Færsluflokkur: Bloggar

Kæri herra borgarstjóri, þér eruð fífl.

Maðurinn hefur greinilega aldrei stigið fæti inn í Ríkið í Austurstræti.

 

"bjóði viðskiptavinum meðal annars upp á að kaupa kaldan bjór í stykkjatali"

Ég fór síðast í umrætt útibú einokunarverzlunarinnar í gær, og þá var þar eingöngu að finna pissvolgan bjór. Þarna eru nefnilega engir kælar, öfugt við flestar aðrar vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Ég ætti að vita það, þar sem þetta fer mikið í taugarnar á mér. Líklega er ástæðan fyrir kælaskortinum einmitt sú að bjórsala okurbúllanna í kring drægist saman ef fólk gæti keypt sér kaldan bjór í Ríkinu á þriðjungsvirði.

 

"Ekki sé til dæmis hægt að una því að ógæfusamir einstaklingar áreiti þá sem fari um svæðið, en það sé mjög áberandi"

Fífl! Ég hef ekki orðið vör við að rónarnir áreiti nokkurn svo heitið geti. Það er helst að þeir biðji um klink eða sígó, og hef ég stundum orðið við slíkum beiðnum, enda langflestar kurteislega orðaðar. Hinsvegar hef ég lent í öðruvísi áreiti við strætóstoppistöðina, en þar eru unglingspiltar oft á vappi að sníkja sígó eða "pening í strætó". Þeir eru oftast kurteisir, en nokkrir taka því illa ef maður neitar, hreyta í mann fúkyrðum eða ganga á eftir manni í lengri tíma. "Ég sé alveg að þú átt sígó. Akru viltekki gefa mér sígó? Fokking tussan þín, gemmér sígó!"

"Nýlega hafi hann ritað ÁTVR bréf þar sem hann hafi óskað eftir því að dregið yrði úr þessari þjónustu"

Heiladauði hárkollusjalli! Hverskonar starfshætti eru þetta? Að skrifa fyrirtæki (ríkisreknu, en fyrirtæki samt) bréf til að biðja það um að minnka þjónustu við viðskiptavini? Er ekki allt í lagi? Gleymum því aðeins að þjónustan sem um ræðir er að stórum hluta eingöngu til í brengluðum haus borgarstjórans, og einbeitum okkur að þessu. Opinber starfsmaður notar völd sín til að reyna að draga úr þjónustu fyrirtækis sem þjónustar fjölmennt íbúahverfi, auk þess að vera staðsett á vinsælum ferðamannastað.

Þetta er auðvitað algjörlega út í hött!

 

Á vefsíðu ÁTVR má finna eftirfarandi tilkynningu:

"ÁTVR hefur borist erindi frá borgarstjóra þar sem óskað eftir að hætt verði að selja bjór í stykkjatali í Vínbúðinni Austurstræti.

Erindi borgarstjóra er í hefðbundnum farvegi og verður svarað innan tíðar. ÁTVR hyggst svara bréfi borgarstjóra áður en niðurstaða málsins verður kynnt fjölmiðlum."

Ég skal svara því hér og nú:

Kæri herra Rugludallur.

Heldurðu virkilega að ástæða þessa ímyndaða "miðbæjarvanda" sé sala stakra bjórdósa? Hversu veruleikafirrtur ertu? Fyrst héldum við að kosningar væru í nánd, en svo er víst ekki, svo ástæða bréfs þíns er okkur ráðgáta.

Kannske leiðist þér bara. Við skiljum það vel, okkur leiðist líka stundum. Til dæmis leiddist okkur svakalega um daginn, þegar var lítið að gera í búðinni, svo við keyptum okkur litabók og vaxliti. Næst þegar þér leiðist, máttu fá hana lánaða. Fjólublái liturinn er brotinn, en þú getur blandað saman rauðum og bláum í staðinn. Svo er rosalega margt sem er hægt að gera í miðbænum. Ertu ekki ennþá með skrifstofur í stóra, stóra húsinu í Tjörninni? Þú getur farið út og gefið öndunum brauð, það er voða gaman, en þú verður að passa þig að fara ekki of nálægt bakkanum. Þegar þú ert búinn með brauðið, gætirðu prófað að labba um miðbæinn. Hann er rétt hjá skrifstofunni, svo þú þarft ekki að labba langt. Það er ekki jafn hættulegt og þeir segja í fréttunum. Passaðu þig bara á bílunum, Villi minn. Ef þú kemur til okkar í Austurstrætið, skulum við selja þér eins og einn eða tvo bjóra, og þú getur sest á Austurvöll, drukkið þá og talað við fólk. Þeir eru að vísu volgir, af því að við erum ekki með kæli, en það er ekkert verra.

Meðfylgjandi eru tvær bækur sem þú getur beðið Gísla Martein að lesa fyrir þig í kvöld; Bruggið og Bannárin og Nítjánhundruðáttatíuogfjögur.

Virðingarfyllst

Ríkið

 


mbl.is Vill vínbúðina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skál fyrir því.

http://www.visir.is/article/20070816/FRETTIR01/70816082/-1/FRETTIR

 

Forræðishyggjan sem tröllríður öllu þessa dagana nær auðvitað engri átt. Að leggja til bann við sölu stakra bjórdósa gefur í skyn að Björn og Villi haldi að fátækt sé rót ofbeldisins - nú eða að ofbeldisverkin eigi sér stað á opnunartíma ÁTVR í Austurstræti, og ástæðan sé þessi staki 150 króna bjór sem hinn sálarlausi ofbeldismaður svolgraði í sig einn miðvikudaginn. 

Hversu veruleikafirrtur þarftu að vera til að leggja svona vitleysu til? Hvað vilja þeir banna næst? 

Karlmenn eru yfirleitt árásargjarnari en konur, svo einfalt væri að kynjaskipta miðbænum; karlarnir fengju "forræðið" fyrripart virkra daga, og konur um kvöld og helgar.  Að sjálfsögðu fengi fólkið ekki að kaupa sér svona stórhættulega staka bjóra, heldur yrði að láta sér nægja saklausa brennivínspela og viskíbokkur.

Hiti virðist hafa áhrif á árásargirni, svo miðbænum þyrfti að loka algjörlega ef hitinn skyldi nú skríða yfir 20 stig.

Lágur blóðsykur getur haft áhrif, svo setja verður saman hóp vopnaðra hjúkrunar- og næringarfræðinga til að fylgjast með mataræði miðbæjargesta.

 

Ekki má gleyma eftirlitsmyndavélunum, sem eru skref í rétta átt, en hægt er að ganga enn lengra. Örflögur eru nú þegar notaðar til að skrá gæludýr, svo lítið mál væri að skylda alla landsmenn til örmerkingar. Því miður hafa GPS-örflögur ekki enn verið fullkomnaðar, en í framtíðinni væri hægt að koma einni slíkri fyrir um leið og einstaklingur hefði lokið kurteisisnámskeiði Herr Geirs.

 

 

 

 


mbl.is Sammála um að bæta þurfi ástandið í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordómar

...eru lúmskir. Núna rétt áðan barst mér bloggvinabeiðni, sem ég hafnaði eftir stutta skoðun á síðu viðkomandi einstaklings. Hvers vegna? Jú, málfarið. Strax í sjálfskynningu notar hann orðið "djúft" í stað "djúpt", og í textanum má meðal annars finna "verslings" í stað "vesalings" og "utan að landi" í stað "utan af landi", og "mundi" í stað "myndi".

 

Auðvitað verða mistök á bestu bæjum, og ég veit að ég ætti að einbeita mér að innihaldinu en ekki umbúðunum...en hvað ef einhver sér tengilinn á milli blogganna, og heldur að ég skrifi svona?

 

Djöfulli get ég verið ömurleg manneskja.

 

 


Stíllinn

Ágúststíllinn virðist vera þessi fíni, franski "aliéné et stupide". Hér eru tvö tölvupóstbréf sem ég fékk frá sama manni, í gegnum snilldina sem er www.couchsurfing.com.

 

HISTORY TO SAY HELLO

hello you the my air VERY sympathetic nerve with tai
some sentences a lyonese who the hello has soon?
-Ég svaraði sem svo:
What? I have no idea what you mean.
og fékk svar:

sun ray

expensive tina thank you to have answered mel have one
cane of evil whit english but l manage the nex week l
download my photograph as its you will bi able too see
my they will be more sympathetic l hope for one day too
come visit rekjavick well on if there is a seetee,l
find that you are beautiful icelandic wiht a beautiful
charm somebody who thinks has you? bye bye.
Ef einhver getur þýtt þetta yfir á frönsku og svo aftur yfir á ensku...hér eru babelfish þýðingarnar:
 1:
L'HISTOIRE POUR VOUS DIRE BONJOUR bonjour le mon nerf TRÈS sympathique d'air avec le tai certains condamne un lyonese qui bonjour a bientôt ?
 2:
le tina cher de rayon du soleil vous remercient d'avoir répondu à des mels ont une canne de l'anglais mauvais de petit morceau est-ce que mais l contrôler la semaine l téléchargement de nex ma photographie pendant que son vous Bi capable trop voir le mon ils serez un l plus sympathique espoir pour un jour venez aussi rekjavick de visite bien dessus s'il y a un seetee, l trouvaille que vous êtes beau wiht islandais par beau charme quelqu'un qui pense vous a ? au revoir
---------
Annars meina ég það þegar ég segi að CS sé snilld. Ég nýtti mér þetta í sumar og gisti hjá yndislegu fólki, og hef nú þegar fengið tvo gesti hingað. Fyrst kom Stephanie frá Melbourne og gisti í tvo daga, og ég sakna hennar pínu. Hún var sumsé áströlsk og vegan, svo hér átum við engar dýraafurðir (eða þar um bil) í tvo daga. Síðan kom Flaaaaaaaavio! sem er í raun frá Sviss, en nafnið hans er bara miklu skemmtilegra ef það er borið fram með sterkum ítölskum hreim. Í alvöru; prófið það bara. Og jeminnjesús hvað hann var sætur! Hann gisti hér eina nótt og færði okkur fínasta rauðvín (búið, tasty).
Þau voru bæði að prófa CS í fyrsta skipti, og ég held að ég hafi bara verið ágætis gestgjafi.
Ég hvet alla sem hafa sófa eða dýnur til að skrá sig, fylla vel út prófælinn sinn, og nota tækifæriðtil ð kynnast fólki frá öllum heimshornum. Ef ég þekki ykkur, get ég væntanlega veitt ykkur meðmæli. Notendanafnið mitt er zerogirl (Sör Præs). 

Ég gerði ekki neitt!

Að ásaka alla heimsbyggðina svona, og það í fyrirsögn á mbl.is -mest lesnu fréttasíðu alheimsins- er að sjálfsögðu óaafsakanlegt!

 

Annars held ég að ég fái mér annan skammt af éti.


mbl.is Saka alla um að hafa framið stríðsglæpi í Sómalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlæti

Hér fáið þið, dyggir lesendur, afar intellektúal færzlu. Eða hitt. Hér er sumsé listi yfir eftirlætis línur mínar úr eftirlætis lögum, bæði gömlum og nýjum. Óxla kúl, skilru, mar.

 

Þeir sem vita hvaðan brotin eru tekin (án gúggls...eða kærustu) fá verðlaun.

 

Í engri sérstakri röð;

 "You realize the sun don't go down. It's just an illusion caused by the world spinning 'round"

"I don't know where the sunbeams end and the starlights begin, it's all a mystery."

 "Feel the rain on your skin.
No one else can feel it for you.
Only you can let it in.
No one else, no one else.
Can speak the words on your lips."

"

A voice like honey, no one else could fill his shoes
The time and the weather, the headlines and the local news
He lays it down with perfection and grace
He's done by noon, he goes home to his place
Where he sleeps and he waits for the night

Just before midnight he gets up, gets out of bed
A can of Red Bull, a tab of X to clear his head
He shoots his cuffs, now he's headed downtown
Picks up one life, puts another one down
And his body hums and the music's playing

Dance, Soterios Johnson, dance
It's a cold world, nobody understands
The feeling you can't keep inside
Go, Soterios Johnson, go
All the club kids are watching your glowstick glow
With the light of a truth you can't hide
That the news is the news, but the dance goes on forever

He shimmies his shoulders, undulates his slender hips
Arms akimbo, Jaggeresque, he pouts his lips
A crowd has formed, they are gathering round
Just to hear the incredible sound
Of a genius smashing expectations

Dance, Soterios Johnson, dance
It's a cold world, nobody understands
The feeling you can't keep inside
Go, Soterios Johnson, go
All the club kids are watching your glowstick glow
With the light of a truth you can't hide
That the news is the news, but the dance goes on forever

He's dancing, he's a machine
Like no one, that they've ever seen
He's flying, he's living a dream

The magic fades as the sun comes up, it's time he goes
A hand on his shoulder, he turns around: it's Teri Gross
He takes her hand, spins her body just so
He holds her close, they will never let go
As the room explodes, they dance like angels

Dance, Soterios Johnson, dance
It's a cold world, nobody understands
The feeling you can't keep inside
Go, Soterios Johnson, go
All the club kids are watching your glowstick glow
With the light of a truth you can't hide
That the news is the news, but the dance goes on forever. "
"Me zero - big bad world one."
"They hate you if you're clever, and the despise a fool."
"Stop being so hard on yourself.
It's not good for your health."
"They're just humans with wives and children."

"Are you crazy!? It's a very dangerous thing to do exactly what you want because you cannot know yourself or what you'd really do with all your power."

"She is benediction."

 "Advice is a form of nostalgia. Dispensing it is a way of fishing the past from the disposal - wiping it off - painting over the ugly parts - and recycling it for more than it's worth."

"The moon ain't romantic, it's intimidating as hell."

 


Perraperri?

 _38951379_deayton_bbc_story203

 

Mér finnst Angus Deayton miklu meira sexí eftir að ég fletti honum upp og sá þetta dóp-hóru-skandals-dæmi.

Tengt þessu; ef ég gæti ferðast aftur í tímann og sofið hjá hverjum sem er, myndi ég líklega velja Charlie Chaplin.

 

 


Hegðunarnámskeið Herra Geirs.

Nú hefur hæstvirtur yfirlöggi, Geir Jón Þórisson, stungið upp á því - að því er virðist í fullri alvöru- að þegnarnir í lögregluríkinu verði skyldaðir á hegðunarnámskeið. Samkvæmt tillögu Geirs yrði námskeiðið 6-12 mánuðir, haldið eftir lok grunnskóla, og yrði skylda fyrir alla sem hyggjast halda áfram námi. Er það bara ég, eða hljómar þetta pínulítið...tja...fasískt?

 Hversvegna ekki bara að skylda öll börn á grunnskólaaldri til þáttöku í einhverskonar ungmennaflokki? Það verður náttúrulega að ná þeim eins ungum og hægt er, ef einhver von á að vera um að fá þau til að forðast glæpi í framtíðinni. Best væri að nýta þessi fínu skátafélög sem við eigum -þar eru líka búningar í pakkanum- og bæta inn vel völdum námskeiðum eins og "Æskileg hegðun", "Eiturlyf drepa", og "Svikari í fjölskyldunni - Hvað skal gera?" Börnin fengju að sjálfsögðu verðlaun fyrir árangurinn; merki á skyrturnar og svoleiðis. Síðan væri gráupplagt að nýta Austurvöll til sýninga á því sem börnin hafa lært, og marséringar bláklæddrar ungliðahreyfingarinnar myndu lífga upp á 17. júní og 1. maí (þar sem hann er orðinn marklaus frídagur hvort eð er - best að slá honum bara upp í vel skipulagt götupartí).

En verði þessi hegðunarnámskeið löggimanns að veruleika (og ég neita að trúa því að það gæti gerst - en maður veit aldrei), hvernig verður framtíðin þá? Erfitt verður að fá vinnu, hafi maður ekki skírteini upp á að hafa staðist hegðunarlokaprófin, og framhaldsskólar fara yfir einkunnir úr "Hættu að kvarta 101" til jafns við niðurstöður úr samræmdum grunnskólaprófum. "Þrátt fyrir ásættanlegar einkunnir, getum við ekki veitt þér skólavist fyrr en niðurstöður Hegðunarnámskeiðs liggja fyrir. Við minnum á að lágmarkseinkunnir til náms á Félagsfræðabraut eru 8 í Heðgun, 8 í Þjóðarstolti, og 90% mæting."

 

 

 

 


Ég hata J.K. Rowling II

Andskotans! Hún er búin að skemma *******, ******* og ******! Og ******* er alveg ónýtt! Fokking *****! Ég nota ekki oft "tilfinningatákn", en fokk!

 

Crying

 


Ég hata J. K. Rowling.

Hvað var manneskjan að pæla? Fokking Harry Potter!

Ég tími ekki að klára DH. Af hverju getur fjandskotans bókin ekki verið 1000 síður? Eða 1500? 5000!? Garg!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 3498

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband