Færsluflokkur: Bloggar

Hver ræður þetta fólk?

Einu sinni voru gerðar kröfur til fréttamanna og annarra sem vildu spreyta sig í sjóbartinu. Því miður virðast kröfurnar í dag einkum snúast um að fólk geti opnað á sér kjaftinn og gubbað upp úr sér misgáfulegum setningum, forskrifuðum af fólki með heilastarfsemi á við meðal-kakkalakka, en minna ímyndunarafl.

Hver bar til dæmis ábyrgð á því að ráða stelputrippið sem kynnir "Skífulistann" á Sirkus (eða SRKS,eins og stöðin virðist heita í dag)? Ég veit að margir tala svona, en þeir hafa flestir þá afsökun að hafa fengið alvarlegt heilablóðfall, og þeir birtast blessunarlega ekki oft í sjónvarpi.

Himpigimpið sem sér um "Vörutorg" á SkjáEinum (hvenær fór það úr tízku að hafa bil milli orða?) er náttúrulega alveg sér kapítuli, enda hélt ég að framburðarheftari manneskja fyndist ekki á Íslandi - utan máske minnislausa róbótann sem þylur yfir kvikmyndaslóðunum- fyrr en þessi stelpurolla birtist á skjánum.

Síðan er það nýráðinn veðurfréttamaður RÚV. Úff! Fyrsta kvöldið sem hann stamaði upp úr sér hægðum og lægðum leyfði ég honum að njóta vafans, hélt að hann væri bara stressaður, en eftir viku af þessu er ég komin með nóg. Er virkilega ekki hægt að fá fólk sem getur tjáð sig á móðurmáinu til að flytja fréttir - hvort sem þær snúast um veðurhorfur á landinu næsta sólarhring, stórgóða mynd sem enginn má láta framhjá sér fara, eða nýjasta smellinn af plötu vikunnar?

 Eða eins og besta-falls-bastarður Vörutorgsmannsins á SkjáEinum og SkífuBarbí á SRKS myndi segja;

Ég var BARA að. LÁTAðetta fara DÁLDIÐ mikið í. Taugarnar á minnz. Skilru, ÞÚST! Oooog, núna...NÝTT lag.


Og hvað með það?

Þeim sem reykja tóbak er hættara við krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum, lungnaþembu og fleiri sjúkdómum. Hins vegar hafa rannsóknir bent til að reykingar minnki líkurnar á endometriosis* hjá ófrjóum konum (en auki þær hjá frjóum konum).

Þeim sem neyta áfengis í "óhófi" er hættara við heilablóðfalli, lifrarskemmdum, fósturmissi og magasári - og ýmsum tegundum krabbameins, reyki þeir líka. Hinsvegar benda rannsóknir til að hófleg áfengisneyzla minnki líkur á Alzheimers, hjartasjúkdómum, sykursýki, gallsteinum, nýrnasteinum, beinhrörnun og gigt.

Þeim sem stunda kynlíf er hættara við sárasótt, HIV smiti, klamydíu, lekanda, kynfæravörtum, lifrarbólgu B og C og herpes simlex II. Hins vegar benda rannsóknir til að þeir sem stunda kynlíf séu almennt hamingjusamari en aðrir, auk þess sem þeir -á dularfullan hátt- hjálpi til við að viðhalda mannkyninu, þó auðvitað megi deila um hvort það sé jákvætt eða neikvætt.

Þeim sem neyta kannabisefna er hættara við geðsjúkdómum (séu þeir erfðafræðilega í hættu fyrir), skammtímaminnistapi, undarlegum hlátursköstum, og hugsanlega krabbameini, neyti þeir kannabisefnanna í bland við tóbak. Hins vegar benda rannsóknir til að kannabisneysla minnki lystarleysi, ógleði og svima hjá krabbameins- og alnæmissjúklingum, sé nytsamlegt til að hafa stjórn á skjálfta og taugakippum tengdum MS og flogaveiki, hafi verkjastillandi áhrif hjá mígreni- og gigtarsjúklingum, minnki þrýsting á augnæðar hjá glákusjúklingum, sé nytsamlegt sem hluti af meðferð við geðhvarfasýki, þunglyndi, kvíða, OC og PTS, auk þess sem það getur hjálpað þeim sem þjást af svefnleysi, fyrirtíðaspennu, eða of háum blóðþrýstingi. Einnig þykir sýnt að það hafi góð áhrif á asthmasjúklinga, þar sem það víkkar berkjur og berklur.

 

Hvað á svo að banna?

 

 

 

*Endometriosis er fyrirbrigði sem ég man ekki hvað heitír á íslensku, en gæti vel heitið "utanlegsslímhúðarmyndun" eða eitthvað í þá áttina. You get the picture.


mbl.is Kannabisneysla eykur hættuna á geðsjúkdómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Argh!

Nú hljóta allir nema ég að vera búnir með Deathly Hallows. Getur einhver lánað mér hana? Ég get ekki einusinni lesið mitt elskaða slash lengur!   

 

Geriði það? Ég er að verða geðveik við tilhugsunina um að geta ekki lesið hana fyrr en eftir tíu daga. Tíu daga!  

*Lemur hausnum við vegg*


Komin "heim"...

Mig langar bara ekki rassgat að búa á þessu skíta-skeri lengur. Svo planið lítur svona út;

vinna, safna, vinna, safna, vinna, vinna, vinna, safna, safna, safna, farin, búið, bless.

 

 

 

Ó, og nýja "obsessionið" mitt er Flaming Lips. Og ákveðnir Hollendingar.


A'dam og Tinna

Ég er sumsé stödd í Amsterdam. Þrumuvedur - sem mér finnst  voða gaman! Rigning - sem mér finnst ekki jafn skemmtileg. Á átta evrur - sem er hryllingur. Á ekki miða heim - Undecided

 

Annars langar mig svosem ekkert heim akkúrat núna. Fer líklega heim á laugardaginn, þarf bara að redda mér gistingu frá morgundeginum, sem er hægara sagt en gert. Um leið og ég nenni að standa upp hringi ég í Hans, en hann er vinur Bryndísar og Kristínu, og skilst mér að hann reki hótel. Máski hann geti bjargað mínum vesæla botni frá gotunum. Í gær ritaði ég tilfinningaþrunginn tölvupóst til sendiráðsins, en hef enn ekki fengið svar. 

 

Blóm og neikvæðar athugasemdir afþakkaðar, en þeim sem vildu minnast hálfvitans sem fokkar ollu upp er bent á styrktarsjóð Tinnu: 

 

1152-05-405227

231184-3689 

 


Hæ Ísland!

Ég ætladï ad skrifa eitthvad voda gáfulegt um Hróa, en...hvad get ég sagt? Engin ord geta lýst Hróa. Svo ég læt mér nægja ad skrifa handahófskenndar hugleidingar: 

 

Ég elska Wayne Coyne. Eru kannske edlileg vidbrögd vid Flaming Lips tónleikum ad slefa yfir honum? Í marga daga? Og heyra Do You Realize á continuous loop í höfdinu á sér? Madurinn er bara...bara...bara...svo...*slef*. Flaming Lips fá fimm stjörnur, Wayne Coyne fær sál mína.

 

The Who eru ædi. Af hverju er ekki búid ad fullkomna tímaferdalög svo ég geti farid á tónleika med theim öllum? Og hvernig er heimurinn ordinn thegar fleiri vilja sjá Red Hot Crap Ass Chili Peppers en The Who!?  Roger Daltrey og Pete Townshend fá fimm stjörnur. 

 

RHCACP voru ágætir einusinni, en thetta nýja drasl er bara ekki ad gera sig, og tónleikarnir sökkudu. Thad er ekkert annad ord yfir thá. Reyndar var ég sofandi mestallan tímann, en thad segir meira en mörg ord. Thad á ekki ad vera hægt ad sofa á svona tónleikum. RHCP fá  stórt feitt NÚLL.

 

 

The National eru überkül. Of course, I already knew that. Ég féll í trans thegar their tóku Fake Empire. Og djöfulli geta mennirnir rokkad! Kick-ass tónleikar -  en mínus ein stjarna fyrir hljódid.

 

Spiritualized er líka sweet-ass, en ég fíla Spaceman samt eiginlega betur plugged-in en acoustic. Samt - fimm stjörnur. 


T minus 26:50

Ég legg sumsé af stað klukkan tíu mínútur yfir fimm á föstudagsmorgun, en þá stíg ég upp í hina margfrægu flugrútu, sem flytja mun mig að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Flug FHE-901 tekur þar við, og skilar mér vonandi heilu og höldnu á brautina við Kastrup. Þaðan stekk ég svo um borð í lest og held inn í miðborg Kaupmannahafnar. Ætlunin er að hitta Gullý á Hovedbane, drösla farangri heim til Söru, og vingsast svo eitthvað þar til daginn eftir, en þá tökum við lest upp til smábæjarins Roskilde, en hann er á mörkum hins byggilega heims. Eftir aðra heiðarlega tilraun til að finna Domino's-útibúið sem samkvæmt fornri munnmælasögu á þar að finnast, gefumst við upp og étum eitthvað annað. Eftir innkaupaleiðangur stökkvum við upp í taxa og brunum sem leið liggur að austurhliði hátíðarinnar, þar sem kvöldið líður við bjórdrykkju og veðurfarsumræður. Um miðnætti fáum við síðan afhent (eða áhent) armbönd, og bæklinga sem við skoðum af áfergju. Klukkan átta á sunnudagsmorgun opnast svo hliðin, og við rjúkum eins og eldibrandar að svæði B, þar sem við sláum upp tjaldbúðum. Svo...æ...þúst...bra...verðum við fullar og vitlausar næstu daga, sjáum Arctic Monkeys og Killers og The Who og fleira, étum kettlingasamlokur, förum í leðjuslag, kvörtum undan veðrinu, Björk og gaurnum sem blastar norskt rapp alla nóttina, týnumst, finnumst, o.s.frv, o.s.frv.

 

Siðan er það ein eða tvær nætur í Köben til að fara í sturtu og slappa af áður en ég rýk til Hamborgar. Jei.

Sögur af þessu öllu saman verður síðan að finna hér. Þ.e.a.s. um leið og ég kemst til að skrifa þær.

 

Að lokum vil ég gubba nokkrum tilvitnunum á ykkur, þar sem ég sjálf er bara ekki næstum því nógu skapandi akkúrat núna:

 Travel is fatal to prejudice, bigotry, and narrow-mindedness, and many of our people need it sorely on these accounts.  Broad, wholesome, charitable views of men and things cannot be acquired by vegetating in one little corner of the earth all one's lifetime. 

-Mark Twain

"Stripped of your ordinary surroundings, your friends, your daily routines, your refrigerator full of food, your closet full of clothes - with all this taken away, you are forced into direct experience. Such direct experience inevitably makes you aware of who it is that is having the experience. That's not always comfortable, but it is always invigorating."

-Michael Crichton

"Travelling is a brutality. It forces you to trust strangers and to lose sight of all that familiar comfort of home and friends. You are constantly off balance. Nothing is yours except the essential things - air, sleep, dreams, the sea, the sky - all things tending towards the eternal or what we imagine of it."

-Cesare Pavese

 "There may be nothing sadder than people who spend their lives talking about what might have been."

-Anonymous

 

 


mbl.is Hvað skal borða á útihátíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ. Var ekki hægt að orða þetta öðruvísi?

"aldrei fyrr hafa svo margir Svíar verið giftir sömu manneskjunni."

Hver er þessi manneskja?  


mbl.is Svíar haldast lengst allra í hjónabandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommon!

Eins og það séu bara alka-ídur sem pynta fólk? Hvað er Guantanamo"fangelsið" annað en fangabúðir með samþykktum pyntingum? Fólk sem styður þetta er ekkert annað en fávitar í mínum augum. Sorrí. Ég meika þetta bara ekki lengur.
mbl.is Fundu pyntingaklefa al-Qaeda í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvara vs. Teoría

Ef einhver sem ég væri að spjalla við færi að tala um rokkstjörnu sem notaði frægðina til að vekja athygli á fátækt og skuldum þriðja heims ríkja, talaði reglulega við páfann, og væri á "first name basis" við Bandaríkjaforseta, fyndist mér það örugglega kúl.

 

Ég hata samt Bono. Ég veit ekki hvers vegna. Í teóríu finnst mér þetta voða kúl, en í alvöru...þetta er Bona. Ef hann vildi í alvöru breyta einhverju, af hverju gefur hann ekki sínar eigin milljónir? Maðurinn hefur alveg efni á því.

 

Mig langar að segja að ég myndi nýta mínar milljónir -ef ég ætti þær-  í eitthvað merkilegt. Gæfi kannske 80-90-% til góðgerðastarfsemi...en ég myndi ábyggilega kaupa mér höll við hliðina á Bono.

 

Hann fer samt í taugarnar á mér. Segið mér að ég sé ekki ein...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 3498

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband