Færsluflokkur: Bloggar

Fíkniefnaáróður

Einhverjir muna kannske eftir Guðrúnu nokkurri Sæmundsdóttur, en fyrir þá sem ekki gera það bendi ég á þetta

Í athugasemd 59 við þetta blogg segir hin orðheppna og sannleikselskandi Guðrún Sæmundsdóttir þetta:

mbl.is hætti að birta fíkniefnaáróður bloggara í kjölfar ábendinga minna, og því þurfti ég ekki að fara útí að kæra einn eða neinnWink

 

Nú getur ekki verið að Guðrún sé að segja satt (ekki að ég sé að kalla hana patólógískan lygara eða neitt) því það myndi þýða að mbl.is léti undan rugludöllum sem sjá áróður -ef ekki hreinlega glæpi- í öllu sem ekki fellur að heimsmynd þeirra, og byggi ritskoðunarstefnu sína á duttlungum slíkra smásálna. Ég vona að það sé ekki rétt og ætla því að gera smá tilraun.

 

Ég lýsi hér með yfir þeirri skoðun minni að kannabisefni séu mun hættuminni en af er látið. Ég hvet fólk til að lesa sér til um rannsóknir sem gerðar hafa verið á þeim, en nefni sem dæmi að það er nánast ómögulegt að "óverdósa" á kannabis og að langstærstur hluti þeirra sem neyta kannabiss eru virkir þjóðfélagsþegnar. Að auki bendi ég á að notkun kannabiss við ýmsum kvillum er vel þekkt, t.d. slær kannabis á ógleði sem fylgir krabbameinsmeðferð og hefur verið nýtt í verkjastillandi tilgangi í langan tíma. 

 

Nú er varla hægt að kalla hvatningu um að leita sér upplýsinga "áróður", né heldur er kannabis fíkniefni í strangasta skilningi þess orðs, en ég geri ráð fyrir því að Guðrún líti svo á málið. Endilega reyndu að fá bloggstjórana til að eyða færslunni, Guðrún! Ég fokking mana þig.


Illa unnin frétt

Sá eða sú sem sá um að slá þetta kjaftæði inn á Moggavefinn (og kannske í blaðið líka?) hefði ekki þurft að leita langt til að sjá að þetta er ekki frétt. Ég fæ á tilfinninguna að Kleópatra hafi sjálf ritað fréttatilkynninguna og "blaðamaður" mbl gripið hana hráa og hent inn. Kannske er hann hræddur um að mötuneytið verði allt í einu... kokteilsósulaust (dam-dam-dam!).

 

Jæja, hvað um það. Eina fréttin hér er sú að starfsmaður vinsælasta fréttamiðils landsins setti frétt í loftið án þess að framkvæma lágmarks staðreyndakönnun. Annað hvort það eða viðkomandi kann ekki að gúgla. Það kann ég hins vegar. 

Þegar AuthorHouse er gúglað má m.a. sjá wikipediusíðu fyrirtækisins. Þar segir:

 

AuthorHouse, formerly known as 1stBooks, is a self-publishing company based in the United States. AuthorHouse provides self publishing and utilizes print on demand services.

 

Fyrir þá sem ekki skilja þetta, má lesa sér til um þessi s.k. "self-publishing companies" eða vanity press, eins og þau eru oft kölluð:

 

A vanity press or vanity publisher is a publishing house that publishes books at the author's expense.

 

At the author's expense. Á kostnað höfundar. Á heimasíðu fyrirtækisins sjálfs má sjá að  ódýrasti útgáfupakkinn kostar 600 dollara eða um 70.000 krónur. Vilji menn fara út í lúxus-harðspjaldaútgáfu með áritunarkitti og skilarétti bóksala kostar pakkinn 240.000 eða svo. Hafi hún gefið bækurnar út sem "non-fiction með markaðssetningu", stekkur verðið á ódýrasta pakkanum upp í nærri hálfa milljón.

 

En hvað er það svosem á móti komandi heimsfrægð og ánægjunni af því að vita að bækurnar þínar hafa verið "gefnar út" í tveimur heimsálfum...

 

 


mbl.is Kleópatra gefur út í Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptir ekki máli

Þeir sem eru á móti fóstureyðingum kippa sér sjálfsagt ekki upp við þetta. Menn sem heimta að konur gangi með afurðir nauðgunar eða sifjaspella, jafnvel þó "móðirin" sé níu ára gömul og meðgangan ógni lífi hennar, menn sem vilja skikka konur til að ganga með heilalaus fóstur sem eiga sér enga lífsvon hvort eð er, fara ekki að láta svona smáfrétt stoppa sig.

Hvað ætli jú-nó-hú segi? Að fóstrin finni bara samt til? Að þau verði fyrir "andlegum sársauka"? Eða að þetta komi málinu ekki við?

 

Mig grunar að hann bíti sig í þetta síðastnefnda, þar sem það er augljóst að andstæðingum fóstureyðinga er drullusama um bæði fóstrin og útungunarvélarnar mæðurnar.


mbl.is Finna ekki til fyrstu 24 vikurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

E-númeragrýlan

Í umræðum um heilsufar og mataræði spretta reglulega upp sjálfskipaðir sérfræðingar sem reyna að selja okkur allskonar ráð og kúra. Það getur verið erfitt að vita hverjum á að treysta. Ein einföld regla til að grisja hópinn er aldrei hlusta á neinn sem varar þig við "E-númerum".

Að tala um "E-númer" sem eitthvað hræðilegt, einsleitt fyrirbæri er öruggt merki um að hér sé á ferð einstaklingur sem hefur ekki hundsvit á því sem hann er að tala um.

 

"E-númer" eru einfaldlega númer sem eru gefin viðbættum efnum í matvælum sem eru framleidd fyrir Evrópumarkað. Þetta eru mismunandi efni, en þau eiga það sameiginlegt að vera fullkomlega örugg til neyslu (a.m.k. í því magni sem má nota þau í matvæli). Sem dæmi má nefna þessi númer:

 

E160a er beta-katótín, sem finnst í þónokkru magni í gulrótum, mangói, sætum kartöflum og spínati.

E160d er lýkópen. Ef þið kannist við það nafn, er það vegna þess að  þið hafið séð það utan á rándýrum "heilsutómötum", en þeir innihalda meira lýkópen en venjulegir tómatar.

E300 er askorbínsýra eða C-vítamín, sem er lífsnauðsynlegt. Sem betur fer fá flestir nóg af því nú til dags.

E 406 er agar. Það er unnið úr þara og er mikið notað í Asíu, auk þess sem grænmetisætur hafa notað það í stað gelatíns, en gelatín er unnið úr dýrabeinum og húð.

E 500 er natríumvetniskarbónat. Það gengur einnig undir nafninu matarsódi. 

E 621 er hið ómaklega ófrægða MSG. Það er auðvitað efni í sér grein, en sem betur fer er hún til nú þegar, svo ég þarf ekki að skrifa hana. Það má þó benda MSG-fælnum á að forðast sveppi, ost, tómata og sojasósu, meðal annars.

E 901 er bývax. Það er einstaklega hættulítil vara, svo lengi sem þú smyrð henni ekki á brotin bein.

E 951 er aspartam. Annar eftirlætis "vondikall" sjálfskipuðu sérfræðinganna.

 

Af þessum fáu dæmum ætti að vera ljóst að ekki eru öll "E-númer" bráðdrepandi. Sum þeirra eru beinlínis holl. Vilji menn endilega velja "vondukalla" af listanum, mæli ég með natríumoktenýlsuccinatsterkju eða polyvinýlpolypyrrolidóni eða polýglýserólesterum interesteraðrar ríkínólsýru. Ekki vegna þess að þau séu hættuleg, heldur vegna þess að það er mun auðveldara að vera hræddur við polyoxíetýlen sorbitanmonopalmitat en ósköp venjulegt þykkingarefni, rétt eins og það er auðveldara að vera hræddur við þetta hrikalega E-500 en matarsóda.

 

Passið ykkur samt á vetnisoxíði, það er stórhættulegt.


Ísraelar hafa ekki áhyggjur af vopnum

Ísraelar segja satt þegar þeir halda því fram að engar nauðsynjavörur skorti á Gaza.

Vandamálið er að það eru einmitt bara þær vörur sem COGAT ákveður að séu nauðsyn þann daginn. Allt sem flokkast ekki sem matur, lyf eða sápa er bannað, þ.á.m. allt byggingarefni, hljóðfæri, dagblöð, heimilistæki s.s. ísskápar og þvottavélar, fataefni, nálar og þráður, teppi, dýnur, kerti, eldfæri, ljósaperur, bækur, vaxlitir, föt, skór, hnífapör og leirtau, og bensín. 

Þar að auki eru ákveðnar matarvörur bannaðar; te, kaffi, pylsur, semolina, mjólkurvörur í stórum pakkningum, og flestar bökunarvörur. 

Í langan tíma voru bleyjur, dömubindi og klósettpappír bönnuð. Sjampó mátti ekki flytja inn og einn sölumaður lenti í því að sjampósendingin hans var gerð upptæk því sjampóið innihélt hárnæringu, en hún var á bannlista.

Smjörlíki, salt og gervisæta voru bönnuð, en voru svo leyfð aftur. Ger var leyft, en síðan sett á bannlista. 

 

Hvernig heldurðu að þér gengi að lifa án svona "lúxusvöru", sérstaklega þegar skilgreiningin á henni breytist dag frá degi án þess að þú fáir upplýsingar um það,  og heldurðu að þú myndir sýna málstað þeirra sem banna þér að njóta hennar mikinn skilning?


mbl.is Annað skip á leið til Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Problem solved

Leyfið reykingar aftur. For fokks seik, þetta fyrirkomulag virkar bara ekki.
mbl.is Óbærilegur hávaði um nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki með böll...

...má ég þá vera á móti banninu?

 

Mig langar að vita hvar næstum helmingur þingmanna var.

Mig langar að vita hvernig hægt er að setja lög sem innan við helmingur þingmanna samþykkir.

Mig langar að vita hvort þessi 31 þingmaður - og þeir sem klappa og fagna hvað hæst - haldi að þessi lög komi í veg fyrir mansal.

Mig langar að vita hvort þessu fjandans landi sé viðbjargandi. 

 

Endilega fræðið mig.


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af gefnu tilefni:

Ef fólk nennir ekki að gúgla flökkusögur, fletta þeim upp á snopes eða kanna sannleiksgildi þeirra á annan hátt ætti það kannske ekki að spúa þeim um alla netheima.

 

Ef þetta fólk tekur allt trúanlegt sem það sér á þúröri eða síðum misviturra bloggspekinga, ætti það kannske ekkert að vera að tjá sig fyrr en það hefur náð tökum á þessum grunnatriðum.

Bara smá pæling.


OMG!!! "Íslamsvæðing"!

Við annað blogg um þessa frétt birtist þessi athugasemd:

 Samkvæmt fæðingartölum þá nær Evrópa ekki að sporna við útbreiðslu Islam svo Evrópa verður að meirihluta til Islömsk 2050. Þýskaland missir kristna meirihlutann 2024 og Frakkland sömuleiðis. Kristnir menn hafa ekki þorað að viðurkenna vandann til að verða ekki sakaðir um fordóma og þröngsýni. En að öllum líkindum er þessi kosningasigur sá síðasti sem "kristnir" fá að státa sig af í Hollandi. Næst verða Múslimir svo fjölmennir að þeir taka völdin og samþykkja Sharíalög yfir Holland.

Haft er eftir Gaddafi að hann vegsamar Allah fyrir miskunn hans að ekki þurfi að sveifla sverði til að Evrópa verði Islömsk innan skamms (2050)

Trúin á Jesú Krist er eina svarið við þessum vanda og verst væri ef við efldum hatur á þessu fólki. Það þarf einnig að taka við Jesú sem friðþægingu sinni. 

Snorri í Betel

 

Þessi Skúlíska paranoja er líklega til komin vegna áróðursmyndbandsins Muslim Demographics, en athugasemdir um sannleiksgildi þess sem haldið er fram í myndbandinu má finna hér og hér.

 

Snorri virðist halda í fullri alvöru að í næstu kosningum í Hollandi - eftir fjögur ár! - verði múslimar orðnir nógu fjölmennir til að "taka völdin" í landinu og koma á Sharíalögum. Þetta sýnir nokkuð vel hversu fáfróður Snorri er um þessi mál.

Einfalt gúgl sýnir að fjöldi múslima í Hollandi er um 5% af heildaríbúafjölda. Ég er ekki sérlega sleip í stærðfræði og enginn sérfræðingur um innflytjendalöggjof Niðurlanda, en reiknist mér rétt til þyrftu ógeðslegafokkinghelvítihrikalega margir harðlínumúslimar að flytja til landsins á næstu 48 mánuðum til þess að spá Snorra rætist. 

 

Það væri nú óneitanlega skemmtilegt ef fólk færi að temja sér smá gagnrýninn hugsunarhátt. Það er voðalega einfalt að gúgla - í dag þarf afar einbeittan "brotavilja" til að komast hjá því að skoða fleiri en eina hlið mála.

 

Nú er bara að bíða eftir því að júnóhú láti sjá sig til að kalla mig naívista og múslimasleikju. W00t


mbl.is Frelsisflokkurinn eykur fylgi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...!

Það er ótrúlegt hvað sumt fólk er hrætt við að heyra skoðanir sem stangast á við þeirra eigin. Hvernig ætli sé að vera svo hræddur við orð á tölvuskjá að þú lokir fyrir komment við bloggfærslu, eingöngu af ótta við að fólk gæti sagt eitthvað þar sem þér líkar ekki? Hvernig ætli sé að finna hjá sér óstjórnlega þörf til að eyða út kommentum sem komin eru, bara vegna þess að þú ert heigull?

 

Þetta þykir mér merkileg hegðan.

 

 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband