18.8.2009 | 22:05
Hvernig á að banna búrkuna?
Ég er með spurningu til ykkar sem endilega viljið banna búrku/niqab; hver eiga viðurlögin við brotum á banninu að vera?
Þið segið að búrkan sé notuð til að kúga konur. Er þá réttlátt að refsa þeim fyrir að vera kúgaðar?
Þið segið að konur geti ekki mögulega valið þetta sjálfar, svo rökrétt væri að refsa þeim sem neyðir hana til að bera klæðin. Hvernig ætlið þið að sanna þann glæp? Ef konan sjálf heldur því fram að hún velji að bera niqab, ætlið þið þá að segja henni að hún geti ekki haft það val, hún sé bara heilaþvegin? Goð hugmynd: fátt sem eykur sjálfstraust kúgaðra kvenna meira en að segja henni að orð hennar séu ómarktæk af því að hún er bara (múslima)kona!
Þær konur sem raunverulega búa við það að vilja/mega ekki sýna andlit sitt á almannafæri nota niqab sem einskonar "ferðaheimili". Ef ekki er fyrir þessa ímynduðu "vörn" gegn öðru fólki, er hætta á að konan velji/sé neydd til að halda sig alveg innan veggja heimilisins. Ekki hjálpar það kúgaðri konu.
Ég er ekki viss um að þið hafið hugsað þetta nógu vel. Endilega segið mér hvernig á að framfylgja svona búrkubanni, ég sé það ekki alveg.
Ég er fylgjandi því að konur hafi fullt frelsi til að klæða sig eins og þær vilja, hvort sem þær vilja hylja sig frá toppi til táar eða ganga um naktar (en það er efni í annað blogg) eða eitthvað þar á milli. Þú verndar ekki einstaklingsfrelsið með því að hefta frelsi einstaklingsins. Svo ég tönnlist nú á þessu hérna líka:
Þú verndar ekki rétt kvenna til fóstureyðinga með því að banna barneignir. Þú verndar ekki rétt til vinnu með því að neyða fólk til starfa. Þú verndar ekki málfrelsið með því að banna ákveðin orð, eða hugsanafrelsi með því að banna ákveðnar skoðanir. Þú verndar ekki trúfrelsi með því að banna ákveðna trú.
Lögin banna nú þegar kúgun og nauðung. Að búa til sérstök búrkulög er óþarft, auk þess sem slik lög myndu hugsanlega stangast á við stjórnarskrána.
Að hjálpa þeim konum sem raunverulega eru kúgaðar, hvort sem er vegna trúarbragða eða annars, er verðugt verkefni. Rétta leiðin til þess er hinsvegar ekki sú að banna ákveðinn klæðnað eða hegðun, svo lengi sem viðkomandi gengur ekki á rétt annarra. Með því að auka menntun og félagslegan stuðning við konur (og reyndar alla) sem eru í áhættuhópi, t.d. vegna trúar (eða vegna þess að viðkomandi er nýfluttur til landsins, þekkir engan og á því ekki jafn víðtækt tengslanet og aðrir, og aðhyllist auk þess trú þar sem kúgun kvenna er alltof algeng) er hægt að ná mun betri árangri en með því að gera viðkomandi að glæpamanni.
Ég mæli svo með því að þið lesið þessa grein.
Danir deila um búrkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Löggæsla, Mannréttindi, Trúmál | Breytt 23.11.2010 kl. 18:01 | Facebook
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einfalt
Kona í burku ætti að vera handtekinn, sektuð og mögulega sett í fangelsi í einhverja mánuði, burkan yrði gerð upptæk
Ef konan er ekki rmeð ríkisborgararétt yrði henni fleygt út úr danmörku ásamt allri fjölskylduni og fengi varanlegt bann í Danmörku
Alexander Kristófer Gústafsson, 18.8.2009 kl. 23:41
Nú? Ekki setja þau í vinnubúðir áður en þeim er smalað í gasklefa?
Sigurjón, 18.8.2009 kl. 23:59
Allt í lagi. Þannig að þú vilt taka konu sem hugsanlega hefur verið neydd til að ganga í búrku, og ekki bara refsa henni, heldur allri fjölskyldu hennar? Telur það líka þá í fjölskyldunni sem eru með ríkisborgararétt, þá sem hafa aðlagast og þá sem eru af dönskum ættum?
Hvert ætti að vísa þessum hóp?
Valkostirnir virðast vera að refsa fórnarlambi kúgunar enn frekar (ef konan er tilneydd til að bera klæðin) eða að refsa fólki fyrir fataval (ef hún ber klæðin sjálfviljug). Þér finnst þetta algjörlega í samræmi við "vestræn gildi"?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.8.2009 kl. 00:00
Ja því miður er ekki hægt að afnema ríkisborgararétt auðveldlega svo þeir yrðu eftir sem mundi hafa ríkisborgarréttin..
Hvert á að senda þau? Til þess lands sem þau eru með ríkisborgararétt ,annars senda þau bara eitthvert mér er alveg sama hvar þau enda
Alexander Kristófer Gústafsson, 19.8.2009 kl. 00:33
Þú varst sumsé ekki að grínast?
Sigurjón, 19.8.2009 kl. 00:52
Vesturlandabúar eiga rétt á því að þurfa ekki að horfa upp á þennan miðaldaviðbjóð.
Öll viðleitni til að hamla gegn íslömskum áhrifum er góð.
Evrópa hefur getað varist þessari geðveiki með mikilli baráttu síðan á miðöldum. Nú er hún flutt inn í stórum stíl og varin af þrasgjörnum umburðarlyndisfasistum sem eru gegnsósa af pólítískri rétthugsun.
Afleiðing þessa verður íslömsk evrópa eða fasísk evrópa innan hundrað ára að undangenginni Gaza-væðingu.
Undir hvorugu skipulaginu þurfa þrasgjarnir umburðarlyndisfasistar að kemba hærurnar.
marco (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 00:54
,,þrasgjarnir umburðarlyndisfasistar"...
HAHAHA!!! Þú ert hlægilegur...
,,Vesturlandabúar eiga rétt á því að þurfa ekki að horfa upp á þennan miðaldaviðbjóð."
Neibb...
Sigurjón, 19.8.2009 kl. 00:58
Ég er alls ekki að grínast
Alexander Kristófer Gústafsson, 19.8.2009 kl. 01:03
Er ekki einfaldast að þeir sem klæðast búrkum eða einhverju sem minnir á islam verði bara réttdræpir og skotnir? Vandamálið úr sögunni...
Sigurjón, 19.8.2009 kl. 01:23
Ekki gefa honum neinar hugmyndir...
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.8.2009 kl. 01:37
Það er ekki hægt að banna þetta né trúarbrögð, það er bara olía á eldin... menntun er undirstaðan... trúfrjálsir skólar fyrir alla krakka er gott fyrsta skref.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 08:03
Nú segir þú á bloggi þínu ef ég man rétt að þú hafi áhuga á trúarbrögðum, hvað var það í þeim sem kveikti þennan áhuga þinn????
Annað … þú segir þar einnig að þú þolir ekki heimsku, hvernig skilgreinir þú heimsku ?
Kv Silla
(IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 08:45
Er ekki einfaldast að ef það verður bannað að hylja andlit sitt á almannafæri, sem ég er reyndar mjög hlynnt, að ef það er brotið þá er að beita fjársektum, og skulu lögin hljóma á þann veg að hver sá er hylur andlit sitt eða stuðlar að því að einhver geri slíkt skuli sæta fjársektum og þá að hafa þær mjög háar því ljóst er að fátt er karlmönnum sárara um en budduna sína. Feður verða að greiða sektir fyrir dætur sínar ef þeir neyða þær til að hylja andlit sitt og ef það er húsfrúin sem á í hlut kemur það líka við buddu heimilisins.
(IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 08:55
Sko barnaleg sálfræði trúarbragða gengur út á að vera "ofsótt(ur)", ef komið er til trúaðs og sagt: Hey þetta er bs sem þú ert að gera hér... BANG þeir hlaupa í biblíu/kóran blah.. og finna þar setningar sem tala um að þeir verði ofsóttir, að það sé partur af því að rústa trú þeirra.
Alveg eins og trúarbrögðin segja fólk að tala ekki við aðra sem eru ekki í sama bulli og þeir sjálfir.. það séu vondir menn sem eru að ofsækja trú þeirra og gudda... að guddi muni hefna sín grimmilega á þeim, en hinn trúaði verði verðlaunaður veglega í hinmaríki fyrir að standa á því að vera fífl
Allt plottið í trúarbrögðum er eitthvað á þessa leið....
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 09:16
Sammála doctornum ég er líka alfarið á móti trúarbragðakennslu í skólum þó það sé öll trúarbrögð kynnt þar, sem er þó örugglega ekki, bara þau helstu.
(IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 09:32
Ekkert mál að framfylgja þessu. Ef einhver sér konu í búrku er hann skyldaður til að klæða hana úr og málið er dautt.
Allir ánægðir (nema fatalausa konan).
Einar Jón, 19.8.2009 kl. 09:35
Æji svona böð og bönn eru bæði heimskuleg og nánast óframkvæmanleg. Á að banna fólki að ganga með hatta/húfur/whosname? Það hylur líka hárið. Og ætli danir hafi sömu skoðun á nunnum og klæðnaði þeirra? Það er nákvæmlega sama hugsun á bakvið 'búning' nunna, trúarlegt rugl.
'Ríkið' hefur (eða á ekki að hafa) nákvæmlega ekkert um það að segja hvernig fólk er klætt á almannafæri (nema kannski það sé óklætt). Reyndar finnst mér persónulega að ekki megi hylja andlitið alveg.
Það sem þarf að gerast er náttúrulega fyrst og fremst hugarfars breyting meðal múslima sjálfra en þangað til það gerist þarf að hjálpa og vernda þær konur/þá einstaklinga sem vilja losna sjálfviljugir undan þröngsýni trúarinnar.
Arnar, 19.8.2009 kl. 10:04
Stangast á vid lög um trúfrelsi. Sammála Tinnu og Doksa.
Halla drull (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 10:18
Sami klæðnarurinn/trú/osfv hefur mismundandi merkingu í augum mismunandi manna og það er grunnurinn að menningu. Trú er þröngsýni fyrir suma meðan sumir meta setningar eins og elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig. Sumum þykir kók ekkert vera neitt sérstaklega gott, ekki margir svo að ég viti til. Það er ekki hægt að rífa alla meningu frá fólki ef fólk áhveður að flytja til vesturlanda og það að banna búrkuna með þessum hætti er fyrsta skrefið til þess að svipta fólk sínum uppruna. Að þröngva okkar menningu upp á fólk með þessum hætti er alveg seinasta sort. Ef fólk vill byggja moskur hérna og ganga um í búkum, fínt mál. Síðan aðlagast það vestrænni menningu og það þarf ekkert endilega að þýða það að það hætti að ganga um í búrkum. Búrkan er ekkert endilega tákn um kúgun og þröngva feðraveldi upp á fólk. Það verður að taka tillit til hefða og venja.
Ef ég væri að reka hamborgara stað hér heima og væri að ráða fólk í afgreiðslu þá mundi ég ekki ráða manneskju sem mundi krefjast þess að ganga í búrku í vinnuni því að menningar grunnur fyrirtækinsins myndi ekki bjóða upp á það þanning að það verður að vera svigrúm í báðar áttir.
Okkar leið er ekki bara my way or the high way og ef að við förum að reyna að steypa alla í sama mót og við sjálf þá erum við að gerast sek um ofríki og fara með annað fólk eins og börn sem ekki hefur "vit" fyrir sjálfu sér. Og það sem verra er, að útskúfa það sem glæpamenn fyrir það eitt að aðhyllast eitthvað annað heldur en við sjálf.
Virðum sjálfstæði annars fólks.
Jóhann Róbert Arnarsson, 19.8.2009 kl. 10:40
"að ef það er brotið þá er að beita fjársektum, og skulu lögin hljóma á þann veg að hver sá er hylur andlit sitt eða stuðlar að því að einhver geri slíkt skuli sæta fjársektum og þá að hafa þær mjög háar því ljóst er að fátt er karlmönnum sárara um en budduna sína. Feður verða að greiða sektir fyrir dætur sínar ef þeir neyða þær til að hylja andlit sitt og ef það er húsfrúin sem á í hlut kemur það líka við buddu heimilisins."
Hvernig ætlarðu að sanna að faðirinn/eiginmaðurinn hafi neytt konuna til að ganga í fötunum?
Ég er síðan hrædd um að þetta stuðli bara að einangrun þeirra sem ganga í búrku.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.8.2009 kl. 11:31
"Virðum sjálfstæði fólks".... trúarbrögð byggjast á ósjálfstæði
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 11:49
Hey Jóhann, ekki það að ég sé ekki sammála þér.. svona að mestu leyti, þá er smá mótsögn í þessu hjá þér.
Þú getur ekki 'ekki þröngvað' þinni menningu upp á aðra og á sama tíma útilokað þá frá vinnu af því að þeir passa ekki inn í þína menningu. Ef 'þeir' fá ekki vinnu nema að taka upp þína menningu þá ertu að þröngva menningunni upp á 'þá'.
Hinsvegar er ágætis pæling; ef þú vilt halda í þína menningu, afhverju ertu að flytja inn í nýtt menningarsamfélag?
Þetta leiðir líka (hugsanlega) til uppgangs bókstafstrúaðra öfgamanna.
Arnar, 19.8.2009 kl. 11:49
Silla: Ég veit ekki hvað það var sem kveikti áhuga minn á trúarbrögðum. Ég man að eg var mikið að grúska í goðafræði Grikkja og Rómverja í kringum átta ára aldurinn, en ætli áhugi minn á trúarbrögðum út frá sjónarhorni trúleysis hafi ekki kviknað um "fermingaraldur". Kannske vegna þess að ég fermdist ekki og fannst pirrandi að fólk gerði ráð fyrir því að ég myndi gera það - meira að segja hverfispresturinn sagði mér að taka endilega blöðin: "kannske vilja foreldrar þínir að þú fermist". Það var líklega í fyrsta skipti sem ég rak mig á hræsni kristninnar. Seinna áttaði ég mig á hræsni hinna trúarbragðanna og fór að lesa mér meira til um bæði þau og trúleysi.
Í sambandi við heimskuna lít ég svo á að heimska sé viljaleysi til að taka við nýjum upplýsingum, ef þær stangast á við fyrri hugmyndir viðkomandi, og stundum jafnvel þó þær séu hlutlausar, þ.e. viðkomandi hafi ekki myndað sér skoðun á viðfangsefninu. Heimska er ekki skortur á þekkingu, heldur viljaleysi til að afla hennar og nýta.
Það væri t.d. frekar heimskulegt að ætla að gera við myndavél með handahófskenndum hamarshöggum í stað þess að afla upplýsinga um bilunina og hvernig eigi að gera við hana. Ennþá heimskulegra væri að afla þeirra upplýsinga en berja samt í vélina vegna viljaleysis til að nýta þær upplýsingar sem liggja fyrir.
Annars er þetta ansi skemmtileg pæling um heimsku.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.8.2009 kl. 11:57
Ja hérna Tinna mín, þú hlýtur að hafa verið dásamlega sérstakt barn, goðafræði um átta ára aldur, tær snilld bara
Já þetta er skemmtileg pæling um heimsku, og þau dæmi sem þú tekur getum við verið sammála um. En dómgreindarleysi, stífni og það að dæma alla sem ekki eru á sömu skoðun og maður sjálfur.... heimska, er mikið gert á bloggsíðum.
Þú til dæmis svo við vísum í vin okkar hann Skúla talar oft um að hann sé heimskur, af því að hann sér ekki þau rök sem þú færir fram, og mér finnst að sama skapi þú ekki skilja hvað hann er að fara, en mér finnst þú langt frá því að vera heims frekar en Skúli.
Finnst þér ekki ástæðulaust að þó einhver pirri þig eða mig að við séum að slengja svona commentum á fólk?? eða getum við ekki verið sammála um það að þó einhver sjái hlutina ekki eins og við , að viðkomandi sé ekki endilega heimskur?? Þín og mín rök eru ekki endilega þau einu réttu er það??? Væri ekki allsvakalega hrokafullt að halda því fram??
Varðandi það að hylja andlit sitt og sanna hver stendur á bak við það, gerist það auðvitað oftast með vitnum alveg eins þegar kært er um árás eða annað heimilsofbeldi eða brot gegn áreyti á börnum, það eru viðkæm mál og erfið og verða það alltaf vegna þess að það gerist oftast inn á heimili viðkomandi. En við hættum ekki bara við að setja lög um réttindi barna bara vegna þess að það er erfitt að sanna það.
Takk annars fyrir skemmtileg kynni
(IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 12:31
Þetta yrði óframkvæmanlegt, held eg, nema þá bara með huge aðgerðum - og þá eru menn bara orðni eins og þeir sem heimta að gengið sé í búrkum.
Það að ganga í búrku er ekki alfarið tengt trú. Það er líka tengt mningu. Þetta er sambland.
En hvað ef td. það kæmi tíska í vesturheimi að ganga í einhverjum svona klæðnaði ? Það er ekkert óhugsanlegt. Menn ogkonur hafa gengið í öllum fjáranum í gegnum tíðina á V-löndum.
Það má nefnilega ekki líta framhjá því að slíkur klæðnaður getur alveg haft sína kosti !
Ennfremur, þarf að hafa í huga að td. á íslandi er örstutt síðan að konur fóru að ganga í buxum. Bara í fyrradag !
Sem dæmi þá þurfti þuríður Fomaður sérstakt leyfi sýslumanns á 19. öld til að ganga í buxum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.8.2009 kl. 12:37
Munurinn er sá, Silla, að börn velja aldrei að vera misnotuð. Sumar konur velja að ganga í búrkum. Sé flíkin bönnuð, er gengið á rétt þeirra.
Ég hef ekki orðið vör við að Skúli kynni sér aðrar hliðar á þessu eina máli sem hann tjáir sig um. Hann er búinn að ákveða að múslimar séu allir vondir, og það sem meira er, að allir sem eru vondir (eða bara ósammála honum) séu múslimar! Nýjasta færslan hans er nokkuð gott dæmi: maður drepur dóttur sína, þá hlýtur hann bara að vera múslimi!
Ég kynni mér aðrar hliðar, og ég hef reynt að skilja þá kumpána Skúla og marco (og aðra sem eg ræði við, svosem JVJ) en fæ ekki svör. Skúli dælir út tilvitnunum í Kóraninn og kallar mig múslima eða múslimasleikju, JVJ segist ætla að svara "seinna" og gerir það svo ekki, og marco kom með snilldarsvar við ósk minni um að hann rökstyddi þá fullyrðingu að mormónar væru ekki kristnir:
"Ókei Tinna.
Ég segi að ég hafi rétt fyrir mér og þú rangt fyrir þér. Málið dautt, þú tapar."
Ég get samþykkt það að fólk "sjái ekki hlutina eins og ég". Það fer í taugarnar á mér þegar fólk afneitar raunveruleikanum og byggir skoðanir sínar á fölskum forsendum, t.d. með því að halda því fram að múslimar eignist að meðaltali 8.1 barn, eða að hommar séu allir barnaperrar, eða að gyðingar ráði öllu í Bandaríkjunum, þegar það er einfaldlega ekki satt. Þetta fólk þrjóskast svo við þegar því er bent á eitthvað sem stangast á við heimsmyndina, og reynir að laga upplýsingarnar að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu.
Einhver talaði um að hún hefði séð mömmu sína láta dót í skóinn eitt árið...en hún var sko alveg handviss um að mamma hefði bara verið að skoða: það vita allir að jólasveinarnir gefa í skóinn!
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.8.2009 kl. 12:55
Þið eruð svo furðuleg Tinna, Doctor og Sigurjón.
Þið teljið öll trúarbrögð slæm en verjið íslamsvæðingu vesturlanda með kjafti og klóm. Kannski vegna haturs á kristindómnum. Líklega þó vegna vanþroska og þrasgirni sem oft er svo kjút hjá ungu fólki.
Þetta er eins og að vilja ekki drepa kakkalakka vegna þess að það þarf að drepa rotturnar líka. Athugið að þetta er hrein myndlíking og ekki verið að líkja neinum við neitt.
marco (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 13:36
Já en Tinna það eru jólasveinar sem gefa í skóinn það er alveg klárt mál. Hins vegar er það kannski ekki svo klárt mál HVER jólasveinnin er??? Þess vegna er það ekki endilega röng alhæfing hjá viðkomandi.
Þetta meðaltal múslima sem þú nefnir eru tölur frá Frakklandi ef ég man rétt og var fjölgun hjá þeim yfir ákveðið tímabil, ég hef ekki séð þær tölur heimfærðar á múslima um viða veröld.
Ég hef aldrei skilið Skúla þannig að hann segi að allir múslimar séu slæmir eins og þú vilt vera láta, frekar en að því sé haldið fram að allir Nasistar hafi verið drápsvélar og vont fólk, örugglega var einhver hluti þeirra sem fylgdi bara með til að hlífa sjálfum sér og sínum, en það gerði þá ekki minna hættulega fyrir vikið. Eitthvað var það sem gerði þá svona sterka og því ber að varast alla slíka tilburði. Að afneita því sem er í gangi hjá ótrúlega stórum hópi múslima og því sem fylgir þeim er eins og að segja að nasistar hafi aldrei verið það sem þeir voru. Þú kemur stundum með rök á Skúla um það að kirkjan hafi ekki verið neinu betri og má það rétt vera, en það réttlætir ekki hegðun nokkrus manns í dag að einhver annar hafi verið verri áður eða jafnvel nú. Því finnst mér þau rök þín um trú á öldum áður haldlítil við það sem er að gerast í dag.
Mér finnst t.d alveg sláandi að lesa bókina hennar Hege Storhaug, sem þú hlýtur að vera búin að lesa. Sömu dæmi er að finna í Malmö veit ég og víðar um Evrópu og þetta hreinlega skelfir mig að svona sé til í það sem við teljum þokkalega góð samfélög. Hitt er svo annað mál að ef heil þjóð er á þeirri skoðun að þetta sé allt réttlætanlegt tel ég ekki að aðrar þjóðir eigi að skipta sé af því. Og ég mun ekki skipta mér af því og ekki heldur styðja aðra í því að breyta því fólki sem býr í örðum löndum.
Þetta er úthrópað sem rasista skoðun en ég tek ekki undir það og mér líður hreint ekki eins og rasista. Mér þykir vænt um flest allt fólk en auðvitað eru undantekingar á því og þar inni eru íslendingar jafnt sem múslimar eða hvaðan sem fólkið er.
En að slík "menning" "siðir" "trú" eða hvaða nöfnum sem það er nefnt, flytji hingað til okkar finnst mér bara ekki ásættanlegt. Við höfum okkar siði og venjur hér á landi og ef menn vilja búa hér þá verða menn að gangast við því og viðurkenna það, nú ef ekki verða menn bara að vera þar sem þeirra siðir eru.
En mikið rosalega væri gaman að hitta þig og spjalla við þig um þessi mál, mér lætur betur að ræða málin en að skrifa um þau, líður stundum eins og í textanum gamla "Ég las það í Samúel" ef þú mannst eftir því lagi.
Kv Silla
(IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 13:44
Marco.. hvernig væri að koma með einhver gáfuleg rök í stað þess að ráðast gegn persónum þeirra sem málið ræða með því að segja að þau séu vanþroska og þrasgjörn.
Arnar, 19.8.2009 kl. 13:51
Hvar hef ég varið íslam?????
Ég hef alla tíð sagt að íslam, kristni blah sé nákvæmlega sama steypan og kjaftæðið... eini munurinn er að kristni er eldri en íslam og því hefur íbúum landa þar sem kristni er með tögl og haldir tekist að brjóta trúarnöttana á bak aftur... ekki gleyma því að kristni er mjög líklega mest blóðugu truarbrögð í heimi.
Og aldrei gleyma: Lesser evil is still evil.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:01
"Þetta meðaltal múslima sem þú nefnir eru tölur frá Frakklandi ef ég man rétt og var fjölgun hjá þeim yfir ákveðið tímabil, ég hef ekki séð þær tölur heimfærðar á múslima um viða veröld. "
Hér er farið yfir þetta. Hérna líka. Flestir múslimar sem flytjast til Frakklands koma frá Algeríu og Marokkó, þar sem fæðingartíðni er 2.38 og það er ólíklegt að fólk ákveði að eignast svo miklu fleiri börn en tíðkast í þeirra menningu. Þar að auki safnar franska ríkið ekki upplýsingum um fæðingartíðni eftir trú, svo það er spurning hvaðan þessi tala kemur. Ef það er ekki nóg, vil ég benda á villuna sem felst í því að hugsa um trú sem erfðafræðilegt fyrirbæri:
"Let me give an example of what I mean. In the early 20th century Catholics had many more children than the other groups in Dutch society. In those year, protestant, socialist and liberal Dutch were terribly frightened of the Catholic demographic bomb and feared that in a few decades there would be no liberal Netherlands anymore, but that we would become an Italy at the Amstel.
A few decades later, the children of these 10+ families not only started having as many or few children as other groups in society, but also stopped considering themselves primarily as Roman Catholics. Many became non religious, and many only Catholic in name and went to church only at Christmas."
Ég er reyndar að fara að panta bók sem heitir "Who speaks for islam? What a billion muslims really think" og er unnin upp úr Gallupkönnunum meðal múslima. Ætti að vera nokkuð áhugaverð.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.8.2009 kl. 14:35
Arnar:
Hey Jóhann, ekki það að ég sé ekki sammála þér.. svona að mestu leyti, þá er smá mótsögn í þessu hjá þér.
Þú getur ekki 'ekki þröngvað' þinni menningu upp á aðra og á sama tíma útilokað þá frá vinnu af því að þeir passa ekki inn í þína menningu. Ef 'þeir' fá ekki vinnu nema að taka upp þína menningu þá ertu að þröngva menningunni upp á 'þá'.
Nei ekki er ég að gera það. Ef að þér sé boðið í fermingarveislu þá mætir þú ekki í skíðagallanum og á sjúkrahúsum þá ber að nota þar til gerð græn föt. Er ég þá að þröngva mínum óskum upp á þig ef ég vill ekki að þú mætir í veislu sem ég held í pollagalla? Ef að ég yrði að ráða manneskjunna út af því að janfréttis lög um það höfðu verið sett þá gefa þau lög það leyfi að ég gæti ekki hafið hlutina eins og ég vil hafa þá á mínum vinnustað, stað sem ég á. Þá er bara eins gott að ríkið reki þá bara pitsu og hamborgarastaðinn. Ennfremur þá opna lögin þá holu fyrir einmitt einhverja utanaðkomandi hópa, kannski öfgahópa að ráðast að okkar menningu með því að segja okkur hverning við eigum að sitja og standa þegar við ráðum fólk og þar með að binda okkar hendur á okkar eigin yfirráðar svæði. M.o.ö. það verður hallað á okkur en ekki þá. Þeir geta stofnað eigin veitingastað þar sem fólk sem gengur í búrkum verður ráðið og fengið sína viðskiptavini. Samhvæmt frálsum vilja er ekki verið að ráðast á einn né neinn.
Er nektardansstaður þá að ráðast að eða þröngva sinni menningu upp á fólk sem vill vinna þar ef að sá staður neitar að ráða fólk sem neitar að dansa upp á sviði í einhverju öðru heldur en úlpum?
Hinsvegar er ágætis pæling; ef þú vilt halda í þína menningu, afhverju ertu að flytja inn í nýtt menningarsamfélag?
Hvað varð um fjölmenninguna? Út í New York og fleri stöðum er fjölmenningarsamfélag sem þrífst bara ágætlega. Það er engin að tala um það að flytja inn heilu samfélögin.
Þetta leiðir líka (hugsanlega) til uppgangs bókstafstrúaðra öfgamanna.
Þeir staðir sem eru í vandraæðum eins og sumstaðar í USA og á fleiri stöðum eins og hér á Norðurlöndunum er vanþekkingu og atkvæðaveiðum stjórnvalda að kenna en hey, einfaldasta lausnin er að kenna þeim um hlutina sem stjórnvöld klúðruðu upphaflega; síðan kemur einhverr flokkur sem segist ætla að redda hlutunum og það með einhverristefnu sem gerir bara hlutina verri og út á það verður hann kosin osfv hring eftir hring.
Samanber dæmið að ofan, að leysa einhver gervi vandamál meðan hið raunverulega vandamál er hulið.
Búrkan gæti stuðlað að frelsun kvenna því að þá er menn að hlusta á röddina í þeim en ekki altaf að góna á útlitð, svona smá counter punktur inní umræðuna. Hvað skiljum við um þessa menningu annað heldur en það sem við viljum sjá hvað þá að gerast einhverjir herrar (feðraveldi) yfir þeim. Þá erum við orðin það sem við segjumst vera að berjast á móti. Period.
Jóhann Róbert Arnarsson, 19.8.2009 kl. 15:04
"Búrkan gæti stuðlað að frelsun kvenna því að þá er[u] menn að hlusta á röddina í þeim en ekki altaf að góna á útlit[i]ð"
Núna langar mig í búrku með áletruninni "⇧⇧My eyes are up here⇧⇧" á bringunni.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.8.2009 kl. 15:19
Núna langar mig í búrku með áletruninni "⇧⇧My eyes are up here⇧⇧" á bringunni.
Jóhann Róbert Arnarsson, 19.8.2009 kl. 15:26
Ef ég hefði einhvern fetish fyrir pollagöllum og engin myndi bjóða mér í partí út af því, já þá væri verið að þröngva skoðunum annara upp á mig. Hvar myndirðu svo draga línuna; myndirðu ekki afgreiða fólk í pollagöllum í hamborgarabúllunni þinni? Eða ef þú værir strætóbílstjóri, myndirðu ekki hleypa inn fólki í pollagöllum?
Hvað kallast það aftur ef þú býður öllum strákunum í bekknum í afmælið þitt nema svartagaurnum af því að þú villt ekki hafa þeldökkt fólk í afmælinu þínu?
Oh boy.. hvar hefur þú eiginlega verið? Einhvern tíman heyrt um td. mannréttindasáttmálann? Bannað að mismuna fólki.. og það nær líka til atvinnurekenda.
Dæmið þitt um stripp staði er líka svoldið absurd.. það er verið að ráða fólk til að fækka fötum en ekki vera í fötum. Engin mismunun þar á ferðinni, úlpuliðið uppfyllir ekki starfslýsinguna. Kona sem sækir um slíkt starf hlýtur að átta sig í hverju það fellst og ef viðkomandi kýs að klæðast búrku á almannafæri þá efast ég um að sá starfsferill höfði til viðkomandi. Ekki sambærilegt og að vinna td. á skrifstofu þar sem klæðnaður, eða skortur á klæðnaði, er ekki eins afgerandi þáttur.
Það verður að taka tillit til þess að BNA er frá upphafi byggt á fjölmenningu og að þeir hafa farið í stríð (við sjálfa sig; þrælastríðið) til að verja rétt fólks til að fara í strætó eða vinna í hamborgarabúllum. Það sem ég meinti var að ef þig langar að búa þar sem trú er tekin fram yfir heilbrigða skynsemi, afhverju að flytja til lands með veraldleg lög.
Heh.. snilld. Annars held ég að það verði öfugt. Búrkan hverfur þegar ungir múslimskir karlmenn fá að velja sér sjálfir eiginkonur og eru þá líklegri til að hlaupa á eftir konu í mínipilsi en búkra. Bara spurning um framboð og eftirspurn. Við karlmenn erum jú (upp til hópa) single minded creatures..
Arnar, 19.8.2009 kl. 15:38
Tinna er það sem kallað pussy atheist , það eru trúleysingar sem þora bara að gagngrýna kristni en síðan sleikja upp Islam.
Eins og ég sagði það er mjög auðvelt að banna búrkur, konan yrði handtekinn búrkann gerð upptæk og hún send úr landi ásamt fjölskylsdu sinni
Alexander Kristófer Gústafsson, 19.8.2009 kl. 15:40
Til hvers búrka þegar þegar það er til t-shirt..
http://www.officernaughty.com/index.cgi/tvtee/tvtee/738339
Arnar, 19.8.2009 kl. 15:42
Búrka er viðbjóður og ég trúi ekki að svona múslimasleikjur eru til á Íslandi ,
Alexander Kristófer Gústafsson, 19.8.2009 kl. 15:43
Hvar hefur Tinna verið að sleikja upp Islam? Hef ekki tekið eftir því.
Get ég þá sagt: Alexander er bjána trúarnuttari sem gerir öðru fólki upp skoðanir af því að það er ekki sammála honum?
Arnar, 19.8.2009 kl. 15:45
"Til hvers búrka þegar þegar það er til t-shirt..
Af því að það væri fyndnara...?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.8.2009 kl. 16:37
Sé það núna.
Arnar, 19.8.2009 kl. 17:11
Arnar:
Ef ég hefði einhvern fetish fyrir pollagöllum og engin myndi bjóða mér í partí út af því, já þá væri verið að þröngva skoðunum annara upp á mig. Hvar myndirðu svo draga línuna; myndirðu ekki afgreiða fólk í pollagöllum í hamborgarabúllunni þinni? Eða ef þú værir strætóbílstjóri, myndirðu ekki hleypa inn fólki í pollagöllum?
Viltu einhverjar almennar reglur sem er siðan hægt að setja í lög? Sorry but no can do. Fólk verður að ráða sér sjálft. Á hótel sögu þá mundi ég ekki ráða Gothara með trilljón hringi eða pönkara í leðurgalla með bleikan hanakamb sem vidli þjóna þanning til borðs. Auðvitað er ég að tala um starfslýsingu. Og það er staður en ekki búlla. OK, setjum þá dæmið upp öðruvísi. Myndir þú mæta í jarðarför í sundskýlu? Það þarf ekki að setja neinar reglur um það sem gera bara meira tjón með þessu non vandamáli.
Oh boy.. hvar hefur þú eiginlega verið? Einhvern tíman heyrt um td. mannréttindasáttmálann? Bannað að mismuna fólki.. og það nær líka til atvinnurekenda.
Já nákvæmlega, það nær líka til atvinnurekenda.
Dæmið þitt um stripp staði er líka svoldið absurd.. það er verið að ráða fólk til að fækka fötum en ekki vera í fötum.
Ekki ef konan telur fulla nekt að neðan vera nekt.
Það verður að taka tillit til þess að BNA er frá upphafi byggt á fjölmenningu og að þeir hafa farið í stríð (við sjálfa sig; þrælastríðið) til að verja rétt fólks til að fara í strætó eða vinna í hamborgarabúllum. Það sem ég meinti var að ef þig langar að búa þar sem trú er tekin fram yfir heilbrigða skynsemi, afhverju að flytja til lands með veraldleg lög.
Ég veit ekki beint hvað þú átt við hér, það er heilbrigð skynsemi að fylgja veralegum lögum. Viltu afnema lög svo lögleysa taki við? Í stjórnmálum eru sett alltof mörg lög sem eiga að vernda einstaklingsfrelsið með því að taka það sama frelsi frá öðrum og það leiðir alltaf til kúgunar og sérréttinda með einum eða öðrum hætti sem leiðir til annara vandamála sem aftur er reynt að leysa með sama hætti etc etc. Frelsið koðnar niður í ekki neitt með massívum vandamálum því að ekki nenna stjórnvöld að setja saman einhverja stefnu sem krefst átaks heldur á allt að leysa svona og að setja lög um einhver gerfivandamál sem fólkinu er best treyst fyrir meðan hin málin krauma undir yfirborðinu, stefnulaust. Á einföldu máli er þetta kallað falið úræða og stefnuleysi.
Búrkan hverfur þegar ungir múslimskir karlmenn fá að velja sér sjálfir eiginkonur og eru þá líklegri til að hlaupa á eftir konu í mínipilsi en búkra. Bara spurning um framboð og eftirspurn. Við karlmenn erum jú (upp til hópa) single minded creatures..
Ekki er allt fegurðarskyn karlmanna eins. Sumu kvenfólki finnst það vera þrældómur fyrir konur að geta ekki gengið um í Mircro bikini alla daga eða einhverju þanning, meðan kannski hinar öfgarnar eru búrkur frá toppi til táar. Lagasetiningar hjálpa ekki. Ég myndi ekki vilja sjá konu í Micro bikini einu fata við hátíðlega athöfn. Engin lög nauðsinleg hér og jú konur vilja fá athygli líka, single minded creatures as well. Hins vegar í búrkunum þá fá þær athygli en þá vonandi meira út á röddina þar sem þær eru að berjast til sjálfstæðis í sumum tilvika þar sem það á við, síðan kemur hitt á eftir ef þær vilja. Mo.ö. gerir þær sýnilegri á vissan hátt og kannski eru karlarnir þar að læra að meta það og síðan er þetta gamal siður upprunin hjá hjarðmönnum.
Jóhann Róbert Arnarsson, 19.8.2009 kl. 17:11
Arnar ég er trúlaus , ég vil banna Islam því það er eina lausninn til að koma í veg fyrir að Islam taki yfir evrópu
Alexander Kristófer Gústafsson, 19.8.2009 kl. 17:27
Arnar
þegar ungir múslimskir karlmenn fá að velja sér sjálfir eiginkonur
Ég veit ekki hvað það er algengt að þeir fái ekki að velja sér einginkonur sjálfir hins vegar verður að leyfa fólki og samfélaginu í heild þarna úti að finna sér sína eigin leið og það þá með mentun en hey, erum við þá ekki komin út í nútíma kristiniboð; Það að bera út fagnaðar erindið að það sé eitthvað annað sem er hægt og janfvel fýsilegt? Með orðum Bubba, það fossar blóð í frelsarans slóð en faðir það er vel meint. Ég hélt að fólk væri á móti því að frelsa fólk úr ánauð eða að "troða" okkar meningu upp á annað fólk eða er það miskiliningur hjá mér?
Ég er fylgjandi mentun og ég held að þú sért það einning Arnar og það gerir þig þá að kristiboða
Í sambandi við fordæmi þá hefur okkur tekist vel upp að ég held með Víetnamana og þeir eru þrælduglegir í því að aðlagast.
Jóhann Róbert Arnarsson, 19.8.2009 kl. 17:53
Búrkan er birtingarmynd kvenhaturs sem á sér engan líka.
Að sjálfsögðu eru í biblíunni og öðrum kristnum ritum mýmörg dæmi um að konan sé sett skör lægra karlmanninum. Þetta getið þið þrasað um endalaust og dáðst að eigin gáfnafari á meðan fullkomin framkvæmd mikið stækara kvenhaturs er í umræðunni.
Og já. DockorE. Þú verð íslam. Þú ert alltaf mættur til að gera andmælendur þess tortryggilega hvar sem þú getur.
Vatnsgrautarlíberalismi er indæll og þægilegur. Hann á bara ekki við þegar rætt er um helstefnur eins og íslam.
marco (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 18:04
Alexander: Til að múslimar verði meirihluti í Evrópu verður fjöldi þeirra að hátt í tuttugufaldast á sama tíma og ekki-múslimafjöldinn stendur í stað. Þetta er ekki jafn mikið vandamál og þú vilt að það sé.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.8.2009 kl. 18:40
Arnar: Alexander er ekki trúarnöttari. Hann er bara nöttari.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.8.2009 kl. 18:43
Það stendur í Biblíunni að konan eigi að vera undirgefinn manni sínum en margar rangtúlkanir eru á því, rétta túlkuninn á því kemur feðraveldi nákvæmlega ekkert við og ég leyfi mér að stórefast um það að Íslam helstefna því að það þarf bara fá rotinn epli til þess að skemma alla tunnuna. Stjórnmála menn hafa verið duglegir að bera olíu á eldinn til þess að afla sjálfum sér vinsælda og atkvæða svo ekki sé minnst á fjölmiðla. The Nazi party voru bara sex menn í upphafi svo ég fer mjög varlega í allt svona tal þó ekki sé ég í afneitun, það þarf að fara mjög varlega í alla svona sleggjudóma þó svo að vissulega séu vandamálinn til staðar.
Jóhann Róbert Arnarsson, 19.8.2009 kl. 18:50
Rite það eru rangtúlkanir þegar biblían segir BÓKSTAFLEGA á mörgum stöðum að konur séu faktískt bara húsdýr... en svo ef einhver önnur trúarbók segir það sama, þá er það algerlega viðbjóðslegt.
Og ekki koma með "Sá yðar sem syndlaus er.."... það er löngu búið að sýna fram á að þetta var sett í biblíu mjög seint.. kom úr huga eins af "þýðendum" biblíu, þar kepptust menn við að skálda inn nýjar sögur.... reyndar er biblían öll ein stór fölsun OG skáldskapur, það er sannað líka.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 19:47
DoctorE.
Biblían er safn rita skrifaðra á mjög löngu tímabili. Kannski er hún blekking og kjaftæði frá upphafi til enda. Skiftir litlu máli. Þú verður bara að vona að það sé líf eftir dauðann svo þú getir rifist við höfunda hennar.
Kóraninn eru opinberanir eins manns sem innheldur heimskipulag komið beint frá guði. Heimskipulag sem er mjög fjandsamlegt öllum sem aðhyllast það ekki og mjög fjandsamlegt helmingi mannkyns þ.e. konum. Þetta heimskipulag sækir nú mjög á og er langversta ógn við secular ríki vesturlanda í stuttri sögu þeirra.
Hvernig geturðu lagt þetta tvennt að jöfnu?
marco (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 19:59
Hvaða gamla testamentisfasi er þetta, sá tími er búinn og það sem var einu sinni gott verður illt þegar framlíða stundir. Þá verður að rífa sig lausann til þess að geta haldið áfram. Stundum með sprengingu eða átökum.
Jóhann Róbert Arnarsson, 19.8.2009 kl. 20:20
BÚRKAN ER HLEKKUR Í NÚTÍMA ÞRÆLAHALDI.
Pat Condel hefur smá skilaboð til viðkomandi aðila varðandi búrkuklæðnaðinn.
Búrkan eða Níkhab , er færanlegar fangabúðir fyrir kvenfólk. Hún er hluti og hlekkur í nútíma þrælahaldi.
Hvenær sem ég sé kvenmann í búrku, þá veit ég að ég er í nálægð við hugmyndafræði fasismans. Ef konan er ekki Nazisti, þá er eiginmaðurinn það eða faðir - eða hvaða karlmaður sem er sem pínir hana til að klæðast þessum búnaði - er fasisti.
Það ætti ekki einvörðungu að banna búrkuna, en sérhver sá sem neyðir konu til að klæðast búrku ætti að vera saksóttur, og dæmdur í fangelsi fyrir mansal.
Eða eins og Pat Condell segir: ,,Hófsamt fólk vekur ekki athygli á sér bara til að klína hatri sínu framan í menningingu sem það fyrirlítur.
Úr Kóraninum um klæðnað:
Qur'an 033:059. Ó Spámaður, segið eiginkonum yðar, dætrum og öllum Múslímakonum að fara í yfirhafnir, þegar þær eru erlendis (utan heimilis). Svo að hægt sé að bera kennsl á þær og að þær verði ekki misnotaðar.
Hér eru nokkur orð frá Dr. Wafa Sultan um búrkuna:
Búrkuklæðnaður Múslímakvenna er pólitísk yfirlýsing, gerð til að undirstrika að þær séu fylgjandi hinu pólitíska og fasíska Íslam. Múslímar nota endalausa dynti til að plata og svekkja gestgjafa sína, búrkan er eitt af verkfærum þeirra til þess, jafnframt því að sýna fram á að þeir hafi lamið konurnar sínar það vel fram og til baka að þær séu dauð hræddar um líftóruna í sér. Múslímum er uppálagt mikilmennskubrjálæði í Kóraninum og það sjálfsálit að þeir séu með hina einu réttu trú(arpólitík) og því yfir alla aðra hafnir. Auk þess þá fullyrða þeir að Kafírarnir (Ekki-Múslímarnir) fari til helvítis að jarðvistinni lokinni (les, þeir stinga pólitískum andstæðingum í tukthús til eilífðarnóns), en þeir sjálfir upp í Paradís, þar sem þeir njóta vífs, góðra vína og vistarvera. Kynjamisrétti og rasismi á allan hátt er innbyggt í hið Pólitíska Íslam.
Dr. Wafa Sultan, sálfræðingur og fyrrverandi Múslími frá Sýrlandi, segir að það sé enginn munur á ,,hófsömum" og ,,öfga" Múslímum. Ef einhver er Múslími þá fylgir hann hinu pólitíska og fasíska Íslam 100% og hefur engar fyrirætlanir um að sameinast gestgjafaþjóðfélaginu.
Á meðan Múslímar eru fáliðaðir í gestgjafaþjóðfélaginu, þá segja þeir að allir séu bræður og hafi sama Guð, en um leið og þeir komast í meirihluta þá heimta þeir að allir játist Íslam og Allah og lifi undir Sharia lögum.
Þeir sem ekki játast Íslam eru gerðir að undirmálsmönnum í eigin fjöðurlandi og þurfa að borga verndarskatt. Í Kaíró í Egyptalandi búa 100.000 kristnir menn á ruslahaugum borgarinnar og draga fram lífið með því að endurvinna sorpið. Kirkjur mega þeir hvergi byggja í Múslímaparadísunum og varla halda við þeim sem fyrir eru
.
Breskur blaðamaður komst inn á svæðið þrátt fyrir bann lögreglunnar og birti þrjár fréttamyndir af hneykslinu. Sjá þessa slóð:
http://www.youtube.com/watch?v=cS4HmV6duiU
http://www.youtube.com/watch?v=TlkxlzTZc48
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 21:46
Auðvitað skiptir öllu máli hvort trúarrit eru sönn eða ekki..
Kóran er að stórum hluta byggður á biblíu.. margt er alveg nákvæmlega eins.. þannig að þetta sem þú segir um að kóran sé óráð eins manns fellur algerlega..
Ég minni þig á að geðsjúk kristin galdrakerling var hársbreidd frá því að getað stjórnað kjarnorkuveldi.. algerlega geðsjúkur krissi þar á ferð sem hefði getað kostað okkur allt.
Og hann Bush karlinn var í heilögu kristnu stríði allan tímann, mesti hryðjuverkamaður síðari tíma.
Þessar bækur eru mannskemmandi, þær eru gerðar til að vera mannskemmandi... þær boða bara undirgefni og aumingjaskap, allt heila klappið drifið áfram af sjálfselsku og græðgi í það sem þúveist að þú getur aldrei fengið.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 22:15
Samsuða múhameðs tekur margt úr biblíunni en er engu að síður verk eins manns, sett saman á stuttum tíma og er tekinn orð fyrir orð beint frá guði. Þess vegna er krafan um bókstafstrú miklu mun skýrari í íslam en í öðrum trúarbrögðum.
Hver er þessi galdrakerling?
marco (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 01:29
Mikið er hægt að deila um keisarans skegg...
Sigurjón, 20.8.2009 kl. 01:38
Hvorki marco né Skúli hafa svarað spurningunni - hver eiga viðurlögin við búrkubrotum að vera og hverjum á að refsa?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.8.2009 kl. 02:15
Kóran er ekki samsuða eins manns... hann samsuða sögusagna og bulls alveg eins og biblían.. lengi vel gekk hann jú bara sem munnmælasögur.
Það er nákvæmlega jafn trúverðugt að Mummi hafi farið á hestbaki til himna.. og að Sússi hafi tekið beinagrindina og alles með sér til himna.
Það skiptir engu máli hversu margir trúa á x, það skiptir engu máli hversu margir hafa látið lífið til að verja x... það skiptir engu máli hversu gamalt x er... etc
Galdrakerlingin er hún Palin varaforsetaefni
DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 06:45
Er ekki þegar bannað að hylja andlit sitt á Íslandi nema til að verja sig gegn veðri uppi á fjöllum. Tökum dæmi ef ég færi í hádeginu í dag og tæki fram skíðahúfu þar sem væru eingöngu göt fyrir augun. Ætli ég gæti gengi óáreittur niður Laugaveginn??? Mig minnir að þegar menn voru að ræna banka fyrir nokkrum árum trekk í trekk með skíðahúfu að lögreglan hafi farið að gera athugasemd ef maður væri með skíðahúfu í bænum. Ef þeir gera það(sem ég er ekki alveg viss um) þá er sem sagt þegar bannað að ganga um borgina í búnaði sem hylur andlitið. Á slíkt bann ekki að ganga jafnt um konur sem karla??? Mér er alveg slétt sama um fólk sem hylur hár sitt eins og múslimar gera oft. Það gera það svo margir að menn geta nú ekki farið að banna það líka.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 09:28
Mjög góð grein þar sem komið er að kjarna málsins. Það leysir engann vanda að banna þetta. Þetta á við ótrúlega margt annað í vestrænum samfélögum þar sem pöpullinn helur að hægt sé að losna við hitt og þetta með því að banna það. Í raun sitjum við uppi með heilann haug af gagnslausum lögum sem gera illt verra þar sem verið er að banna allskonar drasl. Þegar eiithvað er bannað þá gerir fólk það bara samt eða fer í kringum það. Klassískt dæmi er kannabis, nýlegt dæmi eru gjaldeyrishöftin.
Kommentarinn, 20.8.2009 kl. 09:37
Sorry, trúleysisnuttari þá.
Og sorry bann virkar ekki, hvort sem það er trúarbrögð eða eitthvað annað.
Að banna íslamskatrú myndi bara verða til þess að auka stuðning við öfgaöfl (bókstafstrúaðanuttara) og fábjána sem nota íslam til að réttlæta hryðjuverk.
Arnar, 20.8.2009 kl. 09:38
Búrkumálið:´
Þar sem sá möguleiki er stíft fyrir hendi að múslímakonur séu píndar til að klæðast búrku og þar með skapa hættur í umferð, skapa vandamál í verslunum auk þess að vera ógnandi, þar sem fjöldamörg afbrot hafa verið framin af fólki í þeim klæðnaði, bæði rán og annað, þá finnst mér rétt að hjálpa heiðarlegum múslímakonum að klæðast ekki þessum búnaði. Það mundi hjálpa þeim í baráttunni við kúgara sína og fasistana bak við hana.
Mín tillaga er því þessi:
Gefa skal 3 viðvaranir og við þriðja brot skal beita sektum.
Við fjórða brot skal konunni vísað úr landi ásamt þeirri fjölskyldu sem píndi hana í þennan búning og er því samsek.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 11:37
Ég spyr þig þá hérna megin líka, Skúli: Hvað með þær konur sem vilja ganga í búrkum? Og hvernig ætlarðu að sanna að konan hafi verið neydd til að klæðast flíkinni?
Svaraðu síðan fyrir þessar dylgjur sem þú varpaðir fram hjá Höllu.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.8.2009 kl. 11:52
Þú skildir ekki lumma á einhverjum heimildum um þetta? Td. tölfræði yfir umferðaóhöpp með tilliti til klæðaburðar ökumanna. Sé einhvern vegin ekki alveg fyrir mér hóp af konum í búrka í td. bankaráni. Og einhvern vegin efast ég um að konur sem eru svo kúgaðar á heimili sínu að þær fái ekki að velja fötin sín sjálf fái leyfi hjá manninum sínum til að keyra.
Alveg sammála, en algert búrka bann er ekki rétta leiðinn til að hjálpa 'heiðarlegum' múslimakonum. Það eru til aðrar leiðir.
Arnar, 20.8.2009 kl. 11:54
ARG...búrkur, krossar, nunnubúningar...allt helvítis trúaráróðurbull á að banna á opinberum vettvangi. Búrkur eiga ekki að sjást í skólum, spítölum, dómssal, eða á neinum öðrum opinberum vettvangi, ekki frekar en krossar, nunnubúningar eða neitt annað trúarrugl.
Vilji kona fra í bæinn að versla í búrku þá er það hennar mál, en kvarti kona undan því að vera pínd í þennan óskapnað, þá ber að bregðast við því. Feðraveldin eru ekki beint með jafnrétti á stefnuskránni, og við því ber okkur að bregðast við. Krafan um jafnræði má aldrei víkja fyrir einhverju andskotans trúarbragðabulli. Islam og kristindómur fara fram á að konan víkji alltaf með sig og sitt...Múhameð og Páll postuli eru nú ekkert að skafa utan af því...
Haraldur Davíðsson, 20.8.2009 kl. 13:53
Stofnendur kristni og íslam voru báðir fjöldamorðingjar... voru svona Hitler týpur, og fólk trúir þeim algerlega, er það ekki fyndið. :)
DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 14:36
DoctorE.
Þú segir að kóraninn sé ekki frá múhameð kominn og innhaldi lög guðs orð fyrir orð. Ég er mikið sammála því. Aftur á móti grundvallast íslam á að svo sé og það skiptir mun meira máli en álit mitt eða þitt.
Hver er stofnandi kristinnar trúar?
Arnar.
Beindu ummælum að þeim sem eiga þau. Bönn virka ekki segir þú. Er það kannski þess vegna sem það er reykt í öllum búðum og bönkum í dag. Bullibull.
Tinna.
Þetta með að framfylgja banni gegn búrkum gæti reynst erfitt en það þyrfti bara að leysast. Mestu máli skiptir að lög, reglur og almenningsálit á vesturlöndum sé gersamlega andsnúið íslam.
marco (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 15:22
Sorry marco, sá þetta eftir að ég póstaði og náttúrulega ekki hægt að leiðrétta eftir á í þessu blog drasli.
Og varðandi bönn þá verður það að vera í samhengi; ef það er bannað að reykja í bönkum þá reykir fólk bara annarstaðar, ef það væri bannað að vera í búrka í banka þá myndi það sennilega virka jafnvel og banka-reykingabann.
En, við erum að tala um allsherjar búrka bann. Ef reykingar yrðu bannaðar (alveg), heldurðu að allir reykingarmenn myndu hætta að reykja?
Arnar, 20.8.2009 kl. 15:54
Arnar.
Ekki strax og ekki alveg. Aftur á móti drægi verulega úr þeim og lítill orðstír þeirra yrði enn minni.
Skorrdal.
Hugmyndir mínar um íslam byggjast ekki á fordómum heldur hef ég kynnt mér málið vel og vandlega. Ég gekk um með alla þessa venjulegu fordóma um íslam áður en ég kynnti mér málið.
Að íslam væri trú friðarins, að kynjajafnrétti væri í raun í íslam en kúgunin tilheyrði bara eldri menningu, að múslimar hafi sýnt öðrum trúarbrögðum einstakt umburðarlyndi og blablablabla.
marco (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 16:01
"múslimar hafi sýnt öðrum trúarbrögðum einstakt umburðarlyndi"
Það er rétt að múslimar sýndu gyðingum mikið umburðarlyndi á miðöldum, miðað við kristna á þeim tíma.
Mér þykir ansi langt seilst ef þú ætlar að fara að afneita merkilegum hluta mannkynssögunnar.
Ég þekki engan sem heldur því fram að í raun sé jafnrétti kynjanna í íslam, en hins vegar heyrist það oft sagt um kristni. Það er alveg jafn mikið kjaftæði að halda því fram að allar múslimakonur séu kúgaðar og að halda því fram að allar kristnar konur séu það, þó hluti af báðum hópum sé í raun og veru kúgaður.
Það fer í taugarnar á mér þegar fólk gargar um hvað íslam sé slæmt, en sér ekki neitt slæmt við kristnina. Staðreyndin er að þetta er sami grautur í sömu skál.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.8.2009 kl. 16:19
"Tragedy in (Wichita / Ottawa / Nepal / Israel), where (an anti-abortion activist / a devout Muslim / Hindu extremists / Ultra-Orthodox Jews) (murdered a doctor / murdered his sister and her lover / blew up a Catholic Church / beat up some missionaries) in order to (stop him from performing abortions / restore honor to his family / make Nepal into a Hindu state / prevent conversions). Spokespeople for (anti-abortion groups / Muslim organizations / Hindu nationalists / ultra-Orthodox Jews) urged that we not judge all their members based on the actions of (“extremists” / “extremists” / “extremists” / “extremists” ):
In any event, we should be very careful with our words, as it wouldn’t be fair to blame an isolated incident on (religion / religion / religion / religion)."
http://yrif.org/2009/06/01/tragedy-in-wichita-ottawa-nepal-israel/Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.8.2009 kl. 16:31
Ég mæli með því að fólk lesi þessa grein: http://www.theatlantic.com/doc/200305/lewis
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.8.2009 kl. 17:04
Í Frakklandi er verið að vinna að lögum til þess að banna búrkur.
Lilja Skaftadóttir, 20.8.2009 kl. 17:28
Páll postuli eru nú ekkert að skafa utan af því
Það er ein klaufaleg setining sem Páll lét út úr sér fara um konur í söfnuðum og ekki var hann óbrigðull frekar heldur en aðrir.
Síðan var bara mjög takmarkað hvað menn gátu sagt á þessum tíma því að feðraveldið var það mikið.
DoctorE, upprisan er möguleg en þetta er ekki staðurinn til þess að fara út í það. Hey, hann getur líka gengið í gegnum veggi ef þér líður eitthvað betur við það. Principles. Þannig að "galdrar"er eitthvað sem að þú skilur ekki. Fullorðin maður getur gert meira en þriggja ára barn. Svipað dæmi.
Ég rakst á þetta:
http://icekeiko.blog.is/blog/icekeiko/entry/929985/Og ég les það á milli línana að múslimar séu ekkert nema skítapakk sem kann ekki að þvo sér. Í fréttini er sagt að það sé verið að ræna konur sérkenum sínum með þessu burkini sem eru sundföt. Eru þá sérkenni kvenna bara líkaminn? Hvað með sérkenni þeirrar menningar og valfrelsi. Mér sýnist margir vilja mono menningu þar sem allt rennur út í eitt því að allt er eins.
Jóhann Róbert Arnarsson, 20.8.2009 kl. 18:14
Trú er hækja, ykkur er óhætt að "trúa" því, hafið trú á ykkur sjálfum en ekki einhverjum skáldskap sem breytist frá öld til alda.
Sævar Einarsson, 20.8.2009 kl. 18:20
Menn taka það sem þeir geta notað í það og það skiptið.
Jóhann Róbert Arnarsson, 20.8.2009 kl. 18:45
Principles breytast aldrei: 2 + 2 = 4. Hver er meginreglan? Plúsmerkið. Það merki getur maður notað á margar tölur og fengið margar mismunandi niðurstöður en hin undirliggjandi meginregla sem niðurstöðurnar eru bygðar á breytist ekki/aldrei. M.ö.o, hún er elíf eða eternal. Allur sannleikur er bygður svona upp meðan staðreyndir er eitthvað sem breytist og líður undir lok. Og stundum notar maður mínus í staðinn fyrir plús, fer eftir því hvað maður er að gera. Sumir eru bara búnir að upgötva fleiri principles heldur en aðrir og maður getur notað þær til þess að búa til samlíkingar og dæmisögur. Þannig að meginreglur koma frá Guði ef að það mætti orða það þanning.
Jóhann Róbert Arnarsson, 20.8.2009 kl. 19:45
Búrkubann,
Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvernig gengur að framfylgja búrkubanninu í Frakklandi. Auðvitað verður það ekkert mál, þegar á reynir og beita skal hörðum viðurlögum.
Ekki var neitt mál að banna reykingar hér á opinberum stöðum, ætli múslímakonurnar eigi eitthvað erfiðara með að hlýða búrkubanni? Varla.
En sem sagt: Niður með íslam og fasismann sem í íslam er og niður með sharia löginn og alla villimennsku sem fylgir íslam út um allan heim.
Bókstafstrúar múslímar hafa nú framið um 14.000 hryðjuverk síðan 11. sept. 2001. Hægt er að lesa hvað margir féllu, særðust, stað og stund á http://www.thereligionofpeace.com.
Þeir sem vilja sjá lista yfir afbrot og þjófnaði sem framdir eru af konum eða körlum vinsamlegast fari á google.com og skrifi inn orðin: ,,Burka clad Robbers." og upp kemur endalaus runa þjófnaða sem framin hafa verið í skjóli búrkunnar. Eftirlitsmyndavélar greina ekki andlitin og lögreglan stendur ráðþrota gagnvart svona glæpum. Einnig prófa: ,,burka clad jewellry thieves" ,,
Burkur eru notað til að leika á tollverði, smygla inn extra eiginkonum, ræna allar tegundir verslana og leyna endalaust heimildum á sér.
Búrkukonur eru stór hættulegar í umferðinni samkvæmt fréttum frá Hollandi og annars staðar, vegna takmarkaðs skyggnis. Og þannig mætti endalaust telja.
Enginn veit hvað er undir búrku á götum úti, getur verið karlmaður með alvæpni þess vegna.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 20:53
Skúli,
Þessi lönd eru nú að brjótast undan feðraveldinu eins og hin vestrænulönd gerðu fyrir 2000 árum síðan. Kaldar eru það kveðjunar að vilja hneppa fólkið í annað ferðraveldi þar sem fólk getur ekki ráðið því í hverju það klæðist.
To love something you have to understand it.
Þú ert það sem kallað er á enskunni, a fear mongerer.
---
The power of individuality must always be maintained while at the
same time advancing in group consciousness.
Jóhann Róbert Arnarsson, 20.8.2009 kl. 21:20
"Þessi lönd eru nú að brjótast undan feðraveldinu eins og hin vestrænulönd gerðu fyrir 2000 árum síðan"
Ég tek það aftur, munurinn er ekki það mikill, 500 ár? Hmm...
Jóhann Róbert Arnarsson, 20.8.2009 kl. 21:35
Nop, 100 - 200 ár og þá er ég að miða við kosningarétt og annað og í sumum tilfellum er meiri munur, 250 ár og sumum minni eins og 50 ár.
Jóhann Róbert Arnarsson, 20.8.2009 kl. 21:55
Kristni og Islam eru ekkisami grautur í sömu skál. Ef svo væri þá myndum við ekki blogga hér um þessa hluti. Islam hefur andstætt kristni ekki getað þróast frá alræðis og forræðishyggju.
Kristni einsog ég þekki hana í dag á Íslandi amk er ekki af sama heimi og Islam. Fyrir mér eru þessar trúarhugmyndir araba ósamrýmanlegar lýðræði og málfrelsi. Söguleysi þeirra er algjört. Allt sem gerðist fyrir daga Múhameðs og er ekki fært í Kóraninn er fyrir þeim marklaus og hégómleg saga þegar heimurinn og þeir sjálfir óðu í villu og svíma.
Slíkar hugmyndir þegar þær koma upp í Kristni eru vægar og mun persónulegri en þetta mannfjandsamlega viðhorf Islams. Þessar hugmyndir eru óvinur okkar í dag númer eitt en ekki fólkið sjálft. Við verðum að gera grein á þvi og hugmyndum þeirra um heiminn.
Allt frjálslyndis tal til að 'vernda' rétt þeirra til að vera 'þeir sjálfir' eru vatn á myllu öfga aflanna og hjálpar okkur ekkert í því að konfrontera þetta skaðræði sem Islam er. Það að hafa sympatí með þessu gengi er einsog að hafa ekki nennt að berjast gegn nasistum á sínum tíma.
Ég trúi því samt að hægt sé að útrýma Islam með einföldum hætti: lýðræði byggt á tjáningarfrelsi. Það er það dýrasta sem vesturlönd þrátt fyrir allt hafa afrekað fyrir sitt leyti. Það ber að verja og útbreiða. Í því stríði getum við ekki leyft okkur að haf annan standard fyrir múslima og okkur sjálf. Hvorki í klæðaburði, almennri menntun eða velsæmi. Það á að 'móðga' múslima á sama hátt og við móðgum okkur sjálf og okkar pótintáta.
Gísli Ingvarsson, 20.8.2009 kl. 23:24
"Kristni og Islam eru ekkisami grautur í sömu skál. Ef svo væri þá myndum við ekki blogga hér um þessa hluti. Islam hefur andstætt kristni ekki getað þróast frá alræðis og forræðishyggju."
Hvar vorum við fyrir einni öld síðan? Á mjög svipuðu róli og þessi lönd. Sumir hér sem eru að blogga hafa ekki enn getað þróast frá henni. Ef fólk hefur ekki kynnst frelsinu hverning á það þá að þekkja það? Þá geta sumir sagt; ef að fólkið þekkir ekki frelsið hverning á það þá að geta metið það? Við gerðum það með tíð og tíma. Þessi afstaða leysir ekki neitt, að halda fólkinu áfram í nauðung því að það á að vera svo "vant" því og vilja ráða yfir hug þess eins og vélmenum á grundvelli hvers "trúar" það er og þanning er ráðist að fólkinu sjáfu og mennigngu þess á fölskum formerkjum. Þ.e.a.s. þeim að við séum að hjálpa þeim að taka upp okkar rétrúnað sem er þá kristni og okkar menning og lífsmáti.
"Kristni einsog ég þekki hana í dag á Íslandi amk er ekki af sama heimi og Islam. Fyrir mér eru þessar trúarhugmyndir araba ósamrýmanlegar lýðræði og málfrelsi. Söguleysi þeirra er algjört. Allt sem gerðist fyrir daga Múhameðs og er ekki fært í Kóraninn er fyrir þeim marklaus og hégómleg saga þegar heimurinn og þeir sjálfir óðu í villu og svíma."
Hér er látið að því liggja að allur þeirra heimur sé ekkert nema Íslam (lesist öfgar) og ekkert annað og allt prógrammað eftir því sem hugsunarlaus dýr. Þetta gerist þegar menn hugsa ekki samkvæmt almennri skynsemi, þá koma svona blammeringar.
"Slíkar hugmyndir þegar þær koma upp í Kristni eru vægar og mun persónulegri en þetta mannfjandsamlega viðhorf Islams. Þessar hugmyndir eru óvinur okkar í dag númer eitt en ekki fólkið sjálft. Við verðum að gera grein á þvi og hugmyndum þeirra um heiminn."
Ég get ekki séð eitthvað vægt við að útþurka sérkenni og menningu fólks í krafti laga og brottvísingar úr landi því að það vill kannski klæðast einhverju öðru en við gerum. Þetta eru ekkert annað heldur en nauðgun á huga fólks og reyna að stjórna því hvað fólk er að hugsa. Fólk verður ekki vesturlandabúar einn tveir og þrír og síðan hvenær var það krafan?
"Allt frjálslyndis tal til að 'vernda' rétt þeirra til að vera 'þeir sjálfir' eru vatn á myllu öfga aflanna og hjálpar okkur ekkert í því að konfrontera þetta skaðræði sem Islam er. Það að hafa sympatí með þessu gengi er einsog að hafa ekki nennt að berjast gegn nasistum á sínum tíma."
Það voru margir sem vildu fara frá þýskalandi nasismanns 193x og fengu hæli því að þeir sáu hvað var í uppsiglingu. Átti þá að banna þeim að elda þýska rétti og koma með föt frá heimalandinu? Þetta eru ekkert annað en öfgar af seinustu sort.
"Ég trúi því samt að hægt sé að útrýma Islam með einföldum hætti: lýðræði byggt á tjáningarfrelsi. Það er það dýrasta sem vesturlönd þrátt fyrir allt hafa afrekað fyrir sitt leyti. Það ber að verja og útbreiða. Í því stríði getum við ekki leyft okkur að haf annan standard fyrir múslima og okkur sjálf. Hvorki í klæðaburði, almennri menntun eða velsæmi. Það á að 'móðga' múslima á sama hátt og við móðgum okkur sjálf og okkar pótintáta."
Það eiga að ríkja ein lög í landinu en klæðaburður og einskaklingsfrelsi og framtak er annað mál svo að maður tali nú ekki um frelsi til þess að hugsa sjálfstætt sem á ekki að vera bundið í lög. Besta leiðinn til þess að útrýma öfgum er frelsi!
Ekki trúi ég á útrýmingarbúðir í hverskonar formi sem þær kunna að birtast.
Jóhann Róbert Arnarsson, 21.8.2009 kl. 00:47
Jóhann.
Mér fannst nú eiginlega ósmekklega að þér vegið hér fyrr á þessum þræði.
En............
Bong, bong, bong.
marco (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 01:03
Lífið er svo mikið þanning að fólk vill fría sig frá öllum hugsanlegum vandkvæðum og þá á aðveldann hátt. Fólk lítur á "Íslamskan hugsunarhátt" sem hættulegan og það að þeir séu í striði við vestulönd og fólk vill ekki fá einhverja hugsanlega sprenjumenn hér inní landið etc etc etc.
Þú leysir ekki það mál svona.
So
Bong, bong.
Jóhann Róbert Arnarsson, 21.8.2009 kl. 01:27
Sæl Tinna og aðrir bloggarar hér
Það á ekki að banna búrkuna nema þar sem slíkur klæðnaður gengur ekki upp vegna starfs viðkomandi, t.d. er ekki hægt að leyfa lögreglukonum eða körlum að klæðast einhverjum sérfatnaði, því lögreglan á að vera fulltrúi laga og réttar á vegum ríkisins og af praktískum ástæðum gengur ekki að vera með hulið andlit í opinberu starfi. Lög eiga ekki að skipta sér af klæðnaði fólks í einkalífi þess, hvort sem okkur líkar klæðnaðurinn betur eða verr. Frelsi til að velja sér klæðnað verður að virða svo lengi sem það kemur ekki niður á öðrum eða sameiginlegum stofnunum þjóðar.
Bestu kveðjur - Svanur
Svanur Sigurbjörnsson, 21.8.2009 kl. 03:01
Frá Höllubloggi, svona for fun.
Halla til Tinnu:
"Tinna: Auðvitað og vitanlega er það erfitt fyrir konu er hefur verið bæld niður og falin allt sitt líf að koma skyndilega fram án skjóls búkunnar."
Þetta er ályktun sem ekki á alltaf við rök að styðjast, að það sé bæling í gangi.
"AUÐVITAÐ. Og auðvitað er stór hluti þeirra sem mundi aldrei treysta sér til þess."
Málið er frekar það hvort að þú treystir þeim fyrir frelsinu.
"Frelsið er erfitt hverjum þeim er aldrei hefur þess notið."
Þess vegna er um að gera að kynna fólkið fyrir frelsinu en ekki að ráðskast með það hverning það klæðir sig, það jafngildir stríðsyfirlýsingu á þeirra menningu og líf.
"En það á ekki að stöðva rétt þeirra til sömu mannréttinda og við eigum að venjast."
Eitt af fyrstu atriðum í mannréttindum er valfrelsi svona eins hverjum á að giftast og hverning á að klæða sig, samt viltu ólm taka þau mannréttindi af þessum konum sem að þú segist vera að verja.
"Hvað með dætur þeirra og allar þær konur sem á eftir þeim koma. Við verðum að byrja einhverstaðar og ég held að þetta sé ein leiðin. Þetta verður erfitt en það mun leiða til breytinga sem mun bæta líf og réttindi kvenna í framtíðinni."
Breytingar verða að vera sjálfuppteknar þegar fólk hefur val. Það þýðir ekki að þröngva einhverjum lífstíl yfir fólk í formi jafnaðarstefnu þar sem sumir eru greinilega jafnari en aðrir eða þeir sem með völdin fara yfir lífi fólks. Þetta hefur verið reynt margsinnis í gegnum söguna í gamla sovét og annars staðar og hefur alltaf endað með hörmungum.
Betri leið er að láta fólk ráða sér sjálft
Jóhann Róbert Arnarsson, 21.8.2009 kl. 03:39
Jóhann Ragnar. Þú tekur upp álstað fyrir hættulegustu sértrúarhreyfingu (sekt) sem nú er að ógna okkur. Það viltu gera í nafni 'frelsis' sem tekur tillit til sérkenna þeirra á okkar kostnað. Annað hvort ertu múslimi í skápnum sjálfur eða kjáni. Varðandi sögukennslu múslima þá mun það koma þér á óvart að þeir fyrirlíta tímana fyrir 520 og taka ekkert mark á þeim nema það sem sagt hefur verið í kóraninum. Það er nú eki beinlínis góð heimild.
Það er gaman að nota orðið útrýma því þá fá menn tenginguna einsog þú hugsunarlaust að stofna eigi búðir með tilheyrandi gasleka. Þar sem þú ert meðallagi læs fyrir ofstæki þá stóð að útrýmingin fælist í lýðræði og málfrelsi.
Eg veit að þú og sennilega sú sem hóstar þessa síðu eru með kristnihatur á heilanum og teljið það fínt og upplýst. Vísindalega sannað að trú sé bull og svoleiðis. Það bætir ekki upp að skriðdýrið í ykkur kemur í stainn fram fyrir Islam sem þið þorið eki að konfrontera á þeim forsendum sem það er framsett. Mann og kvenfjandsamlegasta pólitíska kerfi sem það er. Það er 99% pólitík og 1% trúarbrögð. Það er það sem gerir þau hættuleg fyrir hvaða þjóðskiðulag sem þarf að díla við þá. Hinsvega er pólitíkin svo fasistísk í grunninn. Bundin við feðraveldi og kóranskýringaklíkur einsog múllah og Ayatolla sem halda því einu fram sem hentar þeim á hverjum tíma. Núna eru þeir ofstækisfullir flestir. En á tímum þegar þeir voru underdogs voru þeir bljúgir og hlédrægir einsog við viljum hafa þá.
Búrkumálið snýst ekki um frelsi heldur helsi. Þú þorir bara ekki að horfast í augu við það. Þú hopar skref fyrir skref tilbaka fyrir þessum illu öflum til þess eins að þurfa ekki að taka á þeim. (það er svo miklu léttara að segja kristnu kúkalöbbunum að éta skít).
Mér er sama um burkur og tel ekki þurfa að banna þær en núna er kominn tími til að tala við þann kúltur sem þetta býður okkur með tveimur hrútshornum. Það þætti mér vænt um að sjá ykkur 'trúleysingjana' þora. Þvílíkar endemis heilalausar skræfur. Hryggleysingjapakk.
Auðvitað myndi engin vestrænn karlmaður með fullu viti láta konuna sína ganga á bikiní eftir götum múslimaborgar. Jú ef hann gæti beitt henni fyrir sig í pólitískri baráttu til að sýna fram á hversu múslimar eru fjandsamlegir nekt og ofsækja okkur og banna fyrir að sýna venjulegt vestrænt velsæmi.
Gísli Ingvarsson, 21.8.2009 kl. 09:17
"Eg veit að þú og sennilega sú sem hóstar þessa síðu eru með kristnihatur á heilanum og teljið það fínt og upplýst."
Á hvaða lyfjum ert þú vinur minn???? Og allur þinn texti er eftir þessu. Þín dómgreind er ekki upp á marga fiska. Og ef að þú notar nafnið mitt...why bother?
Jóhann Róbert Arnarsson, 21.8.2009 kl. 10:04
Gaman að sjá þig Gísli. Eins og talað út úr mínu hjarta. Þetta blessaða fólk mun verja úlfinn og hrækja á veiðimanninn þangað til úlfurinn étur það. Því er nefnilega sama um illskuna og óréttlætið svo framarlega sem það getur talið sér trú um að hafa unnið rökræðuna.
Þetta er athyglisvert með söguskoðun múslima fyrir múhameð. Ég hef átt í orðaskaki við íslenskan múslima þar sem hann hélt því fram að múhameð hafi gert svo strórkostlega hluti fyrir konur. Fyrir hann voru þær dregnar og hárinu og nauðgað af öllum alla daga sagði hún.
Blæjan er bara konum til verndar segja múslimar stundum, stundum segja þeir að blæjan sé ekki íslömsk, allt eftir því hversu upplýstan um íslam þeir telja viðmælandann vera.
Ég trúði svo til öllu sem um íslam var sagt af múslimum og pólítískum rétthugsuðum hér áður fyrr. Öll viðurstyggðin í kringum íslam var bara verk öfgamanna sem misskildu orð spámannsins. Það var ekki fyrr en ég las kóraninn sjálfur og dembdi mér aðein oní þetta sem mér varð ljóst að innsta eðli íslams er kúgun og grimmd.
marco (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 10:07
Jóhanna sagði:
"Því miður hef ég ekki tíma vegna starfa minna að svara því sem hér hefur komið fram varðandi mín orð. Vil þó fá að svara þessu sem Jóhann skrifar:
"Það eiga að vera ein lög í landinu og það þýðir ekki að setja lög gegn menningu (targeted discrimination) eins hóps, þá ertu komin með sérreglur með allri þeirri óáran sem fylgir því."
Í menningu stórra þjóðfélagshópa tilheyrir að umskera stúlkubörn, ef við setjum lög gegn þeirri menningu erum við að stunda "targeted discrimination" ?"
Það þarf ekki að setja lög gegn því, fellur undir almenn hegningar lög um ofbeldi ganvart ólmálga stúlkubörnum og fólk ber að fara eftir lögum þess lands sem það er búsett í eða aðlögum m.o.ö.
"Að öðru leyti fagna ég umræðunni, því að við megum aldrei sofna á verðinum hvað varðar kúgun - hverrar sortar sem hún er.
Að gefnu tilefni: Ég er ekki talskona þess að ein trú (þá líka vantrú) sé betri en önnur á meðan að fólk ástundar kærleika og gerir gott."
Sammála þér þar, það eru hins vegar leiðirnar sem skipta máli.
Jóhann Róbert Arnarsson, 21.8.2009 kl. 10:15
Þessu beindi ég til Skúla a öðru bloggi:
Í sambandi við það hvers vegna ég gagnrýni íslam ekki jafn mikið og kristnina, þá er það einfaldlega þannig að kristnin hefur meiri áhrif á daglegt líf mitt. Hér eru ekki stórir hópar múslima, ég var ekki látin læra vers úr Kóraninum í skóla, ég er ekki skikkuð í frí á helgidögum múslima, Alþingi er ekki opnað með ósk um að Allah blessi landið, og skattpeningarnir mínir fara ekki í að byggja moskur eða borga múslimaklerkum laun. Þin skynjun er sú að ég “sleiki upp” múslima, en það eina sem ég er að reyna að gera er að benda þér og öðrum á að ekki allir múslimar eru eins. Ég hef ekkert á móti kristnum frekar en múslimum, svo lengi sem þeir eru ekki að troða sinni trú upp á mig. Þú hins vegar sérð ekki muninn á almennum múslimum og öfgafólkinu sem vill öllu ráða og allt drepa. Það fólk býr ekki á Íslandi, og því er þín “barátta” ekki jafn mikið hugrekkimerki og þú vilt halda. Ef þú færir að berjast gegn íslam þar sem það er raunverulegt vandamál - t.d. i Sádi Arabíu eða Afganistan - væri hægt að kalla þig hugrakkan. Maður sem situr við tölvuna sína uppi á Íslandi, þar sem engir öfgamúslimar hafa sig í frammi og þar sem islam hefur engin áhrif á daglegt líf landsmanna er ekki hetja. Hann er bara sorglegur gamall karl að berjast við vindmyllur.
Svörin sem ég fékk voru á þá leið að ég væri ofvirk, hefði "ekki lært á bremsurnar í foreldrahúsum" og svo auðvitað sama gamla kjaftæðið um að ég væri naívisti. Ó, og hið vel rökstudda og málefnalega innlegg marco: "Svo sorgleg Tinna".
Það er ekki hægt að ræða við þetta fólk.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.8.2009 kl. 11:01
Ertu voðalega stolt af þessari dembu á Skúla Tinna mín?
Æi. Það var nú gott.
marco (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 11:24
PÓLITÍSK STEFNA ÍSLAMS Í HNOTSKURN.
Myndbandið skýrir sig sjálft.
http://www.youtube.com/watch?v=G5HQ2DgZDVY&eurl=http%3A%2F%2Fwww%2Eibloga%2Eblogspot%2Ecom%2F&feature=player_embedded#t=132
RAMADAN HÁTÍÐIN ER AÐ BYRJUÐ OG HEFÐBUNDIN SLÁTURTÍÐ MÚSLÍMA ÚT UM ALLT.
BAGDAD, AFGANISTAN
http://www.youtube.com/watch?v=Mco1U0Ia4n0&eurl=http%3A%2F%2Fwww%2Eibloga%2Eblogspot%2Ecom%2F&feature=player_embedded
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 11:58
marco: vertu málefnalegur eða haltu þig úti.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.8.2009 kl. 12:22
Þetta með frakkland og hugmyndir eru uppi um burkubann, þá er sagt að í Frakklandi sé tala þeirra kvenna er kövera bæði líkama og andlit(Burka eða niqab) - 367.
367. Og eru ekki muslimar um 5-6 miljónir og segjum að þar af sé 2 1/2 - 3 mljónir konur. Tja þetta er eigi há prósenta. Mælist varla.
Eins er með þessa burkuumræðu í Danmörku. Þar er talið að 5 konur gangi í burku - þó gæti það verið overestimeitað.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.8.2009 kl. 14:22
Klæðnaður er eitthvað sem allir eiga rétt á að velja sér sjálfir...upp að marki. Hver sem er má t.d. ekki klæðast lögreglubúningi, slökkviliðsbúningi, sýslumannsbúningi....en að sama skapi á búrka ekki erindi allsstaðar.
Vilji kona ganga í búrku þá er fáránlegt að banna henni það, vilji hún ekki ganga í búrku, er fáránlegt að pína hana til þess. Opinberar fígúrur eiga augljóslega ekki að ganga í búrku, við stýrið á farartæki er búrka hættuleg, trúarbull eins og búrka og nunnubúningur á ekki erindi inn í skólana....og það má minna á að það gilda á Íslandi reglur um jafnræði og jafnrétti. Ef við setjum notkun búrku engin takmörk, þá erum við að leyfa mismunun vegna kyns, leyfa kúgun SUMRA kvenna, leyfa það að til verði reglusett sem er á skjön við þau lög og reglur sem gilda hér á landi.
Getum við leyft kúgun á ákveðnum hópi kvenna á forsendum heimskulegrar pólitískrar réttsýni?
Það kom fram hér framar að feðraveldin séu að færast í átt til betri vegar, en það er fjarri því að við eigum að gera tilslakanir á lögum um mismunun og jafnrétti bara vegna þess...hverskonar röksemdafærsla er það?
Margar múslimskar konur kjósa að ganga í búrku, og þeim á að vera það frjálst svo framarlega sem það stangast ekki á við kröfur um öryggi ( t.d í umferðinni), eða reglur um félagslegt hlutleysi ( t.d. kennarar, lögregluþjónar).
En hvernig sem við snúum þessu, þá stendur eftir sú STAÐREYND að búrkan er notuð sem kúgunartól, og það má aldrei leyfa, svo ef löggjöfina okkar skortir eitthvað sem hægt er að nota þeim konum til stuðnings og hjálpar, sem eru kúgaðar til að ganga í búrku, þá eigum við einfaldlega að laga það.
Grundvallarreglan um jafnræði kynjanna hlýtur að vera heilög, hún er það í mínum huga, og þetta er einn af hornsteinum samfélagsins, og á að vera undantekningalaus regla. Karlar, spyrjum okkur til dæmis að því hvernig okkur þætti að vera kúgaðir til að safna hári og skeggi? Myndum við samþykkja það bara af því að SUMIR karlar kjósa það? Myndum við samþykkja að ákveðinn hópur karla væri píndur til að skera hvorki hár sitt eða skegg?
Það held ég ekki....
Haraldur Davíðsson, 21.8.2009 kl. 14:26
Ertu að meina að menn gangi í alvöru sjálfviljugir með skegg???
Ég verð pirraður á bara nokkra daga broddum..
En með skeggið, er ekki jafn mikið óréttlæti í því að pína menn að ganga með skegg og að banna þeim að hafa skegg?
Arnar, 21.8.2009 kl. 15:32
My point exactly...og jújú vissulega erum við sumir með sjálfvalið skegg...
Haraldur Davíðsson, 21.8.2009 kl. 15:37
Ef Skúli & Co (sorry marco) gætu bara nýtt brotar brot af þessari reiði sem hann hefur í garð múslima í að berjast gegn skeggvexti. Td. alveg viss um að það eru MIKLU fleirri skeggjaðir menn á íslandi en múslimar, jafn vel ein og ein kona. Skeggvöxtur er miklu alvarlegra mál á íslandi en fjölgun múslima
Arnar, 21.8.2009 kl. 15:43
Búrkan er sterkt symbol miðað við skupluna. Það er fyrir okkur venjulega hálfvita svona einsog fuck you sagt upp í opið geðið á manni. Það er tákn gríðarlegrar mismununar. Kynjamisréttið er bara forbókstafurinn. Þær konur sem ganga í skuplum neyðast til þess fyrir þrýsting trúbræðra sinna. Þær sem ganga í búrkum eru sennilega að því af 'fúsum og frjálsum vilja'?
Ég hef kynnst því að vera 'einn' innan um 'trúaða' muslima í skandinavíu og það er ekkert fyndið. Eftir þá reynslu gef ég þeim ekki séns til að ná höggstað á mér og mínum. Hvernig múslimar eru heima hjá sér td í Pakistan getur verið allt annað viðmót enda hef ég aldrei verið þar en kynnst ungum pakistana sem var á flótta undan hugsanalögreglunni. Ég get ekki botnað þá sögu en hann hefur tæpast sloppið.
Múslimar og bandarískir evangelistar eiga mjög margt sameiginlegt. Konvertering þarna á milli öfganna ætti eða vera písofkeik.
Áhrif kristni á okkur eru engu minni en áhrif okkar á kristni. Ég get þó valið. Hjá múslimum er ekkert val. Við getum gert gys að trú kristinna og framið ýmislegt sem þeir telja saurgun án þess að það valdi meiri viðbrögðum en eðlilegt getur talist. - Að gera grín að spámanninum er hinsvegar gríðarlega áhættusamt. Að reyna túlka Kóraninn öðruvísi en hefðin segir þeim er guðlast og refsing við því er líflát. Salman Rushdie er enn að glíma við eftirmál. Það sem hann skrifaði var algerlega meinlaust séð frá okkar sjónarhóli en það var ekki málið heldur að hann skyldi leyfa sér að túlka súrur úr Kóraninum að eigin geðþótta.
Það er einfalt að vera múslimi. Það þarf ekkert að kunna nema þrennt til að byrja með. Það er þvi einfalt að konvertera og síðan læra siðalögmálið eftir hendinni. Tekur svona eina kynslóð. En að aflæra allt það bull er ekki písofkeik hefur sýnt sig. Gríðarlegur félagslegur þrýstingur er á meðlimina. Þetta er einsog í bandarísku dómsdagssöfnuðunum. Þegar þú ert kominn inn þarftu helst að skipta um nafn. (Yusuf Islam). Þú ert ekki lengur hluti af venjulegu ríki heldur ertu þegn í ISLAM og þaðan er engin leið út (það er svo æðislegt) þar sem fullkomið réttlæti og friður ríkir. Ef það eru fáeinir sem klæðast búrkum þá eru hinur fráföllnu ennþá færri. Hommar og lespíur eru opinberlega ekki til en ef svo væri þá er það ekkert djók ef réttlæti islam er beitt á slíkt fyrirbæri. Þá er ekki verið að tala um réttinn til að giftast sama kyni í moskunni. Á að skylda múslima að taka 'kynvillinga' í sátt?
Eitt get ég þó sagt gott um islam. Áfengi er ekki haft í hávegum. Það er klókt en svolítið barnalegt. Annað er að vegna söguleysis þeirra þá geta þeir lagt stund á vísindi af töluverðu fordómaleysi. Kóraninn viðist ekki leggja miklar hö,lur á vísndaiðkun eða ekki notaður til þess. Þeir eru því oft furðu praktískir með peninga og lögmál viðskipta eru þeim ekkert framandi. Hermenn eru þeir góðir ef það telst til dyggða. Samheldni innan fjölskylda er mikil en þar af leiðandi áhættusamt að ganga í berhögg við vilja höfuð hennar. Við sem höfum sprengt upp stórfjölskylduna eigum litla sæmd inni hjá þeim fyrir vikið.
Eru allir múslimar eins? Svar Nei. Hafa allir múslimar sömu skyldur gagnvart trú sinni? svar já. Hvort ræður einstaklingurinn og þarfir hans eða trúin? Svar trúin. Einstaklingurinn hefur enn ekki sömu stöðu og við þekkjum á meðal okkar. Á þetta geta svo múslimar spilað. Þeir líta alveg eins út? Þeir eru 'fórnarlömb' og þarfnast ákveðinnar verndar? Þeir kunna að nýta sér veilur laganna alveg einsog við? Bara þeirra markmið er yfirráð sinna hugmynda á kostnað okkar. Fjölmenning er ekki til í Islam. Þar er bara ein menning. Það að til eru litlir hópar gyðinga og kristinna er af praktískum ástæðum þar sem slíkir gátu framkvæmt það sem rétttrúuðum var bannað. Þetta voru réttindalítil 'húsdýr' og eru enn. Islam er meira pólitík en trú þegar upp er staðið. Heimsyfirráð eða dauði.
Gísli Ingvarsson, 21.8.2009 kl. 15:46
Hér kemur tilvitnun í grein sem Tinna bendir á: All three women confess their burning desire to work. They acknowledge, however, that they have made a major sacrifice for this religious commitment since no jobs in Egypt are willing to hire niqab women. It is not illegal for niqab women to work, however, most employers, particularly those in the private sector, confess openly that a woman covering her face exudes an uninviting air – and that is bad for business. - Takk Tinna og þetta finnst þér allt ílagi? Einmitt það sem mér finnst: Bad for buisiness. Konunum langar til að vinna en trúartáknið banna þeim það. En samt er ekki banað í Kairo að klæðast þessu plaggi heldur banna þær sér það sjálfar að vinna af trúarástæðum"! Hentugt.
svo þetta “When I wore the niqab, I had been engaged for 6 months,” recalls El-Meshad. “My parents were afraid that my husband influenced me. But it wasn’t like that at all. The first thing I did before I wore it is I asked my mom and dad. My mom said, ‘I can’t tell you not to do something that is good for you.’ My dad actually got me my first niqab. So, you see, I chose this.” Foreldrarnir héldu náttúrulega (sem þeir vissu) að kærastinn hefði þessi áhrif á hana svo hún spurði mömmu hvort hún mætti ekki ganga í svona búrku og mamma sagði að hún vildi ekki banna henni það sem væri gott fyrir hana! (Væmið) Svo fór pabbi gamli í Alkaída Megastore og keypti nokkrar búrkur handa henni svo það var enginn sem neyddi hana til neins, hún bara ákvað þetta allt sjálf einsog skvísan á vesturlöndum sem klæðir sig í leðurog gúmmí með grímu og svipu til að örva kynlífið.... ( sick)
Ég held bara áfram að hneykslast.
Gísli Ingvarsson, 21.8.2009 kl. 16:11
Sæll Gísli,
Ef ég ætti að gefa þér einkunn á skalanum 0-10 fyrir innsýn í Íslam, þá mundi ég gefa þér háa einkunn nánar 9,00. Þetta er óvenju flott hjá þér.
Tinna, ég er ekki hann Marco þá að við séum á sömu línu.
Arnar, mér þykir jafnvænt um múslíma og annað fólk, það er stjórnmálastefnan íslam sem ég gangrýni vegna ofurfasismanum í stefnunni.
Haraldur: greinin þín er góð.
Jóhann er fínn á sínu sviði, en erfitt að tengja það sem hann skrifar inn á umfjöllunarefni þráðarins, mætti vera betur jarðtengdur, en það gildir líka um Tinnu. Vona að þau þroskist bæði með tímanum.
Marco fær einkunina 10 hjá mér. Er alltaf góður.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 18:16
Eins og mér er illa við að bæta mínu kommennti við svona langan lista af rugli þá bara get ég ekki setið á mér að leiðrétta bullið í honum Ómari hérna fyrir ofan. Ef að það eru bara fimm búrkuklæddar konur í öllu Danaveldi þá er það stórmerkilegt að þær búa allar í nágreni við mig. Og fá greinilega frænkur sínar og ömmur frá langtíburtistan reglulega í heimsókn.
Tek það fram að ég bý ekki í Köben heldur í sveitalúðaJótlandi. Og.... Ég er ekki að segja að ég detti um múslina þegar ég geng út um hurðina hjá mér. En órökstuddar ýkjur hjálpa ekki málfluttningi ykkar.
Ólidanski (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 18:50
Skúli:
"mér þykir jafnvænt um múslíma og annað fólk, það er stjórnmálastefnan íslam sem ég gangrýni vegna ofurfasismanum í stefnunni."Líka Skúli:
"Það gæti verið að þið þekkið nokkra viðmótsþýða, vingjarnlega, menntaða og vestrænt aðlagaða Múslíma? (Þeir geta verið ásættanlegir þangað til þú reynir að ræða Íslam af einlægni við þá, eða þangað til samfélag þeirra nær vissri stærð og byrja á að neyða þá til baka í hina fornu siði og hegðunar ferli þeirra.)"
Og enn Skúli:
"Ó, og að lokum. Við skulum reyna að sannfæra þetta heimska fífl um að hugarórar hans séu ekki þess virði að lifa ömurlegu lífi fyrir eða að drepa fólk vegna Allah."
Já, mannkærleikurinn hreinlega lekur af þér.
-
Gísli: þú virðist vera einn af þeim sem halda að konur hafi engar sjálfstæðan vilja. Ef þær ákveða að ganga í fötum sem þú fílar ekki, hlýtur það að vera vegna þess að einhver hafi látið þær gera það.
Lastu þessa grein?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.8.2009 kl. 19:04
ólidanski, ertu bara ekki að mikla þetta eitthvað fyrir þér ? Held það.
Allavega, þá skaltu bara hrekja ummæli danskra eksperta.
"Eksperter: Vi ser ingen burkaer i Danmark
Antallet af muslimske kvinder i Danmark, som bærer en burka, er forsvindende lille - eller ikke-eksisterende, vurderer eksperter
Det er meget, meget sjældent, man ser en kvinde med burka i Danmark. Måske er der 20 på landsplan. Men hvis jeg siger 20, overdriver jeg helt klart. Måske er der tale om fem. Og når jeg siger fem, er det kun for ikke at blive skudt det i skoene, hvis der lige er en, som har set en burkaklædt kvinde. I mit arbejde har jeg aldrig nogensinde set en, siger integrationskonsulent og radikalt medlem af Borgerrepræsentationen i København, Manu Sareen.
Han bliver bakket op af seniorforsker ved SFI, Det Nationale Forskningscenter for Velfærd, Garbi Schmidt. Hun har i mange år forsket i muslimske minoriteter i Vesten, og hun er i gang med et projekt om normer og værdier i integrationsprocessen.
- Burkaen er et begrænset fænomen. Tørklædet er langt mere udbredt og synligt i gadebilledet, men hvis du tager ud i moskeerne, ser du ikke mange, der bærer en burka. I forbindelse med de feltarbejder, jeg har lavet i Danmark de seneste ti år, har jeg ikke set en eneste burka, siger Garbi Schmidt.
http://www.kristeligt-dagblad.dk/artikel/334860:Danmark--Eksperter--Vi-ser-ingen-burkaer-i-Danmark?rss
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.8.2009 kl. 19:40
Ómar......
Ég sá konu í búrku í dag......
Það er þá bara greinilegt að búrkukonurnar sem að ég hitti reglulega hérna úti á götuhorni eru ekki múslimar, heldur CIA agentar að ala á múslimahatri.....
Án gríns. Ég er hvorki með eða á móti búrkum. Ég vildi bara láta þig og aðra vita að heimildir þínar eru ekki áreiðanlegar. Í alvöru. Hvort ætti ég að trúa mínum eigin augum og mínum eigin upplifunum, frekar en einhverju sem að þú last í einum versta póitíska snepli Danmerkur og heldur að sé sannleikur.
"Allavega, þá skaltu bara hrekja ummæli danskra eksperta."
Já. Ég er danskur expert. Hvernig? Ég bý í Danmark. Ef þú ferð að bulla um múslimavandamál í Danmörk mun ég öruggluga styðja málstað þinn. Vandamálið er ekki eins stórt og fólk heldur. Langt í frá.
BTW. Garbi býr í Svíþjóð.
Ólidanski (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 20:58
Og svona bytheway.
Ég mikla ekki fyrir mér að hitta múslima. Hvernig sem þeir eru klæddir. Börnin okkar leika sér saman og ég hef virkilega gaman af að miðla menningu minni til þeirra sem og þeir þeirra til mín. Okkur beggja til ánægju og fróðleiks.
Ólidanski (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 21:09
Óli, það er nú bara þannig að slíkir ekspertar alkunnir málefninu verða að teljast betri heimild en einhver "ólidanski" Það er nú bara þannig.
Reyndar finnst mér þetta einmitt athyglisverður punktur. Hvað eru menn virkilega að tala um margar danskar konur sem ganga að einhverju ráði í burku.
Er það kannski - engin !
það veltu margir td. vöngum er skýrsla kom uppá dekk í frakklandi um að þar klæddust 367 franskar konur í búrku. Það er hvað - 0. eitthvað prósent af muslimakonum.
Það er nefnilega oft talað þannig af muslimafóbum eins og um eitthvað almennt trend sé að ræða meðal muslima þegar stðreyndin er að um er að ræða undantekningu og eins og í Danmörku tæplega existerandi !!
Og oftast er fjölmiðlar fjalla um efnið - þá er farið alla leið til Afgan eftir myndefninu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.8.2009 kl. 21:32
Ég hef einu sinni séð konu í búrku í Danmörku. Ég sá líka eina einhversstaðar austarlega í Evrópu í fyrra. Hins vegar sá ég heilu hópana af konum í skósíðum kuflum, með hárið hulið, og greinilega mjög trúaðar, þegar ég var í Póllandi. Þær voru reyndar ekki múslimar, heldur kaþólskar nunnur.
Er ekki augljóst að engin kona velur í alvöru að vera nunna? Þær eru bara heilaþvegnar...
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.8.2009 kl. 22:10
Áhugaverður rökfræðilegur vinkill kominn hér upp. Danski "expertinn" segir:
M.ö.o. þá hefur expertinn aldrei séð í sinni vinnu konu í búrku og talar eins og hann hafi ekki hugmynd um það hvort nokkur kona í Danmörku gangi í búrku. En útilokar ekki að kannski hafi einhver einn sé konu í búrku! (Er annars nokkuð líklegt að kúgaðar búrkuklæddar konur leiti til "integrationskonsulent "?)
Er þetta sérfræðingur um búrkuklæðnað í Danmörku?
Mér finnst Ólidanski margfalt betri heimild um búrkuklæðnað. Hann segist hafa séð fleiri en eina konu í búrku í sínum heimabæ og er ekkert ða fullyrða meira um það sem hann hefur ekki séð. Mér sýnist ekki að Ólidanski hafi neina ástæðu til að ljúga að okkur.
Tæplega eru danskir popúlistar svo skyni skroppnir að þeir ræða allsherjarbúrkubann (sem mér sjálfum finnst frekar hálfvitalegt og hjálpar lítið þeim konum sem eiga í hlut) ef 0-5 konur í allri Danmörku nota búrkur?
Skeggi Skaftason, 21.8.2009 kl. 22:21
Þær eru mikið á ferðinni þessar fimm búrkuklæddu.
Tinna hefur séð eina þeirra, en býr þó á Íslandi
(geri ég ráð fyrir...?)
Skeggi Skaftason, 21.8.2009 kl. 22:23
Ok. "ólidanski" er betri heimild en danskir sérfræðingar um málefnið. Haha. það er namely það eins og kallinn sagði.
Hvort það eru 0, 5 eð 20-30 skiptir ekki öllu máli náttúrulega. Það sem skiptir máli er að svo virðist vera að um sé að ræða algjöra undantekningu. Þetta þarf nefnilega að vera á hreinu fyrst. Er yfirhöfuð einhver dönsk kona sem gengur í búrku.
Og talandi um popúlisma. Sjálfur Sarkozy hefur nú sagt að Frakkland eigi að banna burku. Þar benda skýrsla ein til að 367 konur gangi í burku. Sem er auðvitað ótrúlega lítið miðað við sem mætti halda af umræðunni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.8.2009 kl. 22:43
Sarkozy er nú einmitt popúlisti dauðans.
Jú, vissulega passar það við útbelgda múslímafóbíu að atast útí búrkur sem sjaldan sjást. Popúlistar gera mikið úr meintum sambúðarvanda múslíma og ekki-músíma á Vesturlöndum, það höfðar til pöpulsins.
Þar með er ekki sagt að búrkur séu nánast ekki til í Danmörku, eins og Manu Sareen ýjar að. Alla vega hafa bæði Tinna og Ólidanski séð til þessara örfáu búrkuklæddu kvenna.
Skeggi Skaftason, 21.8.2009 kl. 23:04
Hér er danskur blaðamaður sem klæðir sig í búrku. Allir reka upp stór augu því þeir hafa aldrei séð slíkt áður - ekki einu sinni í fjölþjóðlega hverfinu.
Þetta er nefnilega réttheld eg. Líklega teljandi á fingrum annarar handar burkuklæddum konum í Danmörku og afarfáar klæðast niqab.
"Nýja búrka keisarans.
Ingen kvinde vil nogen sinde iføre sig en burka frivilligt, for den er undertrykkende og udansk ad helvede til, mener de, der vil have den forbudt i det offentlige rum.
Information sprang i burka uden tvang og vakte stor opsigt som en af Danmarks eneste burkaklædte kvinder"
http://www.information.dk/200934
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.8.2009 kl. 23:08
Kannski þessi blaðamaður var konan sem Tinna taldi sig hafa séð. Hvenær varstu í Köben, Tinna?
Skeggi Skaftason, 21.8.2009 kl. 23:45
Mér finnst á köflum ógnvænlegt hve mikill hatur og skilningsleysi virðist ríkja hjá mörgum löndum mínum.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 00:23
Jæja H.T.
Hvernig er þinn góði skilningur á íslam?
Hvar hefur þú rekist á hatur á þessum þræði?
marco (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 01:13
Sparaðu mér að lesa aftur dhimmitrúðabullið. Bentu mér á það ljúflingur.
marco (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 08:41
marco, þér hefur tekist að eyðileggja orðið ljúflingur.
23613 (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 09:22
23613
Takk fyrir þitt innlegg. Þarna er komið greinilegt dæmi um hatur og ég þarf ekki að lesa í gegnum allt bixið.
marco (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 09:34
Tinna segir mig hata múslíma og tekur hér tvö þýdd dæmi úr færslu SEM EIGA AÐ STYÐJA ÞÁ SKOÐUN. Sjá slóð . http://blekpennar.com/?p=2496 úr greininni: HÖFNUN Á ÍSLAM (eftir þrjár fyrrverandi múslímakonur) VII. Þáttur.
Skúli:
"mér þykir jafnvænt um múslíma og annað fólk, það er stjórnmálastefnan íslam sem ég gangrýni vegna ofurfasismanum í stefnunni."
Tinna: Líka Skúli:
"Það gæti verið að þið þekkið nokkra viðmótsþýða, vingjarnlega, menntaða og vestrænt aðlagaða Múslíma? (Þeir geta verið ásættanlegir þangað til þú reynir að ræða Íslam af einlægni við þá, eða þangað til samfélag þeirra nær vissri stærð og byrja á að neyða þá til baka í hina fornu siði og hegðunar ferli þeirra.)"
Tinna: Og enn Skúli:
"Ó, og að lokum. Við skulum reyna að sannfæra þetta heimska fífl um að hugarórar hans séu ekki þess virði að lifa ömurlegu lífi fyrir eða að drepa fólk vegna Allah."
Tinna: Já, mannkærleikurinn hreinlega lekur af þér (Skúli)
Ekki rennir Tinna frekari stoðum undir fullyrðingar sínar og telur þetta sennilega fullnægjandi fyrir hana sjálfa og aðra um að ég hati múslíma.
Ég sé ekkert hatur á múslímum af minni hendi birtast þarna, né af hendi þeim fyrrverandi múslímakonum sem skrifuðu greinina. Mér sýnist þarna vera um einhverja oftúlkun eða meiriháttar misskilning hjá Tinnu að ræða.
Auðvitað þykir mér jafnvænt um múslíma eins og annað fólk, þó mér sé mein illa við pólitíska og fasíska stefnu Múslímaflokksins.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.8.2009 kl. 19:04 í færslu nr. 107 á þessari slóð.
http://www.zerogirl.blog.is/blog/zerogirl/entry/933202/#comments
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 10:36
KLÆÐNAÐUR MÚSLÍMAKVENNA EKKERT VAL
Eitt æðsta trúarráðið í Malaysíu í Kuala Lumpur – hefur bannað konum að klæðast eins og karlmenn og haga sér eins og þeir og viðhafa kynmök lesbía og segja að slíkt sé bannað í laga/trú þeirra (Íslam)
Þjóðarráð um lagatilskipanir og trúartúlkun tilkynnti seint á fimmtudaginn úrskurð sinn eftir tveggja daga umræður, þar sem til umræðu nýleg tilvik, þar sem ungar konur höguðu sér augsýnilega eins og karlmenn og sýndu tilburði um samkynhneigð, samkvæmt Bernama fréttastofunni.
Forseti ráðsins Abdul Shukor Husin sagði Bernama að margar ungar konur dáðust að því hvernig karlar klæðast, haga sér og blandast fólki, og þar með brjóta gegn mannlegu eðli og hafna kvenleika sínum.
,,Það er óásættanlegt að sjá konur, sem elska lífstíl karla þar með talið að klæðast eins og karlar,“ var haft eftir Abdul Shukor.
,,(Karla hegðun) verður augljós, þegar þær byrja á því að eiga kynmök við einhvern af sama kyni, þ.e.a.s. konur með konum,“ sagði hann.,
,,Með tilliti til þessara staðreynda, hefur þjóðaráð fatwa sem hittist í dag ákveðið og tekið þá afstöðu að slík hegðun sé bönnuð og fordæmd,“ sagði hann.
Sjá nánar á þessari slóð. http://www.news24.com/News24/World/News/0,,2-10-1462_2415213,00.html
Lesbíur og hommar – Það sem Sharia lög segja um samkynhneigð kvenna.
P17.3 Sendiboðinn mælti:
(1) ,,Drep þann sem hefur samkynhneigð kynmök og þann/þá, sem leyfir að slíkt sé gert við hann/hana.“
(2) ,,Allah bölvar þeim sem gera það sama og þjóð Lots gerði.“
(3) ,,Samkynhneigð kvenna (Lesbianism) er hórdómur milli þeirra.“
http://blekpennar.com/?p=766
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 11:53
Skúli, eftir að hafa lesið þennan pistil þinn hef ég ákveðið að gerast muslimi, þeir eru snillingar greinilega
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 13:44
Skúli: Ég sé það núna! Þetta er allt öðruvísi en kristni, sem alla tíð hefur tekið því fagnandi að konur klæði sig eins og karlar eða stundi kynlíf saman, enda ekkert í Biblíunni sem fordæmir samkynhneigð! Sagan af "þjóð Lots" er einmitt hvergi í Biblíunni, og kristnir hafa aldrei notað hana sem réttlætingu fyrir mannréttindabrotum gagnvart samkynhneigðum. Þeir hafa heldur aldrei reynt að banna samkynhneigð með lögum...og í dag finnast hvergi kristnir sem vilja banna konum að klæða sig eins og þær vilja!
Annars er merkilegt að þú sleppir þeim hluta fréttarinnar þar sem kemur fram að þetta trúarráð hefur ekkert lagalegt vald. Hér er niðurlag fréttarinnar:
Male homosexuality, considered against the order of nature, is illegal in Malaysia but lawyers say female homosexuality is technically permissible as there are no provisions for it under the law.
The Fatwa Council does not have jurisdiction in civil law, but the ruling appears to be an attempt to push female homosexuality towards illegality.
Islam is the official religion of Malaysia, where more than 60 percent of its 27 million people are Muslim Malays who practice a conservative brand of the religion.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.8.2009 kl. 13:53
http://imittsverige.blogspot.com Farið inn á þetta blogg og fræðist um þessi trúarbrögð.
Ég hef oft velt vöngum yfir því, hvernig myndin í vegabréfinu lítur út, sem þær þurfa að sýna á ferðalögum á milli landa. Ég hef séð konu í burka drekka kaffi á veitingahúsi og það var sprenghlæilegt, enda hafði hún það varla af og ég vorkendi henni mikið.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:26
1.Fyrst að búrkan hefur ekki náð neinni fótfestu hér á landi; þá er best að reyna að halda því þannig.
2.Best væri ef allir innflytjendur skrifuðu undir plögg þess eðlis; strax við komuna til landsins ;
að þeir muni aðlagast þeim siðum og venjum sem þegar eru til staðar í samfélaginu.
ps. Það eru skýrar línur um samkynhneygð í biblíunni ef þú kynntir þér bloggið mitt.
Trúmál
Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:29
Jón: Kannske kaldhæðnin í innleggi 128 hafi farið framhjá þér. Auðvitað eru skýrar línur um samkynhneigð í Biblíunni. Skúli tekur bara ekki mark á þeim köflum frekar en þessu rugli um að elska náungann eða bjóða hinn vangann.
Hvar finn ég bloggið þitt annars? Ég sé vart að fjórskák tengist málinu mikið.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.8.2009 kl. 14:48
Málið er bara, og það sér maður í hverri einustu umæðu þar sem muslimar koma við sögu með einum eða öðrum hætti, að málflutningur þeirra sem einhverra hluta vegna agnúast útí muslima og finna þeim ýmislegt eða allt til foráttu - muslimar þetta muslmar hitt os,frv - að málflutningurinn einkennist að fáfræði, fordómum og ævintýranlegu bulli sem má flokka undir samheitið muslimafóbía.
Áhygjuefnið er í rauninni hve fóbían er útbreidd þó hún taki afar sjaldan eins ofuröfgafullt form og hjá sumum og sumum sem betur fer. Sem betur fer.
Með Danmörki sérstaklega - þá þarf maður ekki að hafa fylgst lengi með umræðum þar til að sjá hve málflutningurinn er oft á undarlegu plani. Þetta hefur verið eitt heitasta deiluefni dana á undanförnum árum. Muslimar þetta og muslimar hitt. M.a. sérstakur stj.málaflokkur sem gerir mestan part útá þetta.
Nú, það sést hve orðræðan er stundum vel jarðtengd að td. núna þá finnst ein dönsk kona í burku - og það er danskur blaðamaður að djóka í liðinu !
Haha. samt nokkuð sneddý danirnir sumir á köflum. Eru það.
Það líka segir sig alveg sjálft að það geta ekki verið margir muslimar í burku á V-löndum yfirleitt því það er smábrot sem heilt yfir klæðist henni í heiminum. Fleiri klæðast nikab.
Annars þakka eg bara Tinnu fyrir mig. Þetta er orðið ágætt í bili.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.8.2009 kl. 16:02
Skúli er ekki búinn að fatta að hann er kristinn múslími og gyðingur að auki :)
DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 16:38
Tinna ég las greinina! Auðvitað með nokkurri gagnrýni sem er eðlilegt fyrir fordómafullan kall einsog mig.
Í fyrsta lagi fannst mér tónninn í skrifinu vera 'apologetic' eða svolítið afsakandi gagnvart Islam. Síðan gerist hann 'fræðilegur' í skilgreiningu sinni á því sem hann segir að við köllum annarsvegar 'kristni' og á við trúarbrögðin og hitt 'kristindóm' sem hann kallar siðmenningarhlutann eða civilisation og inniheldur valdaþátt samfélagsins eða hið pólitíska kerfi gegnsýrt af 'kristni' væntanlega.(..um allan hinn kristna heim... er frasi sem stundum er notaður)
Persónulega finnst mér þetta vafasöm vísindi og passar ekki einsog hönd í hanska við veruleikann einsog ég sé hann í dag. Kannski var þetta rétt á tímum Karlamagnúsar. Hins vegar segir hann að samskonar sé hægt að segja um Islam að það sé hægt að skilja að trúna og siðmenninguna en orðið Islamdom 'din't catch on' af því að það væri svo ambögulegt. (síðan hvenær hafa vísindamenn skirrst við að nota ambögur???) Christendom er líka ambaga og ætti að nota hana frekar? Jæja sem sagt þessi fræðari vitnar svo í tyrknesku þar sem hann segir að þeir eigi reyndar orð yfir civilisation og það orð sé ISLAM! (hm? hvernig er það þá hjá hinum músilmönnunum?)
- Nú skal ég ekki fara yfir alla geinina en þetta atriði styrkir bara skoðun mína á því að það sem við köllum siðmenningu inniheldur fleiri afbrigði en það sem átt er við um kristna. Hinsvegar segir hann okkur að siðmenning okkar sé hjá Trykjum þá kallað orðinu Islam af því að þeir nota orðið siðmenning ekki abstrakt. Það er því afar ruglandi fyrir okkur að ræða við þá á þessu plani ef við segjum siðmenning þá þýða þeir það í huganum yfir í Islam! Nú neita ég að trúa því að múslimskir fræðimenn séu kjánar og tel því að þessi greinarhöfundur fari ekki rétt með staðreyndir einsog hvað Islam er og þýðir.
- Hann vitnar í John Lock sem er heimspekilegur gagnrýnandi trúarbragða og sá þau í ljósi stjórnmála 16.aldar. Hugmyndir hans um Islam eru náttúrulega ekki marktækar í dag. Hans vandamál var kathólska kirkjan sem vissulega sá engan mun á sínu ríki og ríki guðs og kemst næst því að líkjast því sem Islamistar nútímans skilgreina sitt ríki. Af því að ég er fúngerandi anarkisti þegar kemur að eigin skoðunum en þær fara oft út og suður eftir því hvernig mér líður og hentar og þar með ekki almenninega ábyrgur orða minna alltaf þá finnst mér eðlilegt að nota blogg til að ræða mál einmitt þannig. Hinsvegar ef ég ætlaði mér að skrifa lærða grein um Islam og Kristni þá myndi ég ekki vísa í þennan höfund sem sérstakleg góða heimild. ég þakka þér samt fyrir ábendinguna því hún var ekki óþörf. Auðvitað verð ég og aðrir að lesa meira og fjölbreyttara.
Gísli Ingvarsson, 22.8.2009 kl. 16:39
Ragnar, færsla 127. Mikið ertu myndarlegur á myndinni OG Svo ertu bráðfyndinn. Tinna færsla 128.: ,,Hýdd fyrir að fá sér bjórglas"Slóðin á fréttina:http://www.visir.is/article/20090821/FRETTIR02/571101626
Jón, í færslu 130. Mjög athyglisverðar upplýsingar þarna.
Tinna, færsla 131. Múslímar eru búinir að drepa fleiri hundruð samkynhneigðra í heiminum undangengin ár vegna skipana, barnaníðingsins, Mó. Engin morð af hendi kristinna manna í þeim málaflokki.
Ómar Bjarki: ,,Þjáist ekki af hinni tilhæfulausu og ástæðulausu múslímafælni“
Múslímahryðjuverkamenn hafa framið um 14000 hryðjuverkaárásir um allan heim síðan 11. Sept. 2009. Lesa má skýrslur um öll atvik á http://www.thereligionofpeace.com.
Fjölmörg fyrirmæli og fyrirmyndir eru um þennan hluta stríðs (Jihad) múslíma gegn utanflokksmönnum í Kóraninum, annálunum, Ævisögu Múhameðs og Sharia lögunum.
Já, Ómar Bjarki, talaðu bara um ,,múslímafóbí“ (ástæðulausan ótta við múslíma). ÞÚ SANNFÆRIR MIG EKKI MEÐ SVONA ÓÁBYRGU ÓRAUNHÆFU BLAÐRI.
mbk. FUCK ISLAM!Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 16:53
Eru ekki lög í landinu geng hatursáróðri?
23613 (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:25
Skorrdal.
Þvílíkt frasabull!! Ertu þá að segja að kristnir menn megi ekki berjast gegn neinu. Ekki morðum, ránum, þrælahaldi, kynlífsþrælkun, kvennakúgun, fjölkvæni, barnaníði og hatursáróðri?
Gegn öllu þessu eiga siðaðir menn að berjast og þ.a.l. að sjálfsögðu að berjast gegn íslam.
Vegna andstöðu minnar gegn íslam hef ég verið kallaður mannhatari, kynþáttahatari og ýmislegt annað. Þetta er þó í fyrsta sinn sem að dhimmitrúður kallar mig hommahatara. Þvílík andleg fátækt, fordómar og heift!!
23613!
Eina greinilega hatrið sem ég hef orðið var við hér er frá þér komið.
Eyðilagði hinn hræðilegi marco eitthvað orð fyrir þér núna?
marco (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:43
Skorrdal.
Skrifar þú líka undir nafninu 23613?
Það þyrfti svo sem ekki að koma á óvart.
marco (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:59
Tekkurðu þá bara ummæli um aðra til þín.
Mér og mínum að þakka?
Ég veit ekki hvort að þú ert í nógu góðu andlegu jafnvægi til að takast á í bloggheimum.
Ef þú ert það sem ég held án þess að vita nokkuð þá mælist ég til að þú hafir ekki hátt um það ef þú myndir heimsækja eitthvað af íslömsku sæluríkjunum. Það væri kannski betra að þykjast vera eitthvað annað.
marco (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:16
Ofsóknarbrjálæði, gerist það ekki við dópneyslu?
23613,82
23613 (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:30
Skorrdal.
Ertu ekki enn búinn að fatta að þú tókst til þín ummæli sem beint var að öðrum?
Nú er ég orðinn hatursfullur hommahatari og dópisti. Svo tala sumir um fordóma.
Ég skildi þetta 1997 dæmi þitt þannig að þá hafir þú komið út úr skápnum. Það er kannski tóm vitleysa í mér.
marco (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:35
Siðrof? Þú ert farinn að hljóma eins og bilaður i-pod. Veður úr einu í annað þannig að ómögulegt er að skilja þig.
Færsla 147?? Hvað áttu við? Eins og ég sagði áðan þá er kannski ekki gustukaverk að deila við fólk sem er ekki í andlegu jafnvægi.
marco (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:50
Þess vegna langar mig að vita hvaða "dóp" hann er að nota, "23613"; mig langar að upplifa svona rosalegt siðrof og missi á sjálfsstjórn! Aldrei upplifað slíkt - og hef mikið reynt!
Ég get sagt það sama nema ekki hef ég reynt það mikið, alltaf verið með fulla fimm þrátt fyrir fyllirí, þessum fáu sem ég hef farið á.
(Til athugunar: Ég er EKKI 23613 [geri alltaf 23616 - veit ekki afhverju] - bara svo það sé ALVEG á hreinu! Kannski það sé "marco" sjálfur, að þykjast vera eitthvað annað en hann er? Ég þarf ekki að gera slíkt sjálfur - ég VEIT hver ég er, og þarf ekki einhverjar TÖLUR til að þykjast eitthvað annað...)
Marco er að kvarta "Nú er ég orðinn hatursfullur hommahatari og dópisti."
Hann fattar það ekki að hann er búinn að gera heilu þjóðirnar að nauðgurum, barnaníðungum, ræflum og þaðan af verra án þess að hafa neitt fyrir sér.
Það standa heilu húsin út úr augunum á honum svo þykist hann vera í andlegu ástandi til þess að dæma um fílsina ef að flís sé nota bene, í augum náungans!
Hræsnari!
Og siðrof.
23613,82 er varnarkerfi.
23613 (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 20:56
Hann fattar það ekki að hann er búinn að gera heilu þjóðirnar að nauðgurum, barnaníðungum, ræflum og þaðan af verra án þess að hafa neitt fyrir sér.
Vá!!!
marco (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 21:06
En, það er bara "kristni" orðin í mínum huga nú til dags... Fáum öðrum að kenna en þeim er telja sig "kristna"; þeir virðast allir vera jafn vitlausir...
Frábærlega orðuð hugsun úr penna"skáldsins".
Þú ætlar marco ýmislegt en gæti verið að eitthvað af því sé fordómar.
Ertu nokkuð búinn að gera strákall úr lufsunni honum marco?
Gerirðu honum kannski upp skoðanir?
marco (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 21:51
Ætli sé ekki tímabært að kveðja skáldið. Adieu.
marco (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 22:28
POKE 23613, 82 er lína sem var notuð til þess að varna hökkurum eða þjófum inngöngu í lítil tölvuforrit í Sinclair Spectrum tölvunni hér í gamla daga.
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.8.2009 kl. 02:09
Every man is equally entitled to protection by law; but when the laws
undertake to add ... artificial distinctions, to grant titles,
gratuities, and exclusive privileges ... the humble members of
society ... have a right to complain of the injustice of their
government.
President Andrew Jackson, July 10, 1832
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.8.2009 kl. 02:41
Halla sagði:
Stundum þarf því miður að banna eitthvað til að vernda rétt einhvers. Við gerum það "all the time"
Gerir það ekki rétt þrátt fyrir það, two wrongs don't make a right. Rétt til þess að vera nákvæmlega eins og þið? Banna eitthvað sem þið áhveðið eða finnst að ykkur sé þyrinir í augum.
"svo því ekki hér þar sem þessar konur þurfa svo mikið á því að halda. Það hefur ekkert breyst hjá þeim á síðastliðnum áratugum, hefur aldrei gerst og mun ekki gerast nema gripið verði inní."
Greyið múslimakonurnar sem geta ekki varið sig fyrir stóru vondu múslimakörlumum. Ég hef hugmynd handa ykkur og það er að mennta þær um sinn rétt. Hvað er það hjá ykkur næst? Að banna þeim að gifta sig þessum múlslima karla "ræflum" og ekki sýnið þið mikla trú heldur á ykkar múslima kynsystrum ykkar að þær geti meðtekið upplýsingar af einu eða neinu tagi kynni þær svo að kjósa.
Það sem er versta við þetta að hér eruð þið að taka völdinn af fólkinnu og eruð þar með sek um sama glæp sem þið eruð að reyna að uppræta.
Þetta er frelsiskerðing.
Þið vitið ekkert á hvaða heljarslóð þið eruð, því miður.
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.8.2009 kl. 03:14
Mun ekki nota 23613[,82] aftur.
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.8.2009 kl. 03:19
Halla sagði:
"Jóhann: Í mögum löndum mega þær ekki mennta sig og ekki fengu þær að fara á einhvert námsskeið sem mundi fræða þær um sín réttindi. Þú ert ekki alveg að átta þig á þessu."
Væri þá ekki nær að beita sér þá fyrir lagabreytingu þess að lútandi í þeim löndum sem þar á við heldur en að ráðast beint að lífstíl og menningu fólks með þessum hætti? Og ekki á það við hér svo að það er nú þú sem ert ekki alveg að átta þig á þessu nema að það er auðvitað alltaf erfiðara og áhættusamara að beita sér fyrir frelsisaukningu heldur en frelsisskerðingu sem kemur út á populisma.
"En svona af því að þú segir mig fara með rangt mál þegar ég segi að stundum þurfi að banna eitthvað til að vernda rétt einhvers ertu þá á móti því umskurður kvenna sé bannaður?"
Now what is with the twenty questions? Eigi er ég fylgjandi lögleysu eins og kom óbeint fram í mínu svari til Jóhönnu og beint svar við þeirri spurningu sem þú ert að spurja núna. Ef að sérlög eru leyfð þá ertu að ýta undir lögleysu með allri þeirri óáran sem henni fylgir. Jú, slæmt fordæmi sem opnar leið fyrir öfgafulla þrýstihópa.
Hinu svara ég þanning að með lögum skal land byggja og mér finnst að það ætti að hækka giftingaraldurinn upp í 21 ár.
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.8.2009 kl. 05:51
Ómar Bjarki – þetta er tileinkað þér og fleirum sem álíka er ástatt um.
TILEFNISLAUS ÓTTI VIÐ ÍSLAM? –
Öðru nafni ,,ISLAMOFOBIA.“
Það er oft að maður sér því fleygt í rituðu máli að fólk sem gagnrýnir íslam og múslíma sé haldið tilefnislausum ótta við múslíma. Samt hafa múslímar verið í stríði við pólitíska andstæðinga sína í nærrfelt 1400 ár og reka þetta stríð sitt (öðru nafni fjölþrepa Jihad) af mikilli hörku út um allan heim í dag.
Ótti við íslam og múslíma er ekki ástæðulaus eins og skýrslur sýna. Um 14000 hryðjuverkaárásir hafa þeir framið frá 11. September 2001 á meinta pólitíska andstæðinga út um allan heim. Hér fyrir neðan eru örfá dæmi, sem komust í fjölmiðla vegna grimmdar og villimennsku árásanna, sem er háttur múslíma.
Margir telja alla múslíma vera þátttakendur í ,,Jihad“ á einhverju stigi þess, eftir getu þeirra og aðstæðum hvers og eins.
Fjölmargir þeirra vita ekkert hvað stendur í Kóraninum og eru fátækir og fáfróðir, en aðrir virkir Jihadistar eru hámenntaðir og hálaunaðir og framkvæma og stjórna verstu illverkum múslíma.
Fyrsta árás múslíma á Tvíburaturnana í New York. 1993. 26. Febrúar 1993 – sjö féllu þar af eitt ófætt barn. 1000 særðir.
11. september 2001 2. árás múslíma á Tvíburaturnana í New York. Um 3000 saklausra manna lét lífið á hroðalegan hátt.
12. október 2002. Árás múslíma á ferðamannastað á Indónesísku eyjunni Bali í bænum Kúta. 202 manns féllu.
11. mars 2004. Matrid, Spánn. Múslímar gera árás á lestarkerfið. 191 féllu um 1800 særðir og limlestir.
7.7.2005 Árás múslíma á lestarkerfið í London, 56 féllu 700 limlestir og særðir.
27. nóvember 2008. Múslímar gera árás á Hótelin í Mumbai, Indlandi. 101 féllu og 287 limlestir og særðir. Taka skal hér fram að múslímarnir létu sér ekki nægja að skjóta sumt af fólkinu, heldur skáru þeir sum líkanna út og suður, aflimuðu og vanvirtu á hinn hroðalegasta hátt. Þeir tileinkuðu kynfærum líkanna sérstaka áherslu og oft áður en hlutaðeigandi voru látnir. Þetta morðæði múslíma er auðvitað innblásið af Kóraninum og öðrum íslömskum fræðum.
Svíktu gamla friðarsamninga og dreptu hina vantrúuðu (þ.e.a.s pólitíska andstæðinga, þegar þú hefur nægan mannafla til þess og herstyrk):
Málsgrein, Kóraninn: 009.005. En þegar bann mánuðirnir eru liðnir, þá skuluð þið berjast við og drepa (aqtuloo) hina vantrúuðu(les: pólitíska andstæðinga), takið þá fasta, sitjið um þá, veitið þeim fyrirsát alls staðar á öllum sviðum hins Heilaga Útþenslustríðs ,,Jihad“; ; Ef þeir iðrast (gefast upp), ganga til bæna, og gjalda verndar-skatt (Jitzya), skulu þeir frjálsir fara, (sem dhimmar=ríkisfangslausir undirsátar Múslíma.).
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 10:19
Hér fyrir neðan eru örfá dæmi, sem komust í fjölmiðla vegna grimmdar og villimennsku árásanna, sem er háttur múslíma.
...
"mér þykir jafnvænt um múslíma og annað fólk, það er stjórnmálastefnan íslam sem ég gangrýni vegna ofurfasismanum í stefnunni."
...
"Það gæti verið að þið þekkið nokkra viðmótsþýða, vingjarnlega, menntaða og vestrænt aðlagaða Múslíma? (Þeir geta verið ásættanlegir þangað til þú reynir að ræða Íslam af einlægni við þá, eða þangað til samfélag þeirra nær vissri stærð og byrja á að neyða þá til baka í hina fornu siði og hegðunar ferli þeirra.)"
...
"Ó, og að lokum. Við skulum reyna að sannfæra þetta heimska fífl um að hugarórar hans séu ekki þess virði að lifa ömurlegu lífi fyrir eða að drepa fólk vegna Allah."
Jóhann
Lygar, þvættingur, mannorðsmorð og ýkjur svo fátt eitt sé til tekið.
Síðan ertu það huglaus og þegar þetta hatur er borið upp á þif þá segirðu "mér þykir jafnvænt um múslíma og annað fólk"
til þess að koma þér undan og síðan segirðu: grimmdar og villimennsku árásanna, sem er háttur múslíma.
Og það sama er upp á teningnum þegar þú segist vera ómentaður í fræðum Íslams og ert "aðeins" að gangrýna pólítik, pólitík sem heimamenn taktu eftir, kæra sig ekki um.
Síðan segirðu "Mó" vera morðingja eins og þú sért umkominn að segja eitt eða neitt um það þegar þú ert staurblindur orðinn af hatri.
Þú ert kolruglaður svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.8.2009 kl. 10:51
Síðan ertu það huglaus að þegar þetta hatur er borið upp á þif þá segirðu "mér þykir jafnvænt um múslíma og annað fólk",
Í staðinn fyrir að gangast við því.
Skræfa.
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.8.2009 kl. 10:53
Færsla 164. Hnébuxur eru dásamlegur klæðnaður,stutterma skyrta og derhúfa. það ætti bara að lögleiða hér frá 1 maí til 1 sept.
Svo verður maður sólbrún á fótunum,nokkuð sem aldrei hefur gerst áður.
mólóna (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 11:13
Jóhann,
Þú ert svo barnalegur að ég nenni ekki einu sinni að svara ruglinu í þér. Ég fer að halda að þú sláir Tinnu út í naívisma.
Fylgstu næstu vikurnar með því sem ég mun skrifa um ofsóknir íslamista á hendur kirkjum og kirkjunnar mönnum. Láttu svo ljós þitt skína á eftir.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 13:37
Gísli: Ég held að þú sért að misskilja. Tyrkir nota orðið islam um íslamska menningu, en islamyet um trúna sjálfa.
(In Turkish there is no confusion, because "Islam" means the civilization, and "Islamiyet" refers specifically to the religion.)
Tyrkneska orðið yfir 'civilization' er Uygarlık.
Í sambandi við John Locke sé ég ekki að því sé haldið fram að þetta eigi sérstaklega við á okar tímum, nema að því leyti sem þetta sýnir óþol 'triumphalist' trúarbragðanna gagnvart öðrum túlkunum á þeim.
Reyndu svo að segja 'islamdom' þrisvar, hratt. Þá kannske skilurðu hvers vegna það hefur ekki náð fótfestu meðal almennings.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.8.2009 kl. 13:47
Skúli: "Engin morð af hendi kristinna manna í þeim málaflokki."
Ertu i alvörunni að halda því fram að kristnir hafi aldrei drepið einn einasta samkynhneigðan einstakling? Ég neita að trúa því að þú sért svona fáfróður, svo þu hlýtur að vera vísvitandi að ljúga eða í bullandi afneitun.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.8.2009 kl. 14:10
Tinna,
Hvernig er það með þig ertu bæði eineyg andlega og líkamlega eða ertu ef til vill með bílljósasjón.
Hver er í afneitun hérna.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 15:42
Vissulega er þetta viðbjóðsleg kúgun sem er þarna í gangi. En, ef konur hætta skyndilega að ganga í búrkum þá finnst þeim þær eflaust heldur naktar. Ef maður er vanur því að vera alveg hulinn og svo allt í einu, einn daginn, má maður það ekki er ábyggilega eins og maður sé hálfnakinn. Hinsvegar stendur hvergi í kóraninum að konur séu skyldugar til þess að ganga í búrkum eða með slæður, þetta er bara siðurinn þarna í mið-austurlöndunum. En kannski væri bara bannað að stúlkur undir ákveðnum aldri gangi í búrkum.
Birta Brynhildardóttir (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 16:09
Endilega utskýrðu hvað þú áttir við, Skúli, ef það var ekki að "Engin morð [hafi verið framin] af hendi kristinna manna í [málaflokki samkynhneigðra].
Eða meintirðu að það væri öðruvísi vegna þess að þeir kristnu menn sem hvað mest hatast við samkynhneigða geri það ekki á grundvelli "skipana Mó"? ("Mó" getur reyndar allt eins staðið fyrir "Móses"...)
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.8.2009 kl. 16:31
Birtu í færslu 52.
Þar er svarið.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 17:28
Meinarðu athugasemd númer 52 við þessa færslu? Ég get ekki séð að hún tengist samkynhneigð á nokkrun hátt.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.8.2009 kl. 18:15
Sú sem skrifar þessa grein sem Tinna bendir á síðast í upphaflegri bloggfærslu sinni heitir Vivian Salama og er sérlegur áhugamaður um arabísku og arabísk og íslömsk stjórnmál.. hún skrifar annað veifið greinar sem afsaka ógeðfellt framferði íslamskra skíthæla á konum, þjóð sinni og saklausum borgurum. Hún er aum manneskja sem ver óhuggulegt fólk. Svona eins og stjörnulögfræðingarnir sem verja útrásarliðið.
Það verður þó einhver að gera það, því fæstir múslimar eru skrifandi sjálfir svo það er ekki hægt að ætlast til að þeir setji hönd yfir höfuð sér. Nei, líklegra er að þeir sprengi saklaust fólk í loft upp. En það er efni í aðra færslu..
Það er til marks um ótrúlegan naívisma Tinnu að koma fram gagnvart menningu eins og áhugamáli eða áleggstegundum á pizzu (eitthvað sem mig grunar að hún þurfi oft að velta fyrir sér í daglegu lífi)
Menn velja sér ekki sína menningu þegar þeir vaxa úr grasi, ekki frekar en sín trúarbrögð og stjórnmálaskoðun - þetta er allt hluti af því að alast upp í ákveðnu umhverfi - en síðar meir þegar þeir komast til vits og ára eru margir sem taka meðvitaða ákvörðun. Fæstir breyta úr þeirri menningu sem þeir ólust upp í. Manneskjan er íhaldssöm í eðli sínu. Creature of habit, á ensku.
Ég get ekki sagt að það skipti mig nokkru einasta máli hvernig fólk kýs að hylja líkama sinn. Ekki vil ég þó sjá feitar stelpur í magabol, en ég horfi bara undan þegar svoleiðis nálgast. Ég reyni ekki að banna það.
Ekki dytti mér í þó hug að fara verja svoleiðis klæðaburð og vitna í ömurlegar ný-frjálshyggju pop-heimspeki greinar mér til stuðnings. Þegar maður vitnar í einstaka frasa kunnra heimspekinga sem maður fann á netinu sér til stuðnings þá er málefnið aumt og skilningurinn eftir því. Sbr. Locke.
En að Atlantic greininni.. Nú er mjög mikilvægt að átta sig á því að Bernard Lewis er apologisti múslima no. 1 í heiminum. Að vitna í grein máli sínu til stuðnings er eins og að vitna í grein gegn um yfirburða mannréttindi Kínverja eftir Maó formann. Slíkt bull er lesið sem skemmtiefni og slegið umsvifalaust af borðinu í alvarlegri umræðu.
Bernard Lewis var einn af séníunum sem hvatti George Bush Jr. til að ráðast inn í Írak, því samkvæmt hans skilningi þá myndi það kickstarta lýðræði í Mið-Austurlöndum. Hér er greinilega um gríðarlegan sérfræðing að ræða með innsæi á við meðal rúgbrauð. Hann lifir og hrærist í 19. aldar heimi Orientalista Bretlands og marktækur eftir því.
Hann talaði einnig um það í Wall Street Journal að Íranir væru við það að koma upp kjarnorkuvopnum - sem þeir höfðu unnið að s.l. 15 ár - og væru í þann mund að fara njúka Ísrael. (WSJ 2006) Árið 2009 er ljóst að ekkert slíkt prógram hefur verið í gangi í Íran og enn einu sinni var Bernard Lewis gasprandi einhverja steypu. Svona eins og í greininni í Atlantic Magazine.
Það er ekkert ömurlegtra en pólitísk rétthugsun nema kannki sjálfumglaðir bloggarar sem þjást svo mikið af henni að þeir bara VERÐA að blogga um kjaftæði sem þeir hafa ekki hundsvit á.
Og móðga svo þá sem þeir eru ekki sammála - þá sem raunverulega eru hluti af samfélagi bloggarans, en ekki einhver kúlturell fantasía sem höfundur þessa bloggs lifir í.
Uni Gislason (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 19:28
"því fæstir múslimar eru skrifandi sjálfir"
Ertu með einhverja statistik til að bakka upp þessa fullyrðingu?
"Það er til marks um ótrúlegan naívisma Tinnu að koma fram gagnvart menningu eins og áhugamáli eða áleggstegundum á pizzu (eitthvað sem mig grunar að hún þurfi oft að velta fyrir sér í daglegu lífi)"
Ha? Ég skil ekki hvað áhugi minn á matargerð kemur málinu við.
"Og móðga svo þá sem þeir eru ekki sammála"
Eins og með því að kalla nafngreint fólk "aumar manneskjur", "sjálfumglaða", "naívista", segja að þeir séu "með innsæi á við meðal rúgbrauð" eða koma með einhver súrrealísk skot um pizzaálegg?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.8.2009 kl. 20:39
Uni,
Ég er alveg sammála þér, flott hjá þér. Þarna fékk Tinna í afturendan það sem hún þurfti.
Tinna, láttu alveg vera að reyna að svara mér ef þú þarft að snú út úr því sem ég segi til að þykjast vera sniðug. Segðu bara eins og er, að þú vitir ekkert hverju þú átt að svara og reyndu að vera eins og upprétt manneskja og heiðarleg og viðurkenna vanhæfni þín.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 21:06
Skúli: hvernig væri að haga sér eftir aldri?
"Birtu í færslu 52. Þar er svarið."
Nú er ég ekki að snúa út úr. Ég skil ekki hvað orðalagið "birtu í" þýðir. Ekki getur verið að þú eigir við athugasemd 52, og að í-inu sé ofaukið, þar sem sú athugasemd er birt og inniheldur ekkert sem tengist ofsóknum gegn samkynhneigðum, hvorki af hendi kristinna né múslima.
Ef þú átt við eitthvað annað, þætti mér ágætt að þú segðir mér hvað það er.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.8.2009 kl. 21:24
«Ertu með einhverja statistik til að bakka upp þessa fullyrðingu?»
Kannski þig vanti líka statistík sem bakkar það upp að himininn er blár? .. whatever. Sheikh Yusuf Al-Qardawi, Director of the Center of Researches on the Sunnah and the Sirah, University of Qatar skrifaði bókina Toward a sound awakening (Renovating religion and promoting life), en þar kemur eftirfarandi fram í 4. kafla:
«It is sad and annoying that the rate of illiteracy in the Muslim nation approximates 80% and that the Islamic World as a whole is considered a part of the group of the developing countries, which is a nicer way of referring to undeveloped countries, or what is also called the third world. There may even be some countries who might go even lower and be considered on their own as a fourth world!»
Þetta er ekki akkurat leyndarmál og fer réttilega í taugarnar á múlimskum intelektualistum. Báðum tveim.
«Ha? Ég skil ekki hvað áhugi minn á matargerð kemur málinu við.»
Rétt eins og flestir krakkar hér á landi eru það eflaust erfiðustu heimspekilegu ákvarðanir þínar hvaða á að vera á pizzunni. Þú talar amk. um menningu á óhuggulega nonchalant hátt. «I read it in a magazine so it must be true!».
«Eins og með því að kalla nafngreint fólk "aumar manneskjur", "sjálfumglaða", "naívista", segja að þeir séu "með innsæi á við meðal rúgbrauð" eða koma með einhver súrrealísk skot um pizzaálegg?»
Til að halda því til haga þá kallaði ég apologistan Vivian Salama «auma manneskju» (sem hún er) og benti á að innsæi Bernard Lewis varðandi málefni múslima væru á við meðal rúgbrauð. Sem ég og stend við, en þau tvö verða bara að eiga það við mig.
Ekki var þeim athugasemdum beint til þín, en miðað við þráhyggju þína að verja ókunnugt fólk þá kemur það ekki á óvart að þú þykist þurfa taka upp handskann fyrir þau skötuhjú.
Þig kalla ég naívista sem heldur að sé í forsvari fyrir einhvern ímyndaðan «sannleika» (ofur einfaldaða heimsmynd, sbr. listformið) en ert bara að rífast við þér vitrara fólk um heimsmynd sem er ekki til. En ert nógu sjálfumglöð til þess að móðga viðmælendur þína sem þú ert ekki sammála.
Það er nóg til af þínum líkum í heiminum, en líkt og siðleysingjar (sem nálgast menningu á svipaðan hátt og þú gerir) er þér líklega um megn að skammast þín.
Í vestrænu samfélagi nútímans er ekkert jafn ógeðfellt og pólitísk rétthugsun. Nóg er af henni að taka á þessu bloggi. Liggur við að maður þurfi að skella sér í steypibað eftir að hafa lesið fyrsta innleggið eitt.
Uni Gislason (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 21:39
"Rétt eins og flestir krakkar hér á landi eru það eflaust erfiðustu heimspekilegu ákvarðanir þínar hvaða á að vera á pizzunni."
Já, við krakkarnir (heilum fimm árum yngri en þú?) hugsum ekki um neitt nema pizzur...
Þú veist nákvæmlega ekkert um líf mitt og þér væri hollara að fara að eigin ráðum og vera ekki að tjá þig um "kjaftæði sem þú hefur ekki hundsvit á".
"kemur það ekki á óvart að þú þykist þurfa taka upp handskann fyrir þau skötuhjú."
Ég vildi aðallega benda á hræsnina sem felst í því að saka aðra um að "móðga þá sem eru ekki sammála" á sama tíma og þú gerir það sjálfur.
"Það er nóg til af þínum líkum í heiminum, en líkt og siðleysingjar (sem nálgast menningu á svipaðan hátt og þú gerir) er þér líklega um megn að skammast þín."
Nei, sko! Þú heldur áfram!
Ég hef aldrei haldið því fram að ég sé einhver forsvarsmaður nokkurs sannleika, hvað þá að ég sé einhver sérstakur aðdáandi hinnar pólitísku rétthugsunar. Ég er hins vegar lítið hrifin af þeim sem sjá allt í svarthvítu og neita að skoða málin frá fleiri en einni hlið. Það er enginn að mótmæla því að íslamskir hryðjuverkamenn séu til eða að við ættum að hafa áhyggjur af öfgaíslam, hvernig sem það birtist. Það er hinsvegar fáránlegt að alhæfa um rúman milljarð múslima. Ég varpaði fram spurningu í færslunni, og er enn að bíða eftir raunhæfu svari við henni. Ég gæti eins spurt hvort rétt sé að berjast gegn forræðishyggju með meiri forræðishyggju.
Það er síðan (vonandi) enginn sem skyldar þig til að lesa bloggið mitt. Ég held að þú ættir bara að skella þér í sturtu ef þér líður svona illa. Kannske það hjálpi eitthvað.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.8.2009 kl. 22:45
True in the higher education the Muslims really lag behind the Hindus but so far the literacy rate is concerned Muslims have nothing to be ashamed of. Their over all literacy rate is 59.1 per cent against the national average of 64.8 per cent. The figure of Hindus stand at 65.1 per cent. If the majority community accuses the Muslims of being less literate it would amount to kettle calling the pot black. After all the latter are not the beneficiaries of the various government schemes and literacy campaigns. Even most of the basic material available to make the people literate are available in Hindi, which is certainly not the mother tongue of the Muslims in a large part of north India. So if the majority community is only six per cent more literate and that too after spending millions of rupees throughout these years there is nothing for them to boast about. If the Muslims at the bottom level almost equal the majority community of the country almost without any government facility it is a sort of achievement because they had done it on their own. This notwithstanding the fact that the community is much poorer than Hindus.
http://www.milligazette.com/dailyupdate/2006/20060826_Muslim_india_status_data.htm
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.8.2009 kl. 22:53
Þig kalla ég naívista sem heldur að sé í forsvari fyrir einhvern ímyndaðan «sannleika» (ofur einfaldaða heimsmynd, sbr. listformið) en ert bara að rífast við þér vitrara fólk um heimsmynd sem er ekki til. En ert nógu sjálfumglöð til þess að móðga viðmælendur þína sem þú ert ekki sammála.
Hver er sjálfumgalður naívisti núna?
Jóhann Róbert Arnarsson, 23.8.2009 kl. 23:12
Sheikh Yusuf Al-Qardawi, Director of the Center of Researches on the Sunnah and the Sirah, University of Qatar skrifaði bókina Toward a sound awakening (Renovating religion and promoting life), en þar kemur eftirfarandi fram í 4. kafla: «It is sad and annoying that the rate of illiteracy in the Muslim nation approximates 80% and that the Islamic World as a whole is considered a part of the group of the developing countries, which is a nicer way of referring to undeveloped countries, or what is also called the third world.
«I read it in a magazine so it must be true!»
I read it in a book so it must be true!
Rétt eins og flestir krakkar hér á landi eru það eflaust erfiðustu heimspekilegu ákvarðanir þínar hvaða á að vera á pizzunni.
Hlýtur að vera mjög þægilegt að láta mata sig á áróðursbókmentum, þvílíkt innsæi.
Það hlýtur að vera pizza inní heilanum á þessu.
Jóhann Róbert Arnarsson, 24.8.2009 kl. 00:10
«Já, við krakkarnir (heilum fimm árum yngri en þú?) hugsum ekki um neitt nema pizzur...»
Aldur er, eins og ljóst er af þínum skrifum og skoðunum, ekki bundin við ár.
«Þú veist nákvæmlega ekkert um líf mitt og þér væri hollara að fara að eigin ráðum og vera ekki að tjá þig um "kjaftæði sem þú hefur ekki hundsvit á".»
Ég skrifaði «eflaust», sem gefur til kynna tilgátu gerða út frá því sem þú skrifar hér.
Nú er mjög mikilvægt að lesa, skilja og skrifa. Í þeirri röð.
«Ég vildi aðallega benda á hræsnina sem felst í því að saka aðra um að "móðga þá sem eru ekki sammála" á sama tíma og þú gerir það sjálfur.»
Þegar bent er á hve naív þú ert og óforskömmuð þá er það bara athugasemd á augljósa staðreynd. Skoðanir þínar eru þitt val og þannig ekki fyrir ofan málefnalega gagnrýni. Þær eru naív og óforskammaðar. Svo einfalt er það og væri það að bera í bakkafullan lækinn að benda þér á það í smáatriðum rétt eins og margir hafa þegar gert hér fyrir ofan.
Sannleikurinn mun frelsa þig, eins og sagt er - en fyrst mun hann fara í taugarnar á þér. Aftur þá bendi ég á það að Lewis og Salama verða að taka því að annað fólk hafi skoðanir á þeim jafn og skrifum þeirra. En þér er svosem velkomið að verja þau og þeirra skrif sé þér fróun í því.
«Ég hef aldrei haldið því fram að ég sé einhver forsvarsmaður nokkurs sannleika, hvað þá að ég sé einhver sérstakur aðdáandi hinnar pólitísku rétthugsunar.»
Gott mál það, enda að tala um huglæg málefni þar sem ekkert er rétt eða satt í heild sinni - en sannleikan er hægt að skilgreina frá ákveðnu sjónarhorni. Það gerir þú en tekur ekki með í reikninginn að með því einu að skipta um sjónarhorn þá er allt sem þú heldur fram rangt og það sem aðrir halda fram rétt.
Aplogistarnir sem þú vitnar í (Bernard og Salama) eru svona ákveðnir í máli sínu vegna þess að þau vita vel að skoðun þeirra er byggð á sandi. Þá verður maður að tala eins og maður byggi skoðanir sínar á kletti, því þá er líklegra að fólk sem ekki veit betur taki mann trúverðugan.
«Ég er hins vegar lítið hrifin af þeim sem sjá allt í svarthvítu og neita að skoða málin frá fleiri en einni hlið.»
Einmitt, en á sama tíma ert þú NÁKVÆMLEGA eins og þeir sem þú telur þig vera lítt hrifin af. Þú presenterar málið frá nákvæmlega einni hlið og önnur sjónarmið eru bara rugl! Vel gert. Það er ákveðið sjónarmið að vera t.d. trúleysingi, en það er sjónarmiðið sem þú gengur út frá sem hið eina rétta. Svart-hvítt. Neitar að skoða málin frá öðrum hliðum.
Þú talar um íslam sem trúarbrögð (sem er að skjóta dálítið mikið undir markið, enda lífstíll, menning og stjórnmálahreyfing) - bölsótast hér (og annarsstaðar) um hvað kristni hafi ömurlega sögu. Lastu kannski einhverntíman Dawkins og fannst hann ýkt mega kúl? Hann er amk. hugsanabróðir þinn í skoðunum og hroka.
Þá eru skemmtikraftar eins og Christopher Hitchens miklu betri, því hann er ekki svo mikill hræsnari að ráðast bara á kristni heldur tekur hann íslam fyrir á nákvæmlega jafn afgerandi hátt.
Það er ákaflega gelgjulegt að skrifa (eins og) þú vitir sannleikann, en þræta svo fyrir að prédika þinn sannleika (þitt sjónarhorn). Við hin uxum upp úr þessu eftir menntó. En sumir taka lengri tíma í þroskast (sbr. aldur í árum vs. aldur í þroska hér að ofan).
«Það er enginn að mótmæla því að íslamskir hryðjuverkamenn séu til eða að við ættum að hafa áhyggjur af öfgaíslam, hvernig sem það birtist. Það er hinsvegar fáránlegt að alhæfa um rúman milljarð múslima.»
Það er engin alhæfing að mikill meirihluti þessa fólks sé ólæst eða lifi í sjálfskapaðri örbirgð. Indonesía er frjálst land, stærsta múslimaríki heims, en þriðja heims ríki. Mið-Austurlöndin hefðu fyrir löngu getað þróast í átt að einhverskonar nútíma menningu, en kusu í stað að moka olíugróða sínum í öfgaklerka (Wahabista), konunga (Sádi-Arabía) og einræðis-klerka (Íran).
Það er enginn sem stendur í vegi fyrir því að þessar þjóðir þróist. En þær hafa kannski nákvæmlega engan áhuga á því.
Það er engin alhæfing að benda á það að ekkert ríki í heiminum þar sem íslam eru trúarbrögð meirihlutans sé lýðræðisríki nema eitt.. Tyrkland. Eitt ríki. Það er engin alhæfing að benda á það að ef ekki væru stunduð hryðjuverk í nafni íslam, þá væru hryðjuverk ekki nokkurskonar öryggisvandamál. Þau fáu samtök sem stunda hryðjuverk í einhverri mynd eru algerir kettlingar samanborið við sjálfsmorðskvikindin sem íslam elur af sér.
Það er ekki alhæfing að benda á það að síðan íslam varð trúarbrögð araba og írana, þá hefur veldi þeirra hrunið saman. Öll þekkingin, arkitektúrinn og hvaðeina kom fyrir íslam. Þetta molnaði svo í höndum klerkanna.
Allt þetta gæti nátla verið ein alsherjar tilviljun, en mikil þarf sjálfsblekkingin að vera til að staldra ekki við og athuga hvað það er eitt sem allt þetta ólíka fólk múslimaheimsins á sameiginlegt. Trúarbrögðin (sem spannar líka menninguna og stjórnmálin). Nema maður sé endalaust naív og haldi að trúarbrögð séu bara svona saklaust hobbý fyrir fólk sem ekki veit betur, í stað þess að skilja að hvað sem trúarbrögð eru. Þau eru máttug. Fólk deyr fyrir trúarbrögð og drepur annað fólk fyrir þau. Eins og um fjölskyldu sína væri að ræða. Fólk er ekkert að fara fórna sér fyrir Samfylkingunua eða Sjálfstæðisflokkinn.
«Ég varpaði fram spurningu í færslunni, og er enn að bíða eftir raunhæfu svari við henni. Ég gæti eins spurt hvort rétt sé að berjast gegn forræðishyggju með meiri forræðishyggju.»
Nákvæmlega, en það gerðir þú ekki. Það hefði verið málefnalegri spurning, en nákvæmlega ekkert svar við henni. Amk. hér á landi þá ríkir ákveðið frelsi einstaklinga. Hins vegar er það með takmörkunum. Tjáningarfrelsi (sem þetta málefni gæti fallið undir) er aðallega skilgreint út frá Stjórnarskrá og MSE, en þar er tekið fram að tjáningarfrelsi er hægt að «setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra».
Það er fullkomlega loðið og á að vera það, því vitanlega eru ákveðin dæmi um tjáningarfrelsi - svo ljóst er að tjáningarfrelsi er skorður settar. Séu þær málefnalegar og uppfylla einhver af ofangreindum skilyrðum þá koma þær til greina. Hvað varðar þennan klæðnað (búrku o.þ.h.) væri vel hægt að banna rétt eins og að ganga um nakinn er bannað. Eða banna það af öryggisástæðum á opinberum stöðum.
Þú getur rifist um það þangað til þú ert blá að það móðgi ekki nærri því alla að fólk gangi um nakið á almannafæri eða amk. á opinberum stöðum. Það sama gildir um búrkur.
Það væri þá bara sektað á sama hátt og að sprikla nakinn úti á götu að bera búrku á hausnum. Ekkert praktískt vandamál við það, ef það er vilji þjóðarinnar.
Tyrkland bannar höfuðföt kvenna á opinberum stöðum (þ.m.t. háskólum, hernum, lögreglu etc) enda telja Tyrkir slíkt fullkomlega óviðeignadi. Ég væri ekkert að skálda héldi ég því fram að Íslendingum þætti það líka fullkomlega óviðeigandi að t.d. lögreglukonur gengju um í búrkum.
Það má bara ekki gera hvað sem er í landinu, eða hvaða landi sem er. Því er fólk að missa sig yfir því hvort einhverjar múslimskar konur fái ekki að gera nákvæmlega eins og þeim sýnist - þegar það er einfaldlega ekki lúxus sem við erum vön.
«Það er síðan (vonandi) enginn sem skyldar þig til að lesa bloggið mitt..»
Pólitísk rétthugsun gagnvart sumum trúarbrögðum/pólitískum hreyfingum er svara verð. Ekki endilega fyrir þig, heldur aðra sem kunna að lesa þetta.
Uni Gislason (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 00:12
Birta:
En kannski væri bara bannað að stúlkur undir ákveðnum aldri gangi í búrkum.
Halla sagði:
"Jóhann: Er það virkilega ekki ofbeldi í þínum augum og skikka konur (oft kornungar stúlkur) til að þurfa að klæðast tjaldi með blæju fyrir andlitinu."
Er það ekki annað en andlegt ofbeldi í okkar menningu að átta ára stúlkum hér finnast þær ekki vera gjaldgengar nema að kópera Britney Spears eða að ganga um í næfurþunnum hjólabuxum sem allt sést í gegn og annað eftir því. Þá finnst mér tjaldið jafnvel vera skárra. Breytingar verða hægt í þessu sem öðru. Ofbeldi? Mér skillst að þetta eigi að vera þeim til verndar, vernda það sem mikilvægt er, börnin. Þessu má breyta sem og öðru ef þeim þykir þurfa en ekki með lögum .
Þú breytir ekki hugarfari fólks með [sér]lögum sem koma inná menningu og persónufrelsi fólks.
Jóhann Róbert Arnarsson, 24.8.2009 kl. 00:17
Tyrkland bannar höfuðföt kvenna á opinberum stöðum (þ.m.t. háskólum, hernum, lögreglu etc) enda telja Tyrkir slíkt fullkomlega óviðeignadi. Ég væri ekkert að skálda héldi ég því fram að Íslendingum þætti það líka fullkomlega óviðeigandi að t.d. lögreglukonur gengju um í búrkum.
Það má bara ekki gera hvað sem er í landinu, eða hvaða landi sem er. Því er fólk að missa sig yfir því hvort einhverjar múslimskar konur fái ekki að gera nákvæmlega eins og þeim sýnist - þegar það er einfaldlega ekki lúxus sem við erum vön.
Það er búið að díla við þennan punkt, hreinn og klár útúrsnúningur.
Jóhann Róbert Arnarsson, 24.8.2009 kl. 00:26
Jóhann, þú ert lítið skárri í hrokanum og fyrirlitningunni á þeim sem ekki eru þér sammála - mun verri ef eitthvað er því þú heldur að merkingarlaus statistík styðji mál þitt. Þvert á móti.
«True in the higher education the Muslims really lag behind the Hindus»
Hægt er að draga upp statistík sem sýnir svæði múslima með 100% ólæsi, Afghanistan t.a.m. Indland er eitt land og þar er minnihluti þjóðarinnar múslimar. Það er þeim eflaust til happs.
«Hver er sjálfumgalður naívisti núna?»
Það er fátt skemmtilegra en fólk sem heldur að það sé gáfaðara en það er, eins og Jóhann. Ég var ekkert að skella út «naívisti» bara vegna þess að það sándar vel. Það er merking á bak við orðið.
«I read it in a book so it must be true!»
Beðið var um tilvitnun og tilvitnun var gefin. Henti hún ekki málstað þínum, þá gæti mér ekki verið meira sama. Staðreyndin er sú að ólæsi er landlægt vandamál meirhluta múslima í heiminum. Þykir þér það ófínt að benda á staðreyndir, eða bara staðreyndir sem passa ekki málstaðnum?
«Hlýtur að vera mjög þægilegt að láta mata sig á áróðursbókmentum, þvílíkt innsæi.»
Gagnvart svona eitur-skörpum andmælendum þarf ekki að hafa fyrir andsvari. Þeir grafa sína eigin ómálefnalega gröf.
Ég sé það að þetta er ekkert að ná lengra. Ég hef komið því til skila sem ég hafði áhuga á að koma til skila. Pólitíski-rétthugsunar ayatollainn er kominn á svæðið og alveg jafn málefnalegur og gáfulegur og sá íranski.
Má ekki vera að þessu meir krakkar.
Uni Gislason (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 00:29
Ég var ekkert að skella út «naívisti» bara vegna þess að það sándar vel. Það er merking á bak við orðið.
Jú, og ég dró út þína meiningu á bak við orðið og miðað við þessi innlegg og fleiri frá þér þá liggur mér við að spyrja hvort að þú kunnir yfirleitt að lesa. Eða eruð þið svona skítlogandi hrædd um að múslimar muni ræna öllu steini léttara frá okkur eða saurgi okkar fínu Íslensku menningu (soundar svo næs, Íslenskur kúltúr) eða menningarleg rétthugsun m.ö.o.
Jóhann Róbert Arnarsson, 24.8.2009 kl. 00:38
Good riddance.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.8.2009 kl. 00:39
Nema maður sé endalaust naív og haldi að trúarbrögð séu bara svona saklaust hobbý fyrir fólk sem ekki veit betur, í stað þess að skilja að hvað sem trúarbrögð eru. Þau eru máttug. Fólk deyr fyrir trúarbrögð og drepur annað fólk fyrir þau. Eins og um fjölskyldu sína væri að ræða. Fólk er ekkert að fara fórna sér fyrir Samfylkingunua eða Sjálfstæðisflokkinn.
Já já, trúlegt. Trúarbrögð gera fólk að morðingjum just like that. Hve einfalt getur fólk verið ef mér leyfist að spyrja?
Sammála þér Tinna, good riddance.
Jóhann Róbert Arnarsson, 24.8.2009 kl. 03:17
Þá verður maður að tala eins og maður byggi skoðanir sínar á kletti, því þá er líklegra að fólk sem ekki veit betur taki mann trúverðugan.
Sjáflýsing.
Gott mál það, enda að tala um huglæg málefni þar sem ekkert er rétt eða satt í heild sinni - en sannleikan er hægt að skilgreina frá ákveðnu sjónarhorni. Það gerir þú en tekur ekki með í reikninginn að með því einu að skipta um sjónarhorn þá er allt sem þú heldur fram rangt og það sem aðrir halda fram rétt.
Þanning að með að skipta um sjónarhorn þá er 2 + 2 = 5, OK gúddera það, EKKI. Sannleikurinn er afsæður og allt það. Góð leið til þess að gera lítið úr viðmælenda þínum og komast upp með lygi til þess að fá að dominera.
Og þá er hægt aðkoma þessu að:
Hann er amk. hugsanabróðir þinn í skoðunum og hroka.
En við gooderum ekki að 2 + 2 = 5 þanning að hrokinn er alfarið þín megin.
Og svo að þú vitir það, 2 + 2 = 4.
Good riddance.
Jóhann Róbert Arnarsson, 24.8.2009 kl. 05:37
Ekki er þetta málefnaleg umræða.
Jóhann Róbert Arnarsson, 24.8.2009 kl. 06:05
Tileinkað Jóhanni og Tinnu,
Ólæsir og óskrifandi arabar í Mið-Austurlöndum
Konur 70% karlar 50%.
Á þessu myndbandi kvartar æðsti Imam Quatar múslíma í föstudagsmessunni þann 15. apríl 2005 Dr. Yousuf Al-Qaradhawi á Qatar Sjónvarpstöðinni yfir letinni og ómennskunni í múslímum í Mið-Ausurlöndum. Hann segir að meðalvinnutími opinberra starfsmanna araba sé aðeins 27 mínútur á dag.
Hlustið á hvað Sheikinn segir um dáðleysi þessara ódáma.
http://www.youtube.com/watch?v=k4C2TSUsoD4&eurl=http%3A%2F%2Fwww%2Epostdoc%2Eblog%2Eis%2Fblog%2Fpostdoc%2Fentry%2F934822%2F&feature=player_embedded
Góða skemmtun.
Tinna færsla 172. Orðið ,,Birtu" átti að vera nafnið ,,Birta" . Ég var að benda henni á svar við því sem hún sagði í færslu 169.
Það var of flókið fyrir þig að átta þig á því auk þess að vera of mikil freisting hjá þér til að snúa út úr, eins og þú hefur svo mikla ánægju af..
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 10:56
Dogmatic Lefties seem to have extreme difficulty in understanding this as everyone that does not fit their exact mold is seen as an enemy.
Jóhann Róbert Arnarsson, 24.8.2009 kl. 11:31
Fyrirgefðu, Skúli. Ég hélt víst að þú værir að svara mér, þar sem svarið var í beinu framhaldi af mínu innleggi. Þú ætlar sumsé ekki að skýra betur afneitun þína á ofbeldi kristinna gagnvart samkynhneigðum?
Þér dettur auðvitað ekki í hug að sökin liggi á nokkurn hátt þín megin? Nei, eins og venjulega er allt öðrum að kenna, Skúli hefur aldrei rangt fyrir sér og gerir aldrei mistök.
Ég skal setja þetta upp á skiljanlegan hátt:
"Birta:svarið (við spurningu þinni) er að finna í athugasemd 52"
eða jafnvel
"Birta: lestu ath. 52"
ef þú ert of latur til að slá inn fleiri en 25 stafi. Ég er þarna meira að segja búin að spara þér nokkur pot í lyklaborðið.
Viðurkenndu einu sinni að þú hafir gert mistök, í stað þess að gera öðrum upp annarlegar hvatir.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.8.2009 kl. 12:57
Til Jóhanns og Tinnu:
Ég hefi oft mælt með því við fólk sem er í skoðanaskiptum við mig varðandi hina pólitísku hreyfingu Íslam og á erfitt með að skilja múslíma, að kynna sér Medína kafla Kóransins. Kóraninn er eiginlega tvær bækur - Mekka bókin og Medínabókin.
Sú síðari er samin af Múhameð og riturum hans eftir að hann flutti til Medína um 623 e.kr. Þá var hann búinn að safna í kringum sig nokkuð öflugum hóp, morðingja, bófa, nauðgara, þrælasala, mannræningja og álíka lýðs og því farinn að gera sig gildandi.
Við lok Medína tímabilsins undir það síðasta áður en gyðingakona kom eitrinu fyrir í geitakjötinu, sem leiddi hægan en kvalafullan dauða yfir þetta skítseiði skítseiðanna tók hann saman 8. og 9. kafla kóransins ásamt þeim 5. Í þessum köflum tjáir hann sig sannan foringja sannra illmenna. Þar sem þessi ofbeldisseggur er fyrirmynd allra Múslíma, sbr. þetta í Kóraninum:
Kóran 033:021; Í sendiboða Allah (þ.e.a.s. Múhameð) hefurðu sannarlega fagurt hegðunarmunstur til fyrirmyndar, hverjum sem setur von sína á Allah og Dómsdaginn, þ.e.a.s. Múslimar.
Þá er nauðsynlegt að lesa þessa kafla, sérstaklega nr. 8. og 9. til að skilja hegðun hernaðar- og þjófagengisarms múslíma.
Til að létta námfúsum lesturinn hef ég tekið kjarnann úr boðskapnum til styttingar og auðveldrar lesningar og læt hérmeð tilvísanir í slóðir fylgja:
SVERÐ SPÁMANNSINS MÚHAMEÐS II, ÚR 8. KAFLA KÓRANSINS.
http://hermdarverk.blogcentral.is/vefstjorn/blogg/breyta/15340393/
SVERÐ SPÁMANNSINS MÚHAMEÐS. Úr 9. Kaflanum. http://hermdarverk.blogcentral.is/vefstjorn/blogg/breyta/15312173/
Ég geri ráð fyrir því að þið lesið bæði ensku og það á að vera tilvísun á slóð á allan Kóraninn til vinstri á forsíðu http://www.hermdarverk.blogcentral.is þar getið þið lesið þessa kafla óstytta.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 17:34
Hélt það.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.8.2009 kl. 18:20
A characteristic in line with extreme religious fundamentalism is
judgmentalism:
"Sú síðari er samin af Múhameð og riturum hans eftir að hann flutti til Medína um 623 e.kr. Þá var hann búinn að safna í kringum sig nokkuð öflugum hóp, morðingja, bófa, nauðgara, þrælasala, mannræningja og álíka lýðs og því farinn að gera sig gildandi."
Sem hjálpar engum, þetta er farið minna mig á gamla Klanið og menn í hvítum kuflum.
Jóhann Róbert Arnarsson, 25.8.2009 kl. 06:53
Fann þetta, á vel við:
The insidious ones are those who think they are 100% right [or their religion] like you [SS] and Jimmy Swaggart, Jim Bakker, Rev Wright etc.
Jóhann Róbert Arnarsson, 25.8.2009 kl. 08:02
Mér þætti gaman að sjá heimild fyrir því að u.þ.b. 60% arabaheimsins sé ólæs og óskrifandi. Ég á nefnilega bágt með að trúa því...
Sigurjón, 25.8.2009 kl. 08:33
Viljið þið kynnast ekta umræðum á ekta múslímastöð um hina 6 múslíma vinningshafa nóbels? Báðar hliðar.
Gjörið svo vel og góða skemmtun.
6 Muslim Nobel prize winners - 770 Christian Nobel prize winners
Posted by The_Vet on Sunday, December 04, 2005 Comment:
Since the Nobel prizes have been awarded there have been 776 handed out. If there were 6 Muslim Nobel prize winners then the rest have to have been Christians, right ? That would mean 6 Nobel prizes to the Muslims and 770 to Christians. Wow ! thats a little lopsided there, don't you think ?
been there done that.... what is up with u christians... get over the fact about nobel peace prize winners... personally i dont think you guys are any better than us becuase we have less nobel peace prize winners.... seems pretty shallow that u think u guys r better than us becuase of some measely prize....
Like I said- Nobel "prize" by the West for the West. You can keep your Nobel "prizes."
Vet, did you forget about the Jews, Hindus, and others that have won prizes??
joooos moooos who cares.
Well, since we joos control the USA and the world - shouldn't you care about the joooos mooos?
U will not control the end of life dont worry about that one.
Damn embarrassing for the moose lambs. Only 6 out of around 800 Nobel price winners. I think the Moose Lambs must be suffering from brain damage due to internal bleeding into the brain. The five times a day butts up creates such a blood pressure in the head. I think every Muslim should see the doctor and ask for a brain scan.
jonASS is that a ASS jooooooooohoooooooooopoooooooo
hajin1,
You are really to stupid to be posting into this Web Site. Try some kindergarten Web Sites or the next Sand Box. That would fit your childish mindset.
All Praise Is For ALLAH
Well, I suggest that you also include that a man that is a Christ xian setting on death row for killing 4 other Christ xians. Could win The Nobel Prize!
What a honour Indeed!
OK people (especially Muslims), keep in mind that --- I --- didn't bring up the subject of Muslims v/s the rest of the world winning Nobel prizes. You can thank Bintfulali for that one. A pitiful effort in Binty's part to make Icelanders look bad because out of 300,000 people they had only one Nobel prize winner while out of ONE POINT THREE BILLION MUSLIMS they have the dubious distinction of spawning only on 6 Nobel prize winners (who were educated in the west - of course).
I suggest the next time some Muslim wants to bring up a statistic about Muslims in general then he better think about the surrounding statistics as it applies to non Muslims countries.
I have to admit I found it humorous that Muhammad18, Apollosgas and of course Croco would automatically say " its a great western conspiracy that westerners are awarded most of the nobel prize winners and that Muslims are discriminated against by the Nobel awarding criteria commision. Typical " oh wowe is me" attitude and " its the rest of the world has a conspiracy against all Muslims" hahahhaha. And of course we can't forget the " Its all a conspiracy effort to make Muslims look bad " and last but not least " Its not our (Muslims) fault, it HAS to be someone elses fault". You guys are a real hoot !
I thank you for providing some occaisional comedic relief from my down trodden life of having to live in a nice house (payed for) in a sparsley populated nice neighborhood, driving a show winning truck and my nice car (both payed for), riding one of my Harleys or maybe my Triumph T100C(all payed for), eating good food while watching my big screen TV and listening to my 200 watt Kenwood component audio/video sound system(payed for). I own a business that I'm very good at and that if I wasn't so down trodden I would really enjoy my work. Its all a huge Muslim conspiracy that I have to live in such deplorable conditions, I feel I can certainly identify with those Palestinians living in those refugee camps, its all a huge conpsiracy to take away our dignity. Its like the great William Wallace (Braveheart) once said " they can take away our freedom, but they can't take away our dignity". Life is tuff but I guess I'll just have to "keep on keepin' on".
All Praise Is For ALLAH
You like "Rap" too!
Snoop Dog, got it right!
hey vet
when you write something plz back it up.... i never said anything about conspiracy.....all i said was its not a big deal if u guys won more nobels....dont hate me cause i can back up my statements
Muhammad18,
The bottom line is simply put that Muslims are underachievers.
Jonas..... haha go chech yourself first... your tellin peopel to go to kindegarten ahhhhhh ur the one without a life hanging around here... what they didnt even accept you in kindegarten that you have to hate on every1 else??? all good we need people like you to remind us that we're better than your standards :P... dont tkae it to heart its jus the way it is... as for our bowing down to Allah... go check wid your local scientist if thats good or bad for the head... last i heard was blood rushing to your brain is a good thing... well anyways dont hate :).... and vet... wut does a noble prize signifie? there are awards in muslim countries that christians dont get? does that make you better than us??? now i know i'm more educated than you knowing all this... so dont complain :D once again dont hate.... become a muslim it's good for your health :D haha salams
I've never really notice the winners of nobel prizes, but does anyone know how many winners are atheists and agnostics?
I wouldn't brag about it, but just curious of the number from non-religious people.
nobel peace prize is for the west by the west.
To me, it doesn't matter what religious or racial background the winner belong to, but what was achieve.
The most interesting to me is in the fields of science and medicine. Though, even then I don't pay much attention to the nobel prizes.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 12:00
Your point being?
"Jonas" kemur með einhver skot um að múslimar hljóti að vera heilaskemmdir, "The_Vet" setur þetta upp sem múslimar vs. kristnir og flokkar alla ekki-múslima sem kristna (af því að í hugum dúalistanna eru gyðingar, hindúar, trúleysingjar og deistar þó skárri en múslimar, svo þeir bara hljóta að vera kristnir), restin eyðir tímanum í barnaskap, utan "gnostic" og "steveinoklahoma" sem koma báðir með ágæt innlegg.
Ég skil ekki hvernig þetta á að tengjast umræðunni hérna.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.8.2009 kl. 15:43
Er þetta þá skárra?
http://stutturdreki.blog.is/blog/drekablog/entry/934626/
Jóhann Róbert Arnarsson, 26.8.2009 kl. 18:01
Skorrdal skáld. Er þá ekki alveg eins hægt að segja að tölvurnar og örbylgjuofninn komi frá kristindómnum?
Telur þú að ekkert hafi verið til í löndum íslams fyrir múhameð?
Þessi lönd voru hvorki meira né minna vagga siðmenningarinn og mörg hver kristin áður en íslam fór yfir með báli og brandi.
Þú hefur greinilega enga sýn á heiminn aðra en þá sem að einhverjir trúðar hafa trúað þér fyrir yfir rauðvínsglasi sem btw er bannað undir oki íslams.
marco (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:11
Blástu þína lyst.
Hvaða þúsund ára tímabil ertu að tala um? Þarftu kannski að hringja í einhvern trúð til að fá svar við því?
Getur þú nefnt mér íslamskar miðaldabyggingar sem taka kristnum dómkirkjum fram?
marco (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:54
Fyrir marco: History of elementary algebra
Arnar, 27.8.2009 kl. 14:21
Ágæti Arnar.
Ég hef aldrei haldið því fram að ekki hafi verið unnin vitsmunaleg afrek í löndum múslima enda löndin fyrir botni miðjarðarhafs svæðið þar sem siðmenningar varð fyrst vart. Ég hef aftur á móti alltaf efast um að íslam hafi haft þar góð áhrif. Fólk sem fætt er undir oki íslams er ekki á nokkurn hátt síðra öðru fólki og því alls ekki ólíklegra til vitsmunalegra uppgötvana. Aftur á móti hamlar íslam framförum á ótal sviðum.
Skorrdal. Náðirðu ekki í neinn til að endurtaka tuggurnar oní þig?
Ég hef ekki gleymt miðöldum. Aftur á móti er margt um þær sagt manna á milli sem stenst ekki skoðun.
Hvað með byggingarnar? Engin dæmi? Bara óljósar minningar um samtöl við einhverja trúða?
marco (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 15:00
Ég hélt að við værum að ræða hömlur og hömluleysi kristni og íslams á framþróun á sviði vísinda og lista. Ef þú vilt reyna að rökræða eitthvað annað þá treysti ég mér til að hakka þig niður í umræðum um hvað sem er.
Það eina sem þú gerir er að enturtaka fyrirframlærða, þunnbotna frasa.
Hvað með byggingarnar? Ekki neitt? Bara fullyrðing?
marco (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 15:13
"Getur þú nefnt mér íslamskar miðaldabyggingar sem taka kristnum dómkirkjum fram?"
Ú, má ég? Látum okkur nú sjá: miðaldir teljast ná frá 476 - 1500 m.o.t., en íslam er ekki stofnað fyrr en rúmum hundrað árum seinna. Bara til að hafa það á hreinu.
Síðan þurfum við eiginlega að vita hvað þú átt við með að ein bygging "taki annarri fram". Áttu við fegurð (sem er hlutlæg), stærð, tæknilega fágun arkitektúrs, endingu eða eitthvað allt annað?
Ég ætla a.m.k. að telja upp nokkrar byggingar sem að mínu mati standast fyllilega samanburð við kaþólsku dómkirkjurnar, þú segir mér þá bara hvers vegna þú telur að ég hafi rangt fyrir mér.
The Dome of the Rock
Alhambra
Umayyad moskan í Damaskus
Al-Azhar moskan (og næstelsti háskóli heims) í Kaíró
Moskan í Kordóba
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.8.2009 kl. 16:01
"Algebra er komin frá Islam"
Skorrdal prófesor, algebra er komin frá miðausturlöndum en það var löngu áður en hugmyndafræðin islam var fundin upp.
Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 16:19
Grunnur algebru er ævagamall, og umdeilanlegt hvort hún teljist íslömsk uppfinning. Al-Khwārizmī skrifaði um hana og frá honum er nafnið algebra komið, en sumir vilja halda því fram að Diophantus sé faðir algebrunnar. Það var þó undir íslam sem algebra eins og við þekkjum hana varð til. Ekki er ég neinn sérstakur stræðfræðisagnfræðingur, svo ég ætla ekki að blanda mér í þá deilu frekar.
Hins vegar er margt merkilegt upprunnið í hinum íslamska heimi, t.d. stór hluti efnafræði, veitingahús, steindir gluggar, bensín, sápa eins og við þekkjum hana, bragðgott tannkrem, læknaskólar, kviðdómar, almenningsbókasöfn, apótek, sjúkrahús, vefstólar, svæfingalyf, og stækkunargler.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.8.2009 kl. 17:57
En þetta er svo gaman...
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.8.2009 kl. 18:59
já grunnurinn varð til löngu fyrir islam.
Hvort sem það voru Al-Khawarizmi eða Diophantus sem skrifuðu algebru eins og við þekkjum hana í dag þá kemur grunnurinn frá fornríki Babelóníumanna. Og það kemur trúarbrögðum ekki við.
Diophantus is often called “the father of algebra" because he contributed greatly to number theory, mathematical notation, and because Arithmetica contains the earliest known use of syncopated notation [12]. However, it seems that many of the methods for solving linear and quadratic equations used by Diophantus go back to Babylonian mathematics.
Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 19:54
Einhverjar kirkjur? Vera rómverja á Spáni öldum saman hafði s.s. engin áhrif á byggingarlist. Öll byggingarsaga evrópu er s.s. frá Márum á Spáni komin.
Þvílík grundvallarvanþekking!!
marco (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 20:10
Tinna mín. Ég hef aldrei sagt að merkar uppgötvanir hafi ekki verið gerðar í hinum íslamska heimi.
Það er merkilegt hvað margir vilja þakka íslam þær uppgötvanir en segja svo að kristindómurinn hafi staðið gegn allri framþróun þó að flestar merkustu uppgötvanir síðari tíma komi frá hinum kristna heimi.
Rétt er það að erfitt er að meta hvaða glæsibygging er merkilegri en önnur. Þær spurningar mínar beindust að Skorrdal vegna yfirlýsinga hans um yfirburði hins íslamska heims í byggingarlist. Allar þessar byggingar sem þú nefnir eru stórkostlegar og ég ætla ekki að reyna að halda því fram að kristnar miðaldabyggingar séu merkilegri.
Það er erfitt að halda upp rökræðum við fólk sem talar ýmist í austur og vestur. Hvað þá við fólk sem slengir fram fullyrðingum en hefur ekkert til að bakka þær upnema útblásið egó og einhverjar óljósar minningar um að hafa heyrt eitthvað en ekki skilið það.
marco (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 20:25
Gott kvöld Tinna, Færsla þín nr. 201.
Ég ætlast ekkert til þess að þú skiljir það sem þú vilt alls ekki skilja, því ég er svo umburðarlyndur.
Reyndu bara að lesa þessa færslu einu sinni fyrir svefninn á hverju kvöldi næsta mánuðinn og þá er ekki útilokað að þú áttir þig á hvað ég er að fara og hverju ég er að svara..
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 20:27
ALGEBRA
6. Muhammad ibn Musa al-Khwarizmi (780-850): Fæddist í Khwarizmi (nú Khiva) Uzsbekistan. Hann starfaði lengst af lífinu sem fræðimaður í „Húsi Viskunnar" (sem stofnsett var af Kalifanum al-Mamun) í Bagdhad. Hann var persneskur stærðfræðingur, stjörnufræðingur, stjörnuspekingur og landafræðingur. Nokkur verka hans voru grundvölluð á eldri stjörnufræði Persa og Babyloníumanna, indverskum tölum og grískum heimildum.
Algebra hans var fyrsta bókin um kerfisbundnar lausnir á línu og fernings jöfnum. Þar af leiðandi var hann talinn faðir algebrunnar, sem var titill sem hann átti með Diophantus. Þýðingar á latínu á arithmetik hans, og indverskum tölum, kynntu tugakerfið fyrir Vesturlandabúum á þrettándu öldinni. Hann endurskoðaði og uppfærði landafræði Ptolemys og skrifaði einnig nokkrar bækur um stjörnufræði og stjörnuspeki. Framlag hans hafði ekki einvörðungu mikil áhrif á stærðfræði, heldur einnig á málfarið.
Mest af tugakerfinu og kommusetningu heimsins er upphaflega komið frá Indlandi, þar sem það var þróað. Algengt er að vísa til hins indverska talnakerfis sem Hindu-Arabísks, þar sem það barst til Evrópu gegn um Arabana.
Saga Algebrunnar: Kínverjar, Persar og þjóðir Indlands notuðu algebru í áraþúsundir. Babyloníumenn, Egyptar og Grikkir lögðu til frum þróunar algerbrunnar. Al-Khwarizmi, sem var kennari í stærðfræðiskólanum í Baghdad, safnaði og bætti framfarir Hinduskra og Arabískra fræðimanna. Verk hans voru meðal annars þýðingar úr grískum og sanskrískum vísindahandritum.
Samkvæmt sagnfræðingnum al-Tabari var al-khwarizmi fylgismaður hinnar fornu Zoroastrian trúar. Aðrir töldu hann vera hefðbundinn Múslíma. Engu að síður gaf al-Khwarizmi aldrei til kynna að hann hefði orðið fyrir áhrifum trúarbragða eða að hann hefði fengið neinar vísindalegar kenningar upp úr Kóraninum eða Annálunum.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 20:47
Hvað segirðu Skorrdal? Ertu bara alveg blankur strax?
Ætlar þú, "marco" að REYNA að fara í rökræður við mig?
Hahahaha!!
marco (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 00:51
"marco" ertu fullur? Skorrdal skoraði á þig og þú sinntir því ekki, ef hanskanum er hent niður fyrir framan þig, er ætlast til að þú mætir í einvígið....en þú mættir ekki, svo þú telst hafa tapað.
En annars er þessi umræða löngu komin út fyrir spurninguna hennar Tinnu, þið eruð í raun báðir að dissa hennar vettvang, en hún hlær örugglega mann hæst...hvernig var þetta með búrkuna?
Haraldur Davíðsson, 28.8.2009 kl. 01:23
...manna..;-/
Haraldur Davíðsson, 28.8.2009 kl. 01:25
Ekki hefur Skúli séð ástæðu til að sýna fram á fullyrðingar sínar um ólæsi arabaheimsins. Ekki furða, þar sem þar er á ferðinni maður sem greinilega telur ekki sannleikann með sér í liði...
Sigurjón, 28.8.2009 kl. 03:21
Sigurjón: þú bara vilt ekki skilja! Það er það sem er að okkur öllum (nema marco), við erum svo vitlaus/þver að við skiljum ekki/viljum ekki skilja djúpa vizku Skúla, þessa mikla spekings sem af góðmennsku sinni copy/pastear svörin við leyndardómum lífsins um víðáttur alnetsins okkur til upplýsingar. Ó, við vanþakklátu kafírar og dhimmitrúðar, að við skulum ekki falla á kné og tilbiðja véfréttina Skúla, hnýta honum blómsveig og kyssa fætur hans sem okkur ber!
Sem betur fer er hann svo umburðarlyndur að hann fyrirgefur okkur. Eins og allir vita er umburðarlyndið aðalsmerki Skúla, eins og sést á öllum hans skrifum. Sérstaklega er það merki um umburðarlyndi og lítillæti hans að viðurkenna aldrei að hann hafi haft rangt fyrir sér en kenna þess í stað viðmælanda um að snúa viljandi út úr eða vera of illa gefinn til að skilja vísdómsorðin sem sem fram af hrumum puttum hans pikkast. Hann er bara eiginlega alveg eins og Jesú.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.8.2009 kl. 11:22
Ég sé að skopskynið er í lagi hjá mannskapnum.
Það er gott.
Sem betur fer þjáist hún Tinna ekki af neinum minnimáttarsálarhnútum. Hún telur sig alltaf hafa rétt fyrir sér, enda er hún að reyna að frelsa mig frá villu míns vegar.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 17:36
Æi, Haraldur. Getur Sorrdal ekki barist sínar orrustur sjálfur.
Tinna. Tinna. Tinna. Svo gáfuð. Svo gáfuð.
marco (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 17:38
Það eina sem ég vil fá eru gögn og tilvísanir, ætli menn sér að halda einhverju fram sem sannleik. Málið er nefnilega að skoðanir fólks eru eins og rassgöt; allir hafa þau, en öllum finnst vond lykt af annarra manna rassgötum/skoðunum...
Sigurjón, 28.8.2009 kl. 18:11
Marco, það varst þú sem ekki þorðir...en ætlaðir svo að skíta hann út á þeirri staðreynd, enda reyndi ég ekki að taka orrustuna fyrir hann..hvernig færðu það út? Reyndi ég að rökræða biblíuna við þig?
En ef þú vilt endilega þá get ég það alveg, þótt mér finnist algjör tímasóun að rökræða um röklausan hlut...
Haraldur Davíðsson, 28.8.2009 kl. 18:17
Haraldur. Ég er hér enn. Ég átti síðasta orðið. Hans er að svara með einhverju öðru en einfeldningslegum fullyrðingum. Hringdi hann kannski í þig? Sagðir þú honum að vestræn byggingarlist væri frá Márum á Spáni komin?
marco (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 18:28
Hringdi hann kannski í þig? Sagðir þú honum að vestræn byggingarlist væri frá Márum á Spáni komin?
Hahahahahahahahaha!!!!!!
Jóhann Róbert Arnarsson, 28.8.2009 kl. 19:58
Til Sigurjóns Vilh., sem bað um tölulegar upplýsingar um ólæsi múslíma t.d. í færslu 231.
Hér fyrir neðan eru því smá tölulegar upplýsingar handa þér en þú getur fengið margfalt meir upplýsingar á slóðinni sem vitnað er í:
HEILAGT MENNTUNARLEYSI, HEILÖG FÁTÆKT OG HEILAGUR AUMINGJASKAPUR.
http://islamoscope.wordpress.com/2008/07/28/holy-islam-holy-illiteracy-holy-poverty-holy-backwardness/
• Female literacy rate: Israel (83%), Bangladesh (21.8%), Sudan (4%), Egypt (29 %), Turkey (43%), Morocco (22%), Pakistan (24.4%), Afghanistan (15%).
• Male literacy rate: Israel (93%), Bangladesh (36.1%), Sudan (25%), Egypt (57%), Turkey (77%), Morocco (49%), Pakistan (50%), Afghanistan (47.2%).
• Birth rate per one thousand population: Israel (23), Bangladesh (32), Sudan (45), Egypt (36); Turkey (28), Morocco (31), Pakistan (36.4), Afghanistan (43), Algeria (28.5), Libya (40), Iran (33.7), Iraq (34.1), Syria (40).
• Maternal mortality rate (per one hundred thousand live births): Israel (5), Bangladesh (600), Sudan (660), Egypt (80), Turkey (210), Morocco (300).
• Infant mortality rate (per one thousand live births): Israel (14), Bangladesh (114), Sudan (107), Egypt (88), Turkey (74), Morocco (58), Pakistan (75), Afghanistan (146.7), Algeria (48.7), Libya (56), Iran (52.7), Iraq (91.9), Syria (29.6).
• Mortality rate for children under five (per one thousand live births): Israel (16), Bangladesh (180), Sudan (181), Egypt (131); Turkey (93), Morocco (76).
• Life expectancy (female /male): Israel (77 / 73.6), Bangladesh (55.4 / 56.4), Sudan (51/ 48.6), Egypt (59.5 / 56.8), Turkey (65.2 / 62.5), Morocco (62.5 / 59.1), Pakistan (65 / 63), Afghanistan (45.2 / 46.4), Algeria (69.5 / 67.2), Libya (67.5 / 63.9), Iran, (68.7 / 66.1), Iraq (60.4/ 57.3), Syria (71.3/ 68.4) .
• Gross national product per capita (in US$): Israel (10300), Bangladesh (180), Sudan (300), Egypt (610), Turkey (1080), Morocco (960).
• Average household size: Israel (3.6), Bangladesh (5.3), Sudan (5.1), Egypt (5.2), Turkey (4.7), Morocco (4.2).
• All India literacy levels of Muslim man (55%), non-Muslim Man (64.5%); Muslim woman (40.6%) and non-Muslim woman (45.9%).
• All India literacy levels of urban Muslim man (64.2%), urban non-Muslim man (77.3%), urban Muslim woman (52.8%), and urban non-Muslim women (65.5%)
• 44% fewer Muslim students complete senior school compared to non-Muslim.
• Only one in 101 Muslim women is a graduate versus one out of 37 non-Muslim women.
• 31 million more Muslims to be educated by 2011 to match today’s literacy level of the non-Muslims.
• Many more Muslims drop out of high schools than all other religious communities.
• The average income of Muslim families is much lower than that of the non-Muslims. Over 60% of Muslims live in slums and poorer areas.
• There are hardly any social workers, NGOs and activists from Muslim background compared to non-Muslims.
• 31% of Muslims of working age have no qualifications, the highest of any religious group.
• 82% of Sikhs followed by 78% of Jews own their own home in the UK. Only 52% of Muslims own their own home, the lowest of any religious group.
• 14% of Muslims are unemployed the highest of any religious group, compared to 8% of Sikhs and 6% of Hindus.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 12:00
Nei "marco" hann hringdi ekki í mig, hví skyldi hann gera það? Ég veit ekkert um byggingarlist, og finnst sú umræða vægast sagt fyndin....en þú gefur í skyn að "einfeldingslegar fullyrðingar" komi frá mér, svo ég vil endilega fá nánari útlistun á einfeldni minni "marco", eða er persónulegt skítkast þitt eina vé?
Haraldur Davíðsson, 29.8.2009 kl. 13:25
Ég bið um heimildir fyrir fullyrðingum Skúla um ólæsi arabaheimsins og hvað kemur annað en eitthvað hatursblogg! Þetta kallazt ekki heimildir Skúli og að þú skulir líta á þetta rit sem slíkt, segir mér að þú sért illa upplýstur og það er ekki mark takandi á þér um nokkurn skapaðan hlut.
Sigurjón, 29.8.2009 kl. 14:58
Sigurjón Vilh.,
Hvernig stendur á því að mig grunaði fyrirfram að svarið hjá þér yrði svona. Ertu fastur á járnbrautarteinum vinstrimennskunnar, barnaskapar og grandaleysisins Sigurjón. Heldurðu að við lifum öll í einhverju Jesúslandi, þar sem öll dýrin eru góð við hvort annað?
Ekki veit ég hvað þú ert klár í að stjórna leitarvélum eða hvort þú skilur ensku.
En ég googlaði einfaldlega ,,illiteracy in muslim countries" og þetta kom upp, meðal annars.
Það ultu uppi fjölmargar síður og þú getur gert það sama ef þú hefur nokkurn áhuga á að vita sannleikann.
Skorrdal, Það er leitt að þú kannt ekki einföldustu mannasiði og getur ekki svarað fyrir þig öðru vísi en með uppnefnum og barnalegum ólátum. Það segir allt um þig sem segja þarf. Sannleikurinn er oft sár.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 16:34
Skorr,
Þakka þér fyrir að staðfesta orð mín í þinn garð. Það þarf ekki frekari vitnanna við með þig.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 20:28
Haraldur. Þetta var nú bara spurning. Annars er þessi rimma við þig um Skorrdal að verða svolítið einkennileg.
Skorrdal sýnir enn á aftur hæfni sína í rökræðum. Ég held að ég skilji betur undrun hans á því að einhver reyni að hafa við hann rökræður. Það er nefnilega ekki hægt.
Frá honum koma ekkert nema flatbotna fullyrðingar sem bera lítilli þekkingu vitni og blammeringar sem benda til lélegs uppeldis þannig að ég held að honum væri best að halda móður sinni utan við efnið.
marco (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 21:55
Eins og áður sagði, þá er það ekki að vísa í heimildir að gúggla eitthvað og nota skoðanasíðu sem téða heimild. Það þarf að vísa í vef sem er ritstýrt og gagnrýndur. Þó Wikipedian sé ekki fullkomlega traust heimild, er hún þó skoðuð og henni stjórnað af mönnum sem reyna í hvívetna að gæta hlutleysis, öfugt við ofangreinda skoðanasíðu.
Ég reyndar skoðaði þessar tölur á Wikipediunni og komst að því að þetta er tómt bull í þér. Skoðið þessa síðu og komizt að raun um hið sanna. Þarna má sjá að fjölmennasta múslimaþjóðin, Indónesía, telur læsi yfir 90% og þó fjölmennar múslimaþjóðir á borð við Pakistan og Bangladesh telji mjög lágt læsi, þá eru þær samt báðar rétt undir 50%. Aðrar fjölmennar múslimaþjóðir á borð við Egypta (yfir 70%), Íran (yfir 80%) og Tyrkland (yfir 90%) sýna mun meira læsi.
Þetta er lausleg upptalning og ekki hægt að sjá út frá þessum tölum hve læsið er raunverulega í löndum islam, en það má vera nokkuð ljóst að það er ekki 50% eins og Skúli heldur fram.
Sigurjón, 29.8.2009 kl. 23:24
Sigurjón
Gott að þú staðfestir meir og minna það sem ég hef skrifað um efnið.
Indónesía er aðeins með um 50% íbúanna múslíma og það skýrir margt.
Því stærra hlutfall sem múslímar eru í þjóð þeim mun meira ólæsi.
Bæði Egyptar og Tyrkir hentu hinu íslamska lagakerfi og gerðust meir og minna veraldlegir, það bjargar þeim frá villimannamenningunni íslam, þeir eiga eftir að slíta sig alveg frá þessum þrælsklafa.
Hér er svo það sem stendur um ólæsi fyrirmyndar múslíma í Kóraninum:
MENNTUNARLEYSI SPÁMANNSINS:Mó Spámaður var hvorki læs né skrifandi:007:158 Trúið á Allah og Sendiboða hans, Spámannsinn sem getur hvorki skrifað né lesið.Kóran: 007:158: Hæ, strákar! Ég hef verið sendur ykkur öllum sem sendiboði Allah, sem á himinn og jörð: það er enginn gvöð nema hann: Það er hann sem gefur og tekur líf. Trúið því á Allah og sendiboða hans, ,, HINN ÓLÆSA OG ÓSKRIFANDI SPÁMANN“, sem trúði á Allah og orð hans: fylgið honum svo ykkur verði leiðbeint.Þetta er fyrirmyndin sem múslímar allra tíma eiga að líkja eftir, vera ,,ÓLÆSIR OG ÓSKRIFANDI“ Enda sést á hinum tölfræðilegu upplýsingum hvað fáir múslímar eru læsir í Mið-Austurlöndum. Sannir Múhameðsinnar.Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 09:57
The answer is quite simple. Every people of every nation have available sacred writings containing truths geared for the "salvation" of the people to whom they were given. These writings can range from the sacred teachings of the Hopi Indians to the "Koran" of Islam, to the "Bhagavad Gita," to the ancient Vedas to the writings of Confucius, to the sayings of Buddha -- just to name a few.
-
Bab openly criticized some of the outworn tenets of Islam
-
One of the good effects to come out of the 911 disaster is that the act was so disgusting that for perhaps, for the first time, the world has caught a glimpse of the reality of the true intentions and resolve of the terrorists. This terrible act of destruction killed over 6000 innocent men women and children from not only the United States, but from over 80 nations and many religions including Islam. In addition to this, some estimate the damage to the world economy may be over a trillion dollars and that for some time to come over 20,000 children will die a month because of financial aid that just will not be available.
(1) He and his associates are working with the leaders of all pertinent nations assuring them that we are not at war with Islam, but have respect for the religion. We are at war with terrorists and those who house them.
(2) He has stood up for the rights of law abiding Muslims living in the U.S. and, perhaps more important than promising strong prosecution of those who persecute them, he has set a tone of tolerance and acceptance for the nation. (3) Shortly after the catastrophe he called a nationally televised meeting where leaders from many religions (including Islam) spoke with a voice of unity.
-
Jóhann Róbert Arnarsson, 30.8.2009 kl. 19:41
Skúli.
Skv. Wikipediunni eru 86.1% Indónesa múslimar. Þú skalt ekki komast upp með að halda fram einhverju bulli sem heilögum sannleik. Enn og aftur eru orð þín hrakin.
Þú sagðir að 50% karla og 70% kvenna í arabaheimi mið-austurlanda væru ólæs, en þér hefur ekki tekizt að sýna fram á eða staðfest þessa fullyrðingu. Þú vísar a.m.k. tvisvar í bloggsíður sem eru reknar af múslimahöturum eins og þér, sem geta engan veginn talizt neinar heimildir eða fullar af sannleik og staðreyndum.
Eftir stendur sumsé að það er ekki orð að viti sem út úr þér kemur og ekki mark takandi á þér á nokkurn hátt. Ef ég ætti þetta blogg, myndi ég segja þér að vera úti...
Sigurjón, 30.8.2009 kl. 19:43
Sigurjón,
Í þínum sporum mundi ég ekki gera mikið af því að vitna í wikipedia.
Það getur enginn talið þér trú um að trúa því sem þú vilt ekki trúa.
Ég hefi séð því marg haldið fram að múslímar séu aðeins um 50% í Indónesíu og múslímar eru þekktir fyrir að blása út tölur, sem við nánari athugun standast ekki.
En ef þú vilt láta spila með þig Sigurjón, þá get ég lítið gert við því.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 20:24
Já, ég vitna þó í eitthvað annað en skoðanasíður, máli mínu til stuðnings. Wikipedia er kannske ekki alltaf algjörlega traust heimild, en hún er það langoftast, vegna þess að það sem er skrifað þar inn er kannað og þess er krafist að ritarar setji inn heimildir fyrir sínum skrifum. Grundvallarupplýsingum um lönd á borð við Indónesíu er algjörlega hægt að treysta á Wikipediunni. Þó þú hafir heyrt því marg haldið fram að Indónesar séu 50% múslimar, þá þýðir það ekki að það sé satt. Ég sé það betur og betur að það er þú sem lætur spila með þig með því að trúa einhverjum áróðri, í stað þess að leita heimilda fyrir því sem þú lest.
Eins og áður sagði er ekki orð að marka sem þú segir og það hefur ekkert breyzt með þessari uppgjöf þinni í síðustu færzlu.
Sigurjón, 30.8.2009 kl. 20:59
Orð eins og: ,,...múslímar eru þekktir fyrir að blása út tölur..." lýsa þér sem kynþáttahatara og hreinum og þvottekta fáráði. Þetta eru opinberar upplýsingar frá Indónesíu og þeir hafa engan hag að því að gefa upp rangar upplýsingar...
Sigurjón, 30.8.2009 kl. 21:02
Sigurjón,
Það skilur enginn hina pólitísku hreyfingu íslam, nema sá sem er vel lærður í íslömskum fræðum. Ég segi ekki að ég kunni Kóraninn utanbókar, en ég þekki vel þá pólitík sem í honum felst og veit hvernig ,,Jihad" múslíma vinnur.
Ég hef verið uppnefndur fyrir að segja hlutina beint út, aðallega af múslímum og hluta af róttækum vinstrimönnum. Mér er slétt sama um þær nafngiftir. Það hreyfir ekkert við fínu taugunum hjá mér þó þú fallir í sömu grifju og þetta fólk. Ég kenni eingöngu í brjóst um fólk eins og þig og vorkenni þér, því þú ert einfaldlega eitt af fjölmörgum grandalausum góðmennum, sem sérð ekki í gegn um þessa hluti.
Ef þú hefur ekki tök á því að kynna þér efni 8. og 9. kafla Kóransins, þá hefurðu ef til vill tækifæri til að lesa bók sem heitir ,,Art of War" eftir kínverska hershöfðingjann Sun Tze, sem var uppi um 200 árum fyrir Krist. Hann lýsir svo til alveg sömu aðferðarfræðinni og múslímar nota í ,,Jihad."
Aðferðafræðin er kortlögð, það þarf bara að kíkja á kortið.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 21:41
Þú ert kolruglaður Skúli, það er ert þú sem ert til Vinstri
Jóhann Róbert Arnarsson, 30.8.2009 kl. 22:14
Ég frábið mér algjörlega vorkunn eða brjóstumkenningu frá mönnum sem hafa ekki vit til að safna upplýsingum frá óhlutdrægum heimildum. Punktur!
Sigurjón, 30.8.2009 kl. 23:55
Allt í lagið Jóhann og Sigurjón,
Ég býst ekki við því að við séum ásáttir um neitt annað en vera ósammála. (Svona eins og þegar hjón sem standa í skilnaðarmálum eru að ganga frá sínum málum).
Það er þó viss punktur.
En ég þakka öllum fyrir skemmtunina á þessum þræði, það hefur verið gaman að taka þátt í þessu spjalli.
Þar sem þráðurinn er nú kominn langt út fyrir upphaflega umfjöllun sem var ,,Hvernig á að banna Búrkuna" þá held ég að ég kveðji bara í bili.
Óska svo öllum velfarnaðar í bráð og lengd.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.