Kraftaverk - Guð drepur 103!

Sumir eiga erfitt með að sætta sig við tilvist tilviljana. Þegar þeir verða vitni að ótrúlegum tilviljunum garga þeir strax á aðrar útskýringar. Þá er nú gott að geta gripið til yfirnáttúru og ævintýra:

 

 Hvílíkt kraftaverk! Þarna stóð Guð sig nú aldeilis vel; almáttugur, alvitur og algóður og með innan við 1% árangur í þessu tilfelli. Bravó.

 

Hvaða bull - auðvitað getur það ekki verið. Alvitur, almáttugur og algóður Guð færi ekki að leyfa 103 saklausum manneskjum að deyja í hræðilegu flugslysi. En bíddu... þetta hefur allt verið hluti af áætlun Guðs! Líklega voru þessir 103 ekki Guði þóknanlegir. Þeir hafa ekki átt skilið að bjargast. A.m.k. fannst Guði það ekki, og hann veit alltaf best, ekki satt?

 

En svona er ljótt að segja. Svona má ekki segja. Við eigum að sjá "kraftaverk", hrópa húrra fyrir því og gleyma restinni. 

 

Nei, þetta virkar ekki svona. Það er ekki hægt að segja að björgun drengsins - eins frábær og ótrúleg og hún var - sé kraftaverk, án þess að samþykkja annaðhvort að hinir 103 hafi átt skilið að deyja, eða að Guð sé dálítill skíthæll. 

 

Nema auðvitað að Guð sé ekki til (ellegar deískur) og hér hafi því ekki verið um guðlegt inngrip að ræða, heldur - í grunninn - tilviljun. Það er engin ástæða til að panika - vilji menn þakka einhverjum lífsbjörg drengsins er hægt að velja á milli björgunarfólks, lækna, hjúkrunarfólks... það er nóg af fólki sem framkvæmir ótrúlega hluti á hverjum degi, ekki fyrir tilviljun, ekki vegna þess að Guð "vinnur í gegnum það" heldur vegna þess að það vill það. Er það ekki fallegra, betra og merkilegra en að segja að ímyndaður Súpermann hafi bjargað þessum eina dreng?

 

 

Ég vona að drengurinn jafni sig, þó það gæti tekið langan tíma, og ég vona svo sannarlega að enginn reyni að telja honum trú um að hann hafi bjargast vegna Guðlegs inngrips. Þá held ég að það sé betra að sætta sig við tilviljanirnar og þakka þeim sem raunverulega hjálpuðu.

 


mbl.is Björgun drengs sögð kraftaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

"Rule out every possible mundane explanation before you even start to think of the supernatural ones."

Það er ótrúlegt, ef ekki sorglegt, að sjá hvernig fólk stekkur á ólíklegar töfra-útskýringar án þess að einusinni reyna að útiloka hversdagslegar útskýringar fyrst.

Svo er ég ekki viss að drengurinn sjái sitt líf sem gott þegar öll hanns fjölskylda er látin.

Allavega myndi ég hella mér yfir, ef ég myndi missa alla sem ég elska, þann sem reyndi að segja að nokkuð varðandi slysið sem tók þá frá mér væri kraftaverk.

(afsakið að ég stúta góðu málfari hérna, er ekki alveg vaknaður ennþá)

Hvers konar skrímsli segir svoleiðis hluti?

Hann hefur misst allt. Hann upplifir ótrúlegan sársauka.

Það getur vel verið að hann vilji alls ekki það líf sem hann hefur núna.

Er það kraftaverk?

Hans Miniar Jónsson., 15.5.2010 kl. 12:22

2 Smámynd: Sigurjón

Alveg sammála þér Tinna.  Góður pistill.

Kv. Sjónpípa

Sigurjón, 16.5.2010 kl. 01:48

3 identicon

"En þar sem hann er hinn eini og sanni Guð og algjörlega óskiljanlegur og ótiltækur mannlegri rökhugsun er við hæfi og reyndar nauðsynlegt að réttlæti hans sé einnig óskiljanlegt." - Marteinn Lúther

Matthías (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 08:54

4 identicon

Nákvæmlega sama og ég hugsaði þegar ég heyrði þessa frétt.

Kraftaverk.. og 103 drápust. 

Æði.

Arnar (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 10:09

5 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

A DK Quote

"Here we come to a great mystery and one that is peculiar to our planet. In many
esoteric books it has been stated and hinted that there has been a mistake, or
serious error, on the part of God Himself, of our planetary Logos, and that this
mistake has involved our planet, and all that it contains, in the visible
misery, chaos and suffering. Shall we say that there has been no mistake, but
simply a great experiment, of the success or failure of which it is not yet
possible to judge? The objective of the experiment might be stated as follows:

It is the intent of the planetary Logos to bring about a psychological condition
which can best be described as one of "divine lucidity." The work of the psyche,
and the goal of the true psychology is to see life clearly, as it is, and with
all that is involved. This does not mean conditions and environment, but Life.
This process was begun in the animal kingdom and will be consummated in the
human. These are described in the Old Commentary as "the two eyes of Deity, both
blind at first, but which later see, though the right eye sees more clearly than
the left." The first dim indication of this tendency towards lucidity is seen in
the faculty of the plant to turn towards the sun. It is practically non-existent
in the mineral kingdom.
EPI 427

Jóhann Róbert Arnarsson, 4.6.2010 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 3310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband