http://eyjan.is/bjorningi/2007/08/17/hall%c3%a6rislegir-utursnuningar/

"Í [Frétta]blaðinu í morgun er því lýst sem hálfgeggjaðri hugmynd að borgaryfirvöld leiti eftir því við ÁTVR að takmarka sölu á köldum bjór í lausasölu í Austurstrætinu."

"Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru margir þessara einstaklinga sestir á bekki í Austurvelli snemma á morgnana og bíða þess að verslun ÁTVR opni á morgnana, svo þeir geti keypt kaldan bjór í stykkjatali á um 150 kr. stykkið. Með því að öngla saman fyrir nokkrum slíkum dósum geta þeir setið að drykkju allan daginn úti undir berum himni"

 

Og er það vandamálið? Eru þessir "ógæfumenn" ekki einmitt þekktir fyrir að drekka allt sem að kjafti kemur, svo lengi sem það er áfengt? Er betra að þeir drekki spritt eða kardemommudropa. Nú eða - sem dæmi - "öngli saman" fyrir pela af Koskenkorva vodka (350 ml. á 1590 kr. eða 500 ml. á 2190 kr.) ?

Lof mér segja þér eitt, Bingi minn; ef einstaklingur er það langt leiddur af drykkju að hann hefur misst allt (og varla er þetta fólk þarna út af félagsskapnum), er honum sama hvort hann drekkur konjak eða klóakhreinsi. Bjórinn er aftur á móti bragðbetri og hollari en t.d. mentólspritt í kók eða ódýr rússi.

 

"Lögreglan hefur m.a. áform um færanlegar lögreglustöðvar sem koma mætti fyrir á þeim stöðum í miðborginni sem af einhverjum ástæðum þykja hættulegri en aðrir. Þá hafa borgaryfirvöld rætt um aðkomu að kaupum á fleiri öryggismyndavélum, því að lýsa frekar upp miðborgina og svo framvegis. "

 

Á þetta að leysa vandann? Þessi hugsunarháttur lýsir almennu vantrausti á náungann. Eins og hugsunin hjá flestum sé "Ef ég hefði nú bara óupplýst sund, þá myndi ég sko berja þennan!" Flest slagsmál - fullyrði ég án nokkurra sannana- eru ákveðin á staðnum, og skiptir þá engu hvort til staðar eru myndavélar eða kastarar. Ég minni á að Sæbrautin er t.d. mjög vel lýst. Lögreglan hefur hingað til ekki virzt traustsins verð (sjá http://zerogirl.blog.is/blog/zerogirl/entry/193693/) , svo hverju breytir það að hafa meira af henni? Eina gagnið sem öryggismyndavélar gera er að upplýsa glæpi eftir að þeir eru framdir, ekki að koma í veg fyrir þá. Óupplýstir staðir eru yfirleitt óupplýstir af ástæðu; húsasund, bakgarðar, o.s.frv.

 

 

Auðvitað er mjög göfugt að vilja koma í veg fyrir glæpi. Vandinn er bara sá að engum virðist detta í hug að einstaklingsfrelsið sé nokkurs virði. Það er alltaf fyrsta fórnarlambið. Til að koma í veg fyrir glæpi þarf að ráðast að rót vandans; fátækt, sjúkdómum, fordómum. Heilbrigð, upplýst, hamingjusöm manneskja ræðst ekki á neinn.

Jafnvel þó hún hafi fengið sér í glas.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Og Orwell lætur enn og aftur á sér kræla.

Stóri bróðir fylgist með ÞÉR!!!

Því miður held ég að yfirvöld velmegunarlandsins okkar séu að missa tökin, fólk virðist með afskaplega takmarkaða frelsistilfinningu og lýðræðisvitund...

Lögreglan á þó að  vera vel taktískt búin til þess að gegna skildum sínum.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 18.8.2007 kl. 12:38

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

-BTW... fyrir mér er lausnin sú að hætta þessari vitleysu og gefa sölu á áfengi frjálsa og skera af þessum syndasköttum.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 18.8.2007 kl. 12:41

3 Smámynd: Þarfagreinir

Já, þá vitum við það. Þessi hugmynd er til komin vegna ónæðis af rónum, sem hegða sér auðvitað miklu verr en áður þegar þeir eru að drekka kaldan bjór en þegar þeir drekka eitthvað annað. Annars held ég að fáir aðrir en Fréttablaðið hafi misskilið þetta, og þetta er samt sem áður ömurlega heimskuleg hugmynd. Ég skil mæta vel að Bingi skuli ekki leyfa athugasemdir við bloggfærslur sínar.

En því miður unnu þessir stjórnlyndisbastarðar þennan slag:

http://visir.is/article/20070818/FRETTIR01/108180124 

Húrra fyrir Binga og Villa! Rónalaust Ísland árið 2010!

En í alvöru talað, maður er virkilega farinn að halda að allt aðrir en boðaðir hagsmunir liggi þarna að baki. Samsæriskenning #1: Kráareigendum í miðbænum líkaði ekki samkeppnin frá Vínbúðinni og báðu þessa kappa um að fá hana til að hætta að selja kaldan bjór. 

Þarfagreinir, 18.8.2007 kl. 14:17

4 Smámynd: Sigurjón

Eina lausnin til að stöðva slaxmál og aðra óáran er að fjölga lögreglumönnum á vaktinni í miðbænum yfir helgarnæturnar.

Sigurjón, 18.8.2007 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband