22.3.2008 | 03:00
Af íslam og kristni
Ég fór allt í einu að velta þessu fyrir mér:
Fyrir 500 árum var kristin kirkja kúgarinn; stóð fyrir brennum og pyntingum, barði niður mótmæli og stóð í vegi fyrir framgangi vísinda og mannréttinda. Síðan tók Upplýsingin við, fólk varð almennt minna trúað en áður og vísindi og mannréttindi blómstruðu.
Íslam er sirka 500 árum yngra en kristni....er Íslam ekki bara á vendipunktinum, farið að snúast í sömu átt og kristni gerði á Upplýsingartímanum og þ.a.l. uppfullt af átökum innbyrðis, sem koma fram sem öfgar hjá hinum trúaðri, sem þar með reyna að koma í veg fyrir minnkandi völd fyrirbæris sem allt fram á síðustu öld hefur haft töglin og hagldirnar í samfélögum þar sem það hefur verið við lýði?
Eða til að einfalda þetta (svo hægt sé að skjóta það niður): Kristnin er að sötra kaffi og konjakk á meðan Íslam er rétt að klára aðalréttinn.*
Það er erfitt að fá menn til að flýta sér að éta - þeir eru nefnilega farnir að kvíða reikningnum.
*Ógeðslega er þetta góð líking hjá mér.
21.3.2008 | 02:10
Mikið er ég orðin þreytt á þessu
Trúarbrögðum, þ.e.a.s.
Föstudagurinn langi: bannað að spila bingó. Vita menn ekki að Jesú var einmitt í miðju bingóspili þegar hann gaf upp öndina? Og hversvegna er þetta sorgardagur? Án dauða Krists á krossinum væri engin kristni - engin fyrirgefning synda, engir sætir róðukrossar (don't get me started on those), engar fermingar og þ.a.l. engar fermingargjafir! Ætti þetta ekki að vera hátíðisdagur með villtu djammi í öllum kirkjum - takk fyrir mig, Jésú!?
Myndir af Múhameð (BSNH): Hú kers? Súnnítar banna myndir af Allah og Múhameð, en ef ég stimpla inn broskall og kalla hann Múhameð gerir það hann ekki að Múhameð. Þeir eru heldur ekki hrifnir af myndum af Jésú - sem ég reyndar er sammála, Múhameðsmyndirnar fókusa þó yfirleitt ekki á ósmekklegar pyntingaraðferðir eða náföl, norræn smábörn umkringd kameldýrum. Bjakkerí.
Þjóðsöngurinn: bjakk-bjakkedí-bjakk. Þetta gaul er spilað í dagskrárlok, undir myndum af íslenskri náttúru í allri sinni dýrð. Lofsöngur. Um Guð. Ekki um landið, heldur Guð. Ósýnilega kallinn með ósýnilega skeggið og ósýnilegan endalausan kærleika. Fokk ðatt - nýtt lag á fóninn strax!
Páskar almennt: Tengjast Jésú eða pabba hans ekki rassgat - nema Bibblían minnist einhversstaðar á súkkulaðiegg án þess að ég hafi tekið eftir.
Sköpunarsinnar: þið vitið alveg við hvern ég á. Kommon! Þetta er eins og að rífast við einhvern sem heldur því fram að það sé föstudagur þegar þú veist að það er þriðjudagur. Sama hversu góð rök þú kemur með - öll heimsins dagatöl duga ekki til að berja vit í kollinn á viðkomandi. Dagatölin hljóta að vera fölsuð og restin af samfélaginu heilaþvegin af þriðjudagssinnum.
Fólk sem hlær að Vísindakirkjunni og Mormónum - en sér ekkert fyndið við Bibblíuna. +++
Fólk sem hefur meiri áhyggjur af því sem hommar aðhafast í svefnherberginu (eða eldhúsinu, stofunni, baðherberginu...) en milljónum sveltandi fólks.
Fólk sem heldur að lausnin á kúgun kvenna sé að skipta um nafn á ímynduðum einræðisherra.
Fólk sem veit að morð er rangt - nema þegar verið er að drepa einhvern sem drap einhvern sem drap einhvern sem drap einhvern... eða einhvern sem hugsar öðruvísi.
Fólk sem telur líf fósturs konu sem ekki er í neinni aðstöðu til að hugsa fyrir barni mikilvægara en líf þeirra sem látast úr alnæmi og malaríu.
Fólk sem pikkar út eitt og eitt atriði úr trúarskruddu til að fara eftir, en kallar það sem það er ósammála líkingar, dæmisögur eða "barn síns tíma". Hversvegna er svínakjötsát, samneyti við konu á túr, myndlist og vinna á sunnudegi bara gúddí - en þrælahald, lygar og samkynhneigð svaka syndir?
Og hversvegna getur þetta fólk ekki séð hvað þetta er allt mikið bull?
19.3.2008 | 02:19
Dánarfregn
Fartölvan mín síbilandi hefur loks gefið upp öndina. Nú eru líklega liðin hátt í fjögur ár síðan ég keypti hana og þrjú síðan hún byrjaði að klikka. Rafhlaðan er búin að vera ónýt í rúmt ár. Fyrir nokkrum dögum fór hún svo að taka upp á því að slökkva á sér í tíma og ótíma - fyrst slökkti hún reyndar á skjánum - oft í miðju verkefni*.
Núna er ég sumsé komin upp á náð og miskunn móður minnar og hennar fartölvu - og vei mér ef ég gleymi að breyta upplausninni eða hljóðstillingunum eftir notkun.
*blogg-röfli, asnalegum tölvuleik, e.þ.h.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 10:51
Bull og vitleysa.
Mæli með því að allir sem hafa verið að hneykslast á þessum"yfirgangi múslima" lesi þetta. Þarna er á ferðinni skýrsla um samskipti múslima og Breta (og reyndar fleiri þjóða), viðhorf og fjölmiðlaumfjöllun. Sérlega áhugavert er að lesa hlutann sem fjallar um fjórar fréttir sem birtust þar ytra, en þeirra á meðal er "fréttin" um að NatWest hafi bannað sparigrísi (bls. 33 - 37). Þrjár af þessum fjórum fréttum eru runnar undan rifjum Daily Express sem er hægrisinnað slúðurblað.
![]() |
Sótt að gríslingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2008 | 11:48
Frábært!
Nú ætla ég að fara að gefa flöskuvatnsneytendum illt auga. Plánetuníðingar!
Fólk sem ekur bílum hefur auk þess nákvæmlega engan rétt til að gagnrýna reykingar, enda er útblástur margfalt hættulegri en tóbaksreykur. Morðingjar!
Þá er það leyst.
![]() |
Flöskuvatn ekki umhverfishæft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.2.2008 | 11:18
Geymið kvittanir
Nú skilst mér að kerfið hjá tollinum sé orðið þannig að ef þú ert stoppaður og þeir rekast á myndavélina þína þarftu helst að sýna kvittun fyrir því að hún hafi verið keypt á Íslandi.
Væri það nú ekki frábært ef allir þyrftu að geyma allar kvittanir, ef ske kynni að einhvern grunaði nú að eitthvað væri þýfi.
Var sönnunarbyrðin ekki einu sinni hjá lögreglu og dómstólum, ekki hinum grunaða?
![]() |
Hluta af varningnum skilað til hinna grunuðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.2.2008 | 15:45
2. Júlí 1990
Þann 2.7. 1990 lýsti Kosovo yfir sjálfstæði. Alþjóðasamfélagið (utan Albaníu) tók ekki mark á því, enda sú yfirlýsing gefin út af þingi sem ekki var í samræmi við stjórnarskrá. Tveimur árum seinna var boðað til óformlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 80% þjóðarinnar tók þátt. Niðurstaðan var afgerandi: 98% vildu sjálfstætt Kosovo.
Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart ef litið er til aðstæðna. Serbar, minnihlutahópur, hafði kvartað undan misrétti af höndum Albana og Miloević hafði á móti stórlega skert sjálfstæði Kosovo, sem þar til hafði verið sjálfsstjórnarsvæði innan Serbíu. Kosovo-Albanir, merihluti íbúa Kosovo, sniðgengu ríkisstofnanir í mótmælaskyni og settu á fót sínar eigin.
Þegar stríði Bosníu og Króatíu var að ljúka hófust menn handa við að koma flóttamönnum fyrir í Serbíu, m.a. Kosovo. Í mörgum tilfellum var albönskum fjölskyldum vísað úr eigin húsnæði til að rýma fyrir flóttamönnunum. Eftir Dayton samkomulagið árið 1995 var KLA, Frelsisher Kosovo, stofnaður, en hann var samansettur af Kosovo-Albönum sem beittu skæruhernaði gegn serbneskum borgurum og lögreglu. Næstu ár einkenndust af átökum milli KLA og Serba, sem náðu hámarki í Racak þar sem serbneskir hermenn myrtu 45 Albanska uppreisnarmenn. Eftir það vildi NATO óskoraðan aðgang að allri Júgóslavíu, en stjórnin leit á það sem hersetu og neitaði.
NATO hóf þess í stað loftárásir, í fyrstu eingöngu á Kosovo, en síðar á skotmörk um alla Serbíu; brýr, orkuver, verksmiðjur, sjónvarps- og útvarpsstöðvar og fleira. Á meðan á þessum loftárásum stóð notuðu Serbar tækifærið og réðust enn harðar gegn Kosovo Albönum. Talið er að 10-12.000 Albanir og 3.000 Serbar hafi verið drepnir meðan á stríðinu stóð. U.þ.b. 3000 manns er enn saknað, þar af eru 5/6 hlutar Albanir. Af 500 moskum í Kosovo voru 200 eyðilagðar, enda takmark Serba að útrýma menningu múslimskra Albananna.
Eftir að stríðinu lauk var Kosovo sett undir stjórn Sameinuðu Þjóðanna og friðargæzluliðar NATO sendir á staðinn. Nánast um leið brutust út átök milli Albana og Serba, sem leiddu til flótta 200-280.000 Serba og annarra. Í dag er talið að á milli 65.000 og 250.000 séu landflótta.
120.-150.000 Serbar búa enn í Kosovo, en þurfa að þola áreitni og misrétti.
2001 voru haldnar frjálsar kosningar í Kosovo, undir stjórn SÞ, sem einnig kom á fót lögregluliði sem samanstóð af Albönum sem og Serbum.
15 mars 2004 var 18 ára serbneskur piltur skotinn. Daginn eftir drukknuðu þrjú albönsk börn í Ibar ánni og var talið að þau hefðu verið á flótta undan Serbum sem vildu hefna sín fyrir morðið á piltinum daginn áður. Næsta dag mótmæltu þúsund Albana við suðurenda brúarinnar (Albanamegin) yfir Ibar, en Serbar söfnuðust saman við norðurenda brúarinnar (Serbamegin) til að hindra að Albanirnir kæmust yfir. NATO-liðar og Kosovolögreglan reyndu að loka brúnni, m.a. með notkun táragass og gúmmíkúlna, en allt kom fyrir ekki; skothríð hófst frá báðum hliðum og lauk henni með dauða átta og yfir 300 særðum. Dagnn eftir létust 28 í svipuðum átökum og 600 særðust.
Smávægileg átök eiga sér enn stað, og Serbar eiga enn undir högg að sækja.
Nú hefur Kosovo lýst yfir sjálfstæði í annað sinn - og í þetta sinn hlustar heimurinn. Rússar og Serbar mótmæla en restin af heiminum virðist sátt.
Ég spái því hins vegar að Kosovo sameinist Albaníu fljótlega.
![]() |
Kósóvó lýsir yfir sjálfstæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.2.2008 | 10:40
Lausnin:
a) Bættar almenningssamgöngur.
a1) Aukning á þjónustu strætó, m.a. með tíðari ferðum, lækkuðum fargjöldum og fleiri "strætóakreinum"
a2) Uppsetning lestakerfis, hugsanlega neðanjarðar, frá Akranesi að Keflavík með viðkomu á nokkrum stöðum innan höfuðborgarsvæðisins (t.d. á nágrenni við stærri "hittingspunkta" strætó, Hlemm, Mjódd, Ártún, o.s.frv.)
b) Fækkun bíla.
b1)"Carpool"-akreinar, hugsanlega sömu akreinar og strætó notar, þar sem eingöngu bílar með fleiri en tveimur farþegum aka.
b2) Átak á vegum t.d. Umferðarstofu og Umhverfissviðs til að hvetja fólk til að safnast saman í bíla í stað þess að hver og einn aki á eigin bíl.
c) Bætt þjónusta við gangandi vegfarendur.
c1) Gangstéttir verði ruddar með viðunandi hætti, sérstaklega á svæðum þar sem mikið er um eldra fólk og aðra sem eiga erfitt um gang. Miðað sé við að aðgangur að helstu þjónustusvæðum innan hverfa sé fær fótgangandi einstaklingum.
Jæja, nú getur fólk hafist handa við að segja mér hvað er að þessum hugmyndum og hví þær eru ekki raunhæfar. Gjössovel.
![]() |
77% fara á bíl til vinnu eða í skóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.2.2008 | 12:45
Loksins vann ég eitthvað!
Mikið var. Ég sem - vinn aldrei neitt - var að vinna hvorki meira né minna en milljón evrur. Þetta á sko eftir að koma sér vel.
Ég fékk sumsé tölvupóst sem Hotmail flokkaði sem rusl (dæmigert, reyna að halda fjársjóðnum frá mér) þar sem mér var tilkynnt um þessa heppni:
"Comfirm Your Winning.
This email is to notify you that your Email
Address attached to a Ticket Number: 9100092
has won an Award Sum of
1,000,000.00(One Million euro) In an Email Sweepstakes program
held on
the 8th of February 2008. Please contact the claim officer through the
below given contact information.
MR.ROY PETER.
TEL.0031-619-703-672.
FAX:0031-847-300-694.
REPLY TO THIS EMAIL:
E-mail: staatsclaimk@aol.nl
Please forward the above stated winning information to your
Staatsloterij Claim Agent.
Your Names:
Phone number:
Nationality:
Your
full email address:
Ticket Number: 9100092
Ref Number: 10116/EA
Batch
Number: 21/1114/MBV
Congratulations!!!
Yours Sincerely,
Mrs,Mariska
Bridge,
Public Relation Officer."
Ég er reyndar ekki búin að senda þeim upplýsingarnar ennþá, en til gamans gúglaði ér tölvupóst sendandans, glorman@virgilio.it. Kemur þá ekki í ljós að viðkomandi póstfang tilheyrir einhverjum boxereiganda á Ítalíu. Hundarækt virðist gefa vel í aðra hönd.
Svo prófaði ég að gúgla símanúmerið hjá herra Roy Peter. Þá sá ég að einhver óprúttinn Íslendingur hefur birt tölvupóstinn minn á blogginu sínu. Ég er nokkuð viss um að hann hefur hakkað sig inn í tölvupóstinn minn til að stela vinningnum. Svo reynir hann að halda því fram að þetta sé einhverskonar svikamylla! Sumt fólk er svo ósvífið! Auðvitað vill hann að ég haldi það svo hann geti sjálfur náð peningunum.
Mér finnst samt sniðugt hvernig þessir Hollendingar fara að þessu. Hollenska ríkislottóið sendir einhverjum Ítala tölvupóst til að senda áfram til mín (þau vita sjálfsagt að ég ætla til Ítalíu í sumar og hef áhuga á hundum) og láta mig síðan hafa samband við hann. Kannske er þægilegra að senda svona mikla peninga frá Hollandi til Ítalíu og þaðan hingað á skerið.
Annars er ég strax búin að ákveða í hvað ég ætla að eyða peningunum. Ég ætla að ferðast, borga skuldir, senda mömmu til Tyrklands og láta gera við tennurnar í mér. Svo ætla ég að senda Snopes konfektkassa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
-
malacai
-
pannan
-
stutturdreki
-
skrekkur
-
einarsmaeli
-
aulinn
-
furduvera
-
fsfi
-
valgeir
-
gregg
-
gurrihar
-
zeriaph
-
hvilberg
-
hallurg
-
rattati
-
heidar
-
hexia
-
himmalingur
-
hjaltirunar
-
disdis
-
jevbmaack
-
jakobk
-
changes
-
prakkarinn
-
jonthorolafsson
-
andmenning
-
ugluspegill
-
miniar
-
mist
-
hnodri
-
reputo
-
robertb
-
runavala
-
sigmarg
-
sigurjon
-
shogun
-
nimbus
-
skastrik
-
svanhvitljosbjorg
-
stormsker
-
kariaudar
-
zion
-
tara
-
taraji
-
texi
-
thelmaasdisar
-
torfusamtokin
-
toshiki
-
tryggvienator
-
upprifinn
-
vga
-
vest1
-
fingurbjorg
-
gummih
-
kiza
-
kreppukallinn
-
krossgata
-
isdrottningin
-
nosejob
-
olafurfa
-
tharfagreinir
-
thorgnyr
-
valli57
-
apalsson
-
skagstrendingur
-
partialderivative
-
biggihs
-
bjorn-geir
-
dingli
-
einarjon
-
glamor
-
breyting
-
gthg
-
sveinnelh
-
hehau
-
hordurt
-
kt
-
omnivore
-
olijon
-
styrmirr
-
lalamiko
-
thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 3468
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Og vitleysan heldur áfram
Aldrei hef ég séð jafn viðeigandi titil á bloggfærslu. Og vitleysan er komin yfir 400 innlegg.
Nokkrir punktar:
Múslimar hafa ekki "reynt að banna sparigrísi" nokkurs staðar á vesturlöndum. (Sjá nánar [hér að neðan])
Að múslimar reyni að banna svínakjöt er út í hött: samkvæmt neyslureglum múslima er margt annað haraam (óhreint), svosem "hrein" dýr sem ekki er slátrað rétt, svínsleður og áfengi. Það er hinsvegar fullkomlega réttlætanlegt að múslímskir foreldrar (og gyðingar) fari fram á að börnum þeirra sé ekki gert skylt að borða svínakjöt eða vinna með svínsleður (ef þeir á annað borð fylgja halal-reglum. Persónulega þekki ég gyðinga sem borða svínakjöt og get ímyndað mér að til séu múslimar sem gera hið sama) rétt eins og aðrir geta farið fram á að þeirra börn þurfi ekki að sitja undir trúaráróðri.
Í sambandi við búrkur og hijab: hér fellur fólk oft í þá gryfju að halda að allir vilji ólmir lifa eftir vestrænum gildum. Margar konur finna ákveðið frelsi í búrkunni og skilja ekki hvernig vestrænar konur geta látið sjá sig í bikini á almannafæri. Auðvitað er ég ekki að verja kúgun - ef kona vill endilega ganga í bikini á hún að mega það, rétt eins og hún á að mega ganga í búrku ef hún svo kýs.
Til þeirra sem halda því fram að íslenskt samfélag byggi á kristnum gildum og megi alls ekki við íslömskum hópum: Ísland er ekki kristið samfélag, heldur "secular" - hér á að vera pláss fyrir allar trúarskoðanir, sama hvort þær eru kaþólskar (og ekki er pápisminn barnanna bestur þegar kemur að mannréttindum sem okkur þykja sjálfsögð), Kross-kristnar, Fríkirkjukristnar, hindúískar eða íslamskar. Í öllum trúarbrögðum má finna eitthvað gott - þó persónulega skilji ég ekki þessa þörf fyrir ósýnilegt, alsjáandi yfirvald (mér er ekki það vel við okkar veraldlega, hálfblinda yfirvald)- og eitthvað slæmt.
Eins og margoft hefur verið bent á er jafn fáránlegt að dæma alla múslima út frá nokkrum áberandi ófriðarseggjum og að dæma alla kristna út frá Fred Phelps eða alla hindúa út frá Gandhi.