Færsluflokkur: Bloggar
31.3.2009 | 11:49
Gagnrýn hugsun? Er það eitthvað oná brauð?
Ég skal setja þetta upp á einfaldan hátt:
Tíu manns reykja gras - misoft og mismikið - en einn þeirra kaupir af díler sem selur líka allskyns fíkniefni. Salinn segir þessum aðila, köllum hann Þórarinn, að e-töflur séu fínar til að koma sér í djammgírinn. Þórarinn lætur til leiðast. Salinn býður honum síðan spítt, það er svo fínt pikköpp. Þórarinn ákveður að prófa, en hann veit ekki að hann er fíkill - rétt eins og sumir eru alkar þó þeir hafi aldrei bragðað vín (þetta er nefnilega að hluta til genetískt)- og verður háður spítti. Síðan prófar hann kók, af því að það á að vera miklu betra og svo fær hann nokkrar dísur, og svo framvegis, þar til Þórarinn er orðinn ræsisróni með sprautu í handleggnum og lifrarbólgu C.
Þá ákveður Þórarinn að skella sér í meðferð. Hann hittir nafna sinn Tyrfingsson niðri á Vogi og sá tekur skýrslu af honum. "Byrjaði á því að reykja hass, fór svo í e, spítt, kók, dísur, contalgin..."
"Aha!" hugsar Þórarinn T. "Það er greinilega hassinu að kenna að nafni minn varð sprautufíkill."
Kíkjum aðeins á hina níu, sem byrjuðu að reykja gras á sama tíma og söguhetjan.
Tveir þeirra hættu að reykja eftir nokkra mánuði. Annar eignaðist fjölskyldu og hafði nóg annað að gera, hinn hætti vegna þess að á vinnustaðnum hans voru starfsmenn sendir í þvagprufu með reglulegu millibili.
Þeir sjö sem eftir voru héldu áfram að reykja. Einn þeirra var handtekinn þegar hann var á leið heim frá dílernum sínum, með fimm grömm af grasi í vasanum. Annar var gripinn með stærðarinnar stofublóm, sem reyndist vera kannabisplanta. Löggan snerti ekki á draumsóleyjunum í blómabeðinu eða sveppunum sem uxu villtir í garðinum.
Hinir fimm héldu áfram að reykja, allir höfðu þeir vinnu þegar hana var að fá, allir borguðu skatt af laununum sínum, allir voru "góðir þjóðfélagsþegnar". Þeir minntust samt ekki á reykingarnar við nokkurn mann - þess vegna veit Þórarinn T. ekki af þeim.
----
Tökum dæmi af öðrum manni - köllum hann Einar. Einar vinnur í Tívolíinu - hann er sérstakur æluþrífari. Hann situr inni á skrifstofu alla daga, nema einhver æli. Þá fer Einar út og spúlar ógeðið burt. Einari dettur ekki í hug að fara í klessubílana, hann veit nefnilega að flestir æla eftir þá. Einar sér bara æluna. Hann sér ekki alla hina sem ældu ekki. Einar sér ekki heldur að flestir sem æla eftir klessubílana eru búnir að fá sér pylsu og bjór og popp og kók og kandífloss og fara í öll hin tækin áður en þeir koma að klessubílunum. Einar bara veit að það er klessubílunum að kenna að fólk ælir.
Örvandi fíkniefni fylgifiskur kannabisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
27.3.2009 | 11:50
Frábært kerfi!
Við atvinnulausu aumingjarnir megum alveg fara til útlanda, en bara til að leita að vinnu. Þá verðum við að fylla út sérstakt eyðublað, megum bara fara til eins ákveðins lands og ekki vera lengur en í þrjá mánuði. Eftir það verðum við að koma heim og megum ekki fara til annars lands að leita að vinnu nema við höfum unnið á Íslandi í a.m.k. þrjá mánuði á sex mánaða tímabili.
Eins og staðan er í dag er sumsé séns á að fara til útlanda, en bara til eins ákveðins lands og ekki lengur en í þrjá mánuði. Finnist ekki vinna þar, er ekki um annað að ræða en að koma heim og vera þar til dauðadags - eða þangað til ástandið skánar nóg til að finna vinnu í þrjá mánuði.
Er þetta ekki ólöglegt? Á ekki að ríkja ferðafrelsi? Þetta hlýtur að teljast mannréttindabrot.
Fastir á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.3.2009 | 16:10
Hasshausar, hórur og fólkið sem bara VEIT
Undanfarna daga hef ég átt í nokkrum rökræðum (ef rökræður skyldi kalla) við fólk sem er algjörlega á móti lögleiðingu kannabiss. Dæmigerð "rök" frá þeim eru t.d.
"En ég hef sko séð fólk verða heiladautt af kannabisneyslu!"
Anecdotal evidence - the plural of 'anecdote' is not 'data'. Ég sá líka einstakling nákominn mér verða snarvitlausan af hassreykingum. Ég komst reyndar síðar að því að viðkomandi neytti annarra efna meðfram reykingunum - en það hlýtur að vera tilviljun!
"Þú ert hasshaus, það segir allt sem segja þarf!"
Hin hliðin á þessum "rökum" er svo fullyrðingin "Þú hefur aldrei reykt hass, svo þú veist ekkert um hvað þú ert að tala!" Það virðist svo í góðu lagi að þetta sama fólk noti sína eigin reynslu -eða skort á henni- sem rökstuðning.
"Það væri kannske réttast að gera húsleit heima hjá þér!"
Þarna er farið út í hálfduldar hótanir og ýjað að því að ég hljóti að vera díler - hvers vegna annars ætti ég að verja "dópið"? Svona upphrópanir eru að sjálfsögðu ekki svaraverðar.
"Við verðum að vernda börnin!"
Þetta fólk er í alvörunni sannfært um að það verði auðveldara fyrir börn að verða sér úti um kannabis (svo við látum nú meinta skaðsemi liggja á milli hluta) hjá löggiltum söluaðilum sem lúta eftirliti stjórnvalda en hjá ólöglegum fíkniefnasölum sem hugsa aðallega um gróða.
"Kannabis er bannað í flestum löndum heims. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því!"
Argumentum ad populum. Konum var líka bannað að kjósa í flestum löndum heims. Samkynhneigð var fordæmd í flestum löndum heims. Stór hluti mannkyns lætur sig hafa það að sleppa svínakjötsáti. Meirihlutinn hefur ekki nálægt því alltaf rétt fyrir sér.
Ég hef líka átt í viðræðum við fólk sem er algjörlega á móti vændi. "Rökin" þeim megin hafa verið svipuð.
"Við verðum að endurreisa siðferðið í landinu!"
Það er greinilega ástæðan fyrir bankahruninu að Jón Jónsson hafi borgað Siggu Páls 20.000 kall fyrir tott.
"Þetta stuðlar að mansali og útbreiðslu sjúkdóma!"
Já, eftirlit stjórnvalda, reglur sem krefjast þess að vændisaðilinn fari reglulega í sjúkdómaeftirlit, greiði skatta, noti smokk og láti ekki þriðja aðila hagnast á vændinu (annan en ríkið, auðvitað), ýtir greinilega undir mansal og kynsjúkdóma. Þetta fólk virðist halda að þrælahald sé almennt löglegt á Íslandi og að vændislögin nýju séu það eina sem geti komið í veg fyrirað fólk níðist á samborgurum sínum. Þessi rök eru svipað gáfuleg og fullyrðingar helvítis páfagerpisins um smokka.
"Þú myndir ekki vilja að börnin þín stunduðu vændi!"
Ég á ekki börn, svo þetta er moot point. Ætti ég börn, hugsa ég að ég myndi vilja að þau ynnu við eitthvað sem veitir þeim ánægju, hvort sem það væri blaðamennska, módelstörf, barnagæsla eða vændi. Ég myndi ekki vilja að þau ynnu við eitthvað sálardrepandi en 'viðurkennt' starf sem þau hefðu enga ánægju af, hvort sem það væri afgreiðsla í Bónus,blaðadreifing, lögmennska eða vændi.
Andstæðingar lögleiðingar kannabisefna og andstæðingar vændis (sem oft - en þó ekki alltaf- eru sama fólkið) eiga það sameiginlegt að taka ekki mark á vísindalegum rannsóknum, hundsa rök og kjósa frekar að láta stjórnast af tilfinningum.
Ef einhver sem les þessa grein vill henda fram fleiri "rökum" er mér bæði ljúft og skylt að svara þeim eftir bestu getu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.3.2009 | 14:12
One-track mind
Alltaf þykir mér jafn merkilegt að rekast á "one-track mind" bloggara. Hér á ég við þá sem, sama hvert umræðuefnið er, tjá sig á sömu nótum.
Margir kannast sjálfsagt við hinn ágæta Doctor E, en hans færslur og komment snúast nánast alltaf um illsku trúarbragða.
Skúli Skúlason er annað gott dæmi. Í hans veröld má rekja allt sem aflaga fer til uppgangs Íslams í heiminum. Hann er þar með að hluta sammála doktornum - nema hvað að í heimi Skúla telst Íslam ekki til trúarbragða.
Þorsteinn Scheving fer mikinn í athugasemdum við ýmsar færslur - sama hvert umræðuefnið er, er rót vandans að finna hjá Gyðingum - eða öllu heldur Zíonistum. Þeir bera t.d. alla ábyrgð á klámi.
Trúarbrögð vekja jú upp sterkar tilfinningar hjá fólki. Það gildir líka í hina áttina.
Aida, sem kallar sig "bænahermann Krists", hefur sjaldan nokkuð nýtt til málanna að leggja. Hjá henni snýst allt um að lofa Jesú eða biðja fyrir fólki.
Það sama gildir um hina glimmersjúku Rósu Aðalsteinsdóttur. Þó hún bloggi stundum um eitthvað annað en GvuðogJésú eru þeir feðgar samt rauði þráðurinn í færslum hennar og kommentum.
Aðventistinn Mofi er einn af "heilögu þrenningu" moggabloggsins. Hans færslur snúast flestar um hina svokölluðu "sköpunarkenningu" eða að reyna að koma höggi á þróunarkenninguna - kenningu sem hann er margbúinn að sýna fram á að hann skilur ekki. Inn á milli bölsótast hann svo út í þá sem voga sér að halda hvíldardaginn á sunnudögum í stað laugardaga.
Annar hluti heilögu þrenningarinnar er svo kaþólikkinn Jón Valur. Hann er reyndar það sem kalla mætti "two-track mind", þar sem hans tími skiptist á milli baráttu gegn fóstureyðingum, í anda kaþólsku kirkjunna, og baráttu gegn ESB.
(Þriðji hlutinn er svo Guðsteinn Haukur, en hann er meðlimur í einhverri sprotakirkju. Ólíkt þeim JVJ og Mofa hefur hann hæfileikann til að tjá sig um ýmis mál án þess að blanda trúnni inn í. Hann virðist líka mun umburðarlyndari en hinir tveir, þó ég muni seint fyrirgefa honum að hafa ekki notað tækifærið til að stinga upp í Skúla Skúlason þegar þeir komu fram saman á Omega.)
Auðvitað eru margir fleiri sem falla í þennan hóp, enda ekkert óeðlilegt við að menn bloggi um aðaláhugamál sín. Fyndnastir þykja mér þó þeir sem, eins og Þorsteinn og Skúli, virðast alltaf þurfa að tengja umræðuefnið við sína eigin ímynduðu fjandmenn. Það minnir mig á pistil eftir Mark Steel:
"I've always imagined Thought For the Day is a sort of panel game, where the contestant has to try and crowbar God into that day's news.
So tomorrow's one might go: "As teenagers across Britain eagerly digest the results of their A-levels, aren't they a bit like Jesus? For though he never had to sit A-levels, heh heh, he certainly had to do tests. When he was sent into the wilderness, wasn't that God's way of saying 'you may turn over your papers and begin now'? And also, lots of teachers have beards, just like Jesus."
Or they could try "As the harrowing pictures of the floods in Prague continue to fill our television screens, some of us may wonder why God doesn't stop it. After all, when Moses was in trouble God parted a whole bloody sea so a burst river bank should be a piece of cake. The answer is that God clearly doesn't like Prague."
Occasionally you get a slightly cheeky one that sounds like a middle-aged headmaster trying to appear youthy in a school assembly: "While listening to my son's CD of the notorious Eminem, I had to confess to a sneaking regard for the mischievous rapper and his somewhat colourful turn of phrase. And some of the tunes were surprisingly catchy! But then it struck me, was not Jesus, at the last supper, saying in his own way 'dat mothafuckin' faggot Judas gonna get a bullet in ya damn ass ya think ya can betray me boom boom'."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (73)
7.3.2009 | 11:08
Hvar er Jón Valur núna?
Ættu hann og trúbræður hans ekki að vera bloggandi í hrönnum um þessa frétt?
Þegar við lesum svona frétt líður okkur kannske illa; sumir verða reiðir. Sumum verður flökurt. Sumir tárast.
Sumir bregðast aðeins öðruvísi við.
Þeim finnst leiðinlegt að forsetinn hafi gagnrýnt biskupinn, vegna þess að þeim finnst alltaf leiðinlegt þegar einhver gagnrýnir trúarbrögð - þ.e.a.s. þeirra eigin. Þeim finnst allt í lagi að gagnrýna og jafnvel ljúga til um önnur trúarbrögð.
Þeim finnst líka alveg ómögulegt að fólk hafi óhlýðnast biskupnum og framkvæmt fóstureyðinguna, þrátt fyrir að kirkjan hafi reynt að koma í veg fyrir hana. Þeir kalla þetta morð - tvöfalt morð meira að segja! Þeir eru ánægðir með úskúfun þeirra sem frömdu þennan glæp, en hlakka samt meira til að sjá morðingjana brenna í logum vítis til eilífðar.
Þeir eru ekki nógu ánægðir með yfirlýsingu biskupsins, því hann gleymdi að fordæma stúlkuna sjálfa, þessa sem myrti sín eigin börn. Þeir benda á að hennar glæpur sé stór og hún muni einnig fá vítisvist á efsta degi.
Þeir minnast kannske á þessa meintu nauðgun í framhjáhlaupi. "Auðvitað er nauðgarinn líka sekur en -"
Þeir hefðu heldur kosið að sjá þetta níu ára gamla, 36 kílóa barn ganga með tvíbura í níu mánuði, leggja líf sitt í stórkostlega hættu til að fæða börn sem hún hefur ekki minnsta þroska eða aðstæður til að ala sómasamlega upp. Þeir hefðu verið sáttari við að stúlkan léti lífið fyrir þessa óþroskuðu frumuklasa. Einhverjir þeirra hefðu frekar kosið að drepa alla þá sem komu nálægt fóstureyðingunni - vegna þess að lífið er heilagt.
Ef einhver einstaklingur hagaði sér svona á öðrum forsendum en trúarbragðanna, væri hinn sami fordæmdur. Maður, eða hópur manna, sem kæmi í veg fyrir að níu ára gamalt fórnarlamb nauðgunar fengi nauðsynlega læknishjálp - án þess að blanda Guði inn í - yrði dæmdur í fangelsi fyrir að stofna lífi barns í hættu.
En ekki þessi maður. Vegna þess að hann trúir á gamlar þjóðsögur fær hann frípassa. Vegna þeirrar vænisjúku ranghugmyndar að einhver ósýnileg vera fylgist stöðugt með hugsunum hans og gjörðum, fær hann að hegða sér eins og siðblindasta ómenni.
Ég skora á JVJ að tjá sig um þetta mál. Mig langar að sjá hvernig hann fer að því að réttlæta svona viðbjóð.
Níu ára ólétt af tvíburum eftir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2009 | 15:12
Oj bara!
Í smáfréttinni er sagt að konan heiti Katya Mira en í aðalfréttinni er gefið upp rétt nafn, Cerrie Burnell.
Með örstuttu gúgli komst ég að því að Katya Mira er talsmaður BBC.
En um fréttina sjálfa hef ég í sjálfu sér fátt að segja. Þó finnst mér fyndið að kvörtunarefni fólks sé að það "neyðist til að ræða við börnin sín um fötlun". Í alvöru? Er það vandamálið?
Barn:
Pabbi, af hverju er konan bara með eina hendi?
Pabbi:
Hún fæddist svona. Sumt fólk er bara með eina hendi, aðrir bara með einn fót, eða kannske enga fætur eða hendur. Alveg eins og sumt fólk fæðist blint eða heyrnarlaust eða ljótt.
Barn:
Af hverju?
Pabbi (veljið svar eftir því sem hentar þroska þínum og/eða barnins):
Það bara gerist stundum þegar börn eru að verða til (athugið að þetta getur leitt til annars og lengra samtals)/ég veit það ekki, spurðu mömmu þína/það getur gerst vegna litningagalla, slyss eða einhvers sem mamman gerði eða gerði ekki á meðgöngu/[langur fyrirlestur um litninga, frumuskiðti og fósturþroska]/nei sko, kisa!
(Ef allt annað bregst má grípa til gamla trikksins) Guð gerði það.
Síðan læturðu barnið taka til í herberginu sínu eða klæða sig í eða búa til samloku með aðra hendi fyrir aftan bak.
Er þetta eitthvað mál?
Kvartað vegna fötlunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2009 | 16:01
Gott mál.
Þetta er reyndar það fyrsta sem ég heyri um að afnema eigi samræmdu prófin, en mikið er ég fegin.
Það þarf að umbylta öllu skólakerfinu og fyrsta skrefið er að leggja niður svona ofurpróf. Kennslan í tíunda bekk- í próffögunum- er kennsla til prófs, eða jafnvel kennsla í prófum. Samræmd próf síðustu ára eru ljósrituð til æfinga, farið er yfir hvaða spurningar eru líklegar til að koma, etc.
Samræmd próf segja ekkert til um gáfur eða hvernig fólk muni standa sig í framhldsskóla. Meðaleinkunnin mín var reyndar ekki nema rétt rúmlega 7, en ég fékk þó hæstu mögulegu einkunn í ensku - 10. Íslenskan og danskan liggja þarna á milli - 7,5 og 7 (þó ég muni ekki í svipinn hvort var hvort).
Stærðfræðin var sumsé veiki punkturinn, enda kolféll ég. Þar er þó ekki hægt að kenna prófinu um, heldur mér sjálfri - og kennaranum, ef kennara skyldi kalla. Hann var vægast sagt ömurlegur maður, enda margoft búið að kvarta yfir honum. Hann stundaði það nefnilega að velja úr ákveðna nemendur, sem síðan máttu prísa sig sæla ef hann yrti á þá, hvað þá að þeri fengju aðstoð. Ég var ein af þeim. Fyrstu vikurnar í áttunda bekk sat ég með handlegginn upp í loft að bíða eftir aðstoð en fékk enga. Þá hætti ég að mæta í stærðfræðitíma.
Næsta setning átti að vera "Reyndar hef ég alltaf verið léleg í stærðfræði", en mér datt í hug að grfa upp gömul einkunnaspjöld til að hafa tölurnar á hreinu. Ég fann bara spjöldin fyrir 3. - 8. bekk, en það eru líklega þau merkilegustu. Ég fann líka niðurstöðu úr samræmda könnunarprófinu sem við tókum í 7. bekk.
Stærðfræðieinkunnir mínar frá 3. bekk upp í 8.
3. bekkur haust: 24/25 á stærðfræðikönnun
3. bekkur vor: 29/30 á stærðfræðikönnun
4. bekkur haust og vor: 27/30 á stærðfræðikönnun
5. bekkur haust: 10 í stærðfræði
5. bekkur vor: 9 í stærðfræði
6. bekkur haust: 10 í stærðfræði
6. bekkur vor: 9 í stærðfræði
7. bekkur haust: 9 í stærðfræði
7. bekkur vor: 7 í stærðfræði.
7. bekkur samræmd próf: hlutfall réttra svara á námsþáttum í stærðfræði:
Reikningur og aðgerðir: 93,5%
Talnaskilningur: 100%
Rúm- og flatarmál: 78,6%
Mælingar: 100%
Tölfræði: 85,7%
Námsefni 4. bekkjar: 96%
Námsefni 5. bekkjar: 86,7%
Námsefni 6. bekkjar: 95,3%
8. bekkur haust: Vinnueinkunn 1, prófseinkunn 7.
8. bekkur vor: Vinnueinkunn 1, prófseinkunn 3.
Því miður finn ég ekki einkunnaspjöld 9. og 10. bekkjar, en samkvæmt þessum tölum var ég bara hreint ekki jafn léleg í stærðfræði og ég hélt. Fyrr en ég mætti í tíma hjá Finnboga. Námsefnið þyngist ekki svo svakalega á milli sjöunda og áttunda bekkjar að það útskýri lækkun um a.m.k. fjóra í einkunn.
Vandinn í sambandi við þennan kennara var að þeir sem fengu hjálp hjá honum voru mjög ánægðir með hann og skólastjórnendur bentu á það í hvert skipti sem reynt var að kvarta. Það skipti engu máli að maðurinn gekk um með prik sem hann lamdi í borð eða fingur ef honum mislíkaði, nokkrum sinnum svo fast að prikið brotnaði, ekki pælt í því þegar hann sparkaði undir borð vegna þess að ein stelpan lá fram á það - andlitið á henni hvíldi á borðinu, ekkert hugsað um það að hluti nemenda hans fékk enga hjálp.
Reyndar má segja að skólastjórnendum til "bóta" að ég man ekki til þess að mikið mál hafi verið gert úr þessum fjarvistum mínum, enda vissu allir sem vildu vita að maðurinn var óhæfur kennari. Umsjónarkennarinn minn var yndislegur, dönskukennarinn líka. Restin var svona la-la. Reyndar kom nýr eðlisfræðikennari til starfa í níunda bekk (frekar en tíunda, að mig minnir). Hann tók að sér að kenna aukatíma í stærðfræði. Í þá mætti ég, af því að ég var skotin í kennarinn var sætur almennilegur.
Ég féll síðan svakalega á samræmdu prófunum, en fór í sumarskólann og komst inn í MH. Þar kom fljótt í ljós að ég var hrikalega léleg í stærðfræði, bæði vegna vankunnáttu og áhugaleysis. Hitt sem var augljóst frá fyrsta degi var að ég hafði engan aga til mætinga. Ég hafði áhuga á náminu, las bækurnar spjaldanna á milli, kláraði verkefni eins og ég fengi borgað fyrir það...en nennti ekki að mæta. Ég komst nefnilega að því í gagnfræðaskóla að mætingar voru óþarfar þegar kom að þeim fögum sem ég var góð í.
Ég hætti í MH eftir þrjár annir, þegar mætingaprósentan var komin vel niður fyrir 50.
Ég skildi loksins að skóli er bara gagnlegur til að kenna okkur að hann er gagnslaus. Það ætti enginn að læra neitt vegna þess að hann er neyddur til að mæta, heldur vegna áhuga. Ef áhugann vantar er tilgangslaust að skikka fólk til að mæta í tíma.
Ég er ekki að segja að skólann eigi að leggja niður - slíkt væri firra, hvar eiga börn að læra að lesa og skrifa* - heldur að skólakerfið verði að breytast.
Í dag snýst grunnskólinn um að fá nógu háa einkunn til að komast inn í framhaldsskóla til að fá nógu góða einkunn til að komast í háskólanám til að fá nógu góða einkunn til að fá nógu há laun til að geta sest í helgan stein upp úr fimmtugu til að geta loksins farið að sinna því sem við höfum raunverulega áhuga á.
Skólinn á að snúast um að vekja áhuga okkar á heiminum, hjálpa okkur að takast á við lífið, kenna okkur að eltast við draumana, verða það sem við viljum vera - og kenna okkur það sem við, hvert og eitt, þurfum til að ná markmiðum okkar.
Hann á ekki að snúast um það hvernig á að ná samræmdu prófunum.
*Ég var reyndar orðin læs fjögurra ára, en það skiptir ekki öllu.
Inntökupróf slegin af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.1.2009 | 15:57
Evo Morales - Þýdd grein
Tárin eru loks að þorna - tárin eftir Bush-árin og gleðitárin yfir að sjá svartan mann kosinn forseta Bandaríkjanna. Hvað nú? Klisja dagsins er að Obama muni óhjákvæmilega valda heiminum vonbrigðum en sannleikurinn er lúmskari en svo. Ef við viljum sjá hvernig Obama mun hafa áhrif á okkur - til góðs eða ills- verðum við að kryfja djúpar rætur bandarískrar utanríkisstefnu. Nothæft dæmi um þetta sést nú örskotsstund á fréttasíðum okkar -dæmi frá toppi heimsins.
Bólivía er fátækasta landið í Rómönsku Ameríku, og fátækrahverfi hennar í 4000 metra hæð yfir sjávarmáli, virðast heilli veröld frá innsetningarathöfn Obama. En ef við skoðum landið nánar getum við útskýrt eina af stærstu þversögnum Bandaríkjanna - þau hafa fóstrað sigursæla mannréttindabaráttu heima fyrir en á sama tíma grafið undan mannréttindabaráttu erlendis. Bólivía sýnir okkur vel þversagnirnar sem bíða hins svarta forseta Ameríska heimsveldisins.
Saga forseta Bólivíu, Evo Morales, er keimlík sögu Obama. Árið 2006 varð hann fyrsti forseti landsins af frumbyggjaættum - og tákn um möguleika lýðræðisins. Þegar Spánverjar komu til Bólivíu á sextándu öld, hnepptu þeir íbúa landsins í þrældóm og neyddu milljónir til að vinna sér til óbóta - jafnvel dauða. Svo seint sem á sjötta áratug síðustu aldar máttu frumbyggjar ekki einusinni ganga um miðborg La Paz, þar sem forsetahöllin og kirkjan standa. Þeir voru - og eru - oft bornir saman við apa.
Morales er sonur fátæks kartöflubónda upp til fjalla og í æsku rótaði hann í sorpi eftir appelsínuberki og bananahýði til að borða. Af sjö systkinum hans létust fjögur í frumbernsku. Alla ævi hans var því tekið sem gefnu að hvíti minnihlutinn stjórnaði landinu; "indjánarnir" voru of "barnalegir" til að geta stjórnað.
Þar sem að í Bandaríkjunum er stjórnarskrárbundið lýðræði og forsetar þeirra hafa sagst staðfastir í að breiða lýðræði út um heimsbyggðina, hefði maður búist við því að þeir tækju lýðræðislegu kjöri Morales fagnandi. En bíðið við. Í Bólivíu eru miklar birgðir náttúrugass - sem bandarísk fyrirtæki græða milljarða á. Hér fer málið að flækjast.
Fyrir valdatíð Morales var hvíta elítan ánægð með að leyfa bandarískum félögum að taka gasið og skilja eftir klink í staðinn: einungis 18 prósent af afnotkunargjöldunum. Reyndar má segja að þeir hafi rétt Bandaríkjunum hagsmuni landsins á silfurfati á meðan þeir héldu sjálfir eftir nokkrum prósentum. Árið 1999 fékk bandarískt fyrirtæki, Bechtel [sem sá um byggingu álversins á Reyðarfirði - innsk. þýðanda], vatnsréttindin og vatnsgjöld fátæka meirihlutans tvöfölduðust.
Morales bauð sig fram til að berjast gegn þessu. Hann sagði að auðlindir Bólivíu ætti að nota handa milljónum sárfátækra Bólivíumanna, ekki örfáum forríkum Bandaríkjamönnum. Hann hélt loforð sitt. Nú heldur Bólivía 82% gasgróðans - og hann hefur notað féð til að auka útgjöld í heilbrigðisþjónustu um 300 prósent og til að setja upp fyrsta bótakerfi þjóðarinnar. Hann er einna af vinsælustu leiðtogum lýðræðisríkja. Ég hef séð þessa bleiku öldu rísa í gegnum fátækrahverfi og kofabyggðir Suður-Ameríku. Milljónir manna eru að sjá lækna og skóla í fyrsta skipti á ævinni.
Mig grunar að meirihluti Bandaríkjamanna - sem eru góðir og réttsýnir - myndu fagna þessu og styðja þessar aðgerðir ef þeir fengju að heyra sannleikann um þær. En hvernig brást bandaríska ríkisstjórnin (og stór hluti fjölmiðla) við?
George Bush gargaði að "verið væri að grafa undan lýðræði í Bólivíu" og nýlegur sendiherra Bandaríkjanna í landinu líkti Morales við Osama bin Laden. Hvers vegna? Í þeirra augum ertu demókrati ef þú gefur bandarískum fyrirtækjum auðlindir landsins, en einræðisherra ef þú lætur eigin þjóð njóta þeirra. Vilji Bólivíumanna er málinu óviðkomandi.
Af þessum ástæðum hafa Bandaríkin haft fyrir því að grafa undan Morales. Fyrir undarlega tilviljun eru næstum allar gasbirgðir Bólivíu í austurhluta landsins - þar sem ríkasti, hvítasti hluti fólksins býr. Svo Bandaríkin hafa styrkt hægri-aðskilnaðarsinnana sem vilja að austurhlutinn segi sig úr lögum við Bólivíu. Þá gæti hvíta fólkið rétt bandarískum fyrirtækjum gasið eins og í þá gömlu góðu - og Morales gæti ekkert gert. Þessi íhlutun varð svo alvarleg að síðastliðinn september varð Morales að reka sendiherra Bandaríkjanna fyrir "samsæri gegn lýðræðinu". Þessa helgi [24. - 25. janúar - i.þ.] heldur Morales þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá sem tryggja á frumbyggjum mannréttindi.
Þá er komið að Obama - og þversögnunum hans. Hann er augljóslega góðviljaður og rökhugsandi, en hann vinnur innan kerfis sem er viðkvæmt fyrir ólýðræðislegum þrýstingi. Bólivía er lýsandi fyrir spennuna. Uppgangur Morales minnir okkur á Bandaríkin sem heimurinn elskar: já-við-getum-það viðhorfið og mannréttindahreyfinguna. En tilvist gassins minnir okkur á þau Bandaríki sem heimurinn hatar: tilraunir til að ná "allsherjaryfirráðum" yfir auðlindum heimsins, hvað sem þessum pirrandi innfæddu nöldrurum líður.
Hvor Bandaríkin mun Obama standa fyrir? Svarið er bæði - til að byrja með. Morales hefur boðið hann velkominn "sem bróður", og Obama hefur gert það skýrt að hann vill samræður í stað misnotkunar Bush áranna. En hver er Bólivíu-ráðgjafi Obama? Greg Craig, lögfræðingur Gonzalo Sánchez de Lozada - öfgahægrisinnaðs fyrrum forseta Bólivíu, sem stóð fyrir öfgafyllstu einkavæðingu níunda áratugarins og er núna eftirlýstur fyrir þjóðarmorð. Lögfræðihópur Craigs segir að Morales sé (já) að "ráðast á lýðræðið".
Sá þrýstingur innan bandaríska kerfisins sem ýtti undir andúð á lýðræðislega kjörnum mannréttindaleiðtoga eins og Morales hefur ekki gufað upp í köldu Washingtonloftinu. Bandaríkin reiða sig ennþá á erlent jarðefnaeldsneyti og bandarísk fyrirtæki kaupa enn þingmenn úr báðum flokkum. Obama verður enn fyrir áhrifum af þessu.
En á meðan þetta er vissulega ástæða til að vera pirraður, er þetta ekki ástæða til að missa trúna. Hví ekki? Vegna þess að þó Obama verði fyrir áhrifum, mun hann líka grafa undan þessu með tímanum. Hann hefur gert sjálfstæði í orkumálum - meiriháttar breytingu frá erlendri olíu og gasi til vind-, sólar- og sjávarorku - miðpunkt stjórnunarprógrammsins. Ef Bandaríkin eru ekki lengur háð bólivísku gasi verða ríkisstjórnir þeirra ólíklegri til að reyna að koma höggi á aðra sem vilja stjórna því. (Ef þau losna við olíufíknina líka eiga þau minni hagsmuna að gæta í Sádi-Arabíu og bensínstríðum Mið-Austurlanda.)
Obama segir líka að hann vilji losna við áhrif fyrirtækjaauðs á bandaríska stjórnkerfið. Hann er nú þegar minna þakinn fyrirtækjafé en nokkur forseti síðan á þriðja áratug síðustu aldar. Því lengra sem hann ýtir því aftur, þeim mun meira rúm hafa lýðræðislegar hreyfingar eins og Moralesar til að stjórna eigin auðlindum. En við sjáum til. Ef þú vilt vita hvort Obama er raunverulega að breyta þeim öflum sem stjórna bandarískum stjórnmálum, fylgstu þá með þessu þaki heimsins.
Grein eftir Johann Hari sem birtist á heimasíðu Independent 23. Janúar 2009
Safnað fyrir leigumorðingja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2009 | 20:57
Slappið aðeins af!
Það er virkilega sorglegt að sjá orðbragðið í sumum bloggfærslunum við þessa frétt. Gunnar Th. Gunnarsson hefur ítrekað komið með ódýr skot sem virðast beinast fyrst og fremst að kynhneigð Harðar, ein kerlingin segist ætla að brenna plötur og þar fram eftir götunum.
Ég sé ekki að Hörður hafi sagt neitt sérstaklega hrikalegt - þó hann hefði kannske mátt orða þetta öðruvísi.
Að sjálfsögðu förum við ekki að slá af kröfum bara vegna þess að Geir er með æxli - skárra væri það nú.
Til þeirra sem telja það sjálfsagt og eðlilegt að Geir greini frá æxlinu vil ég segja þetta: Hann hefði getað sleppt því. Hann hefði getað notað hina pólitísku klisju "persónulegar ástæður". Betra hefði þó verið að hann hefði sagt af sér - eða tilkynnt að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í formannskjör - án þess að nefna ástæðu. Síðan hefði verið hægt að ræða ástæðurnar síðar. Eins og þessu var slengt fram er ekki nema von að fram komi efasemdarraddir.
Þá á ég alls ekki við að Geir sé að ljúga - sumir virðast hafa lesið ásökun um slíkt úr orðum Harðar - heldur að þessi veikindi séu sett fram sem rauð tuska til að draga athygli frá ábyrgð ráðamanna.
Enda virðast margir á þeirri skoðun að nú megi alls ekki gagnrýna Geir - hann er nefnilega veikur.
Hænuskref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2009 | 19:41
Einelti
Ung stúlka bloggar um reynslu sína sem fórnarlamb eineltis. Ég renndi yfir athugasemdir við nýjustu færsluna og rak augun í þetta komment:
"ég lofa þér því að eftir 10 ár, þá sérð þú hvernig líf þeirra sem lögðu þig í einelti er ekki nálægt því jafn yndislegt og þitt."
Síðastliðið haust voru átta ár síðan minni grunnskólagöngu lauk, svo kannske er of snemmt að dæma um líf okkar skóla"félaganna". Eins og staðan er í dag er hins vegar afskaplega hæpið að halda því fram að mitt líf sé betra en þeirra. Nú getur vel verið að þetta fólk gráti sig í svefn á hverju kvöldi yfir því hvernig það kom fram við mig og aðra - en ég efast stórlega um það.
Einn forsprakkinn er meðal-þekktur einstaklingur í dag. Nafn hennar heyrist stundum í sjónvarpi og útvarpi. Í hvert skipti sem ég heyri það nefnt, eða sé smettið á henni í blöðunum, herpist maginn á mér saman.
Annar úr hópnum flutti úr stigagangnum stuttu eftir að ég flutti inn og sagði öllum sem heyra vildu að ástæðan hefði verið að það væri svo vond lykt af mér að hann hefði neyðst til að flytja. Ég rakst á þennan aðila í partíi fyrir nokkrum árum. Þá sagðist hann reka sitt eigið fyrirtæki. Eftir nokkuð gúgl virðist mér hann hafa sagt satt.
Þegar búið var að afhenda einkunnirnar úr samræmdu prófunum gekk einn strákurinn upp að mér og spurði hvort það væri rétt að ég hefði fengið tíu í ensku. Ég játti og hann spurði mig hvað ég hefði fengið fyrir hin fögin. Ég taldi það upp - ekki alveg jafn glæsilegar tölur þar- og hann glotti og sagði "Gott! Þá er ég ennþá hæstur." Þetta er kannske ekki gróft dæmi - en þetta staðfesti bara það sem mig grunaði: ég skipti engu máli.
Allan gagnfræðaskólann töldu kennararnir mér trú um að þetta myndi allt lagast þegar ég færi í framhaldsskóla. Ég passaði mig á því að velja þann skóla sem fæst skólasystkin mín fóru í. Ég eignaðist vini þar - eftir nokkurn tíma. Hafandi aldrei átt vini, kunni ég það einfaldlega ekki. Ég kann það ennþá varla.
Ég er bitur, já. Það hjálpar ekki að reyna að telja mér trú um að þessu fólki líði illa. Ég hef hitt það. Því líður ágætlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar