6.8.2007 | 00:56
Eftirlæti
Hér fáið þið, dyggir lesendur, afar intellektúal færzlu. Eða hitt. Hér er sumsé listi yfir eftirlætis línur mínar úr eftirlætis lögum, bæði gömlum og nýjum. Óxla kúl, skilru, mar.
Þeir sem vita hvaðan brotin eru tekin (án gúggls...eða kærustu) fá verðlaun.
Í engri sérstakri röð;
"You realize the sun don't go down. It's just an illusion caused by the world spinning 'round"
"I don't know where the sunbeams end and the starlights begin, it's all a mystery."
"Feel the rain on your skin.
No one else can feel it for you.
Only you can let it in.
No one else, no one else.
Can speak the words on your lips."
"
The time and the weather, the headlines and the local news
He lays it down with perfection and grace
He's done by noon, he goes home to his place
Where he sleeps and he waits for the night
Just before midnight he gets up, gets out of bed
A can of Red Bull, a tab of X to clear his head
He shoots his cuffs, now he's headed downtown
Picks up one life, puts another one down
And his body hums and the music's playing
Dance, Soterios Johnson, dance
It's a cold world, nobody understands
The feeling you can't keep inside
Go, Soterios Johnson, go
All the club kids are watching your glowstick glow
With the light of a truth you can't hide
That the news is the news, but the dance goes on forever
He shimmies his shoulders, undulates his slender hips
Arms akimbo, Jaggeresque, he pouts his lips
A crowd has formed, they are gathering round
Just to hear the incredible sound
Of a genius smashing expectations
Dance, Soterios Johnson, dance
It's a cold world, nobody understands
The feeling you can't keep inside
Go, Soterios Johnson, go
All the club kids are watching your glowstick glow
With the light of a truth you can't hide
That the news is the news, but the dance goes on forever
He's dancing, he's a machine
Like no one, that they've ever seen
He's flying, he's living a dream
The magic fades as the sun comes up, it's time he goes
A hand on his shoulder, he turns around: it's Teri Gross
He takes her hand, spins her body just so
He holds her close, they will never let go
As the room explodes, they dance like angels
Dance, Soterios Johnson, dance
It's a cold world, nobody understands
The feeling you can't keep inside
Go, Soterios Johnson, go
All the club kids are watching your glowstick glow
With the light of a truth you can't hide
That the news is the news, but the dance goes on forever. "
It's not good for your health."
"Are you crazy!? It's a very dangerous thing to do exactly what you want because you cannot know yourself or what you'd really do with all your power."
"She is benediction."
"Advice is a form of nostalgia. Dispensing it is a way of fishing the past from the disposal - wiping it off - painting over the ugly parts - and recycling it for more than it's worth."
"The moon ain't romantic, it's intimidating as hell."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 23:49
Perraperri?
Mér finnst Angus Deayton miklu meira sexí eftir að ég fletti honum upp og sá þetta dóp-hóru-skandals-dæmi.
Tengt þessu; ef ég gæti ferðast aftur í tímann og sofið hjá hverjum sem er, myndi ég líklega velja Charlie Chaplin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2007 | 11:45
Hegðunarnámskeið Herra Geirs.
Nú hefur hæstvirtur yfirlöggi, Geir Jón Þórisson, stungið upp á því - að því er virðist í fullri alvöru- að þegnarnir í lögregluríkinu verði skyldaðir á hegðunarnámskeið. Samkvæmt tillögu Geirs yrði námskeiðið 6-12 mánuðir, haldið eftir lok grunnskóla, og yrði skylda fyrir alla sem hyggjast halda áfram námi. Er það bara ég, eða hljómar þetta pínulítið...tja...fasískt?
Hversvegna ekki bara að skylda öll börn á grunnskólaaldri til þáttöku í einhverskonar ungmennaflokki? Það verður náttúrulega að ná þeim eins ungum og hægt er, ef einhver von á að vera um að fá þau til að forðast glæpi í framtíðinni. Best væri að nýta þessi fínu skátafélög sem við eigum -þar eru líka búningar í pakkanum- og bæta inn vel völdum námskeiðum eins og "Æskileg hegðun", "Eiturlyf drepa", og "Svikari í fjölskyldunni - Hvað skal gera?" Börnin fengju að sjálfsögðu verðlaun fyrir árangurinn; merki á skyrturnar og svoleiðis. Síðan væri gráupplagt að nýta Austurvöll til sýninga á því sem börnin hafa lært, og marséringar bláklæddrar ungliðahreyfingarinnar myndu lífga upp á 17. júní og 1. maí (þar sem hann er orðinn marklaus frídagur hvort eð er - best að slá honum bara upp í vel skipulagt götupartí).
En verði þessi hegðunarnámskeið löggimanns að veruleika (og ég neita að trúa því að það gæti gerst - en maður veit aldrei), hvernig verður framtíðin þá? Erfitt verður að fá vinnu, hafi maður ekki skírteini upp á að hafa staðist hegðunarlokaprófin, og framhaldsskólar fara yfir einkunnir úr "Hættu að kvarta 101" til jafns við niðurstöður úr samræmdum grunnskólaprófum. "Þrátt fyrir ásættanlegar einkunnir, getum við ekki veitt þér skólavist fyrr en niðurstöður Hegðunarnámskeiðs liggja fyrir. Við minnum á að lágmarkseinkunnir til náms á Félagsfræðabraut eru 8 í Heðgun, 8 í Þjóðarstolti, og 90% mæting."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2007 | 23:26
Ég hata J.K. Rowling II
Andskotans! Hún er búin að skemma *******, ******* og ******! Og ******* er alveg ónýtt! Fokking *****! Ég nota ekki oft "tilfinningatákn", en fokk!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.8.2007 | 20:23
Ég hata J. K. Rowling.
Hvað var manneskjan að pæla? Fokking Harry Potter!
Ég tími ekki að klára DH. Af hverju getur fjandskotans bókin ekki verið 1000 síður? Eða 1500? 5000!? Garg!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2007 | 02:44
Hver ræður þetta fólk?
Einu sinni voru gerðar kröfur til fréttamanna og annarra sem vildu spreyta sig í sjóbartinu. Því miður virðast kröfurnar í dag einkum snúast um að fólk geti opnað á sér kjaftinn og gubbað upp úr sér misgáfulegum setningum, forskrifuðum af fólki með heilastarfsemi á við meðal-kakkalakka, en minna ímyndunarafl.
Hver bar til dæmis ábyrgð á því að ráða stelputrippið sem kynnir "Skífulistann" á Sirkus (eða SRKS,eins og stöðin virðist heita í dag)? Ég veit að margir tala svona, en þeir hafa flestir þá afsökun að hafa fengið alvarlegt heilablóðfall, og þeir birtast blessunarlega ekki oft í sjónvarpi.
Himpigimpið sem sér um "Vörutorg" á SkjáEinum (hvenær fór það úr tízku að hafa bil milli orða?) er náttúrulega alveg sér kapítuli, enda hélt ég að framburðarheftari manneskja fyndist ekki á Íslandi - utan máske minnislausa róbótann sem þylur yfir kvikmyndaslóðunum- fyrr en þessi stelpurolla birtist á skjánum.
Síðan er það nýráðinn veðurfréttamaður RÚV. Úff! Fyrsta kvöldið sem hann stamaði upp úr sér hægðum og lægðum leyfði ég honum að njóta vafans, hélt að hann væri bara stressaður, en eftir viku af þessu er ég komin með nóg. Er virkilega ekki hægt að fá fólk sem getur tjáð sig á móðurmáinu til að flytja fréttir - hvort sem þær snúast um veðurhorfur á landinu næsta sólarhring, stórgóða mynd sem enginn má láta framhjá sér fara, eða nýjasta smellinn af plötu vikunnar?
Eða eins og besta-falls-bastarður Vörutorgsmannsins á SkjáEinum og SkífuBarbí á SRKS myndi segja;
Ég var BARA að. LÁTAðetta fara DÁLDIÐ mikið í. Taugarnar á minnz. Skilru, ÞÚST! Oooog, núna...NÝTT lag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.7.2007 | 13:41
Og hvað með það?
Þeim sem reykja tóbak er hættara við krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum, lungnaþembu og fleiri sjúkdómum. Hins vegar hafa rannsóknir bent til að reykingar minnki líkurnar á endometriosis* hjá ófrjóum konum (en auki þær hjá frjóum konum).
Þeim sem neyta áfengis í "óhófi" er hættara við heilablóðfalli, lifrarskemmdum, fósturmissi og magasári - og ýmsum tegundum krabbameins, reyki þeir líka. Hinsvegar benda rannsóknir til að hófleg áfengisneyzla minnki líkur á Alzheimers, hjartasjúkdómum, sykursýki, gallsteinum, nýrnasteinum, beinhrörnun og gigt.
Þeim sem stunda kynlíf er hættara við sárasótt, HIV smiti, klamydíu, lekanda, kynfæravörtum, lifrarbólgu B og C og herpes simlex II. Hins vegar benda rannsóknir til að þeir sem stunda kynlíf séu almennt hamingjusamari en aðrir, auk þess sem þeir -á dularfullan hátt- hjálpi til við að viðhalda mannkyninu, þó auðvitað megi deila um hvort það sé jákvætt eða neikvætt.
Þeim sem neyta kannabisefna er hættara við geðsjúkdómum (séu þeir erfðafræðilega í hættu fyrir), skammtímaminnistapi, undarlegum hlátursköstum, og hugsanlega krabbameini, neyti þeir kannabisefnanna í bland við tóbak. Hins vegar benda rannsóknir til að kannabisneysla minnki lystarleysi, ógleði og svima hjá krabbameins- og alnæmissjúklingum, sé nytsamlegt til að hafa stjórn á skjálfta og taugakippum tengdum MS og flogaveiki, hafi verkjastillandi áhrif hjá mígreni- og gigtarsjúklingum, minnki þrýsting á augnæðar hjá glákusjúklingum, sé nytsamlegt sem hluti af meðferð við geðhvarfasýki, þunglyndi, kvíða, OC og PTS, auk þess sem það getur hjálpað þeim sem þjást af svefnleysi, fyrirtíðaspennu, eða of háum blóðþrýstingi. Einnig þykir sýnt að það hafi góð áhrif á asthmasjúklinga, þar sem það víkkar berkjur og berklur.
Hvað á svo að banna?
*Endometriosis er fyrirbrigði sem ég man ekki hvað heitír á íslensku, en gæti vel heitið "utanlegsslímhúðarmyndun" eða eitthvað í þá áttina. You get the picture.
![]() |
Kannabisneysla eykur hættuna á geðsjúkdómum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.7.2007 | 12:51
Argh!
Nú hljóta allir nema ég að vera búnir með Deathly Hallows. Getur einhver lánað mér hana? Ég get ekki einusinni lesið mitt elskaða slash lengur!
Geriði það? Ég er að verða geðveik við tilhugsunina um að geta ekki lesið hana fyrr en eftir tíu daga. Tíu daga!
*Lemur hausnum við vegg*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.7.2007 | 23:16
Komin "heim"...
Mig langar bara ekki rassgat að búa á þessu skíta-skeri lengur. Svo planið lítur svona út;
vinna, safna, vinna, safna, vinna, vinna, vinna, safna, safna, safna, farin, búið, bless.
Ó, og nýja "obsessionið" mitt er Flaming Lips. Og ákveðnir Hollendingar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2007 | 09:39
A'dam og Tinna
Ég er sumsé stödd í Amsterdam. Þrumuvedur - sem mér finnst voða gaman! Rigning - sem mér finnst ekki jafn skemmtileg. Á átta evrur - sem er hryllingur. Á ekki miða heim -
Annars langar mig svosem ekkert heim akkúrat núna. Fer líklega heim á laugardaginn, þarf bara að redda mér gistingu frá morgundeginum, sem er hægara sagt en gert. Um leið og ég nenni að standa upp hringi ég í Hans, en hann er vinur Bryndísar og Kristínu, og skilst mér að hann reki hótel. Máski hann geti bjargað mínum vesæla botni frá gotunum. Í gær ritaði ég tilfinningaþrunginn tölvupóst til sendiráðsins, en hef enn ekki fengið svar.
Blóm og neikvæðar athugasemdir afþakkaðar, en þeim sem vildu minnast hálfvitans sem fokkar ollu upp er bent á styrktarsjóð Tinnu:
1152-05-405227
231184-3689
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
-
malacai
-
pannan
-
stutturdreki
-
skrekkur
-
einarsmaeli
-
aulinn
-
furduvera
-
fsfi
-
valgeir
-
gregg
-
gurrihar
-
zeriaph
-
hvilberg
-
hallurg
-
rattati
-
heidar
-
hexia
-
himmalingur
-
hjaltirunar
-
disdis
-
jevbmaack
-
jakobk
-
changes
-
prakkarinn
-
jonthorolafsson
-
andmenning
-
ugluspegill
-
miniar
-
mist
-
hnodri
-
reputo
-
robertb
-
runavala
-
sigmarg
-
sigurjon
-
shogun
-
nimbus
-
skastrik
-
svanhvitljosbjorg
-
stormsker
-
kariaudar
-
zion
-
tara
-
taraji
-
texi
-
thelmaasdisar
-
torfusamtokin
-
toshiki
-
tryggvienator
-
upprifinn
-
vga
-
vest1
-
fingurbjorg
-
gummih
-
kiza
-
kreppukallinn
-
krossgata
-
isdrottningin
-
nosejob
-
olafurfa
-
tharfagreinir
-
thorgnyr
-
valli57
-
apalsson
-
skagstrendingur
-
partialderivative
-
biggihs
-
bjorn-geir
-
dingli
-
einarjon
-
glamor
-
breyting
-
gthg
-
sveinnelh
-
hehau
-
hordurt
-
kt
-
omnivore
-
olijon
-
styrmirr
-
lalamiko
-
thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar