Lesbíur - The Saga Continues

Einu sinni fyrir langa löngu, á bloggi ekki svo langt frá þessu, spruttu upp umræður um samkynhneigð og samkynhneigða. Svanur nokkur Sigurbjörnsson, læknir, nefndi þá staðreynd að kynlíf lesbía er að meðaltali öruggara en kynlíf gagnkynhneigðra. Þetta las Jón Valur Jensson, bloggari og kristinn þjóðarflokkur, og var heldur ósáttur við fullyrðingu Svans:

Orð Svans um heilsufarsmálin, t.a.m. lesbíanna, bera með sér, að hann hafi ekki kynnt sér þau mál mjög náið, jafnvel þótt læknir sé.

Eftir þessar dylgjur Jóns bárust samræðurnar annað.

 

Framhaldið af sögunni má lesa hér.

 

Jón Valur, verandi hræddur við mín sterku og föstu rök, er auðvitað löngu búinn að banna mér að gera athugasemdir á sinni eigin bloggsíðu. Þegar ég inni hann svara á einhverjum öðrum vettvangi byrjar hann yfirleitt að víkja sér undan svari í dágóða stund og þvæla umræðuna upp um alla veggi og súlur, eins og t.d. með því að þykjast móðgast yfir einhverju lítilfjörlegu (svosem beygingu nafna löngu látinna manna). 

Þegar Jón er svo loks kominn út í horn, yfirgefur hann svæðið í fússi, eða bregður fyrir sig einni af eftirfarandi afsökunum;

Að hann sé afskaplega upptekinn við að sinna einhverju mikilvægara.

Að hann vilji ekki sýna síðuhaldara þá óvirðingu að ræða þetta í athugasemdakerfi óskylds bloggs (jafnvel þó síðuhaldari hafi lagt blessun sína yfir umræðuna).

Að  klukkan sé orðin margt og hann muni svara þessu síðar. Þarflaust er að taka fram að hann hefur aldrei staðið við slíkt loforð.

 Alltaf tekur hann þó fram að hann hafi rétt fyrir sér og geti sannað það, en lítið hefur bólað á þessum meintu sönnunum þó Jón hafi nú haft að verða fimm ár til að opinbera þau merku gögn.


Nú síðast hélt eltingaleikurinn áfram við þetta blogg Jóns Baldurs L'Orange.

Mér sýnist á öllu að Jón ætli enn einu sinni að flýja af hólmi, sé miðað við orð hans núna kl. 00:47:

 

Verkefnum o.fl. hafði ég að sinna í dag og fram á kvöld, og seint heimkominn sé ég þetta innlegg þitt, en skrifa ekki um lesbíusjúkdóma aðfaranótt sunnudags á þessa vefsíðu JBL, en svo sannarlega hafið þið Tinna á röngu að standa í fullyrðingum ykkar í því efni.

 

Ég neita þó að gefa upp von, svo ég skelli þessu bloggi í loftið (eftir nánast árs útlegð á fésbókinni) svo Jón geti frætt mig -og aðra sem eru orðnir langþreyttir á þessu undarlega svaraleysi- um þessi merku gögn. Ég spyr því enn:

Jón Valur Jensson - Hvaða sérstaka áhætta, sem ekki fylgir kynlífi gagnkynhneigðra, fylgir kynlífi tveggja kvenna?

 

Æ, af hverju er alltaf verið að skemma allt með vísindum?

Fyrir nokkrum dögum birtist þessi frétt á mbl.is:

 

Viðhorf ungmenna til marijúana er breytt og þau hafa í auknum mæli þá afstöðu að marijúana sé ekki fíkniefni. Þetta er mat Bryndísar Jensdóttur, ráðgjafa hjá Foreldrahúsinu.

Hún segist fá stöðugt fleiri símtöl frá foreldrum barna sem gangi vel í skóla en séu að fikta við þetta, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Á netinu sé að finna mikið af upplýsingum sem dragi upp jákvæða mynd af kannabis þar sem því sé haldið fram að efnið sé skaðlaust eða skaðlítið.

 

Já, er það ekki hræðilegt að blessuð börnin skuli kunna að nálgast áreiðanlegar upplýsingar á netinu í stað þess að hlusta á áróður misviturra manna (hverra lifibrauð, sumra, veltur á því að fólk trúi fyrrnefndum áróðri). Nú taka breskir vísindamenn undir þetta. Alltaf þurfa þessir helvítis vísindamenn að skemma allt.

 

Það er auðvitað fyrir öllu að fólk - og þá sérstaklega ungt fólk - geri sér grein fyrir þeim áhættum sem fylgja hinum ýmsu tegundum vímuefna. Með það í huga læt ég þennan link fljóta með, en þar er hægt að nálgast vísindalegar upplýsingar um áhrif og áhættu neyslu: http://www.drugscience.org.uk/ 

Hræðsluáróður er hættulegur. Vísindalegar staðreyndir eru mun betri grunnur fyrir fræðslu.

 

_49729408_drugs_comparisons_464gr

 

 


mbl.is Áfengi hættulegra en ólögleg fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúboð í skólum

Mikið finnst mér það merkilegt að sjá og heyra "rök" þeirra sem eru á móti því að banna truarinnrætingu barna í leik- og grunnskólum. Þau virðast standa á tveimur brauðfótum; annars vegar er því haldið fram að það sé börnunum nauðsynlegt (eða í versta falli "ekki skaðlegt") að sitja undir trúboði, en hins vegar rjúka menn upp og halda því fram að ekkert trúboð fari fram á þessum stöðum.

 

Margir hafa reynt (viljandi eður ei) að telja fólki trú um að þetta þýði að börnum verði hreinlega bannað að biðja kvöldbænir, að kristin börn verði skipulagt "afkristnuð" til að þóknast einhverri ímyndaðri trúleysisdagskrá (sem yfirleitt er sögð koma frá Siðmennt eða Vantrú), eða að börn fái ekki að læra ljóð sem innihalda orðið "Guð". Þetta er svo út í hött að það er erfitt að trúa því að einföldum misskilningi sé um að kenna, sérstaklega eftir ítraðar leiðréttingar. Þrátt fyrir að margoft hafi verið tekið fram að einungis sé verið að banna trúboð, ekki trúfræðslu, og að foreldrar hafi áfram rétt til að innræta börnum sínum hvaða vitleysu sem er, rétt eins og hingað til, eru viðbrögðin á þá leið að halda mætti að Manréttindaráð Reykjavíkur væri einhverskonar spænskur rannsóknarréttur trúleysingja og að börn sem tala um Jesú í skólanum eigi það á hættu að verða brennd á báli. 

 

Hluti kristinna manna er á móti því að trúboð líðist innan skólaveggja. Þeir treysta því að börnin þeirra velji Jesú "alveg sjálf" án aðkomu presta eða annars kirkjufólks. Þeir treysta sjálfum sér til að veita sínum börnum trúaruppeldi eftir eigin höfði. Þeir sem gala hvað hæst, virðast hvorki treysta sjálfum sér, eigin börnum, né aðdráttarafli trúarinnar. Þeir telja að besta leiðin til að tryggja viðhald kristindómsins sé heilaþvottur á börnum sem vita ekki betur. 

Ég er sammála þeim í því. Þess vegna vil ég banna trúboð í skólum.


Fíkniefnaáróður

Einhverjir muna kannske eftir Guðrúnu nokkurri Sæmundsdóttur, en fyrir þá sem ekki gera það bendi ég á þetta

Í athugasemd 59 við þetta blogg segir hin orðheppna og sannleikselskandi Guðrún Sæmundsdóttir þetta:

mbl.is hætti að birta fíkniefnaáróður bloggara í kjölfar ábendinga minna, og því þurfti ég ekki að fara útí að kæra einn eða neinnWink

 

Nú getur ekki verið að Guðrún sé að segja satt (ekki að ég sé að kalla hana patólógískan lygara eða neitt) því það myndi þýða að mbl.is léti undan rugludöllum sem sjá áróður -ef ekki hreinlega glæpi- í öllu sem ekki fellur að heimsmynd þeirra, og byggi ritskoðunarstefnu sína á duttlungum slíkra smásálna. Ég vona að það sé ekki rétt og ætla því að gera smá tilraun.

 

Ég lýsi hér með yfir þeirri skoðun minni að kannabisefni séu mun hættuminni en af er látið. Ég hvet fólk til að lesa sér til um rannsóknir sem gerðar hafa verið á þeim, en nefni sem dæmi að það er nánast ómögulegt að "óverdósa" á kannabis og að langstærstur hluti þeirra sem neyta kannabiss eru virkir þjóðfélagsþegnar. Að auki bendi ég á að notkun kannabiss við ýmsum kvillum er vel þekkt, t.d. slær kannabis á ógleði sem fylgir krabbameinsmeðferð og hefur verið nýtt í verkjastillandi tilgangi í langan tíma. 

 

Nú er varla hægt að kalla hvatningu um að leita sér upplýsinga "áróður", né heldur er kannabis fíkniefni í strangasta skilningi þess orðs, en ég geri ráð fyrir því að Guðrún líti svo á málið. Endilega reyndu að fá bloggstjórana til að eyða færslunni, Guðrún! Ég fokking mana þig.


Örlæti kirkjunnar

Það er nú gott að prestarnir eyði smá tíma í að tala um fátækt. Nógu helvíti eru þeir á góðu kaupi við það.

 

Djákninn Ragnheiður sýnist mér hafa lagt út frá tveimur versum NT, Lúk. 6:29 og Matt. 5:40. Í því fyrra segir:

 

29Slái þig einhver á kinnina skaltu og bjóða hina og taki einhver yfirhöfn þína skaltu ekki varna honum að taka kyrtilinn líka.

 

og því síðara: 

 

40Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn gef honum eftir yfirhöfnina líka

 

Þetta er svosem gott og gilt. En hvað varð um "sælir eru fátækir"? Voru fylgismenn Jesú ekki hvattir til að gefa allar eigur sínar utan smotterí eins og göngustaf og skó? Þeir máttu ekki einu sinni hafa skyrtu til skiptanna (Mark. 6:8). Einhversstaðar hefur þetta brenglast á leiðinni til prestanna, sem þiggja sína hálfu milljón (eða jafnvel enn meira) á mánuði án þess að blikna eða roðna, en þráast samt við niðurskurði sem þó er minni en margar aðrar opinberar stofnanir hafa mátt þola. 

 

Nú getur vel verið að háttvirt fröken/frú djákni gefi launin sín samviskusamlega til fátækra, en miðað við hvað kirkjunnar fólk er duglegt að tala um gjafmildi á tyllidögum, skýtur skökku við að það skuli á sama tíma hafna niðurskurði sem auðveldlega mætti koma á með launalækkun upp á, tja, segjum 50% eða svo. Prestar hefðu þá samt meira á milli handanna en lægst launuðu stéttir landsins -  líklega um tvöfaldar atvinnuleysisbætur. Ætli margir prestar myndu skrifa upp á það - í þágu fátæklinganna sem meintum leiðtoga lífs þeirra var svo hugað um?


mbl.is „Vonin bjargar mannslífum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers?

Það er auðvitað fagnaðarefni að safnað sé fyrir orgelinu í stað þess að láta almenna skattgreiðendur borga brúsann (eins og við borgum fyrir allt annað sem ríkiskirkjunni dettur í hug), en til hvers í andskotanum þurfa þau orgel?

Orgel eru fokdýr. Í fréttinni kemur fram að þetta tiltekna orgel kostar nærri 40 milljónir. Hefði ekki verið nær að gefa það til hjálparstarfs og láta íburðarminna hljóðfæri og gott hljóðkerfi duga? Ég spurði séra Þórhall "aumingja fátæka fólkið sem á ekki mat" Heimisson að þessu þegar nýtt orgel var tekið í notkun þar á bæ í fyrra. Svarið sem ég fékk þótti mér ekki fullnægjandi, en læt það fylgja með: 

 

 

Þetta er mjög góð spurning Tinna og einmitt sú fyrsta sem var skoðuð undir stjórn Natalíu Chow sem þá var organisti hér, fyrir einum sjö átta árum þegar undirbúningsferlið hófst.

Ástæðan fyrir því að ekki var valið hljómborð og hljóðkerfi var margþætt. Í fyrsta lagi er Hafnarfjarðarsókn önnur stærsta sókn landsins. Hér er mjög mikið um athafnir fyrir utan venjulegar messur, skírnir, brúðkaup og útfarir. Um 50.000 manns fara hér í gegn árlega og nýta þjónustu kirkjunnar. Kirkjan er líka stór, tekur um 400 manns. Til að sinna þjónustu við alla þá sem hingað leita t.d. með útfarir, þarf þess vegna gott hljóðfæri.

Niðurstaðan var sú að rafmagnshljóðfæri gæti aldrei skilað því sem allt þetta mikla starf krefst - gæti ekki þjónað Hafnfirðingum og öðrum kirkjugestum.

En önnur ástæða kemur líka til. Orgel er byggt til að standa í 150 - 200 ár þó gamla orgel kirkjunnar hafi "aðeins" enst í tæplega 60 ár vegna þess hvernig ástandið var þegar það var byggt.

Rafmagnshljóðfæri, þó ódýrara sé um sinn, endist stutt, kallar á mikið viðhald og mikinn kostnað ár hvert.

Gleymum síðan ekki að það voru gjafir Hafnfirðinga sjálfra í áratugi sem voru grunnurinn að sjóðnum sem orgelið var byggt fyrir. Gjafir og safnanir kirkjukórsins, kvenfélagsins, vinafélagsins og fleiri. Enginn fyrirtæki, banki eða slíkir lögðu til krónu. Það fólk sem gaf með vinnuframlagi og peningum, gaf vegna þess að það vildi hljóðfæri sem þjónaði Hafnarfjarðarkirkju með sóma.

Slíkt hljóðfæri er nú komið, í formi tveggja orgela.

 

 

 Ég skil enn ekki hvers vegna allar smákirkjur landsins þurfa margmilljóna og jafnvel tugmilljóna orgel á sama tíma og fólkið í landinu á ekki fyrir mat. Ef einhverntímann verður af aðskilnaði og kirkjan þarf að standa undir sér sjálf er svosem fínt að hafa eitthvað til að selja - þó ekki sé nema í brotajárn. Ég held að prestar landsins - þessir sem fá mörghundruðþúsundkall á mánuði fyrir að bulla um ósýnilega hluti og níðast á börnum og önnur þjóðþrifaverk - ættu aðeins að spá í þessu.

Er einhver ástæða, önnur en hefðin, fyrir þessum fokdýru rörahrúgum?


mbl.is Gorgelhátíð fyrir nýju orgeli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa unnin frétt

Sá eða sú sem sá um að slá þetta kjaftæði inn á Moggavefinn (og kannske í blaðið líka?) hefði ekki þurft að leita langt til að sjá að þetta er ekki frétt. Ég fæ á tilfinninguna að Kleópatra hafi sjálf ritað fréttatilkynninguna og "blaðamaður" mbl gripið hana hráa og hent inn. Kannske er hann hræddur um að mötuneytið verði allt í einu... kokteilsósulaust (dam-dam-dam!).

 

Jæja, hvað um það. Eina fréttin hér er sú að starfsmaður vinsælasta fréttamiðils landsins setti frétt í loftið án þess að framkvæma lágmarks staðreyndakönnun. Annað hvort það eða viðkomandi kann ekki að gúgla. Það kann ég hins vegar. 

Þegar AuthorHouse er gúglað má m.a. sjá wikipediusíðu fyrirtækisins. Þar segir:

 

AuthorHouse, formerly known as 1stBooks, is a self-publishing company based in the United States. AuthorHouse provides self publishing and utilizes print on demand services.

 

Fyrir þá sem ekki skilja þetta, má lesa sér til um þessi s.k. "self-publishing companies" eða vanity press, eins og þau eru oft kölluð:

 

A vanity press or vanity publisher is a publishing house that publishes books at the author's expense.

 

At the author's expense. Á kostnað höfundar. Á heimasíðu fyrirtækisins sjálfs má sjá að  ódýrasti útgáfupakkinn kostar 600 dollara eða um 70.000 krónur. Vilji menn fara út í lúxus-harðspjaldaútgáfu með áritunarkitti og skilarétti bóksala kostar pakkinn 240.000 eða svo. Hafi hún gefið bækurnar út sem "non-fiction með markaðssetningu", stekkur verðið á ódýrasta pakkanum upp í nærri hálfa milljón.

 

En hvað er það svosem á móti komandi heimsfrægð og ánægjunni af því að vita að bækurnar þínar hafa verið "gefnar út" í tveimur heimsálfum...

 

 


mbl.is Kleópatra gefur út í Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinber starfsmaður kemur upp um einbeittan brotavilja

Séra Geir Waage er hugsanlega glæpamaður. Það er a.m.k. vel mögulegt að einhver hafi sagt honum frá einhverju sem séranum er skv. lögum skylt að tilkynna, en það hafi Geir ekki gert. Það er auðvitað mun líklegra að Geir hafi aldrei þurft að takast á við slíka játningu.

 

Ég vona að þessi kærleiksríki og auðmjúki þjónn Guðs þurfi aldrei að horfast í augu við barn sem orðið hefur fyrir misnotkun eða öðru ofbeldi og útskýra fyrir því að þó hann hafi vitað af ofbeldinu hafi hann ekki viljað gera neitt. Hvernig ætli Geir færi að því að réttlæta þessa afstöðu fyrir fórnarlömbunum? 

 

Ég hlakka til að sjá hvernig - eða öllu heldur hvort - biskupsómyndin tekur á málinu. Sjálfur tók hann fullan þátt í að reyna að þagga niður glæpi Ólafs Skúlasonar á sínum tíma, svo það verður varla að teljast líklegt að hann skammi Geir fyrir að hylma yfir aðra glæpi. Það sama hlýtur að gilda um glæpamennina sem Geir vill hlífa og háheilagan nauðgarann hvers stól Karl vermir - Guð einn mun dæma

Geri Karl ekkert er það sameiginleg skylda yfirvalda og sóknarbarna í Reykholti að sjá til þess að skeggapinn í svarta kjólnum fái ekki tækifæri til að hylma yfir glæpi barnaníðinga. Prestar eru opinberir starfsmenn, laun þeirra eru greidd af skattgreiðendum með milligöngu ríkisins, og það er ólíðandi að hafa opinberan starfsmann á launaskrá eftir að hann hefur lýst því yfir að hann hyggist brjóta ekki bara siðareglur eigin stéttarfélags, heldur landslög, að ekki sé minnst á siðferðisbrotið sem felst í þessu. Lögum samkvæmt gæti Geir átt yfir höfði sér allt að árs fangelsi, láti hann hjá líða að tilkynna glæpi gegn börnum. 

Klerkur tekur sér hér stöðu með kúgurum og ofbeldismönnum, gegn fórnarlömbum þeirra.

 

Það er þá aldeilis kristilegt, eða hvað?


mbl.is Þagnarskyldan er algjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangt.

Í fréttinni segir eftirfarandi:

 

 "Björgvin lét í ljós  þá skoðun í viðtalinu að fórnarlömb nauðgana hefðu stundum getað minnkað líkur á broti með því að taka meiri ábyrgð á sjálfum sér og hegðun sinni. Fólk setti sjálft sig í aukna hættu með drykkju og dópneyslu."

 

Þetta er akki alveg rétt. Orðrétt sagði Björgvin (skv. DV amk.)

"Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum. Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðina yfir á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér.“"

 

Fjaðrafokið er yfir nákvæmlega þessum orðum, að oftast séu nauðgunarmál ekki á ábyrgð neins nema fórnarlambsins, enda erfitt að túlka þau öðruvísi. Björgvin sagði ekki "Þið eruð í meiri hættu á að verða fyrir nauðgun ef þið eruð sauðfullar á Apótekinu með lappirnar upp í loft. Passið ykkur svolítið," heldur sagði hann "Oftar en ekki eru nauðganir engum nema fórnarlambinu að kenna." 

 

Honum er auðvitað frjálst að hafa þá skoðun. Hins vegar er ekki sniðugt að þetta viðhorf sé að finna hjá manni sem vinnur við það að rannsaka nauðganir. 

Ég gef heldur ekki mikið fyrir lesskilninginn hjá formanni Lögmannafélagsins.


mbl.is Segir ofstæki ráða ferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ólöglegt að segja upp samningum?

Ég er ekki lögfróð manneskja, en varla getur það verið rétt að ríkið geti aldrei sagt upp þessum samningi nema með samþykki kirkjunnar? Er ríkið skuldbundið til að greiða þessar jarðir margfaldar, vegna þess að kirkjan getur alltaf neitað að endurskoða samninginn eða segja honum upp? Rennur þetta samkomulag aldrei út?

 

 

Ég ætlaði að setja inn komment við grein Jóns Vals, en gleymdi því að ég er ekki í náðinni (ólíkt hinum dularfulla "Predikara" sem alltaf fær að birta komment þrátt fyrir að vera nafnlaus. Jón hlýtur að vita hver hann er þó við hin gerum það ekki). 

Í athugasemdum við grein Jóns var m.a. stungið upp á því að prestar láti 30% launa sinna ganga til Hjálparstofnunar Kirkjunnar, en eins og sumir vita kannske er mataraðstoð kirkjunnar í sumarfríi akkúrat núna. Það er óneitanlega hjákátlegt að heyra presta ríkiskirkjunnar væla um það að þjónusta við borgarana skerðist verði kirkjan skikkuð til að skera niður um 9% á sama tíma og þeir segja fátæklingum borgarinnar að éta það sem úti frýs -  a.m.k. yfir sumarið!

Hvers vegna hafa þær stofnanir sem dreifa mat ekki samstarf um lokunartíma? Ef einungis ein hjálparstofnun væri í fríi á hverjum tíma, gætu hinar tvær dreift aukaálaginu á milli sín. 

 

30% "tíundin" er ágætis byrjun, en persónulega myndi ég vilja sjá prestana taka af skarið og heimta að svo lengi sem þeir eru á ríkisspenanum verði laun þeirra lækkuð niður í lágmarkslaun. Þar með myndu þessir ósérhlífnu og fórnfúsu þjónar Guðs bæði fylgja fordæmi meints leiðtoga lífs síns og sýna samstöðu með þeim sem minnst mega sín. En þetta gera þeir auðvitað aldrei. Svo lengi sem ríkið greiðir laun presta, hvort sem er í skjóli meingallaðra kirkjujarðasamninga eða meintrar "þjónustu" sem aurapúkarnir á Benzjeppunum þykjast veita borgurum landsins, munu laun þeirra halda áfram að hækka upp úr öllu valdi.

 

Ég veit um margt gáfulegra sem hægt er að eyða skattpeningunum okkar í.

 


mbl.is Semja við kirkjuna um niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 2923

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband