"Johnny Rebel": málefnalegasti maður landsins!

Margir kannast sjálfsagt við erkifífl og rasista sem kallar sig Johnny Rebel. Nú hefur hann fullan rétt á sínum skoðunum, en mikið andskoti verð ég reið þegar ég rekst á þennan djöfulsins hálfvita á sveimi í netheimum. Nú um stundir hefur hann sig helst í frammi á slóðinni www.blekpennar.com þar sem hann virðist hafa fundið sér ágætis sápukassa. Ég gerði þau herfilegu mistök að reyna að svara illa fram settum spurningum einhvers sem kallar sig trader, þó spurningunum hafi reyndar verið beint til annars einstaklings:

 

"Vilt þú að útlendingar njóti sérmeðferðar hér landi og séu teknir fram yfir íslendinga sem hafa búið hér alla sína tíð hvað varðar húsaskjól? Eiga íslendingar að sofa í pappakössum því að einhverjir útlendingar þurfa ”nauðsynlega” að koma til Íslands?

Vilt þú að Íslensk gamalmenni séu geymd á göngum sjúkrahúsa því að útlendingar þurfa ”nauðsynlega” að fá sjúkrarými?

Vilt þú að grunnskólanám sé sumstaðar kennt á ensku eða öðrum erlendum tungumálum þegar að Íslenskir nemendur hafa ekki náð almennilegu valdi á enskunni? Vilt þú að menntun barnanna sé stofnað í hættu vegna útlendinga?

Vilt þú að kvenmenn í einstökum hverfum hætti sér ekki út úr húsi um kvöld vegna hræðslu um að vera rænd eða nauðgað?

Ef þú segir nei vil þessum spurningum þá ættir þú að skilja mikilvægi þess að haft sé eftirlit með útlendingum hér á landi og hverjir komi inn í landið. Því ættir þú að skilja umræðuna á þessum vettvangi."

 

Ég svaraði:

 

"Trader: Þú einfaldar hlutina heldur mikið. Ég vil ekki að útlendingar séu teknir framyfir Íslendinga - en mér finnst heldur ekki réttlátt að Íslendingar séu teknir fram yfir útlendinga.

Fyrsta spurning: Hér er nægt húsnæði fyrir alla- vandinn er að því, eins og svo mörgu öðru, er misskipt.

Önnur spurning: Nú seturðu þetta fram eins og útlendingar flykkist hingað í hópum til þess eins að þykjast vera veikir. Væntanlega til að þeir, af innbyggðri illmennsku, geti hirt sjúkrarúmin af vesalings gamla fólkinu. Er ekki allt í lagi? Plássleysi á spítölum er ekki til komið vegna innflytjenda, heldur rangrar forgangsröðunar í ríkisútgjöldum. Ég vil að allir hafi sama rétt, hvort sem þeir hafa búið hér í eitt ár eða hundrað.

Spurning númer þrjú: Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara með þessu. Er einhver að leggja til að nám í grunnskólum fari fram á ensku eða öðrum málum? Hinsvegar finnst mér allt í lagi að settir séu upp stuðningstímar hvar þeim börnum sem ekki tala íslensku er hjálpað með námið á eigin tungumáli, svo þau dragist ekki aftur úr jafnöldrum vegna tungumálaörðugleika.

Fjórða spurning:Nei, að sjálfsögðu vil ég það ekki. Vilt þú að útlendingar þori ekki út úr húsi í einstökum hverfum af ótta við að “andfjölmenningarsinnar” ráðist að þeim? Ef þú segir nei við síðustu spurningunni, held ég að þú ættir að læra að heimurinn er ekki svart/hvítur."

 

 

Síðan gerði ég seinni mistökin: ég kallaði fíflið fífl (alveg óvart - í alvöru). Nánar tiltekið sagði ég að nafngreindur aðili sem ég þekki væri "ekkert líkur fíflinu honum Johnny". Byrjar þá ballið. Johnny svarar:

 

"Tinna G. Gígja, Er ég fífl en ekki þú sem reykir kannabis skv. vefsíðu þinni, ert kynvillingur og með einhver mestu viðundur sem finnast á landinu á myspace síðu þinni? Útlit þitt gefur líka til kynna að þér hlýtur að líða mjög illa á sálinni. Ég les það einnig út úr síðu þinni að þú sért iðjuleysingi. Ef það væri ekki fyrir skattgreiðendur eins og mig sem halda fáránlegu kerfi uppi mynduð þið aumingjarnir drepast sem væri að sjálfsögðu eðlileg náttúruþróun. Svo hugleiddu vel hvern þú kallar fífl næst."

 

Alltaf þykir mér jafn merkilegt að sjá svona málflutning. Ég gat auðvitað ekki á mér setið að svara hálfvitanum, þó slíkt sé auðvitað tilgangslaust:

"En hvað sumir eru málefnalegir. Ég voga mér að svara JR - og þá leggst snillingurinn í rannsóknir á andstæðingnum. Ég reyki kannabis, mikið rétt. Ég er reyndar ekki lesbía, heldur tvíkynhneigð. Þú mátt kalla vini mína viðundur ef þú vilt - ekki get ég dæmt þig út frá þínum vinum (ef þú átt þá einhverja) þar sem þú ert of mikil bleyða til að koma fram undir nafni. Hvernig þú þykist geta greint “sálarástand” mitt á útlitinu skil ég ekki - en það er svosem ekki við öðru að búast frá rasistum, fyrir þeim er útlitið allt. Iðjuleysingi er ég (þessa stundina) vegna þess að mér var sagt upp störfum, eins og fleiri innfæddum Íslendingum (sjálfsagt er það líka útlendingum að kenna, einhvernveginn).

JR er samkvæmt eigin skilgreiningu geðveikur (ég vitna hér í komment hans við færslu Toshiki Toma á mblsíðu sérans frá 1. maí þessa árs, þar sem hann nefnir “afbrigði frá norminu” eins og “afbrigðilega hugsun [og] brenglað hugarmynstur” sem einkenni geðveiki) - rasismi er einmitt fremur brenglað hugarmynstur.

Ég skora á þig - ef þú í raun ert “stoltur” af því að vera rasisti - að koma fram undir nafni."

 

Nú er bara að bíða og sjá... hvað ætli snillingurinn grafi upp næst? Ljóðið sem ég sendi til Barna-DV sem krakki? Gamalt blogg? Myndir af mér, svo allir sjái hvað mér "líður illa á [sic] sálinni"?

Ég vona bara að þetta kvikindi vinni ekki með öðru fólki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Hæ Tinna, datt í hug að kíkja á þig þar sem þú hefur heimsótt migog þessi færsla er tilvalin til þess að notast við.  Segi bara flott svör til JR.

ps. get ekki séð að það sé eitthvað að þér andlega út frá myndinni, nema kannski að þú sért eineygð

kveðja.

Linda, 2.12.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Þarfagreinir

Ég hlæ mig máttlausan. Öll þessi síða, og sérstaklega þessi tiltekna umræða, er argasta snilld.

Þarfagreinir, 3.12.2008 kl. 03:31

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack


*lol*

Er maðurinn hissa á því að vera kallaður fífl?

 Hann þykist á móti sósíalisma en gerir samt sekur um einhverja neikvæðustu mynd kollektívrar hugsunar sem til er; rasisma...

...og til þess að gera djókinn ennþá fyndnari er hann aðdáandi NSDAP.

Hann er reyndar ekki bara fífl, heldur líka lydda og bleyða, en það er svo önnur saga.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 3.12.2008 kl. 12:30

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

...og varðandi það að vera dópisti og það...

...þá var Adolf Hitler spíttfrík. Gott að Jón Byltingarsinni sé kunnugur eigin ranni.

kv.

Einar Grasalæknir.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 3.12.2008 kl. 12:31

5 Smámynd: AK-72

Alltaf gaman að sjá þegar sparkað er í rasistagrey eins og Johnny Rebel. Verst að það getur enginn sparkað í andlegan bróður hans Skúla Skúlason sem er enn sendandi mér pósta í vinnuna.

AK-72, 3.12.2008 kl. 16:23

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég tek ofan fyrir þér að nenna að standa í þrefi við þetta lið. Til þess þarf þolinmæði og úthald.

Vésteinn Valgarðsson, 4.12.2008 kl. 05:39

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Nei - nú er hann farinn að halda því fram að gotharar, samkynhneigðir, og þeir sem eru ekki "hvítir" eða "almennt heilbrigðir" séu ekki Íslendingar. Kannske maður fletti upp á tölum um geð- og líkamlegt heilbrigði Íslendinga. Hversu margir Íslendingar eru hvítir, gagnkynhneigðir og aðhyllast rasisma (því allt annað telur JR "óheilbrigði") án þess að vera þunglyndir eða þjást af líkamlegum kvillum?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.12.2008 kl. 16:06

8 Smámynd: Heimir Tómasson

Þú ert alltaf góður penni, Gígja mín. Gott hjá þér að nenna þessu eins og komið hefur fram.þ Stattu þig.

Heimir Tómasson, 5.12.2008 kl. 16:19

9 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Takk. Annars heiti ég ekki Gígja *hóst*

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.12.2008 kl. 18:48

10 Smámynd: kiza

Það eru náttúrulega dæmigerð viðbrögð hjá viðmælendum sem hafa ekkert fyrir sér í rökræðum að ráðast á útlit/kynhneigð/áhugamál spyrjanda ;)

Þú settir fram greinargóð svör við svokölluðum spurningum Johnny, og hann svara með persónuníði.  GREINILEGA GÁFUMENNI HÉR Á FERÐ AHEMHEM.

Tek undir með Vésteini, þú rokkar fyrir að nenna þessu.  Ég er hinsvegar dauðfegin að þau hypjuðu sig yfir á blekpenna, var orðin frekar irriteruð af að lesa þessa þvælu sem þau kalla 'skoðanir'

-Jóna. 

kiza, 6.12.2008 kl. 12:11

11 Smámynd: Heimir Tómasson

He he, ég veit það... Finnst það bara flott og hef stundum notað það þegar ég er að tala um þig. Ekki illa meint og vona að þú takir því ekki þannig.

Heimir Tómasson, 7.12.2008 kl. 18:50

12 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Bíddu, Heimir, ertu að viðurkenna rökþrot?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.12.2008 kl. 09:57

13 Smámynd: Sigurjón

Hvers vegna vera að eyða orðum á manninn?  Tilgangslaust held ég...

Sigurjón, 9.12.2008 kl. 23:44

14 Smámynd: Heimir Tómasson

Rökþrot? Hvar kemur það inn í dæmið?

Heimir Tómasson, 12.12.2008 kl. 10:53

15 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Held ég hafi bara verið illa vaknaður og að misskilja.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.12.2008 kl. 11:34

16 Smámynd: Heimir Tómasson

Ekki málið kallinn.

Heimir Tómasson, 13.12.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3020

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband