16.8.2007 | 21:02
Skál fyrir því.
http://www.visir.is/article/20070816/FRETTIR01/70816082/-1/FRETTIR
Forræðishyggjan sem tröllríður öllu þessa dagana nær auðvitað engri átt. Að leggja til bann við sölu stakra bjórdósa gefur í skyn að Björn og Villi haldi að fátækt sé rót ofbeldisins - nú eða að ofbeldisverkin eigi sér stað á opnunartíma ÁTVR í Austurstræti, og ástæðan sé þessi staki 150 króna bjór sem hinn sálarlausi ofbeldismaður svolgraði í sig einn miðvikudaginn.
Hversu veruleikafirrtur þarftu að vera til að leggja svona vitleysu til? Hvað vilja þeir banna næst?
Karlmenn eru yfirleitt árásargjarnari en konur, svo einfalt væri að kynjaskipta miðbænum; karlarnir fengju "forræðið" fyrripart virkra daga, og konur um kvöld og helgar. Að sjálfsögðu fengi fólkið ekki að kaupa sér svona stórhættulega staka bjóra, heldur yrði að láta sér nægja saklausa brennivínspela og viskíbokkur.
Hiti virðist hafa áhrif á árásargirni, svo miðbænum þyrfti að loka algjörlega ef hitinn skyldi nú skríða yfir 20 stig.
Lágur blóðsykur getur haft áhrif, svo setja verður saman hóp vopnaðra hjúkrunar- og næringarfræðinga til að fylgjast með mataræði miðbæjargesta.
Ekki má gleyma eftirlitsmyndavélunum, sem eru skref í rétta átt, en hægt er að ganga enn lengra. Örflögur eru nú þegar notaðar til að skrá gæludýr, svo lítið mál væri að skylda alla landsmenn til örmerkingar. Því miður hafa GPS-örflögur ekki enn verið fullkomnaðar, en í framtíðinni væri hægt að koma einni slíkri fyrir um leið og einstaklingur hefði lokið kurteisisnámskeiði Herr Geirs.
Sammála um að bæta þurfi ástandið í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er markaðstrikk ÁTVR, neyða fólkið til að kaupa meira magn. Meira fyllerí - meira keypt í miklu magni - enn meira fyllerí. Skítt með rusl og ofbeldi.
krossgata, 16.8.2007 kl. 21:15
Ég vil benda á skrif mín um þetta efni.
Sigurjón, 17.8.2007 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.