Færsluflokkur: Bloggar
20.2.2008 | 11:48
Frábært!
Nú ætla ég að fara að gefa flöskuvatnsneytendum illt auga. Plánetuníðingar!
Fólk sem ekur bílum hefur auk þess nákvæmlega engan rétt til að gagnrýna reykingar, enda er útblástur margfalt hættulegri en tóbaksreykur. Morðingjar!
Þá er það leyst.
![]() |
Flöskuvatn ekki umhverfishæft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.2.2008 | 11:18
Geymið kvittanir
Nú skilst mér að kerfið hjá tollinum sé orðið þannig að ef þú ert stoppaður og þeir rekast á myndavélina þína þarftu helst að sýna kvittun fyrir því að hún hafi verið keypt á Íslandi.
Væri það nú ekki frábært ef allir þyrftu að geyma allar kvittanir, ef ske kynni að einhvern grunaði nú að eitthvað væri þýfi.
Var sönnunarbyrðin ekki einu sinni hjá lögreglu og dómstólum, ekki hinum grunaða?
![]() |
Hluta af varningnum skilað til hinna grunuðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.2.2008 | 15:45
2. Júlí 1990
Þann 2.7. 1990 lýsti Kosovo yfir sjálfstæði. Alþjóðasamfélagið (utan Albaníu) tók ekki mark á því, enda sú yfirlýsing gefin út af þingi sem ekki var í samræmi við stjórnarskrá. Tveimur árum seinna var boðað til óformlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 80% þjóðarinnar tók þátt. Niðurstaðan var afgerandi: 98% vildu sjálfstætt Kosovo.
Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart ef litið er til aðstæðna. Serbar, minnihlutahópur, hafði kvartað undan misrétti af höndum Albana og Miloević hafði á móti stórlega skert sjálfstæði Kosovo, sem þar til hafði verið sjálfsstjórnarsvæði innan Serbíu. Kosovo-Albanir, merihluti íbúa Kosovo, sniðgengu ríkisstofnanir í mótmælaskyni og settu á fót sínar eigin.
Þegar stríði Bosníu og Króatíu var að ljúka hófust menn handa við að koma flóttamönnum fyrir í Serbíu, m.a. Kosovo. Í mörgum tilfellum var albönskum fjölskyldum vísað úr eigin húsnæði til að rýma fyrir flóttamönnunum. Eftir Dayton samkomulagið árið 1995 var KLA, Frelsisher Kosovo, stofnaður, en hann var samansettur af Kosovo-Albönum sem beittu skæruhernaði gegn serbneskum borgurum og lögreglu. Næstu ár einkenndust af átökum milli KLA og Serba, sem náðu hámarki í Racak þar sem serbneskir hermenn myrtu 45 Albanska uppreisnarmenn. Eftir það vildi NATO óskoraðan aðgang að allri Júgóslavíu, en stjórnin leit á það sem hersetu og neitaði.
NATO hóf þess í stað loftárásir, í fyrstu eingöngu á Kosovo, en síðar á skotmörk um alla Serbíu; brýr, orkuver, verksmiðjur, sjónvarps- og útvarpsstöðvar og fleira. Á meðan á þessum loftárásum stóð notuðu Serbar tækifærið og réðust enn harðar gegn Kosovo Albönum. Talið er að 10-12.000 Albanir og 3.000 Serbar hafi verið drepnir meðan á stríðinu stóð. U.þ.b. 3000 manns er enn saknað, þar af eru 5/6 hlutar Albanir. Af 500 moskum í Kosovo voru 200 eyðilagðar, enda takmark Serba að útrýma menningu múslimskra Albananna.
Eftir að stríðinu lauk var Kosovo sett undir stjórn Sameinuðu Þjóðanna og friðargæzluliðar NATO sendir á staðinn. Nánast um leið brutust út átök milli Albana og Serba, sem leiddu til flótta 200-280.000 Serba og annarra. Í dag er talið að á milli 65.000 og 250.000 séu landflótta.
120.-150.000 Serbar búa enn í Kosovo, en þurfa að þola áreitni og misrétti.
2001 voru haldnar frjálsar kosningar í Kosovo, undir stjórn SÞ, sem einnig kom á fót lögregluliði sem samanstóð af Albönum sem og Serbum.
15 mars 2004 var 18 ára serbneskur piltur skotinn. Daginn eftir drukknuðu þrjú albönsk börn í Ibar ánni og var talið að þau hefðu verið á flótta undan Serbum sem vildu hefna sín fyrir morðið á piltinum daginn áður. Næsta dag mótmæltu þúsund Albana við suðurenda brúarinnar (Albanamegin) yfir Ibar, en Serbar söfnuðust saman við norðurenda brúarinnar (Serbamegin) til að hindra að Albanirnir kæmust yfir. NATO-liðar og Kosovolögreglan reyndu að loka brúnni, m.a. með notkun táragass og gúmmíkúlna, en allt kom fyrir ekki; skothríð hófst frá báðum hliðum og lauk henni með dauða átta og yfir 300 særðum. Dagnn eftir létust 28 í svipuðum átökum og 600 særðust.
Smávægileg átök eiga sér enn stað, og Serbar eiga enn undir högg að sækja.
Nú hefur Kosovo lýst yfir sjálfstæði í annað sinn - og í þetta sinn hlustar heimurinn. Rússar og Serbar mótmæla en restin af heiminum virðist sátt.
Ég spái því hins vegar að Kosovo sameinist Albaníu fljótlega.
![]() |
Kósóvó lýsir yfir sjálfstæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.2.2008 | 10:40
Lausnin:
a) Bættar almenningssamgöngur.
a1) Aukning á þjónustu strætó, m.a. með tíðari ferðum, lækkuðum fargjöldum og fleiri "strætóakreinum"
a2) Uppsetning lestakerfis, hugsanlega neðanjarðar, frá Akranesi að Keflavík með viðkomu á nokkrum stöðum innan höfuðborgarsvæðisins (t.d. á nágrenni við stærri "hittingspunkta" strætó, Hlemm, Mjódd, Ártún, o.s.frv.)
b) Fækkun bíla.
b1)"Carpool"-akreinar, hugsanlega sömu akreinar og strætó notar, þar sem eingöngu bílar með fleiri en tveimur farþegum aka.
b2) Átak á vegum t.d. Umferðarstofu og Umhverfissviðs til að hvetja fólk til að safnast saman í bíla í stað þess að hver og einn aki á eigin bíl.
c) Bætt þjónusta við gangandi vegfarendur.
c1) Gangstéttir verði ruddar með viðunandi hætti, sérstaklega á svæðum þar sem mikið er um eldra fólk og aðra sem eiga erfitt um gang. Miðað sé við að aðgangur að helstu þjónustusvæðum innan hverfa sé fær fótgangandi einstaklingum.
Jæja, nú getur fólk hafist handa við að segja mér hvað er að þessum hugmyndum og hví þær eru ekki raunhæfar. Gjössovel.
![]() |
77% fara á bíl til vinnu eða í skóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.2.2008 | 12:45
Loksins vann ég eitthvað!
Mikið var. Ég sem - vinn aldrei neitt - var að vinna hvorki meira né minna en milljón evrur. Þetta á sko eftir að koma sér vel.
Ég fékk sumsé tölvupóst sem Hotmail flokkaði sem rusl (dæmigert, reyna að halda fjársjóðnum frá mér) þar sem mér var tilkynnt um þessa heppni:
"Comfirm Your Winning.
This email is to notify you that your Email
Address attached to a Ticket Number: 9100092
has won an Award Sum of
1,000,000.00(One Million euro) In an Email Sweepstakes program
held on
the 8th of February 2008. Please contact the claim officer through the
below given contact information.
MR.ROY PETER.
TEL.0031-619-703-672.
FAX:0031-847-300-694.
REPLY TO THIS EMAIL:
E-mail: staatsclaimk@aol.nl
Please forward the above stated winning information to your
Staatsloterij Claim Agent.
Your Names:
Phone number:
Nationality:
Your
full email address:
Ticket Number: 9100092
Ref Number: 10116/EA
Batch
Number: 21/1114/MBV
Congratulations!!!
Yours Sincerely,
Mrs,Mariska
Bridge,
Public Relation Officer."
Ég er reyndar ekki búin að senda þeim upplýsingarnar ennþá, en til gamans gúglaði ér tölvupóst sendandans, glorman@virgilio.it. Kemur þá ekki í ljós að viðkomandi póstfang tilheyrir einhverjum boxereiganda á Ítalíu. Hundarækt virðist gefa vel í aðra hönd.
Svo prófaði ég að gúgla símanúmerið hjá herra Roy Peter. Þá sá ég að einhver óprúttinn Íslendingur hefur birt tölvupóstinn minn á blogginu sínu. Ég er nokkuð viss um að hann hefur hakkað sig inn í tölvupóstinn minn til að stela vinningnum. Svo reynir hann að halda því fram að þetta sé einhverskonar svikamylla! Sumt fólk er svo ósvífið! Auðvitað vill hann að ég haldi það svo hann geti sjálfur náð peningunum.
Mér finnst samt sniðugt hvernig þessir Hollendingar fara að þessu. Hollenska ríkislottóið sendir einhverjum Ítala tölvupóst til að senda áfram til mín (þau vita sjálfsagt að ég ætla til Ítalíu í sumar og hef áhuga á hundum) og láta mig síðan hafa samband við hann. Kannske er þægilegra að senda svona mikla peninga frá Hollandi til Ítalíu og þaðan hingað á skerið.
Annars er ég strax búin að ákveða í hvað ég ætla að eyða peningunum. Ég ætla að ferðast, borga skuldir, senda mömmu til Tyrklands og láta gera við tennurnar í mér. Svo ætla ég að senda Snopes konfektkassa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 20:09
Ummæli dagsins
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í Kastljósi:
"[...]mæður gætu skaðast af nikótínögnum sem [í reykherbergjum] er að finna"
Óléttar skúringakonur á veitingastöðum eru semsagt í meiri hættu frá þessum "nikótínögnum" en óléttar ræstingakonur á t.d. Alþingi eða öðrum vinnustöðum.
Hún sagði einnig að ástæða þess að reykherbergi væru ekki leyfð væri sú að "hagsmunasamtök veitingamanna" hefðu lagst gegn því.
Það vekur upp spurningar ef satt er. Hví lögðust þau gegn því að reykherbergi yrðu leyfð? Varla stóð til að reykherbergi yrðu standardinn? Vildu veitingamenn sumsé allir sem einn forðast þann kostnað með því að reka okkur út í kuldann?
Ég mætti á árshátíð á laugardagskvöldið. Þar hafði verið sett upp reykingatjald með fjórum hitablásurum, svo við vesalingarnir forsköluðumst nú ekki. Vandinn var hinsvegar sá að loftræsting var ekki næg og á rúmlega þúsund manna árshátíð -þar sem a.m.k. fimmtíu manns fóru í sígópásu í einu, milli rétta -varð reykmökkurinn fljótlega svo þykkur að ólíft var inni í tjaldinu. Enhverjir tóku sig þá til og rifuðu tjaldið til að hleypa reyknum út og loftinu inn. Þá brá svo við að hitablásararnir fjórir dugðu ekki til að halda fimmtán stiga frostinu í skefjum, sér í lagi þegar tekið er tillit til klæðahefðar á árshátíðum.
Þetta hefði mátt leysa með því að leyfa reykingar í loftræstu herbergi.
En þá hefði ólétta skúringakonan sjálfsagt dáið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2008 | 11:27
Mannréttindi
Prevez Kambaksh hefur verið dæmdur til dauða. Glæpur hans var enda alvarlegur. Hann er sakaður um að hafa hlaðið niður skýrslu um réttindi kvenna. Auðvitað á að taka manninn af lífi - hann er greinilega stórhættulegur.
Þegar trú fær að ráða - í stað almennrar skynsemi - fáum við svona skemmtilegheit. Er það ekki sniðugt? Annars er ég nokkuð viss um að spámaðurinn minntist aldrei á lestur sem dauðasynd.
And say: "My Lord increase me in knowledge." (20:114)
You who believe! If an evil-doer comes to you with a report, verify it, lest you harm a people in ignorance, then be sorry for what you have done. (49:6)
-Kóraninn
Hér er svo hægt að undirrita mótmælaskjal og lesa meira um málið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 16:13
Borgarmál og Spaugstofan
"Spaugstofan gekk of langt!"
"Það má ekki gera grín að veikindum!"
"Ekki vera vond við Ólaf!"
Fokk off. Það má gera grín að hverju sem er, en það er annað mál hvort fólk hefur húmor eða smekk fyrir því. Persónulega fannst mér síðasti Spaugstofuþáttur á mörkum þess að vera þolanlegur - sem er nokkuð gott, því hingað til hefur mér ekki stokkið bros yfir henni. Ekki síðan '92 a.m.k.
Ég hef ekkert á móti Ólafi sem persónu, mér skilst að hann sé góður læknir og almennt ágætis kall. Hinsvegar set ég stórt spurningamerki við aðstæðurnar allar. Villi Vill hefur nákvæmlega ekkert að gera aftur í borgarstjórastólinn, Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann leggur sig er kominn með drulluna upp á herðar og meira að segja SUSarar (sem hafa átt góða spretti þegar kemur að því að verja tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífsins) hafa misst sig í kjaftæði um "mannasiði".
Hvað er eiginlega málið með það? Hvernig urðum við að slíkri undirlægjuþjóð að mótmæli líðast ekki?
Saving Iceland mótmælti og fékk á sig stimpilinn "atvinnumótmælendur" frá þeim sem skilja ekkert nema búið sé að skella á það verðmiða. Nánast allar umræður um SI hafa einkennst af upphrópunum um "krakka sem hafa ekkert betra að gera", meintar greiðslur fyrir handtökur og annað svipað vitlaust. Mótmælin í steypuklumpi Davíðs hafa verið afgreidd sem "læti í menntskælingum sem notuðu tækifærið til að fá frí í skólanum", "aðför að lýðræðinu" og "vanvirðing við fundarsköp". Það vita allir að ungt fólk hefur engar skoðanir á neinu, svo eina ástæðan fyrir mótmælunum var leti. Það er einmitt merki um leti að fara niður í bæ til að mótmæla ólýðræðislegum vinnubrögðum, alveg eins og það er merki um græðgi að hlekkja sig við vinnuvélar.
Ég skammast mín eiginlega fyrir að hafa ekki skrópað í vinnunni til að fara niður í Ráðhús og mótmæla. Ég skammast mín þó meira fyrir viðbrögð samborgara minna við mótmælunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.1.2008 | 08:29
Nútíma lýðræði.
Velkomin! Borgarstjóri með 5,5 % fylgi og næsti borgarstjóri með fylgi upp á 18,1 % (sem sýnir enn hvað Sjálfstæðismenn eru ósjálfstæðir, þar sem ég trúi því ekki að nokkrum heilvita manni detti til hugar að styðja það helvítis fífl eftir allt sem á undan er gengið) í samstarfi með tæp 26% í stuðning (aftur Sjálfstæðismenn þar á ferð, auk vonglaðra Frjálslyndra - hverjir sem það nú eru). Á meðan situr Dagur heima, maður með 56,9% fylgi, maður sem var að gera góða hluti, fórnarlamb valdagræðgi Sjálfstæðismanna og sakleysis Ólafs (hér segi ég ekki "Frjálslyndra" af þeirri ástæðu að þessi ákvörðun virðist tekin af Ólafi einum...og restin af borgarfulltrúum þeirra hundóánægð), sem trúir því í fullri alvöru að hann hafi einhver völd í þessu "samstarfi".
Þegar þetta er ritað hafa 5688 nöfn verið rituð undir mótmælaskjal til þeirra kumpána - "Gamla góða" Villa og Óla "lepps". Því miður eru ekki öll nöfnin marktæk, meðal þeirra sem hafa skrifað undir eru kettir, dulnefningar og almennir vitleysingar undir þekktum (líkast til fölskum) nöfnum. Þrátt fyrir þetta er um að ræða nokkuð skýr mótmæli, sérstaklega ef einnig tekið er tillit til skoðanakönnunarinnar.
Hið eina sem meikar eitthvað sens í stöðunni er að boða til nýrra kosninga.
![]() |
25,9% Reykvíkinga styðja nýjan meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 21:00
Glæpur og refsing
Nú heyrast sífellt háværari kröfur um að útlendingar framvísi hrenu sakavottorði þegar þeir koma til landsins. Auðvitað er fólk hrætt, það er miklu auðveldara að vera hræddur við "útlenska glæpamenn" en hina íslensku. Ef við hugsuðum rökrétt værum við miklu hræddari við Íslendinga en t.d. Litháa (þeir eru allir nauðgandi mafíósar) eða Nígeríumenn (þeir eru allir svikahrappar. Og örugglega nauðgarar líka).
Hins vegar set ég stórt spurningamerki við kröfu um sakavottorð. Ef maður fremur glæp og tekur út sína refsingu, höfum við þá rétt til að skerða ferðafrelsi hans? Já, þar kom það aftur, þetta hræðilega orð - frelsi.
Að sjálfsögðu gildir annað ef um er að ræða menn sem eru eftirlýstir af t.d. Interpol, fyrir glæpi sem þeir hafa ekki tekið út refsingu fyrir.
Við getum ekki bannað öllum sem brotið hafa af sér að koma til landsins. Slíkt yrði örugglega ekki lengi að komast til mannréttindadómstóla.
Þessi umræða er öll á villigötum, eins og oft vill gerast þegar fólk lætur stjórnast af tilfinningum fremur en rökum.
![]() |
Með brotaferil í heimalandi sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
-
malacai
-
pannan
-
stutturdreki
-
skrekkur
-
einarsmaeli
-
aulinn
-
furduvera
-
fsfi
-
valgeir
-
gregg
-
gurrihar
-
zeriaph
-
hvilberg
-
hallurg
-
rattati
-
heidar
-
hexia
-
himmalingur
-
hjaltirunar
-
disdis
-
jevbmaack
-
jakobk
-
changes
-
prakkarinn
-
jonthorolafsson
-
andmenning
-
ugluspegill
-
miniar
-
mist
-
hnodri
-
reputo
-
robertb
-
runavala
-
sigmarg
-
sigurjon
-
shogun
-
nimbus
-
skastrik
-
svanhvitljosbjorg
-
stormsker
-
kariaudar
-
zion
-
tara
-
taraji
-
texi
-
thelmaasdisar
-
torfusamtokin
-
toshiki
-
tryggvienator
-
upprifinn
-
vga
-
vest1
-
fingurbjorg
-
gummih
-
kiza
-
kreppukallinn
-
krossgata
-
isdrottningin
-
nosejob
-
olafurfa
-
tharfagreinir
-
thorgnyr
-
valli57
-
apalsson
-
skagstrendingur
-
partialderivative
-
biggihs
-
bjorn-geir
-
dingli
-
einarjon
-
glamor
-
breyting
-
gthg
-
sveinnelh
-
hehau
-
hordurt
-
kt
-
omnivore
-
olijon
-
styrmirr
-
lalamiko
-
thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar