Ísraelar hafa ekki áhyggjur af vopnum

Ísraelar segja satt þegar þeir halda því fram að engar nauðsynjavörur skorti á Gaza.

Vandamálið er að það eru einmitt bara þær vörur sem COGAT ákveður að séu nauðsyn þann daginn. Allt sem flokkast ekki sem matur, lyf eða sápa er bannað, þ.á.m. allt byggingarefni, hljóðfæri, dagblöð, heimilistæki s.s. ísskápar og þvottavélar, fataefni, nálar og þráður, teppi, dýnur, kerti, eldfæri, ljósaperur, bækur, vaxlitir, föt, skór, hnífapör og leirtau, og bensín. 

Þar að auki eru ákveðnar matarvörur bannaðar; te, kaffi, pylsur, semolina, mjólkurvörur í stórum pakkningum, og flestar bökunarvörur. 

Í langan tíma voru bleyjur, dömubindi og klósettpappír bönnuð. Sjampó mátti ekki flytja inn og einn sölumaður lenti í því að sjampósendingin hans var gerð upptæk því sjampóið innihélt hárnæringu, en hún var á bannlista.

Smjörlíki, salt og gervisæta voru bönnuð, en voru svo leyfð aftur. Ger var leyft, en síðan sett á bannlista. 

 

Hvernig heldurðu að þér gengi að lifa án svona "lúxusvöru", sérstaklega þegar skilgreiningin á henni breytist dag frá degi án þess að þú fáir upplýsingar um það,  og heldurðu að þú myndir sýna málstað þeirra sem banna þér að njóta hennar mikinn skilning?


mbl.is Annað skip á leið til Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Ég leyfði mér að bæta skoðunn minni við komment  þitt hjá Pétri Guðmundi. ásamt því að setja þetta inn í mína eigin færslu. þessi úrdráttur úr Haaretz segir nefnilega meira heldur en langar innblásnar greinar um það, hvað er raunverulega í gangi þarna.

Því  bæti ég þessu kommenti  við hér líka:

Þessi fína samantekt þín strikar undir megin markmiðið með herkvínni.

Það er nefnilega ekki að stöðva vopnaflutninga heldu að niðurlægja Gasabúa. Kúa þá til undirgefni. Hugsanagangi stjórnvalda í Ísrael er vel lýst t.d. hér í grein eftir Noam chomsky frá 2002 þar sem  vitnað er í orð Moshe Dayan. 

Plans for Palestinians followed the guidelines formulated by Moshe Dayan, one of the Labor leaders more sympathetic to the Palestinian plight. He advised the Cabinet that Israel should make it clear to refugees that "we have no solution, you shall continue to live like dogs, and whoever wishes may leave, and we will see where this process leads." When challenged, he responded by citing Ben-Gurion, who "said that whoever approaches the Zionist problem from a moral aspect is not a Zionist." He could have also cited Chaim Weizmann, who held that the fate of the "several hundred thousand negroes" in the Jewish homeland "is a matter of no consequence."

Þetta ætti að gefa vísbendingu um afstöðu Ísraelskra ráðamanna. Ásamt því að negla nokkuð vel niður, hvað þessar svokölluðu deilur fyrir botni Miðjarðarhafs ganga raunverulega út á.

kveðja

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 1.6.2010 kl. 15:15

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill og alveg hárréttur. Það er leyft að flytja 25 þús. tonn á viku og allir vita, og Ísraelar best að það er engan vegin nóg. Svo koma svona yfirlýsingar að pasta sé hægt að nota sem vopn. þess vegna er pasta bannað....mannfyrirlitning Ísraela á sér enga hliðstæðu í nútímanum...

Óskar Arnórsson, 2.6.2010 kl. 21:03

3 Smámynd: Dingli

Sæl.

Því miður (eða sem betur fer) eru hlutirnir ekki alveg svona einfaldir. Það væri að æra óstöðugan, að gera tilraun til að finna sannleikann í þessari deilu, en EF ég sem hlutlaus áhorfandi að leiknum færi að halda með liðinu sem allir skamma myndi ég spyrja nokkurra spurninga. (Gæti að vísu haft þær mjög margar en læt fáeinar duga)

Gaza ströndin tilheyrði Egyptalandi. Hversvegna afsöluðu þeir sér þessu mikilvæga svæði sem nær að hjarta Ísrael og byggðu múr?  Þegar PLO hrökkluðust til Jórdaníu, sem í upphafi tók þeim vel, af hverju endaði það með styrjöld mildi Jórdana og PLO?  Frá Jórdaníu hrökktust Frelsissamtök Palestínu til Líbanon með lið sitt og var aftur tekið vel, en bara til að byrja með. Eftir fáein ár logaði, áður friðsamt land, í vígaferlum og morðum sem endaði með borgarastyrjöld þegar Líbanar reyndu að reka PLO af sér. Veist þú nokkuð hvers vegna? 

Kjarninn úr PLO komst til Túnis og fengu þar skjól, en enn og aftur leið ekki á löngu þar til gestgjafarnir urðu að henda gestunum út með valdi. Þar kom þó ekki til bardaga, þar sem laskað lið PLO hafði enga getu til átaka við her Túnis. Hversvegna urðu Túnisar að losna við þá sem þeir í raun höfðu bjargað og gert allt fyrir? Og hvert var nú hægt að fara, jú til Gazastrandar! Landspillu sem Egyptar höfðu afsalað sér af góðum (kannski tvíræðum) vilja til þess mikla fjölda araba á því svæði sem töldu sig vera svo kallaða Palestínuaraba. Veist þú nokkuð hvernig ástatt hefur verið það síðan?  Veist þú, að eftir að Ísraelar höfðu, með skefjalausu ofbeldi að vísu, þvingað gömlu PLO til friðar gerðu heittrúaðir og aðrir heilaþvegnir uppreisn á Gasa og náðu þar völdum?

 Veistu að eftir að PLO sem hrakin höfðu verin frá hverju ARABA landinu af öðru settust að á Gaza, fundu þeir sér skotmörk sem áttu að koma liðsmönnum þeirra til himna? Veist þú hvaða skotmörk það voru helst? Veist þú, að afsökun Ísraela fyrir að breyta úr svívirðilegum fantaskap, svo ekki sé meira sagt, yfir í aðferðafræði fjöldamorðingja, var sú að arabar á leið til, eilífðar sælu, töldu sér skylt að taka með sér skólarútu með ísraelskum börnum, helst troðfulla?

Spyr ekki að fleiru í bili. En veit að allt sem má nota til vopna og sprengjugerðar er til þess notað á Gasa. Dömubindi og bleiur meðal annars í kveikjuþræði. Allar vörur sem inni halda rokgjörn efni, sykur, ger og hvað eina sem efnafræðingur getur notað til morðvopnagerðar er til þess notað. Pressur úr ísskápum eru tilvaldar í vígvél sem ég ætla ekki að gefa ykkur að hugmynd hér, en svona má lengi telja. 

Dingli, 3.6.2010 kl. 18:00

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Bæði Ísrael og Palestínumenn eru stríðsóðir. Vilja hafa stríð og búa sér til ástæður. Og báðir aðilar sækja sínar skýringar og afsakanir í trúarbrögð. Ísraelsmenn í Bibliunna og Palestinumenn i Kóraninn. Báðir hafa út frá þeim rökum rétt að gera það sem þeir gera. Ísraelar eru jafn heilaþvegnir og Palestinumenn. Enn leikurinn er ójafn. Þetta er ekki fótboltakeppni og þess vegna einginn leikur. Þetta er ástand. Stríðsástand sem þarf að stoppa. Einn af bestu herjum í heimi í stríði móti vopnlausum. Hvaða efni er hægt að nota til sprengjugerðar eru engin rök til að svelta fólk í hel. Appelsínubörkur er tilvalin í sprengjugerð. Fólk sem flest tekur engan þátt í átökunum líður fyrir þetta. FN ætti að vera búin að setja inn hermenn þarna fyrir löngu. Enn meðan USA telur sig hafa hag af þessu ástandi mun verða stríð þarna áfram og líklegast ekki vera leyft að aðrar þjóðir blandi sér í þetta.

Óskar Arnórsson, 3.6.2010 kl. 18:56

5 Smámynd: Dingli

Man ekki til að hafa heyrt nokkurn minnast á það firr, að stoppa þetta með hervaldi. Nema mig! Það er nefnilega hægt að stoppa þessar áratugalöngu hörmungar strax, ef stórveldin kæmu sér saman um það.

Dingli, 3.6.2010 kl. 19:19

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Auðvitað á að nota sömu aðferð á þetta stríð sem önnur þegar menn eru orðnir óðir og taka engum sönsum. Algjörlega sammála um að þetta væri hægt að stoppa strax ef stórveldin kæmu sér saman um það. En múslimahræðslan heldur þeim tilbaka...

Óskar Arnórsson, 3.6.2010 kl. 19:25

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Múslimahræðslan? Þeir hafa nú ekki veigrað sér við að ráðast á múslimaríki hingað til.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.6.2010 kl. 15:14

8 identicon

Halló gott fólk

þið ættuð að athuga þetta hér, sjá :

 

Hidden Flotilla tapes have been smuggled out of Israel  http://www.youtube.com/watch?v=3Fv4d73UX0I&playnext_from=TL&videos=j_myV0HzDLA&feature=sub

 

*PROOF israel attacked and KILLED BEFORE they boarded Freedom Flotilla  http://www.youtube.com/watch?v=vR_JCk2qwCo

 

Gaza aid activist aboard Flotilla: Israeli ships fired before boarding

http://www.youtube.com/watch?v=k1sH_RE4CY0

 "..Haneen Zuabi, who's a member of the Israeli parliament was among those captured onboard of Gaza-bound ships. She's since been released and has spoken to RT about what she had witnessed.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 20:27

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, þessi paranoja um að múslimar séu að taka yfir heiminn og svoleiðis þvæla. Ísraelar væru búnir að þurka út þetta fólk ef alþjóðasamfélagið væri ekki að halda aftur af þeim. Ég mæli með þessum youtubemyndum sem Þorsteinn er að benda á, því þær gefa réttari mynd af því sem er að gerast þarna ...

Óskar Arnórsson, 5.6.2010 kl. 15:14

10 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Óskar:

Vandamálið er, að ekkert heldur aftur af Ísraelsríki.

Þetta sem þú kallar múslímahræðsla er hluti af hinu svokallaða stríði gegn hryðjuverkum og er partur af áróðri til að réttlæta gengdarlausa íhlutun vestruveldanna í málefni ríkja fyrir botni miðjarðarhafs.  Það hefur ekkert að gera með hræðlsu á múslímum frekar stríðið gegn hryðjuverkum hefur nokkuð með baráttu gegn hryðjuverkum að gera.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 6.6.2010 kl. 00:42

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Einhverra áhrifa gætir hjá Ísrael vegna mótmæla enn ég veit ekki hversu mikil...

Óskar Arnórsson, 6.6.2010 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2977

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband