns við ríkiskirkjuna?

Væri ekki sniðugra að byggja fallega fjölnota félagsmiðstöð en kirkju?

Mig langar reyndar dálítið að vita hverjir fá inni í kirkjunum með hópastarf. Fengju stjórnmálaflokkar það? Hópur fólks sem vill lögleiða vændi? Reykjavíkurstúka Hell's Angels? Mormónar? Vantrú? Hver ræður því? Eru einhverjar reglur um þetta?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.12.2009 kl. 02:09

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ekki glóru.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.12.2009 kl. 08:22

11 identicon

Ég get ekki skilið fólk sem mætir til messu... hlægilegur gjörningur.

Ó master of the universe
þú sem ert í geimnum... blessuð sé þín bók...ugga bugga wigga wagga

Geðveiki :)

DoctorE (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 11:41

12 identicon

Tinna,

Alltaf  sami  brjóstumkennanlegi  málflutningurinn  hjá  þér.

Er  ekki  bara  málið  það  með  þig  Tinna,  að  þú  hefur  raunverulega  aldrei  neitt  að  segja.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 3310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband