Færsluflokkur: Bloggar
25.9.2007 | 14:03
Tjáningarfrelsið - aftur
Nú virðist aðalmálið vera einhver ritblindur strákauli sem setti upp rasistasíðu á moggablogginu, og sýnist sitt hverjum. Það sem hefur þó komið mér hvað mest á óvart er hversu fáir styðja tjáningarfrelsið í þessu máli, eingöngu vegna skoðana þessa vanvita. Fólk virðist ekki skilja að tilgangur tjáningarfrelsis er ekki einvörðngu að standa vörð um "góðu" skoðanirnar, heldur líka ógeðfelld viðhorf allskyns fífla, enda grunnhugmyndin einhvernveginn þannig að fólk fái sjálft að dæma.
Ef ég réði -og væri þannig innrætt- myndi ég t.d. banna biskup og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að tjá sig opinberlega, sem og öllum þeim aragrúa fjölmiðlafólks sem ekki getur gubbað út úr sér sæmilega skiljanlegri setningu á móðurmálinu. En ég ræð ekki, sem er kannske eins gott fyrir þjóðkirkjukristna og hlustendur FM957. Ákveðnir einstaklingar og hópar hafa í gegnum tíðina níðst á tjáningarfrelsinu í nafni "almennrar velferðar", og ber þar fremstan að nefna sjálfan Hitler*, hetju títtnefnds strákaula.
Að krefjast refsingar fyrir stórgáfuleg ummæli eins og:
"Hitler var einn mesti foringi inní 21.öldina sem til var hann var snillingur í öllu sem hann gerði hann gerði okkur öll frjáls allt sem hann vildi var það að við Hvíta fólkið mundum lifa samhvæmt því að við værum efst í fæðukeðjunni því það er það sem Guð skapaði okkur til að vera."
eða
"Ég er á einni skoðun og það þýðir lítið að banna ip:töluna mína rödd mín mun ekki deyja þar sem að hún liggur greinilega í ykkur öllum þar sem að þið hafið kastað mér á bálið sjálf þið talið um mína fávisku þegar að 50% af ykkur hafið eflaust ekki skoðað nasisma neitt ég veit að ég hef kannski ekki réttar skoðun á þessu máli en þetta er mín skoðun þið hafið ekki sýnt mér að ég eigi eitthvað að breyta þeim þar sem að þið einfaldlega þorðuð ekki að skora á mig í umræðu á minni síðu þar í stað létu þið einfaldlega loka henni. Svona svona fólk þetta er í lagi ég get ekki verið reiður útí minn kynstofn og það er eitthvað sema að þið ættuð öll að læra og munið að við eigum eftir að vera í algjörum minnihluta hér á landi eftir nokkur á minnist mín þá (hei kannski hafði Helgi rétt fyrir sér tisstiss)"
skilar engu. Svona kjaftæði á að dæma sig sjálft, en ef svona þvaður verður virkilega til þess að einhvert fíflið ræðst á mann af öðrum kynþætti...tja, þá held ég að við þurfum að hafa áhyggjur af einhverju stærra en sundurlausum bloggfærslum vanvita sem mætti aldrei í sögutíma.
Niðurlögum fordóma verður ekki ráðið með ritskoðun eða bönnum, heldur fræðslu.
*Hér er ekki ætlunin að vaða í gegnum það sem nefnt hefur verið argumentum ad hitlerum, heldur eingöngu benda á að nasistar falla í hóp þeirra sem hvað mest reyndu að hefta tjáningarfrelsið, enda of langt mál að telja upp alla þá hópa sem í gegnum tíðina hafa reynt að skerða þessi grundvallarréttindi frjálsra einstaklinga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2007 | 08:16
Andskotans hálfvitaskapur
Já, breytum landinu í trúarlegt fasistaríki. Það hefur alltaf virkað svo vel.
Þetta er eiginlega of heimskulegt til að það taki því að tjá sig um það...en ég geri það samt.
Heldur maðurinn að það leysi vandann að láta fulla fólkið hlusta á einhverja ésúþvælu? Míga kristnir aldrei eða henda dósum? Það virðast vera heitustu glæpirnir í dag. Og hvernig er það, verða þessir trúboðar á launum hjá ríkinu, eða ætlar Geir Jón að smala saman kristlingum í sjálfboðavinnu? Kannske þetta verði valkostur fyrir þá sem gerast svo ósvífnir að kasta af sér vatni; tíuþúsundkall á borðið eða lesa úr Biflíunni fyrir framan Kaffibarinn næstu þrjár helgar - og ekki muldra.
Þetta yrði sjálfsagt ágætis skemmtun; Krossarar á einu horni - væntanlega nálægt Qbar - og KFUM við Dubliner. Svo verða slagsmál um yfirráðasvæði; Krossurunum finnst KFUM ekki nógu róttækt, en KFUM vilja bara halda áfram að selja vöfflur og kakó. Þá þarf að kalla til lögguna.
Eða er kannske hægt að leysa vandann með því að taka peninginn frá trúfélögunum og nota hann í eitthvað þarfara...eins og salerni og ruslatunnur?
![]() |
Geir Jón telur trúboð leysa miðborgarvanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.9.2007 | 19:30
Er þetta djók?
Löggan röltir um bæinn og tekur fólk fyrir að míga, sektar pöbba fyrir að hleypa fólki út með glös, og er svo hissa á því að fólk verði pirrað?
Í einni óumræðanlegri frétt til viðbótar kemur þetta fram:
"Mjög erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og var mikið um ölvun og almenn ólæti í miðborginni.
[...]
Í Pósthússtræti var maður skyndilega laminn þannig að stór kúla kom á ennið. Vitni að árásinni segja að árásarmennirnir hafi verið úr þekktum móturhjólasamtökum. Þá var ráðist á mann við Broadway um klukkan fimm í nótt. Árásarmennirnir voru þrír og voru þeir vopnaðir golfkylfum og piparúða sem þeir beittu gegn manninum. Tveir þeirra voru handteknir en einn komst undan.
Um klukkan sex barst lögreglunni tilkynning um að maður lægi rotaður við veitingastað í Hafnarstræti eftir átök. Stuttu seinna kom svo önnur tilkynning frá dyravörðum skemmtistaðarins um að búið væri að taka hníf af manni og að líklega fleiri gestir væru með hnífa. Árásarmaður náði að sleppa en vitni segja hann um 100 kíló að þyngd og vöðvamikinn. Maðurinn sem rotaðist var fluttur á slysadeild en hafði ekki verið stunginn.
Um klukkan hálf sjö í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglunnar á veitingastað í Tryggvagötu. Þar brutust út átök milli manna og var einn maður handtekinn.
Þá komu upp fimm fíkniefnamál í nótt og einn var lagður inn á slysadeild eftir að hafa tekið inn skammt af alsælu."
En í þeirri næstu stendur:
"Aukin[n] sýnileiki lögreglu í miðbæ Reykjavíkur í nótt hafði jákvæð áhrif á ástandið...
"Haft er eftir Jóni Bjartmarz [...] aðmarkmiðið með átakinu í nótt hafi verið að koma í veg fyrir óspektir og skemmdarverk og halda uppi lögum og reglum. „Það virðist hafa tekist ágætlega í nótt."
Hvaða áhrif? "Bara" fimm fíkniefnamál? "Bara" fjögur ofbeldismál? Og í guðanna bænum ekki fara að segja mér að lögreglan vinni erfitt starf, það hefur margoft komið fram. Það sem ekki dugar eru svona fasistaaðferðir í stað þess að, tja, fjölga almenningssalernum og leyfa fólki að vera með opin áfengisílát. Hví í ósköpunum er það bannað? Er þetta til þess fallið að vernda fjöldann? Eru lög ekki ætluð til þess, í stað þess að finna verkefni fyrir lögguna?
Þessar fréttir koma af vísi.is, en fyrir neðan þær allar stóð eftirfarandi;
---
Í Lögreglusamþykkt Reykjavíkur kemur eftirfarandi fram:
3. gr.
Uppþot, áflog, óspektir eða önnur háttsemi, sem raskar allsherjarreglu, má ekki eiga sér stað á almannafæri, og ekki mega menn þyrpast þar saman, ef það truflar umferð eða veldur vegfarendum öðrum óþægindum.
Enginn má sýna öðrum áreitni á almannafæri eða sýna þar af sér ósæmilega háttsemi.
Handtökum alla sem standa í röðum í bænum, það veldur mér óþægindum. Og tölum ekki um helvítis mæðurnar sem taka undir sig alla gangstéttina með stóru vagnana sína.
4. gr.
Bannað er að hafast nokkuð að, sem veldur ónæði eða raskar næturró manna.
Þarf að útskýra þetta nánar?
5. gr.
Þegar fjölmenni safnast saman á almannafæri við biðstöðvar almenningsvagna, miðasölur, veitingastaði, verslanir og aðra afgreiðslustaði, skal fólk að jafnaði raða sér þannig að þeir, sem fyrstir koma, fái fyrstir afgreiðslu.
Hve langur ætli fyrningarfresturinn sé á þessu? Stórsöngkonan Björk tróðst einu sinni fram fyrir mig á Kaffibarnum, og einu sinni neitaði dyravörður að hleypa okkur vinkonunum inn á stað, þó við værum fremstar. Ég heimta sýnilegan árangur!
Í Lögreglusamþykkt (t.d.) Kópavogs og Mosfellsbæja er að finna eftirfarandi grein, en hana er ekki að finna í Lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Þó ber að vekja athygli á því að í dag eru þessi svæði sameinuð, en ekki finnst nokkuð á netinu sem heitir Lögreglusamþykkt Höfuðborgarsvæðisins, og verður því að gera ráð fyrir því að þessar samþykktir séu enn í gildi. Ef einhver veit betur má hinn sami endilega benda mér á hvar hægt er að nálgast þessa ósýnilegu samþykkt.
7. gr.
Hver sá, sem staddur er á almannafæri, er skyldur að segja til nafns síns og heimilis, þegar lögreglan krefst þess.
Í Almennum Hegningarlögum kemur aftur þetta fram:
112. gr. Hver, sem aðstoðar mann, sem eftirför er veitt fyrir brot, til að komast undan handtöku eða refsingu, með því að fela hann, hjálpa honum til að flýja eða strjúka eða segja rangt til, hver hann sé, skal sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári.
Sömu refsingu varðar það að tálma rannsókn brots með því að eyðileggja, breyta eða koma undan hlutum, sem fræðslu geta veitt við rannsóknina, eða með því að raska ummerkjum brots.
Hafi einhver framið verknað, sem lýst er í þessari grein, í því skyni að koma sjálfum sér eða nánum vandamönnum sínum undan eftirför eða refsingu, þá er það refsilaust.
....
Hér hef ég eingöngu vísað í lögin, þar sem í 121. grein stendur:
121. gr. Hver, sem opinberlega hvetur menn til refsiverðra verka, skal sæta …1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru, nema brot hans varði þyngri refsingu að lögum.
Hver, sem opinberlega og greinilega fellst á eitthvert þeirra brota, er í X. eða XI. kafla laga þessara getur, sæti sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári.
Ekki brjóta lögin krakkar mínir. Drullist bara til að mótmæla ólögum og misbeitingu valds.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2007 | 12:18
Vörutorg. Aftur.
a) Ef þú ert nógu mikill hálfviti til að eyða 10.900 krónum í "handlóð, tösku, brúsabelti og dvd" vona ég að þú farir úr axlarlið, einn heima, símalaus og með skitu.
Fyllið gamlar kókflöskur af sandi, haldið á þeim, sveiflið handleggjum. Endurtakið eftir þörfum.
b) "API WHEY Protein - Prótein af fullkomnustu gerð til að skera niður fitu og byggja upp vöðva . API er gríðarvinsæl vara og sérstaklega auðveld í blöndun og fáanlegt með bestu bragðefnum. Fáðu þér prótein í hádeginu í staðinn fyrir máltíð og skerðu þannig niður fitu og byggðu upp vöðva."
Þessi vara heitir API. Hint? Ef þú eyðir 9.999 krónum í þetta ertu _____?
Éttu hollan mat, hreyfðu þig. Sjá lið a.
c) "Ágætu viðskiptavinir nú styttist í að haustskipin komi til Vörutorgs. Í fyrstu sendingunum mun koma takmarkað upplag af vörum þar sem þær eru teknar með flugi á meðan að skipin sigla um heimshöfun hlaðin gámum."
Ha? Skipin koma með vörur, en fyrst kemur takmarkað upplag með skipum af því að það er flutt með flugi en ekki skipum?
d) Space Bags "Lokið pokanum auðveldlega með rennilásnum, kerfið okkar tryggir þér loftþétta geymslu fyrir hámarks vernd.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2007 | 10:48
Déskotans asnaskapur.
Ú, ég er með hugmynd! Leyfum mannréttindaböðlunum að halda partý, við getum boðið mannvinum eins og honum Bússa, hann er alltaf svo hress!
![]() |
Bush þiggur boð um að mæta á Ólympíuleikana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2007 | 10:00
Ha ha ha!
Hálfvitar.
"Einn lögreglumaður meiddist þegar táragashylki sprakk fyrir slysni inni í lögreglubíl."
Annars myndi ég með glöðu geði taka þátt í þessum mótmælum ef ég væri stödd í Köben.
Það voru mistök að rífa Ungdomshuset, og enn meiri mistök að selja reitinn öfgakristnum.
Heimurinn virðist stefna í átt að fasisma aftur, og það hryggir mig.
![]() |
Tugir handteknir í óeirðum í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.8.2007 | 13:14
Eitt orð; Fífl.
Ef þér var alveg sama um bjórkælinn, af hverju varstu þá að röfla yfir honum til að byrja með? Var þetta bara nett grín hjá þér, eða þurftu tugir manna að benda þér á vitleysuna til að þú fattaðir hversu heimskuleg þessi "vinsamlega tillaga" var? Þetta nær engri átt!
Djöfulsins vitleysingur er þetta. Hver kaus hann?
![]() |
Borgarstjóri: Mín vegna má setja kælinn upp aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.8.2007 | 20:17
Frá Reykjarvík til Selfossar, með viðkomu í Hafnafyrði.
Ég var búin að skrifa þessa fínu nöldurfærslu um beygingar- og stafsetningarvillur í íslenskum örnefnum, en fjandans blogghelvítisdraslið þurrkaði hana út. Svo ég skrifa bara aðra. Allt öðruvísi og ófyndnari.
Á eftir misrituðum orðum set ég fjölda niðurstaðna af google. Þetta er auðvitað afar óvísindaleg nálgun, enda ómögulegt að segja til um ástæður ritunarinnar. Sem dæmi má nefna að á Siglufirði er að finna Laugarveg, þó Laugavegurinn sé í Reykjavík. Orðum fletti ég upp í nefnifalli nema annað sé tekið fram.
Við skulum hefja ferðina í höfuðborginni Reikjavík (358), en þangað skruppu nemendur "einn bekkja" Brekkubæjarskóla einmitt í vor:
"Nemendur 1 bekkja ásamt kennurum fara í vorferð í Húsdýragarðinn í Reikjavík."
Í Reykjarvík (727*) er margt hægt að gera sér til skemmtunar, t.d. rölta niður Laugarveginn (10.500), en við Laugaveiginn (233 - þf. m.gr.) er að finna verslanir af öllum stærðum og gerðum. Eftir það er ekki úr vegi að skella sér til Hafnafjarðar (13.500/23.900 -þgf.). Frá Hafnarfyrði (740 - þgf.) er stutt til Grindavíks (8 - ef.) og Keflavíks (8 - ef). Ef haldið er í austurátt koma menn á endanum til Selfossar (1.500 - ef.) ef þeir ákveða ekki að aka til Hveragerðar (59 - ef.) í staðinn. Þegar komið er til Selfosss (140 - ef.) er tilvalið að skreppa að Gullfossi, og jafnvel kíkja til Geysirs (53 -ef.). Frá Þorlákshöfn er hægt að taka ferju til Vestmanneyja (47.800), en í Vesmannaeyjum (401) varð frægt eldgos á síðustu öld.
Þegar komið er aftur til meginlandsins er ekið sem leið liggur austur að Höfn á Hornafirði (904), þaðan til Djúpavogar (36 - ef.) og Stöðvafjarðar (74), áður en komið er til Neskaupsstaðar (12.700).
Frá Neskaupsstað (22.700 - þgf.) er ekið til Egilstaða (507 - ef.), nú eða Eigilstaða (81 -ef.). Egilstaðir (10.100) eru 265 kílómetra frá Akureiri (474). Ferð til Akureyris (820 - ef.) er þó vel akstursins virði, enda er þar margt hægt að gera sér til dundurs. Þegar skemmtanalífið á Agureyri (283) hefur verið skoðað er tilvalið að halda til Sauðakróks (133), Blönduósar (205) eða Hvamstanga (105 - þf.). Á vestfjörðum er ekkert að sjá, svo við ökum beina leið til Borgarnesar (151 - ef.) og þaðan til Akranesar (567 - ef.), hvaðan við siðan rúntum í gegnum Mosfellsveit (156) og heim til Reykjavíkur.
*Þ.m.t. vísanir í Reykjarvík í Kaldrananeshreppi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.8.2007 | 15:12
Arkitektúr
Ráðhúsið. Iðuhúsið. Intrum. Fyrirbærið á gamla Stjörnubíósreitnum...þetta sem lítur út fyrir að vera byggt úr steypu og gömlum fiskabúrum.
Oj bara, allt saman.
Reyndar hefur mér oft dottið í hug að stinga upp á því við borgarráð að það skipuleggi hugmyndasamkeppni; Fegrum Ráðhúsið. Væri steypuklumpurinn ekki þolanlegri ef búið væri að mála hann í fallegum litum? Nú, eða fá graffara til að rissa upp risastóra veggmynd. Svo væri hægt að skipta þessu út á 3-5 ára fresti.
Annars þurfa hús ekki að vera ný til þess að vera ljót. Mér finnst Þjóðleikhúsið til dæmis alveg hryllilega ljótt, enda hef ég aldrei verið hrifin af svona áferð, hvað sem hún nú kallast. Smásteinablástur eða eitthvað. Sömuleiðis finnst mér aðalbygging HÍ ljót, og ekki er Laugarneskirkja skárri. Áður en fólki dettur í hug að ég hafi eitthvað á móti Guðjóni Samúelssyni, vil ég taka fram að mér finnst t.d. Landakotskirkja mjög falleg bygging, sem og Landsspítalinn (eða Últramegateknóspítalinn Stefán, eins og hann heitir í dag).
Torfusamtökin gáfu fyrir skemmstu út bæklinginn 101 í hættu!, en í honum er að finna myndir af 101 húsi sem mögulega stendur til að rífa eða flytja. Nokkur hús á listanum eru þegar horfin.
Á þessum lista er að finna hús sem ég vil alls ekki láta rífa (eða færa), og finnst í raun út í hött að láta sér detta slíkt í hug. Tökum sem dæmi húsið við Austurstræti 20, Hressingarskálann. Þarna er um að ræða eitt yndislegasta hús borgarinnar (þó starfsemin sé svona upp og ofan -muniði eftir makkdónalds?), að ekki sé minnst á bakgarðinn, hvar Jörundur Hundadagakóngur er sagður hafa ræktað kartöbblur.
Á meðal annarra húsa á listanum má nefna Klapparstíg 30 (Sirkus), Lækjargötu 6b (Litli ljóti andarunginn), Lækjargötu 8 (Kína húsið), Laugavegur 21 (Hljómalind), Laugaveg 27 (Tíu Dropar), Laugaveg 29 (Brynja) og Laugaveg 73 (Bístró - og þar til fyrir skemmstu Kaffi Vín).
Málið snýst hinsvegar minna um húsin sem til stendur (hugsanlega) að ryðja úr vegi, og meira um hvað á að reisa í staðinn. Mörg hús á listanum eru forljót og illa farin, en ég vil frekar halda í þau en þola annað Iðuhús.
Þá líst mér betur á tillögu Torfusamtakanna:
![]() |
Torfusamtökin harma niðurrif á Laugavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.8.2007 | 00:50
http://eyjan.is/bjorningi/2007/08/17/hall%c3%a6rislegir-utursnuningar/
"Í [Frétta]blaðinu í morgun er því lýst sem hálfgeggjaðri hugmynd að borgaryfirvöld leiti eftir því við ÁTVR að takmarka sölu á köldum bjór í lausasölu í Austurstrætinu."
"Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru margir þessara einstaklinga sestir á bekki í Austurvelli snemma á morgnana og bíða þess að verslun ÁTVR opni á morgnana, svo þeir geti keypt kaldan bjór í stykkjatali á um 150 kr. stykkið. Með því að öngla saman fyrir nokkrum slíkum dósum geta þeir setið að drykkju allan daginn úti undir berum himni"
Og er það vandamálið? Eru þessir "ógæfumenn" ekki einmitt þekktir fyrir að drekka allt sem að kjafti kemur, svo lengi sem það er áfengt? Er betra að þeir drekki spritt eða kardemommudropa. Nú eða - sem dæmi - "öngli saman" fyrir pela af Koskenkorva vodka (350 ml. á 1590 kr. eða 500 ml. á 2190 kr.) ?
Lof mér segja þér eitt, Bingi minn; ef einstaklingur er það langt leiddur af drykkju að hann hefur misst allt (og varla er þetta fólk þarna út af félagsskapnum), er honum sama hvort hann drekkur konjak eða klóakhreinsi. Bjórinn er aftur á móti bragðbetri og hollari en t.d. mentólspritt í kók eða ódýr rússi.
"Lögreglan hefur m.a. áform um færanlegar lögreglustöðvar sem koma mætti fyrir á þeim stöðum í miðborginni sem af einhverjum ástæðum þykja hættulegri en aðrir. Þá hafa borgaryfirvöld rætt um aðkomu að kaupum á fleiri öryggismyndavélum, því að lýsa frekar upp miðborgina og svo framvegis. "
Á þetta að leysa vandann? Þessi hugsunarháttur lýsir almennu vantrausti á náungann. Eins og hugsunin hjá flestum sé "Ef ég hefði nú bara óupplýst sund, þá myndi ég sko berja þennan!" Flest slagsmál - fullyrði ég án nokkurra sannana- eru ákveðin á staðnum, og skiptir þá engu hvort til staðar eru myndavélar eða kastarar. Ég minni á að Sæbrautin er t.d. mjög vel lýst. Lögreglan hefur hingað til ekki virzt traustsins verð (sjá http://zerogirl.blog.is/blog/zerogirl/entry/193693/) , svo hverju breytir það að hafa meira af henni? Eina gagnið sem öryggismyndavélar gera er að upplýsa glæpi eftir að þeir eru framdir, ekki að koma í veg fyrir þá. Óupplýstir staðir eru yfirleitt óupplýstir af ástæðu; húsasund, bakgarðar, o.s.frv.
Auðvitað er mjög göfugt að vilja koma í veg fyrir glæpi. Vandinn er bara sá að engum virðist detta í hug að einstaklingsfrelsið sé nokkurs virði. Það er alltaf fyrsta fórnarlambið. Til að koma í veg fyrir glæpi þarf að ráðast að rót vandans; fátækt, sjúkdómum, fordómum. Heilbrigð, upplýst, hamingjusöm manneskja ræðst ekki á neinn.
Jafnvel þó hún hafi fengið sér í glas.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
-
malacai
-
pannan
-
stutturdreki
-
skrekkur
-
einarsmaeli
-
aulinn
-
furduvera
-
fsfi
-
valgeir
-
gregg
-
gurrihar
-
zeriaph
-
hvilberg
-
hallurg
-
rattati
-
heidar
-
hexia
-
himmalingur
-
hjaltirunar
-
disdis
-
jevbmaack
-
jakobk
-
changes
-
prakkarinn
-
jonthorolafsson
-
andmenning
-
ugluspegill
-
miniar
-
mist
-
hnodri
-
reputo
-
robertb
-
runavala
-
sigmarg
-
sigurjon
-
shogun
-
nimbus
-
skastrik
-
svanhvitljosbjorg
-
stormsker
-
kariaudar
-
zion
-
tara
-
taraji
-
texi
-
thelmaasdisar
-
torfusamtokin
-
toshiki
-
tryggvienator
-
upprifinn
-
vga
-
vest1
-
fingurbjorg
-
gummih
-
kiza
-
kreppukallinn
-
krossgata
-
isdrottningin
-
nosejob
-
olafurfa
-
tharfagreinir
-
thorgnyr
-
valli57
-
apalsson
-
skagstrendingur
-
partialderivative
-
biggihs
-
bjorn-geir
-
dingli
-
einarjon
-
glamor
-
breyting
-
gthg
-
sveinnelh
-
hehau
-
hordurt
-
kt
-
omnivore
-
olijon
-
styrmirr
-
lalamiko
-
thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 3498
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar