Skiptir ekki máli

Þeir sem eru á móti fóstureyðingum kippa sér sjálfsagt ekki upp við þetta. Menn sem heimta að konur gangi með afurðir nauðgunar eða sifjaspella, jafnvel þó "móðirin" sé níu ára gömul og meðgangan ógni lífi hennar, menn sem vilja skikka konur til að ganga með heilalaus fóstur sem eiga sér enga lífsvon hvort eð er, fara ekki að láta svona smáfrétt stoppa sig.

Hvað ætli jú-nó-hú segi? Að fóstrin finni bara samt til? Að þau verði fyrir "andlegum sársauka"? Eða að þetta komi málinu ekki við?

 

Mig grunar að hann bíti sig í þetta síðastnefnda, þar sem það er augljóst að andstæðingum fóstureyðinga er drullusama um bæði fóstrin og útungunarvélarnar mæðurnar.


mbl.is Finna ekki til fyrstu 24 vikurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferði útskýrt á einfaldan hátt

Ég hef oft lent í rökræðum um siðferði trúlausra, síðast hér. Því miður lauk þeirri umræðu snögglega, þó ég vilji ekki geta mér til um ástæður þess. Nonnar þessa heims hafa hins vegar örugglega ekkert nema gott af því að lesa þessa teiknimyndasögu:

http://www.smbc-comics.com/index.php?db=comics&id=1899#comic


Er Jón Valur Jensson óheiðarlegur, huglaus, eða hvort tveggja?

Fyrr í dag setti ég inn athugasemd við færslu Jóns, Engar trúar- né siðferðislegar varnir hjá þingmönnum – ekki einn þorði að andmæla hjónabandi samkynhneigðra!

Athugasemdin birtist næst á undan athugasemd Kristins Ásgrímssonar klukkan 16:04 í dag, 11. júní.

 

Jón eyddi að sjálfsögðu athugasemdinni, enda ragur við að takast á við þau föstu og sterku rök (svo eftirlætisfrasar hans sjálfs séu notaðir) sem ég setti þar fram. Í innlegginu var hvorki að finna dónaskap né nokkuð sem túlka mætti sem "guðlast", en þrátt fyrir það eyddi Jón innlegginu og bannaði mér að gera athugasemdir. 

Ég skora á Jón Val hér, þar sem hann bannar mér að gera það við umrædda færslu, að birta athugasemdina sem ég gerði, annað hvort við þá færslu eða þessa. Jafnvel þó honum hafi fundist eitthvað í athugasemdinni lasta guð hans, ætti hann þó að sjá sér fært að birta hana hér. 

 

 

Því miður klikkaði ég á því að vista athugasemdina (sem ég geri þó oftast, enda viðbúin viðurstyggilegum heigulshætti Jóns) og man hana ekki svo glöggt sem stendur. Eftir því sem mig minnir snérist hún m.a. um það að Jón, verandi kaþólikki, hefði engra hagsmuna að gæta innan ríkiskirkjunnar, enda aðhylltist hún villutrú samkvæmt andlegum leiðtoga Jóns sjálfs. Að auki getur verið að ég hafi minnst á að hér væri engum þröngvað til að gefa saman pör sem ekki eru guði Jóns þóknanleg.

 

 

Ég skora aftur á Jón að birta athugasemd mína - hér, á síðu hans sjálfs, eða með því að senda mér einkaskilaboð - og aflétta banninu sem hann hefur sett á mig, enda hef ég ekki sagt neitt sem brýtur í bága við þá skýru skilmála sem hann setur athugasemdagerðarmönnum:

Nafnlausar athugasemdir ókunnra manna eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, einnig dónalegar eða óheflaðar persónuárásir. Guðlasti verður útrýmt, sem og árásum gegn lífsrétti ófæddra barna og landráðahugmyndum. Innlegg fjalli um mál viðkomandi vefsíðu.

 

Vilji Jón ekki verða þekktur sem heigull, og þar að auki óheiðarlegur, mun hann án efa verða við þessarri einföldu bón.

 


E-númeragrýlan

Í umræðum um heilsufar og mataræði spretta reglulega upp sjálfskipaðir sérfræðingar sem reyna að selja okkur allskonar ráð og kúra. Það getur verið erfitt að vita hverjum á að treysta. Ein einföld regla til að grisja hópinn er aldrei hlusta á neinn sem varar þig við "E-númerum".

Að tala um "E-númer" sem eitthvað hræðilegt, einsleitt fyrirbæri er öruggt merki um að hér sé á ferð einstaklingur sem hefur ekki hundsvit á því sem hann er að tala um.

 

"E-númer" eru einfaldlega númer sem eru gefin viðbættum efnum í matvælum sem eru framleidd fyrir Evrópumarkað. Þetta eru mismunandi efni, en þau eiga það sameiginlegt að vera fullkomlega örugg til neyslu (a.m.k. í því magni sem má nota þau í matvæli). Sem dæmi má nefna þessi númer:

 

E160a er beta-katótín, sem finnst í þónokkru magni í gulrótum, mangói, sætum kartöflum og spínati.

E160d er lýkópen. Ef þið kannist við það nafn, er það vegna þess að  þið hafið séð það utan á rándýrum "heilsutómötum", en þeir innihalda meira lýkópen en venjulegir tómatar.

E300 er askorbínsýra eða C-vítamín, sem er lífsnauðsynlegt. Sem betur fer fá flestir nóg af því nú til dags.

E 406 er agar. Það er unnið úr þara og er mikið notað í Asíu, auk þess sem grænmetisætur hafa notað það í stað gelatíns, en gelatín er unnið úr dýrabeinum og húð.

E 500 er natríumvetniskarbónat. Það gengur einnig undir nafninu matarsódi. 

E 621 er hið ómaklega ófrægða MSG. Það er auðvitað efni í sér grein, en sem betur fer er hún til nú þegar, svo ég þarf ekki að skrifa hana. Það má þó benda MSG-fælnum á að forðast sveppi, ost, tómata og sojasósu, meðal annars.

E 901 er bývax. Það er einstaklega hættulítil vara, svo lengi sem þú smyrð henni ekki á brotin bein.

E 951 er aspartam. Annar eftirlætis "vondikall" sjálfskipuðu sérfræðinganna.

 

Af þessum fáu dæmum ætti að vera ljóst að ekki eru öll "E-númer" bráðdrepandi. Sum þeirra eru beinlínis holl. Vilji menn endilega velja "vondukalla" af listanum, mæli ég með natríumoktenýlsuccinatsterkju eða polyvinýlpolypyrrolidóni eða polýglýserólesterum interesteraðrar ríkínólsýru. Ekki vegna þess að þau séu hættuleg, heldur vegna þess að það er mun auðveldara að vera hræddur við polyoxíetýlen sorbitanmonopalmitat en ósköp venjulegt þykkingarefni, rétt eins og það er auðveldara að vera hræddur við þetta hrikalega E-500 en matarsóda.

 

Passið ykkur samt á vetnisoxíði, það er stórhættulegt.


Ísraelar hafa ekki áhyggjur af vopnum

Ísraelar segja satt þegar þeir halda því fram að engar nauðsynjavörur skorti á Gaza.

Vandamálið er að það eru einmitt bara þær vörur sem COGAT ákveður að séu nauðsyn þann daginn. Allt sem flokkast ekki sem matur, lyf eða sápa er bannað, þ.á.m. allt byggingarefni, hljóðfæri, dagblöð, heimilistæki s.s. ísskápar og þvottavélar, fataefni, nálar og þráður, teppi, dýnur, kerti, eldfæri, ljósaperur, bækur, vaxlitir, föt, skór, hnífapör og leirtau, og bensín. 

Þar að auki eru ákveðnar matarvörur bannaðar; te, kaffi, pylsur, semolina, mjólkurvörur í stórum pakkningum, og flestar bökunarvörur. 

Í langan tíma voru bleyjur, dömubindi og klósettpappír bönnuð. Sjampó mátti ekki flytja inn og einn sölumaður lenti í því að sjampósendingin hans var gerð upptæk því sjampóið innihélt hárnæringu, en hún var á bannlista.

Smjörlíki, salt og gervisæta voru bönnuð, en voru svo leyfð aftur. Ger var leyft, en síðan sett á bannlista. 

 

Hvernig heldurðu að þér gengi að lifa án svona "lúxusvöru", sérstaklega þegar skilgreiningin á henni breytist dag frá degi án þess að þú fáir upplýsingar um það,  og heldurðu að þú myndir sýna málstað þeirra sem banna þér að njóta hennar mikinn skilning?


mbl.is Annað skip á leið til Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kraftaverk - Guð drepur 103!

Sumir eiga erfitt með að sætta sig við tilvist tilviljana. Þegar þeir verða vitni að ótrúlegum tilviljunum garga þeir strax á aðrar útskýringar. Þá er nú gott að geta gripið til yfirnáttúru og ævintýra:

 

 Hvílíkt kraftaverk! Þarna stóð Guð sig nú aldeilis vel; almáttugur, alvitur og algóður og með innan við 1% árangur í þessu tilfelli. Bravó.

 

Hvaða bull - auðvitað getur það ekki verið. Alvitur, almáttugur og algóður Guð færi ekki að leyfa 103 saklausum manneskjum að deyja í hræðilegu flugslysi. En bíddu... þetta hefur allt verið hluti af áætlun Guðs! Líklega voru þessir 103 ekki Guði þóknanlegir. Þeir hafa ekki átt skilið að bjargast. A.m.k. fannst Guði það ekki, og hann veit alltaf best, ekki satt?

 

En svona er ljótt að segja. Svona má ekki segja. Við eigum að sjá "kraftaverk", hrópa húrra fyrir því og gleyma restinni. 

 

Nei, þetta virkar ekki svona. Það er ekki hægt að segja að björgun drengsins - eins frábær og ótrúleg og hún var - sé kraftaverk, án þess að samþykkja annaðhvort að hinir 103 hafi átt skilið að deyja, eða að Guð sé dálítill skíthæll. 

 

Nema auðvitað að Guð sé ekki til (ellegar deískur) og hér hafi því ekki verið um guðlegt inngrip að ræða, heldur - í grunninn - tilviljun. Það er engin ástæða til að panika - vilji menn þakka einhverjum lífsbjörg drengsins er hægt að velja á milli björgunarfólks, lækna, hjúkrunarfólks... það er nóg af fólki sem framkvæmir ótrúlega hluti á hverjum degi, ekki fyrir tilviljun, ekki vegna þess að Guð "vinnur í gegnum það" heldur vegna þess að það vill það. Er það ekki fallegra, betra og merkilegra en að segja að ímyndaður Súpermann hafi bjargað þessum eina dreng?

 

 

Ég vona að drengurinn jafni sig, þó það gæti tekið langan tíma, og ég vona svo sannarlega að enginn reyni að telja honum trú um að hann hafi bjargast vegna Guðlegs inngrips. Þá held ég að það sé betra að sætta sig við tilviljanirnar og þakka þeim sem raunverulega hjálpuðu.

 


mbl.is Björgun drengs sögð kraftaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Problem solved

Leyfið reykingar aftur. For fokks seik, þetta fyrirkomulag virkar bara ekki.
mbl.is Óbærilegur hávaði um nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomin til Pápistan

Hugsum okkur þjóðríki - köllum það Pápistan.

 

 

Í Pápistan er forsetinn æviráðinn af hópi gamalla karla. Lögin koma í veg fyrir að konur eigi möguleika á starfinu, enda mega þær ekki gegna neins konar opinberum stjórnarstöðum. Í Pápistan eru getnaðarvarnir bannaðar, sem og fóstureyðingar, tæknifrjóvgun, sjálfsfróun, og kynlíf utan hjónabands. Eingöngu gagnkynhneigð hjón mega ættleiða börn. Skilnaður er bannaður með lögum.

 

Umræða um Pápistan hefur verið áberandi undanfarið, en nýlega kom í ljós að opinberir starfsmenn (sem samkvæmt lögum er stranglega bannað að stunda kynlíf)  hafa nauðgað börnum í stórum stíl, og að sjálfur forsetinn hafi hugsanlega tekið þátt í að fela voðaverkin fyrir umheiminum. Yfirlýst stefna ríkisins er heimsyfirráð og hefur nokkuð gengið að sannfæra fólk um að því sé betur borgið innan ríkisins, enda halda yfirmenn þess því fram að allir utan þess muni þjást óendanlega mikið í mjög, mjög, mjög langan tíma. Ríkið er afar auðugt, þó opinberlega segi forsetinn (rétt eins og forverar hans, allt aftur til meints stofnanda ríkisins) að auður sé rót alls ills og auðsöfnun ósamræmanleg þeim gildum sem ríkið var reist á. 

 

Saga ríkisins er ljót - þar hafa viðgengist mannréttindabrot frá upphafi, en sérstaklega hefur Pápistönum verið illa við Gyðinga. Sú hefð byggist á því að stofnandi ríkisins (sem sjálfur var Gyðingur í a.m.k. aðra ætt) hafi verið drepinn af Gyðingum, jafnvel þó opinberlega viðurkenndar sögur af stofnun ríkisins segi berum orðum að aðrir hafi staðið að aftökunni.

 

Ríkið átti blómaskeið fyrr á öldum, en þáverandi forsetar stunduðu það að ráðast inn í önnur ríki með blóðsúthellingum, auk þess sem þegnar sem brutu hin ströngu og ósanngjörnu lög ríkisins voru brenndir á báli. Auðvitað væri óréttlátt að kenna núverandi forseta um aðgerðir löngu látinna forvera hans, en í raun er ekkert sem kemur í veg fyrir að þetta gerist aftur; forsetinn getur -kjósi hann svo- gefið hvaða þá skipun sem honum þóknast svo lengi sem hann tekur það sérstaklega fram að hún sé 'innblásin' og að hann bara geti alls ekki haft rangt fyrir sér. Vogi sér einhver að mótmæla slíkri skipun er viðkomandi vísað úr landi. 

 

Til að gæta sanngirni skal tekið fram að þó ríkið teljist fjölmennt fara ekki allir þegnar eftir lögum þess, en fæstir lögbrjótanna eru reknir úr landi. Sumum er þó vísað burt án eftirsjár; fyrir nokkru var læknum vísað úr landi fyrir að framkvæma fóstureyðingu á níu ára gömlu fórnarlambi nauðgunar.

 

Þrátt fyrir þessa ólýræðislegu og mannfjandsamlegu -og jafnvel glæpsamlegu- hegðun er forsetanum víðast hvar vel tekið. Þjóðhöfðingjar annarra landa dirfast ekki að gagnrýna hann, því þó ríkið ráði ekki yfir her eða vopnum er það afar fjölmennt. Sum ríki fá jafnvel Pápistana til að gefa ráð við lagasetningar, og víða er ólöglegt að gera grín að ríkinu, lögum þess eða starfsmönnum.

 

Ef þessi forseti Pápistans væri til, værir þú sátt/ur við að hann kæmi í opinbera heimsókn? Þætti þér eðlilegt að hann nyti virðingar?

 

Myndir þú vilja búa í Pápistan? 


Hvers vegna að biðjast afsökunar?

Í frétt Telegraph er talað um að minnisblaðið hafi 'hæðst að' kenningum kaþólsku kirkjunnar.  Skjalið umdeilda er listi yfir það sem ritarar þess myndu vilja sjá páfann gera í opinberri heimsókn til Bretlands. Með því fylgdi þetta kaveat:

 

"Please protect; these should not be shared externally. The ‘ideal visit’ paper in particular was the product of a brainstorm which took into account even the most far-fetched of ideas." 

 

Kaþólski biskupinn af  Nottingham hafði þetta að segja:


“This is appalling. You don’t invite someone to your country and then disrespect them in this way. It’s outlandish and outrageous to assume that any of the ideas are in any way suitable for the Pope.”

 

 

Þetta er því miður ekki erkibiskup, en hann er hálfnaður - hann er greinilega erkifífl

 

Skoðum listann aðeins og athugum hvort við komum auga á eitthvað svakalega móðgandi:

pope2_1623149a

 

Er það virkilega talin móðgun að leggja til að karlskarfurinn standi fyrir máli sínu í kappræðum? Eða að hann snúi við heimskulegri og hættulegri stefnu Vatíkansins í getnaðarvarnamálum - og leggi blessun sína yfir staði sem hjálpa fórnarlömbum sömu stefnu? Eða að hann láti af kynjamismunun? Eða að hann hætti að mismuna fólki eftir kynhneigð? Eða að hann taki raunverulega á barnanaugðunarmálum og hjálpi fórnarlömbum þeirrar stefnu sem hann hefur fylgt í þeim málum? Er þetta það sem móðgar kaþólikka? Er ekki allt í fokking lagi með ykkur? 

 

Okkur finnst allt í lagi að gera þá kröfu til ríkja sem vilja ganga í bandalög eins og SÞ eða ESB að þau breyti stefnu sinni í mannréttindamálum, en það er "móðgandi" að stinga upp á - innan lokaðs hóps, eins og ætlunin var - að svokallaður "andlegur leiðtogi" milljóna manna geri hið sama? 

Okkur finnst allt í lagi -og hvetjum meira að segja til þess- að gagnrýna múslimaríki fyrir kynjamisrétti og hómófóbíu, en það má ekki gagnrýna gamla, hvíta, krumpaða kallfíbblið í gullhásætinu fyrir það sama?

advent11oo8

 

 


mbl.is Biðjast opinberlega afsökunar á „smokkaminnisblaði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lesbíusjúkdómar Jón Vals

Ég gef Jóni hér með tækifæri til að koma á framfæri þeim "traustu læknifræðilegu heimildum" sem hann talaði um fyrir jól.

Jón er strangheiðarlegur maður og færi varla að ljúga til um slíkar heimildir, en ég skil vel að einörð barátta hans gegn pólitískum og andlegum villutrúarmönnum sé tímafrek - þetta er jú fjandi stór hópur. Undanfarna daga hefur Jón svo varla haft við að verja brúði Krists fyrir árásum illskeyttra hatursmanna Páfagarðs, sem nú vilja hafa af vesalings prestunum þeirra einu skemmtun.

Þrátt fyrir þessar annir þætti mér vænt um að Jón tæki sér nokkrar mínútur í að grafa upp þessar traustu læknisfræðilegu heimildir fyrir okkur hin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband