Færsluflokkur: Bloggar

Interrail

Jæja, þá er ungfrú Noogies hætt við, svo ég fer ein. Það þýðir auðvitað meiri útgjöld í mat og slíkt, en ég skal fara, fjandinn hafi það!

Þetta útheimtir algjöra endursipulagningu, og fer ég í það á næstu dögum. Só far hef ég ákveðið að halda inni þessari einu nótt í Hamborg, enda komin með gistingu, courtesy of CS. Eftir það...hver veit. Topplistinn er svohljóðandi (ekki í neinni sérstakri röð):

Amsterdam

Helfarartúrinn

Serbía

Róm

Istanbúl

Marokkó

 

Annað er ekki algjört möst, en væri skemmtilegt að sjá. Inn í þetta kemur svo að Interrail-passar eru ódýrari í Póllandi, svo það er jafnvel hugmynd að taka þumalinn austur eftir, og hefja railið þar.

Annars hef ég ekki hugmynd. 


Fæðist-vinnur-deyrð

Er þetta lífið?

Frá því við erum börn er okkur sagt að ekkert fáist án vinnu. Bróðir minn (f. 1962) þreytist seint á að segja mér að hann hafi unnið nánast samfleytt síðan hann var ellefu ára, móðir mín (f. 1944) var gift kona átján ára, með barn þar að auki, en vann samt.

Síðan þau voru ung hefur margt breyst, en samt vinnum við eins og skepnur. Það eina sem breytist er gulrótin, hvatningin. Í þeirra tíð var hvatinn sá að lifa af. Að vinna var að lifa, að eiga fyrir salti í grautinn fyrir fjölskylduna. Í dag vinnum við fyrir öðru. Við vinnum ekki til að eiga fyrir brauði og sméri, heldur fyrir jeppum, til að geta greitt lánin, til að geta komist til útlanda, til að halda í við þensluna. Ef þú tekur ekki þátt í kapphlaupinu, hlýtur eitthvað að vera að. Áttu ekki bíl? Af hverju? Ætlarðu ekki að fara að leigja? Kaupa? Af hverju ekki? Taktu bara lán! Þú setur þetta bara á Visa. Ertu ekki með nóg á þessu korti? Notaðu bara hitt.

Ég er föst í þessu skuldafeni, 22 ára. Ég skulda skattinum (vegna þess að skattkortið mitt var ofnýtt - en það er efni í annan reiðilestur), ég skulda bankanum, ég skulda Mastercard, ég skulda foreldrum vinkonu minnar, ég skulda mömmu. Allt í allt skulda ég eina til tvær milljónir. "Þetta er ekki há upphæð" sögðu þau hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna þegar ég heimsótti þau. "Taktu bara lán og dreifðu því á lengri tíma"

Ekkert mál, nema auðvitað að maður skuldi eina til tvær milljónir. Þá er ekki hægt að fá lán án ábyrgðarmanns. Bankarnir ráðleggja fólki að gerast ekki ábyrgðarmenn hjá öðrum. Þeir heimta ábyrgðarmenn á lán. Catch-22.

Skuldir fyrnast á fjórum árum. Ef mamma væri ekki ábyrgðarmaður á lánum hjá mér, myndi ég einfaldlega sleppa því að borga, leyfa skuldinni að fyrnast, og byrja með hreint borð.

"En það er svo...óheiðarlegt!"

"Maður Á að borga skuldirnar!"

"Þú verður á svörtum lista alla ævi og getur aldrei eignast neitt!"

Er það? Er það sumsé ekki óheiðarlegt, eða jafnvel siðlaust, að heimta 20% vexti af lánum? Hvað með að neita að hækka yfirdrátt um 5000 krónur, en bjóða viðkomandi síðan kreditkort með enn hærri gjöldum seinna um daginn? Hvað með fyrirtæki sem gefa útrunnar vörur til góðgerðastarfsemi? Myglað brauð og súra mjólk?

Nú er ég ekki að reyna að réttlæta það að ég borgi ekki, enda samþykkti ég þessi kjör í upphafi. Á þeim tíma hafði ég ekkert val, enda þurfti ég pening. Ég varð að eiga fyrir mat. Og fartölvu, myndavél, iPod og bjór. Og utanlandsferð.

Ég kom mér í þetta sjálf.

Í sumar er ég að fara til meginlandsins. Svona ferðir eru dýrar, flugmiði fram og til baka kostar tuttugu þúsund í það minnsta, Interrail miði kostar um 40.000. Miði á Hróarskeldu kostar rétt um 20.000 krónur. Síðan bætist við uppihald, tóbak og fleira. Fólki er ráðlagt að taka með sér u.þ.b. 300.000 í það minnsta.

Ég er búin að kaupa flugmiða til Danmerkur, hann kostaði 20.000. Um næstu mánaðamót kaupi ég Hróarskeldumiðann, þar fara önnur 20.000. Fyrsta júní kaupi ég gjaldeyri, eins mikinn og ég mögulega get. 29. júní flýg ég út, gisti eins nótt hjá vandamönnum vinkonu minnar, gisti síðan í tjaldi í tíu daga - gjald fyrir það er innifalið í Hróarskeldumiðanum. Eftir það er förinni heitið til Hamborgar í eina nótt. Þar erum við með gistingu hjá bláókunnugri manneskju, en gistinguna fengum við í gegnum www.couchsurfing.com 

Planið er að nýta CS eins og hægt er, og gista á hostelum í neyð. Þannig minnkar kostnaðurinn verulega.

Það segir sig sjálft að það er ódýrara að kaupa mat í stórmörkuðum en á veitingastöðum, og því geri ég ráð fyrir að lifa að mestu á brauði (bæði í föstu og fljótandi formi) og osti í sumar, sem ég geri reyndar hvort eð er, en munurinn er sá að matur er mun ódýrari á meginlandinu en hér.

---

Ég hef áður skrifað um gámaköfun, en nú langar mig að minnast á hústöku (e. squatting).

Í Bretlandi og Hollandi (og sjálfsagt fleiri löndum) eru til lög um rétt hústökufólks. Þessi lög voru sett til að bregðast húsnæðisvandanum sem var farinn úr böndunum, á sama tíma og mikil þensla var í nýbyggingu. Af þessu leiddi að mörg hús stóðu auð mánuðum, jafnvel árum saman. Þá tók unga fólkið við sér. Hví skyldu þess hús standa auð og ónotuð á meðan við höfum ekki efni á að leigja herbergi? Þegar hústökufólkið flutti inn brugðust eigendurnir ókvæða við. "Þetta er okkar eign, og við viljum frekar halda henni auðri en að leyfa fólki að búa þar án endurgjalds!"

Ríkisstjórnir settu því lög (og nokkuð góð lög - svona miðað við ríkisstjórnir almennt) sem kváðu á um að hústökufólkið mætti nýta húsnæðið með þeim skilyrðum að á eignunum yrði ekki unnið tjón, hústökufólkið greiddi fyrir rafmagn og hita ef því skipti, og fengju uppsagnarfrest eins og almennir leigjendur. Hústökufólkið tók þessu fagnandi, en margir eigendur reyndu alt sem í þeirra valdi stóð til að komast framhjá lögunum, m.a. með því að halda því fram að skemmdir hefðu verið unnar, eða jafnvel að húsið hefði alls ekki verið autt.

Samkvæmt lögunum mátti hústökufólk leggja undir sig hús sem hafði staðið autt í ákveðinn tíma, en ekki brjótast inn, svo það varð að líta þannig út að dyrnar hefðu einfaldlega fokið upp. Eftir að þeir voru komnir inn þurfti að skipta um lás, og eftir það var ólöglegt fyrir eigendurna að fara inn án leyfis. Hústökufólkið sendi sjálfu sér póst, svo það gat "sannað" að það byggi þarna, greiddi rafmagnsreikning í eigin nafni, o.s.frv. Ef húseigendur ákváðu að selja eða nýta húsnæðið, þurftu þeir að láta hústökufólkið vita með mánaðar fyrirvara.

Í kringum þetta spruttu upp kommúnur á mörgum stöðum, enda húsnæðið í misgóðu ástandi, og sumsstaðar var kannske ekki nema ein íbúð með rennandi vatni eða eldunaraðstöðu, og var hún þá samnýtt.

Auðvitað fylgdu þessu vandamál, enda margir sem lent höfðu á götunni vegna fíknar eða geðsjúkdóma í hópnum. Vandinn var hinsvegar minni en sá sem fylgdi gamla kerfinu, þar sem fíklarnir sváfu á stigagöngum, í undirgöngum o.fl. án öryggis, og voru þyrnir í augum íbúa og lögreglu.

Íslendingar kannast flestir við Kristjaníu, en sú félagslega tilraun -sem brátt líður undir lok verði ekkert að gert- hófst einmitt sem samfélag hústökufólks. Hérlendis tengjum við orðið "hústökufólk" helst við hópa fíkla sem leggja undir sig rottuholur í miðbæ Reykjavíkur, enda kerfið hér þannig að eingöngu þeir sem nú þegar eru utan almenns samfélags á einn eða annan hátt sem geta leyft sér slíkt.

---

Undanfarið hafa þessi hústökusamfélög tekið vaxtarkipp að nýju, sem fylgir eðlilega þenslunni í samfélaginu. Nú bregður hinsvegar svo við að flest hústökufólkið er ekki fátækir betlarar, heldur hugsjónafólk (oftast frekar and-kapítalískt, eins og gefur að skilja) sem vill með þessu mótmæla neyslufirringunni. Þetta fólk stundar margt vinnu við lítil fyrirtæki - eða rekur eitt slíkt sjálft, rótar í gámum, skiptir við svokallaðar free-shops eða "fríbúðir" og skiptimarkaði og endurvinnur sorp. Sumir kjósa að lifa algjörlega án peninga, og treysta eingöngu á vöru- og vinnuskipti til að eiga í sig og á. Innan sumra samfélaganna eru skipulagðar vinnuferðir á uppskerutímanum, þar sem íbúar vinna í törnum í skiptum fyrir hluta uppskerunnar.

Að vissu leyti heillar þessi lífsmáti mig, og sjálfsagt hægt að lifa góðu lífi án þess að vera nokkru sinni með svo mikið sem hundraðkall á milli handanna.

 

Svo lengi sem ég fæ að halda tölvunni minni, iPodinum og gemsanum.

 

 

 

 

 


Ég ætla að fá fimm, takk.

Í auglýsingu frá Iceland Express - því ágæta fyrirtæki - á baksíðu Fréttablaðsins kemur fram að sala á fargjöldum fyrir næsta vetur sé að hefjast. Ég er að hugsa um að fá mér eitt fargjald. Þau eru frá 8.000 krónum, en mig langar dálítið í eitt tuttuguþúsund króna fargjald. Það er nefnilega meira. Annars held ég að fólkið sem greiddi fargjöldin upphaflega verði ekkert voðalega hresst með að fyrirtækið selji þau öðrum. Kannske hélt fólk að þessi fargjöld færu í að greiða kostnaðinn við ferðina, borga flugfreyjum og svona.

Er ekki málið að reyna að finna tilboð? Tveir fyrir einn eða eitthvað svoleiðis? Það er auðvitað ekkert vit fyrir þá að selja fargjöldin á kostnaðarverði, hvað þá dýrar. Ekki fer ég að borga fimmtán þúsund fyrir áttaþúsund króna fargjald. Það segir sig sjálft.

 


Kúadella

"Í vorkönnuninni sögðust 63% myndu velja íslenskan ost ef þeir gætu valið á milli innlends og erlends þar sem gæðin væru þau sömu"

En var ekki spurt um verðmuninn? Einu sinni keypti ég mér ágætis brie í Danmörku. Það var úr hinni annars ólystaukandi Euroshopperlínu, og var því mun ódýrara en aðrar gerlumþaktar mjólkurkökur í sömu verslun. Osturinn var fremur bragðmildur, þéttur en ekki harður, og eltist nokkuð vel.

Eftir að ég kom aftur til Íslands rakst ég fyrir tilviljun á sama ost í íslenskri lágverðsverzlun (orðskrípið lágvöruverzlun mun ég aldrei taka mér í munn) en auðvitað á mun hærra verði. Ég beit þó á jaxlinn, enda minnug gæðanna. Osturinn var ekki lakari í þetta skipti, en þegar ég gerði mér stuttu seinna sérstaka ferð til að birgja mig upp af honum, var hann hvergi sjáanlegur.

Þarna hafa íslenskir neytendur auðvitað ekki séð neina ástæðu til að kaupa ostinn, enda ódýrari ostur frá þekktara merki við hliðina.

Þetta var fyrir hinar mistæku lagabreytingar, svo enn þurfti að greiða háan virðisaukaskatt af öllu, auk hinna indælu verndartolla.

Ætli osturinn hefði selst betur hefði hann verið á sambærilegu verði og í Danmörku? Þar kostaði hann í kringum 20 danskar krónur (u.þ.b. 200 krónur miðað við þáverandi gengi), ef minnið svíkur mig ekki. Hér kostaði hann - í lágverðsverzlun - í kringum 400 krónur.

 


mbl.is Langflestir vilja íslensku mjólkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykingabann

Nú er fólk að röfla yfir reykingabann um borð í skipum. Það sem virðist gleymast er að á togurum gilda önnur lög. Um borð í togara þurfa menn að lifa í sæmilegri sátt í lengri tíma. Því þurfa menn að semja eigin lög, þar sem enginn er um borð til að fylgjast með því að lögum sé framfylgt (nema ég hafi misst af stórkostlegum lagabreytingum undanfarið - kannske er lögreglumaður um borð á hverri smádollu þessa dagana) og þar með enginn til að refsa fyrir lögbrot.

Það er staðreynd að þegar fólk neyðist til að búa saman í litlu plássi í lengri tíma, verður það að komast að samkomulagi um stærri atriðin, þó minni atriðin geti enn verið efni í rifrildi.

Stóru atriðin eru (og hér á ég augljóslega einnig við aðrar aðstæður en um borð í togurum):

Svefn (Það getur leitt til alvarlegs ágreinings ef þú sefur til hádegis og þarft þögn til að sofna en herbergisfélaginn sofnar við dúndrandi teknó og  vaknar klukkan sex um morguninn til að spæla sér egg, steikja beikon og skokka á staðnum við tónlist Rods Stewart)

Matarvenjur (Ef þú getur ekki lifað án blóðgrar nautasteikar tvisvar í viku, elskar kæsta skötu og getur ekki borðað nema þú sitjir fyrir framan sjónvarpið er líklegt að einhver smávægileg vandamál komi upp)

 Skapferli (Aktífa týpan gæti orðið pirruð á herbergisfélaganum sem liggur í leti allan daginn)

Og nottla allt hitt.


mbl.is Sömu reglur gilda um reykingar um borð í skipum og á öðrum vinnustöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir strikið

Já, nú fer ég að skipuleggja mótmæli, og Gandhi verður ekki boðið.

Að þessi andskotans okurbúlla skuli ekki láta sér nægja að fá John Cleese til að hórast fyrir sig, heldur þurfa þeir að saurga eina af mínum kærustu æskuminningum með því að nota sjáfa Línuna í auglýsingum fyrir peningaplokkið. Bastarðir.

 


Samsæriskenningar eru kúl.

"1. Í New York City eru 11 bókstafir

2. Í Afghanistan eru 11 bókstafir

3. Í nafni Ramsin Yuseb (Hryðjuverkamaðurinn sem hótaði að eyðileggja Twin Tower árið 1993) eru 11 bókstafir.

4. Nafnið George W Bush er 11 bókstafir

Þetta gæti allt verið hrein tilviljun, en nú verður þetta áhugavert:

1. New York er 11. fylkið

2. Í flugi 11 voru 92 farþegar (9 + 2 = 11)

3. Í flugi númer 77 sem einnig flaug á tvíburaturnana voru 65 farþegar (6 + 5 = 11)

4. Árasinn átti sér stað 11. september, sem er einnig þekkt sem 9/11 (9 + 1 + 1 =11)

5. Dagsetningin er eins og neyðarnúmerið í Bandaríkjunum 911 (9 + 1 + 1 = 11)

Ennþá hreinar tilviljanir?? Haltu lestrinum áfram.....

1. Heildarfjöldi fórnarlambanna sem voru í flugvélunum sem notaðar voru í árásunum var 254 (2 + 5 + 4 = 11)

2. 11. september er 254. dagurinn á árinu (2 + 5 + 4 = 11)

3. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 3.11.2004 (3 + 1 + 1 + 2 + 0 + 0 + 4 = 11)

4. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 911 dögum eftir árásina á Twin Towers.

...og nú kemur það sem er ennþá merkilegra:

Á eftir fána Bandaríkjanna (Stars and stripes) þá er Örninn þekktasta merki landsins

* Í eftirfarandi versi úr Kóraninum, hinni helgu ritningu Íslam, stendur: "For it is written that a son of Arabia would awaken a fearsome Eagle. The wrath of the Eagle would be felt throughout the lands of Allah and while some of the people trembled in despair still more rejoiced: For the wrath of the Eagle cleansed the lands of Allah and there was peace."

Þetta er vers númer 9.11 í Kóraninum.

 Heldur þú ennþá að um hreinar tilviljanir sé að ræða? Prófaður þá eftirfarandi: *

Farðu í Microsoft Word og gerðu þetta:

1. Skrifaðu með hástöfum: Q33 NY. Flugnúmerið á fyrstu vélinni sem var flogið á tvíburaturnana.

 2. Litaðu Q33 NY

3. Breyttu sttærðinni í 48

4. Breyttu leturgerðinni í WINGDINGS (eða WINGDINGS 1)

Þá breytist letrið og verður  svona :

Q33 NY"

Hér er svo tilvalið að búa til sína eigin samsæriskenningu:

Í Lúkasarguðspjalli, 9:11 stendur: "And the people, when they knew it, followed him: and he received them, and spake unto them of the kingdom of God, and healed them that had need of healing."

Tilviljun?

Farðu í works og sláðu inn conspiracy með stórum stöfum, breyttu letrinu í 18 punkta wingdings 1 og þá færðu þetta:

CONSPIRACY

Tilviljun?

Þarna má greinilega sjá vísanir í olíuauð araba, samsæri gyðinga, dauðann, sólina sem skín vægðarlaust í Írak, bandaríska fánann og "friðarmerkið", sem er ens og allir vita fornt tákn djöfladýrkenda.

Enn ekki sannfærður?

Hvað með þetta:

Í versi 9:11 í Kóraninum stendur: "But if they repent and establish worship and pay the poor-due, then are they your brethren in religion. We detail Our revelations for a people who have knowledge. "

Tilviljun?

Í nafninu Washington D.C. eru 12 stafir, og tólf mínus einn eru 11!

Tilviljun?

Í nafni fyrsta forseta Bandaríkjanna, George Washington, eru m.a. stafirnir S, T og I. Í nafni Peter Ustinov eru stafirnir U og P. Fjórði stafurinn í stafrófinu er D. Ef þeim er raðað saman, kemur í ljós orðið STUPID!

Tilviljun?

Meðal þeirra sem fæddust 11. September eru eftirfarandi:

Daniel S. Dickinson sem var þingmaður í NEW YORK!

Brian De Palma, leikstjóri, en han leikstýrði m.a. myndinni Bonfire of the Vanities sem gerist í NEW YORK!

Dylan Klebold, annar Columbine-árásarmannanna, þekktur fyrir MORÐ Á BANDARÍKJAMÖNNUM!

Ertu enn sannfærður um þetta sé tilviljun?

Sendu öllum vinum þínum þessar upplýsingar, ef þeir eru heimskari en þú finnst þeim þetta örugglega mjög merkilegt!

Fífl.

 


Nei, nei, nei.

Ég ætti kannske ekki að sletta steinum í flís náungans, en kommon;

"Le Pen hjó svo í sömu knérum í dag"

Hjó í sömu knérum?

 Þarna reynir höfundur að nota þekkt orðatiltæki, úr Njálu ef ég man rétt, en tekst að bjaga það allsvaðalega.

Orðatiltækið er sumsé "að höggva/vega í sama knérunn" og þýðir nokkurnveginn að gera það sama aftur, endurtaka fyrri gerðir, og er notað á niðrandi hátt.

Að svona ambögur birtist á vefnum er svosem ekkert nýtt, en á mbl.is? Úff.


mbl.is Ekki nógu franskur fyrir forsetahöllina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Urgh.

Frown Þetta finnst mér ekkert sniðugt. Merkilegt fólk á ekkert að deyja. Sökk.
mbl.is Kurt Vonnegut látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iss

Látið þær bara taka pilluna, þá deyr málið.

 

Er eitthvað ósanngjarnara að biðja konu um tíðaplan en að neita að ráða einstakling í vinnu hjá strætó vegna þess  að viðkomandi á ekki bíl, og þarf því að taka...hvað heitir það...strætó...í vinnuna?

Velkomin til nútímans, þess kapítalíska skrímslis. Reynið að sprikla ekki mikið á leiðinni niður í maga.


mbl.is Indverskir kvenríkisstarfsmenn beðnir að lýsa tíðahringnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 3500

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband