Frá Reykjarvík til Selfossar, með viðkomu í Hafnafyrði.

Ég var búin að skrifa þessa fínu nöldurfærslu um beygingar- og stafsetningarvillur í íslenskum örnefnum, en fjandans blogghelvítisdraslið þurrkaði hana út. Svo ég skrifa bara aðra. Allt öðruvísi og ófyndnari.

Á eftir misrituðum orðum set ég fjölda niðurstaðna af google. Þetta er auðvitað afar óvísindaleg nálgun, enda ómögulegt að segja til um ástæður ritunarinnar. Sem dæmi má nefna að á Siglufirði er að finna Laugarveg, þó Laugavegurinn sé í Reykjavík. Orðum fletti ég upp í nefnifalli nema annað sé tekið fram.

Við skulum hefja ferðina í höfuðborginni Reikjavík (358), en þangað skruppu nemendur "einn bekkja" Brekkubæjarskóla einmitt í vor:

"Nemendur 1 bekkja ásamt kennurum fara í vorferð í Húsdýragarðinn í Reikjavík."

Í Reykjarvík (727*) er margt hægt að gera sér til skemmtunar, t.d. rölta niður Laugarveginn (10.500), en við Laugaveiginn (233 - þf. m.gr.) er að finna verslanir af öllum stærðum og gerðum. Eftir það er ekki úr vegi að skella sér til Hafnafjarðar (13.500/23.900 -þgf.). Frá Hafnarfyrði (740 - þgf.) er stutt til Grindavíks (8 - ef.) og Keflavíks (8 - ef). Ef haldið er í austurátt koma menn á endanum til Selfossar (1.500 - ef.) ef þeir ákveða ekki að aka til Hveragerðar (59 - ef.) í staðinn. Þegar komið er til Selfosss (140 - ef.) er tilvalið að skreppa að Gullfossi, og jafnvel kíkja til Geysirs (53 -ef.). Frá Þorlákshöfn er hægt að taka ferju til Vestmanneyja (47.800), en í Vesmannaeyjum (401) varð frægt eldgos á síðustu öld.

Þegar komið er aftur til meginlandsins er ekið sem leið liggur austur að Höfn á Hornafirði (904), þaðan til Djúpavogar (36 - ef.) og Stöðvafjarðar (74), áður en komið er til Neskaupsstaðar (12.700).

Frá Neskaupsstað (22.700 - þgf.) er ekið til Egilstaða (507 - ef.), nú eða Eigilstaða (81 -ef.). Egilstaðir (10.100) eru 265 kílómetra frá Akureiri (474). Ferð til Akureyris (820 - ef.) er þó vel akstursins virði, enda er þar margt hægt að gera sér til dundurs. Þegar skemmtanalífið á Agureyri (283) hefur verið skoðað er tilvalið að  halda til Sauðakróks (133), Blönduósar (205) eða Hvamstanga (105 - þf.). Á vestfjörðum er ekkert að sjá, svo við ökum beina leið til Borgarnesar (151  - ef.) og þaðan til Akranesar (567 - ef.), hvaðan við siðan rúntum í gegnum Mosfellsveit (156) og heim til Reykjavíkur.

 

 

*Þ.m.t. vísanir í Reykjarvík í Kaldrananeshreppi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Þetta er ekki hægt!!! 

Með kveðju, Hveragerður. 

krossgata, 22.8.2007 kl. 22:11

2 Smámynd: Sigurjón

Nei, þetta er hratt!!!

Fyndinn og stórmerkilegur pistill, en: ,,hvaðan við siðan rúntum..."!

Kveðja, kverúlant. 

Sigurjón, 23.8.2007 kl. 03:47

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ertu að röfla yfir innsláttarvillunni eða orðinu sjálfu?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.8.2007 kl. 10:41

4 Smámynd: Sigurjón

Að sjálfsögðu innsláttarvillum!  Ég er besserwisser...

Sigurjón, 24.8.2007 kl. 03:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 3033

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband