4.2.2008 | 20:09
Ummæli dagsins
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í Kastljósi:
"[...]mæður gætu skaðast af nikótínögnum sem [í reykherbergjum] er að finna"
Óléttar skúringakonur á veitingastöðum eru semsagt í meiri hættu frá þessum "nikótínögnum" en óléttar ræstingakonur á t.d. Alþingi eða öðrum vinnustöðum.
Hún sagði einnig að ástæða þess að reykherbergi væru ekki leyfð væri sú að "hagsmunasamtök veitingamanna" hefðu lagst gegn því.
Það vekur upp spurningar ef satt er. Hví lögðust þau gegn því að reykherbergi yrðu leyfð? Varla stóð til að reykherbergi yrðu standardinn? Vildu veitingamenn sumsé allir sem einn forðast þann kostnað með því að reka okkur út í kuldann?
Ég mætti á árshátíð á laugardagskvöldið. Þar hafði verið sett upp reykingatjald með fjórum hitablásurum, svo við vesalingarnir forsköluðumst nú ekki. Vandinn var hinsvegar sá að loftræsting var ekki næg og á rúmlega þúsund manna árshátíð -þar sem a.m.k. fimmtíu manns fóru í sígópásu í einu, milli rétta -varð reykmökkurinn fljótlega svo þykkur að ólíft var inni í tjaldinu. Enhverjir tóku sig þá til og rifuðu tjaldið til að hleypa reyknum út og loftinu inn. Þá brá svo við að hitablásararnir fjórir dugðu ekki til að halda fimmtán stiga frostinu í skefjum, sér í lagi þegar tekið er tillit til klæðahefðar á árshátíðum.
Þetta hefði mátt leysa með því að leyfa reykingar í loftræstu herbergi.
En þá hefði ólétta skúringakonan sjálfsagt dáið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2008 | 11:27
Mannréttindi
Prevez Kambaksh hefur verið dæmdur til dauða. Glæpur hans var enda alvarlegur. Hann er sakaður um að hafa hlaðið niður skýrslu um réttindi kvenna. Auðvitað á að taka manninn af lífi - hann er greinilega stórhættulegur.
Þegar trú fær að ráða - í stað almennrar skynsemi - fáum við svona skemmtilegheit. Er það ekki sniðugt? Annars er ég nokkuð viss um að spámaðurinn minntist aldrei á lestur sem dauðasynd.
And say: "My Lord increase me in knowledge." (20:114)
You who believe! If an evil-doer comes to you with a report, verify it, lest you harm a people in ignorance, then be sorry for what you have done. (49:6)
-Kóraninn
Hér er svo hægt að undirrita mótmælaskjal og lesa meira um málið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 16:13
Borgarmál og Spaugstofan
"Spaugstofan gekk of langt!"
"Það má ekki gera grín að veikindum!"
"Ekki vera vond við Ólaf!"
Fokk off. Það má gera grín að hverju sem er, en það er annað mál hvort fólk hefur húmor eða smekk fyrir því. Persónulega fannst mér síðasti Spaugstofuþáttur á mörkum þess að vera þolanlegur - sem er nokkuð gott, því hingað til hefur mér ekki stokkið bros yfir henni. Ekki síðan '92 a.m.k.
Ég hef ekkert á móti Ólafi sem persónu, mér skilst að hann sé góður læknir og almennt ágætis kall. Hinsvegar set ég stórt spurningamerki við aðstæðurnar allar. Villi Vill hefur nákvæmlega ekkert að gera aftur í borgarstjórastólinn, Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann leggur sig er kominn með drulluna upp á herðar og meira að segja SUSarar (sem hafa átt góða spretti þegar kemur að því að verja tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífsins) hafa misst sig í kjaftæði um "mannasiði".
Hvað er eiginlega málið með það? Hvernig urðum við að slíkri undirlægjuþjóð að mótmæli líðast ekki?
Saving Iceland mótmælti og fékk á sig stimpilinn "atvinnumótmælendur" frá þeim sem skilja ekkert nema búið sé að skella á það verðmiða. Nánast allar umræður um SI hafa einkennst af upphrópunum um "krakka sem hafa ekkert betra að gera", meintar greiðslur fyrir handtökur og annað svipað vitlaust. Mótmælin í steypuklumpi Davíðs hafa verið afgreidd sem "læti í menntskælingum sem notuðu tækifærið til að fá frí í skólanum", "aðför að lýðræðinu" og "vanvirðing við fundarsköp". Það vita allir að ungt fólk hefur engar skoðanir á neinu, svo eina ástæðan fyrir mótmælunum var leti. Það er einmitt merki um leti að fara niður í bæ til að mótmæla ólýðræðislegum vinnubrögðum, alveg eins og það er merki um græðgi að hlekkja sig við vinnuvélar.
Ég skammast mín eiginlega fyrir að hafa ekki skrópað í vinnunni til að fara niður í Ráðhús og mótmæla. Ég skammast mín þó meira fyrir viðbrögð samborgara minna við mótmælunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.1.2008 | 08:29
Nútíma lýðræði.
Velkomin! Borgarstjóri með 5,5 % fylgi og næsti borgarstjóri með fylgi upp á 18,1 % (sem sýnir enn hvað Sjálfstæðismenn eru ósjálfstæðir, þar sem ég trúi því ekki að nokkrum heilvita manni detti til hugar að styðja það helvítis fífl eftir allt sem á undan er gengið) í samstarfi með tæp 26% í stuðning (aftur Sjálfstæðismenn þar á ferð, auk vonglaðra Frjálslyndra - hverjir sem það nú eru). Á meðan situr Dagur heima, maður með 56,9% fylgi, maður sem var að gera góða hluti, fórnarlamb valdagræðgi Sjálfstæðismanna og sakleysis Ólafs (hér segi ég ekki "Frjálslyndra" af þeirri ástæðu að þessi ákvörðun virðist tekin af Ólafi einum...og restin af borgarfulltrúum þeirra hundóánægð), sem trúir því í fullri alvöru að hann hafi einhver völd í þessu "samstarfi".
Þegar þetta er ritað hafa 5688 nöfn verið rituð undir mótmælaskjal til þeirra kumpána - "Gamla góða" Villa og Óla "lepps". Því miður eru ekki öll nöfnin marktæk, meðal þeirra sem hafa skrifað undir eru kettir, dulnefningar og almennir vitleysingar undir þekktum (líkast til fölskum) nöfnum. Þrátt fyrir þetta er um að ræða nokkuð skýr mótmæli, sérstaklega ef einnig tekið er tillit til skoðanakönnunarinnar.
Hið eina sem meikar eitthvað sens í stöðunni er að boða til nýrra kosninga.
![]() |
25,9% Reykvíkinga styðja nýjan meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 21:00
Glæpur og refsing
Nú heyrast sífellt háværari kröfur um að útlendingar framvísi hrenu sakavottorði þegar þeir koma til landsins. Auðvitað er fólk hrætt, það er miklu auðveldara að vera hræddur við "útlenska glæpamenn" en hina íslensku. Ef við hugsuðum rökrétt værum við miklu hræddari við Íslendinga en t.d. Litháa (þeir eru allir nauðgandi mafíósar) eða Nígeríumenn (þeir eru allir svikahrappar. Og örugglega nauðgarar líka).
Hins vegar set ég stórt spurningamerki við kröfu um sakavottorð. Ef maður fremur glæp og tekur út sína refsingu, höfum við þá rétt til að skerða ferðafrelsi hans? Já, þar kom það aftur, þetta hræðilega orð - frelsi.
Að sjálfsögðu gildir annað ef um er að ræða menn sem eru eftirlýstir af t.d. Interpol, fyrir glæpi sem þeir hafa ekki tekið út refsingu fyrir.
Við getum ekki bannað öllum sem brotið hafa af sér að koma til landsins. Slíkt yrði örugglega ekki lengi að komast til mannréttindadómstóla.
Þessi umræða er öll á villigötum, eins og oft vill gerast þegar fólk lætur stjórnast af tilfinningum fremur en rökum.
![]() |
Með brotaferil í heimalandi sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.1.2008 | 10:49
Oj bara
Forræðishyggjan er aldeilis með kommbakk þessi árin. "Sem betur fer" einbeitir íslenska vinnueftirlitið sér að mikilvægari hlutum - enn sem komið er.
Mér finnst alltaf jafn ótrúlegt hversu margir eru tilbúnir til að fórna frelsinu fyrir ímyndaðan málstað, svo lengi sem það er ekki þeirra eigin frelsi. Reykingamenn fá að dúsa úti í kuldanum, því þeir eru hvort eð er að eitra fyrir fólki.
Hvernig fyndist þessu fólki ef eitthvað af þeirra frelsi hyrfi?
Akstur bifreiða yrði bannaður þar sem mengunin af þeim er of mikil. Útblástur drepur! Fólk mætti þó að sjálfsögðu enn kaupa bíla.
Hljómleika má ekki halda nema meðaltalshljóðstyrkur sé undir 85 db, enda getur meiri hávaði valdið heyrnarskemmdum. Það er réttur allra að vinna á hljóðlátum stað, hvort sem viðkomandi vill vinna í kirkju eða á dauðarokksklúbbi.
Barnaverndarnefnd ætti að virka svipað og Tóbaksverndarnefnd: vernda fólk fyrir börnum. Það að sitja við hliðina á organdi krakka á veitngastað er óþolandi - veldur nánast geðveilu. Þessvegna er augljóst að ekki má hleypa nokkrum einstaklingi undir tólf ára inn á veitingastað eða aðra opinbera staði. Það sama gildir um hnerrandi og hóstandi gamalmenni, bjakk!
Fólk skal skikkað til að þvo sér vandlega um hendur eftir salernisferðir - a.m.k. á opinberum stöðum. Best væri að skipa sérstakan hóp innan lögreglunnar til að hafa eftirlit með þessu.
Of mikið sjónvarpsgláp getur komið af stað mígreni- eða flogakasti. Þess vegna má ekki lengur hafa kveikt á sjónvörpum, t.d. í raftækjaverslunum, á börum eða öðrum opinberum stöðum. Þau verða þó enn til sölu, enda má fólk nota þau innan veggja heimilisins enn sem komið er.
Nágranni minn fékk lánaðan vasareikni rétt í þessu. Hún þurfti að reikna út hvað 400 sinnum tíu er. Þess vegna legg ég til að rosalega heimskt fólk verði bannað.
![]() |
Margir brjóta reykingalög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.1.2008 | 00:20
Skojpið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2007 | 08:46
Af fátækt
Þetta var ritað sem (alltof löng) athugsemd við þessa færslu: http://polites.blog.is/blog/polites/entry/396375/
Nokkuð leiðrétt, þar sem athugasemdin var rituð á nótæm, með fókus á annað* en málfar. Eða rök.
Ég vil meina að vandinn sé ekki "afstæð fátækt", heldur "afstæður lúxus" . Ef við einbeitum okkur að skilgreiningunni á lúxus í smástund er betra að skilja fátæktina.
Lúxus er allt sem fellur utan nauðsynjavara. Nauðsynjavörur eru þær vörur sem eru lífsnauðsynlegar; matur (ekki fjölbreyttur matur - núðlur eða hrísgrjón halda manni á lífi, svo lambakjöt er lúxus), skjól fyrir vatni og vindum er yfirleitt skilgreint sem nauðsyn, sem og aðgangur að vökva, svosem vatni. Loft er að sjálfsögðu nauðsyn, en það er ókeypis en sem komið er. Allt annað er lúxus.
Fyrir fíkli er fíkniefnið (hvaða nafni sem það nefnist) lífsnauðsyn, en við skulum sleppa þeirri umræðu í bili.
Þeir sem hafa eingöngu efni á nauðsynjavörum eru mjög fátækir, en sem betur fer fáir hérlendis enn sem komið er, þökk sé fremur sterku félagslegu kerfi. Móðir mín hefði t.d. aldrei haft efni á að leigja íbúð á almennum markaði (tala nú ekki um ef ég hefði átt að fá sérherbergi - en það er náttúrulega lúxus).
Hins vegar er mjög auðvelt að falla í sömu gryfju og Pétur Blöndal og segja að þar sem nánast enginn á Íslandi lifir lúxus-snauðu lífi sé engin fátækt hér. Samkvæmt lúxus-skilgreiningunni er bíll lúxus (líka hjá þeim sem sökum fötlunar geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur, hvað þá farið ferða sinna á tveimur jafnfljótum), jólamaturinn er lúxus, gulrætur út í núðlusúpuna eru meira að segja lúxus, að ekki sé talað um augljósa lúxushluti eins og sjónvarp, gleraugu eða tölvu.
Menntun er ekki nauðsyn -sem betur fer- enda er hún dýr. Föt eru ekki nauðsyn, enda gerir gamalt sængurver -nú eða ruslapoki- sama gagn, hylur nekt ef slíkt þarf, og ver að nokkru leyti gegn náttúruöflunum ef viðkomandi þarf að skreppa út í búð.
Að öllu gamni slepptu er ekki nauðsyn að eiga meira en eitt sett af fötum, og aukaföt eru því lúxus.
Eins og P.B. benti á er Stöð 2 lúxus. Áskrift að Mogganum er lúxus, gólfteppi, húsgögn, gæludýrahald, sápa, skartgripir, rafmagn, hiti, rennandi vatn (úrkomuvatn er hægt að sjóða yfir eldi og drekka), farsími, ólífsnauðsynleg lyf (svosem lyf við fótsveppasýkingum eða útbrotum); allt er þetta lúxus.
Hinsvegar er það svo að hér á landi er hár lífsgæðastuðull. Þjóðarsálin segir sjónvarp, gemsa, föt til skiptanna og "sparimat" á jólum norm. Það er sárt að lifa utan normsins. Vandinn er því ekki fátækt eða lúxus-skortur, heldur brenglað verðmætamat hins kapítalíska Vesturlandabúa.
Auðvitað þurfum við ekki kjúkling í matinn, við þurfum ekki nýja peysu ef sú gamla hangir enn saman, við þurfum ekki glas af kóki. Líf án lúxus (eins og hann er skilgreindur hér) er hinsvegar tómt, gleðisnautt og vart þess virði að lifa því. Lífið er lúxus, því við gætum jú eftir allt drepið okkur og ekki þurft að hafa áhyggjur af þessu.
Hversu mikinn lúxus við leyfum okkur er svo spurning, en höfum í huga að í þjóðfélagi þar sem normið er nauðsyn er erfitt að vera undir því.
*Bjór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2007 | 13:24
*Fliss*
"Verið er að moka Ísafjaðrardjúp."
Þetta finnst mér afskaplega fyndin setning af tveimur ástæðum; í henni er meinleg stafsetningarvilla og hún kallar upp afar sniðuga hug-mynd. Ég sé fyrir mér mann í óðaönn að skófla hafinu upp úr firðinum.
Hana, þá er búið að drepa þann djók.
![]() |
Þungfært á Vestfjörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
-
malacai
-
pannan
-
stutturdreki
-
skrekkur
-
einarsmaeli
-
aulinn
-
furduvera
-
fsfi
-
valgeir
-
gregg
-
gurrihar
-
zeriaph
-
hvilberg
-
hallurg
-
rattati
-
heidar
-
hexia
-
himmalingur
-
hjaltirunar
-
disdis
-
jevbmaack
-
jakobk
-
changes
-
prakkarinn
-
jonthorolafsson
-
andmenning
-
ugluspegill
-
miniar
-
mist
-
hnodri
-
reputo
-
robertb
-
runavala
-
sigmarg
-
sigurjon
-
shogun
-
nimbus
-
skastrik
-
svanhvitljosbjorg
-
stormsker
-
kariaudar
-
zion
-
tara
-
taraji
-
texi
-
thelmaasdisar
-
torfusamtokin
-
toshiki
-
tryggvienator
-
upprifinn
-
vga
-
vest1
-
fingurbjorg
-
gummih
-
kiza
-
kreppukallinn
-
krossgata
-
isdrottningin
-
nosejob
-
olafurfa
-
tharfagreinir
-
thorgnyr
-
valli57
-
apalsson
-
skagstrendingur
-
partialderivative
-
biggihs
-
bjorn-geir
-
dingli
-
einarjon
-
glamor
-
breyting
-
gthg
-
sveinnelh
-
hehau
-
hordurt
-
kt
-
omnivore
-
olijon
-
styrmirr
-
lalamiko
-
thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Misnotkun réttlætir ekki bann við notkun.
Það er hægt að misnota allt. Það er nokkurnveginn skilgreiningin á misnotkun; notkun sem (vegna óhófs, t.d.) skaðleg á einhvern hátt. Spurningin er síðan hver munurinn á notkun og misnotkun er.
Vissir þú að Nonni hennar Siggu notar dóp?
Vissir þú að Danni hennar Bínu misnotar dóp?
Í fyrra tilfellinu er um að ræða óskaðlega neyslu. Nonni skaðar kannske heilann í sér til lengri tíma litið, alveg eins og hann gerir með sígarettunum, en hann hefur stjórn á neyslunni, neytir sér til ánægju (væntanlega - ekki veit ég um neinn sem reykir hass eða droppar e til að láta sér líða illa).
Danni er hinsvegar líklega fíkill. Hann hefur á einhverjum tímapunkti orðið háður -líkamlega eða andlega- neyslunni og nú hefur hún slæm áhrif á hann. Hún skerðir lífsgæði hans og jafnvel lífslíkur.
Nonni á ekki að þurfa að minnka sín lífsgæði vegna misnotkunar Danna.
Mamma hans Danna, hún Bína, eyddi oft háum fjárhæðum í spilakassa, svo ekki var til fé fyrir mat. Pabbi hans Kalla í næsta húsi fannst matur hins vegar voða góður - og er nú með sykursýki, slitgigt og veikt hjarta. Hann er þó heppinn, því hann fær lyfin sín niðurgreidd. Þegar hann lifði fyrsta hjartaáfallið af (þetta sem hann fékk undir stýri), grét fjölskyldan af gleði. Þegar Danni lifði fyrstu alvarlegu lifrarsýkinguna af, fussuðu ættingjarnir yfir því sem strákurinn væri búinn að koma sér í með svona óábyrgri hegðun. Hann fór samt í meðferð, en þó hann verði edrú og nái lífi sínu aftur í eigin hendur, verður hann samt alltaf "fyrrverandi dópisti". Hann er með dóm á bakinu fyrir vörslu fíkniefna, sem gerir honum erfitt fyrir, og hann er með lifrarsjúkdóm (sem ríkið niðurgreiðir líka meðferð við). Þessvegna langar hann ekki að hætta. Samfélagið er búið að stimpla hann sem aumingja sem getur sjálfum sér um kennt - hann er farinn að trúa því.
Nonni er hinsvegar í góðum málum. Hann ræktar grasið sitt inni í svefnherbergisskáp, fær sér jónu til að slappa af, og e eða sýru svona "spari". Hinsvegar er hann að spá í að hætta þessu, því nágrannarnir eru farnir að snuðra. Hjartað slær alltaf aðeins örar þegar hann heyrir þau tala um "undarlegu lyktina í stigagangnum" (þó þau gætu allt eins átt við kattarhlandlyktina frá manninum á efstu hæðinni). Hann vill ekki verða böstaður. Þá myndi hann missa umgengnisréttinn við börnin sín og mamma hans yrði "á barmi örvæntingar". Hún veit nefnilega eins og er að þeir sem reykja hass enda allir í heróíninu, alveg eins og löggan veit að enginn ræktar nema hann sé að díla.
Alveg eins og allir vita að "dóp" verður að vera bannað því það er svo hættulegt.
---
Þeir sem oftast láta í sér heyra í fíkniefnaumræðunni virðast skiptastí tvo flokka; fyrrum misneytendur (sem höfðu ekki stjórn á neyslunni og hafa því hætt henni algjörlega - og gott ef það virkar fyrir þá) - og hina sem aldrei hafa neytt neins ólöglega eða í óhófi. Það eru þeir sem kaupa áróðurinn- "dytti ekki í hug að prófa..."o.s.frv. Hinir fáu sem leyfa sér að verja sína (hóflegu) neyslu fá nefnilega ekki bara yfir sig skítkast, heldur eru þeir að viðurkenna lögbrot í einhverjum tilfellum. Ef hóflegur neytandi hættir án þess að stimpla sjálfan sig sem fíkil með því að ganga í gegnum AA-skólann er svarið "Já, þú gast kannske hætt, en hvað með hina sem geta það ekki?" "Hugsaðu um börnin!" eða þetta besta
"Þú hlýtur að hafa hætt afþví að þér leið illa. Jú, það hlýtur að vera. Annars hefðirðu ekki hætt."