Um þig

Flestum nægir að tala um sjálfa sig í fyrstu persónu. Sumir vilja vera spes (og pirrandi) og vísa til sjálfs sín í þriðju persónu: "Kallinn er að skreppa í bæinn!" "Stelpan er bara nett á'ðí!"

 

Ég hef hins vegar ákveðið að vísa til sjálfrar mín í annarri persónu - byrjum....núna:

Þú ert með couchsurfer frá Þýskalandi í heimsókn. Hún talar ekki jafn góða ensku og þú, svo öll samtöl ykkar á milli eru uppfull af handapati og höum. Mamma þín virðist ekki skilja orð af því sem hún segir - þ.e.a.s. því sem csinn segir, ekki mamma þín sjálf.  Þú ert að drepast í bakinu, sama hversu mikið af parkódíni þú tekur. Heilsuvernd segir þér bara að lesa "bókina um bakið", en læknirinn þinn segir þér að fara til sjúkraþjálfara sem þú hefur ekki efni á. Þú eyðir því dögunum í að lesa og éta. Lifirðu ekki crappy lífi akkúrat núna. Jú, það gerir þú!

 Nei, gleymið þessu, þú hljómar eins og barnabók.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Öss.  Bakverkir eru slæmir.  Ég þekki það af eigin raun.  Það sem ég gerði var bara að vera fullur allan tímann.  Þá tók ég ekki eins eftir því...

Sigurjón, 24.9.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Frábært, sendu mér eins og fimm kassa af bjór og málinu er reddað!

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 25.9.2008 kl. 14:23

3 Smámynd: Sigurjón

<Sendir>

Sigurjón, 27.9.2008 kl. 15:25

4 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

stelpunni  finnst þægilegt að tala um sig í 3. persónu það dregur úr alvarleika þess sem að maður skrifar um svo að það er gott að geta skrifað eða sagt frá einhverju erfiðu annars gera einhverfir þetta líka og ég þekki nokkra sem eru einhverfir. Fimm kassar myndu hressa þig

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 27.9.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband